Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 22

Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Bílar TILBOÐ 1.490 þús. staðgreitt FORD Galaxy 7 manna - Diesel 2.0 Diesel árg 2011 • Sjálfskiptur • Ekinn 172 þús. • Skoðaður 2021 • Nýsmurður • Nýlega skipt um olíu á skiptingu • Glæný Vredestein nagladekk Verð 1.790 þús. Uppl. í síma 615 8080 Atvinnuauglýsingar Interviews will be held in Reykjavik in May and June For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2020” Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera    Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur í Samkaupum hf. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2019. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 15.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í 3 ár. Stjórn Samkaupa hf. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Engin veitingasala vegna verkfalls en heitt á könnunni. Nánari upp- lýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 10.15. Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingahjól með leiðbeinanda kl. 12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16- 19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13 í borðsal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið og kaffisopi kl. 8.50-11. Púsluspilið bíður þín í Borðstofunni kl. 9-16. Frjálst í Lista- smiðju kl. 9-12. Byrjendur í línudansi kl. 10-11. Myndlistarnámskeið kl. 12.30-15.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Hjúkrunarfræðingur kl. 10. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Gönguferð kl. 13. Handaband kl. 13. Brids kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Verið öll hjartanlega vel- komin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Frí vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10 / 7.50 / 15.15. Frí Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11. Zumba salur Ísafold kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 Söngvinir, kóræfing, kl. 19 Skap- andi skrif. ATH! Zumba hefst aftur þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Brids og handa- vinna kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun, opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Stólaleikfimi fellur niður í dag. Verði verkfall verður ekki hægt að kaupa mat eða kaffi í félagsmiðstöðinni. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilhsöll. Skart- gripagerð í Borgum kl. 13 í dag og félagsvist kl. 13 í Borgum. Tré- útskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum, Kristín kórstjóri, Jóhann undirleikari. Allir hjartanlega velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stof- unni kl. 15. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler kl. 9 og 13. Leir kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kross- gátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Zumba Gold, dans, leikfimi og teygjur fyrir byrjend- ur kl. 9.20. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30m umsjón Tanya. Ensku- námskeið kl. 10.30 og 12.30, enska talað mál kl. 14, umsjón Margrét Sölvadóttir. Vantar þig fagmann? FINNA.is Elsku pabbi kvaddi okkur 13. febrúar síðastlið- inn, umvafinn fjöl- skyldu og ástvinum. Hann var ótrúlegur pabbi, sá besti. Alltaf var hann tilbúinn að hlaupa til og hjálpa hvort sem það var að fljúga yfir Atlants- hafið og passa barnabörnin í Los Angeles eða Alabama, hann tók því sem ævintýri og skapaði um leið ævintýri fyrir drengina mína, eða lagfæra eitthvað á heimilinu. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur dæturnar og það var ósjaldan sem ég kom við hjá honum í vinnunni hjá Agli Vilhjálmssyni og fékk að fara með honum í kaffi á Mat- stofu Austurbæjar og koma við í sportvörubúðinni við hliðina á. Stjórnmál og verkalýðsmál áttu hug hans og daglega sköp- uðust umræður við matarborðið heima í Löngubrekku um ástandið í heiminum og þar voru málin krufin, hlustað á rök og hugmyndir okkar dætranna og engu máli skipti þó að við værum ekki alltaf á sama máli, stundum bara betra að vera ekki alveg sammála, það brýndi röklistina. Pabbi talaði ekki mikið um æsku sína á Seyðisfirði framan af, það var ekki fyrr en á seinni árum að við gerðum okkur grein fyrir hversu lífshlaup hans hafði verið erfitt í raun og veru og svo langt frá okkar að- stæðum og uppeldi. En eitt vissum við, æskustöðvarnar Seyðisfjörður áttu stórt pláss í hjarta hans, og einhvern veginn enduðu