Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Dr. Wolfgang Edel- stein, sem lengi var ráðgjafi mennta- málaráðherra og stýrði ýmsum umbótaverk- efnum í skólakerfi landsins, lést í Berlín á laugardag 90 ára að aldri. Wolfgang varð íslenskur ríkisborgari nítján ára gamall eftir að hafa flúið með fjöl- skyldu sinni frá Þýska- landi nasismans 1938. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 hélt Wolfgang til háskólanáms í Frakklandi þar sem hann lagði stund á málvísindi, latínu og bókmenntir. Dokt- orsritgerð sína skrifaði hann við há- skólann í Heidelberg í Þýskalandi þar sem hann hafði einbeitt sér að miðaldasögu, latínu og uppeldis- fræðum. Hann var ráðinn til starfa við Odenwald-skólann í Suður- Þýskalandi árið 1954 sem kennari en varð síðar námstjóri. Síðar starf- aði hann við Max-Planck-rannsókn- arstofnunina í uppeldis- og mennta- málum frá stofnun hennar árið 1963 þar til hann lét af störfum árið 1997. Wolfgang var þekktastur hér á landi fyrir áhrif á þró- un skólastarfs á 20. öldinni og er talinn vera í hópi þeirra sem mest höfðu áhrif. Hann var ráðgjafi menntamálaráðherra frá árinu 1966 til 1984 og svo aftur á árunum 1989 til 1991 um mót- un skólastefnu. Stýrði hann á þeim tíma mörgum umbótaverk- efnum meðal annars á vegum skóla- rannsóknadeildar menntamálaráðuneyt- isins sem var stofnuð að undirlagi hans. Wolfgang flúði til Íslands frá Þýskalandi nasismans um miðja síðustu öld. Wolfgang var sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót frá félags- vísindadeild Háskóla Íslands árið 1995 fyrir störf sín að skólamálum og rannsóknum. Hann hlaut nafn- bót heiðursprófessors við Freie- háskólann í Berlín og við Potsdam- háskólann. Árið 2009 hlaut hann Hildegard Hamm-Brücher- verðlaunin fyrir framlag sitt til að efla lýðræðismenntun og árið 2012 var Wolfgang sæmdur Theodor Heuss-verðlaununum fyrir störf sín á þágu lýðræðisuppeldis. Andlát Dr. Wolfgang Edelstein Mikið var um dýrðir í Laugardalshöll á laug- ardagskvöldið þegar efnilegt tónlistarfólk kom saman og freistaði þess að heilla þjóðina og tryggja sér keppnisrétt á Eurovision í Rot- terdam. Daði og Gagnamagnið lentu í fyrsta sæti í Söngvakeppninni með laginu Think About Things, sem verður framlag Íslendinga í und- ankeppni Eurovision sem fram fer í vor. Í úrslitaeinvígi keppninnar komust Daði og Gagnamagnið ásamt þungarokkshljómsveit- inni Dimmu, sem flutti lagið Almyrkva og hafði Daði betur í einvíginu. Tæknilegir örð- ugleikar komu upp í öðrum flutningi Daða og Gagnamagnsins og þurfti sveitin því að stíga af sviði og flytja lagið að nýju skömmu seinna. Í samtali við mbl.is kvaðst Daði vera til í slaginn. Spurður hvernig tilfinning það væri að vinna Söngvakeppnina sagði hann: „Þetta er mjög grillað eiginlega bara. Maður er búinn að vera svo mikið í þessu og svo er maður bara allt í einu að fara bara í Eurovision. Það er mjög skrýtið, en þetta verður bara klárlega gaman.“ Erlendir veðbankar höfðu nokkru áður spáð Daða og Gagnamagninu sigri í Söngvakeppn- inni í gærkvöldi. Vefsíðan Eurovisionworld samkeyrir stuðla frá öllum helstu veðbönkum sem bjóða upp á veðmál um lokakeppni Euro- vision. Á laugardag var Daða spáð 11.sæti samkvæmt síðunni en í gær breyttist spáin. Daða er nú spáð þriðja sæti. veronika@mbl.is Rokk Almyrkvi með þungarokkshljómsveitinni Dimmu fór vel í landann og hafnaði í öðru sæti. Félagar Daði Freyr og Stefán Jakobsson fluttu báðir úrslitaframlög Söngvakeppninnar. Morgunblaðið/Eggert Sigurvegarar Daði og Gagnamagnið tóku við verðlaunum frá forverum sínum í Hatara. Kveðja Stefán Jakobsson kastaði hlýrri kveðju á Ivu Marín. Gengið inn Nína flutti lagið Echo í Laugardalshöll. Hatarar Meðlimir hafa engu gleymt og var þeim vel fagnað. Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.