allar útilegur á sumrin á Seyðisfirði, þar sem ættingjar voru heimsóttir og við kynnt- umst bænum hans. En hann var ekki bara ynd- islegur faðir, hann var dásam- legur afi líka og eyddi miklum tíma með barnabörnunum, þá var skrafað og dundað í bíl- skúrnum og svo töfraði hann fram pönnukökur með sykri. Hann var óþreytandi stuðnings- maður barnabarna og langafa- barna á fótboltavellinum, vílaði ekki fyrir sér að sitja í stúkunni og hvetja áfram allt fram á síð- ustu stundu og stoltið leyndi sér ekki þegar þau skoruðu mark. Minningarnar eru margar og við erum svo einstaklega hepp- in að eiga mikinn hafsjó ljós- mynda frá æsku okkar þar sem pabbi var myndasmiðurinn, hann dokumenteraði heimilislíf- ið og ferðalög og í myndaal- búmum liggur eftir hann fjár- sjóður mynda, allt frá El Grillo að sökkva í Seyðisfirði á stríðs- árunum, Josefine Baker að heimsækja Vífilsstaði og svo af fjölskyldu og vinum, að ógleymdri náttúru Íslands. Takk, elsku pabbi, fyrir lífið, takk fyrir ferðalögin, að kenna okkur að meta landið okkar og lífið, takk fyrir sterkar axlir til að gráta upp við og hlýjasta hjarta. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Ragnhildur Ásvaldsdóttir. Ásvaldur Andrésson ✝ ÁsvaldurAndrésson fæddist 13. júlí 1928. Hann lést 13. febrúar 2020. Útför Ásvaldar fór fram 28. febr- úar 2020. Haft var eftir merkum héraðs- lækni á heimaslóð- um okkar Ásvalds Andréssonar eystra að sá góði græðari liti á það sem fæðingu þegar gamalt fólk kveddi þennan heim. Vel má það teljast heil- brigt viðhorf, enda öllum markaður tími í heimi hér. Eigi að síður kom mér fráfall Ásvalds vinar míns óþægilega á óvart, enda var hann maður prýðilega ern og var síst á neinum brottfar- arbuxum úr jarðvistinni þá er fundum okkar bar síðast saman. Og víst skal ég játa að ég harma einlæglega fráfall hans – sem og annarra af hans kynslóð; fólks sem ekki var mulið undir í æsku og uppvexti, varð sjálft að berj- ast fyrir tilverunni, þekkti harð- ræði og kröpp kjör en brá sér ekki við þau, hélt jafnlyndi sínu, bjartsýni og heilbrigðu hugar- fari, átthaga- og ættjarðarást í sönnum ungmennafélagsanda. Segja má að Ásvaldur – eða „Alli Sveinu“ eins og hann var oft nefndur – hafi verið ósvikinn fulltrúi allra þessara gilda. Og öllu tók hann af stakri ró og spekt, kippti sér ekki upp við neitt og brá aldrei skapi það ég vissi. Telja má hann til síðustu kynslóðar náttúruvalsins á landi hér; fólks sem þekkti kröpp kjör, skort og óblíðar aðstæður en hertist við hverja raun og bað ekki um silfurskeiðar, Toyota Land Cruiser, dúnsæng- ur né áfallahjálp. Minnisstætt er mér þá er hann sagði mér af brotthvarfi sínu úr foreldrahús- um. Þá fór hann í fiskvinnu suð- ur með sjó og gekk þar að dag- legum starfa, 16 ára gamall, þegar verkstjórinn kallaði hann á eintal og sagði honum að faðir hans eystra væri dáinn – og grafinn! Mátti svo unglingurinn láta sig hafa að hverfa aftur til starfa að þeim tíðindum fengn- um. Hefði einhver bognað við slíkt – en það var ekki í boði, né var um það beðið. Slíkur var Ás- valdur og slík var hans kynslóð. Það talar hvað skýrustu máli kynslóðabils að hann var í fyrstu stjórn átthagafélags sem festi kaup á gömlu húsi eystra sem ýmissa lagfæringa þurfti við. Fór stjórnin austur á land með hamra, nagla og annað sem til þurfti og færði húsið í horf. Og síðan á hverju ári um langa hríð. Svo bægði tímans rás hinni fyrstu stjórn frá og yngri kyn- slóð tók við. Þá var gamla húsið enn á ný viðhalds þurfi – og var þá selt, því of dýrt þótti að fá þá iðnaðarmenn sem til þurfti! Ásvaldur vinur minn var í mörgu hamingjumaður; eignað- ist öndvegis æviförunaut um meira en 60 ára skeið, dugandi afkomendur og naut góðrar heilsu til hárrar elli. Við hitt- umst öðru hverju, fórum á kaffi- hús og spjölluðum um heima og geima. Varð ég þess þá var að mörgum varð starsýnt á þennan fyrirmannlega austfirska „lord“ og ekki laust við að mér kæmi vel að vera hið næsta útgeislun hans! Kom ég jafnan betri mað- ur af þeim fundum; slíkur mað- ur var hann og slík var djúp- viska hans rúmra níu áratuga. Treysti ég því að hinum megin fyrirfinnist þau öldurhús er geri okkur kleift að taka upp þráðinn þar og fá okkur spekingakaffi saman líkt og í jarðvistinni hér. Að leiðarlokum þakka ég kynnin, áhrifin, fyrirmyndirnar og leiðsögnina og votta frú Ernu, dætrunum og öðrum vandamönnum samúð mína í missi þeirra. Jón B. Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.