Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Flokkarnir þrír sem að ríkistjórn-
inni standa hafa ólíka stefnu og
enginn nær áfangastað nema allir
séu sammála um í hvaða átt skuli
fara,“ segir Logi Einarsson, al-
þingismaður og formaður Sam-
fylkingarinnar. „Að mynda ríkis-
stjórn sem nær frá ysta jaðrinum
hægra megin á sama stað í
vinstrinu var tilraun til að skapa
pólitískan stöðugleika á Íslandi.
Útkoman er hins vegar sú að stór
viðfangsefni og brýn úrlausnarefni
eru stopp og slíkt er pólitísk
stöðnun.“
Útvötnuð þingmál
Sá meiningarmunur sem er
meðal fólks í stjórnarflokkunum er
augljós og hamlandi, að sögn Loga.
Nú í vetur hafi of fá mál frá rík-
isstjórninni komist til umfjöllunar
Alþingis, þau annaðhvort dagað
uppi í ríkisstjórn eða í nefndastarfi.
„Það sem hefur komist til umfjöll-
unar þingsins er útvatnað af mála-
miðlunum. Lagafrumvörp um
stuðning við fjölmiðla og hálend-
isþjóðgarð eru stopp, og það er
sorglegt að ekki liggi fyrir heild-
stætt hvernig sinna skuli hælisleit-
endum og umkomulausum börnum
sem hingað koma. Meðferðin á því
fólki er miskunnarlaus. Þá vantar
róttækar aðgerðir í loftslags-
málum og stórsókn í menntun,
rannsóknum og nýsköpun er brýn.
Allt þetta þarf svo að vinnast í sam-
ræmi við alþjóðlega þróun í heimi
sem breytist hratt,“ segir Logi.
Í skoðanakönnunum að
undanförnu hefur fylgi Samfylk-
ingarinnar mælst 14-18%. Logi
segir þetta vera ánægjulega þróun
sem sýni að Samfylkingin sé aftur
að ná auknum styrk, eftir lægð á
síðustu árum. Flokkurinn eigi líka
brýnt erindi við samfélagið, nú
þegar bregðast þurfi við skarpri
kólnun í hagkerfinu.
„Einkenni samdráttar í hag-
kerfinu eru komin fram fyrir
löngu, en ríkisstjórnin hefur verið
sein til viðbragða. Að fara í marg-
víslegar framkvæmdir til að vega
upp á móti niðursveiflunni er kær-
komið, en það er beinlínis ófor-
skammað að tengja sölu banka við
nauðsynlega uppbyggingu. Vel er
hægt að taka hagstæð lán fyrir
stórframkvæmdum sem velja þarf
af kostgæfni, svo þau nýtist flest-
um sem best og séu til dæmis í sam-
ræmi við markmið í loftslags-
málum. Ég tel líka brýnt í
núverandi stöðu að virkja þann
kraft sem býr í starfsemi lítilla og
meðalstórra fyrirtækja svo sem í
iðnaði og ferðaþjónsutu. Að undan-
förnu höfum við þingmenn Sam-
fylkingar heimsótt fólk í slíkri
starfsemi víða um land og finnum
að úrbóta er þörf.“
Verkfall borgarstarfsmanna
sem eru í Eflingu – stéttarfélagi
hefur nú staðið í þrjár vikur og
hægt miðar í samkomulagsátt. Þá
hófst í morgun tveggja sólar-
hringa verkfall BSRB sem hefur
mikil áhrif á almannaþjónustu.
Staðan er alvarleg og þótt löggjaf-
arsamkoman hafi ekki aðkomu að
deilunum er málið hápólitískt.
Ekki sú grundvallarlausn
„Lausn í yfirstandandi deilum
eru flókið verkefni og þá gildir að
tala saman. Annars vil ég skoða
þetta mál í stóru samhengi, því að
afkoma fólk ræðst af ýmsu fleiru
en bara launum hvers mánaðar.
Þar er ríkið í aðalhlutverki með
bótakerfið sem síðustu árin hefur
verið holað að innan og skattar af
háum launum hafa verið lækkaðir.
Í núverandi stöðu ætti ríkis-
stjórnin því að beita skattkerfinu
róttækt í þágu þeirra sem nú krefj-
ast sanngjarnrar leiðréttingar á
launum. Lífskjarasamningarnir í
fyrra voru ekki sú grundvallar-
lausn á vinnumarkaði sem vænst
var, þó viðleitnin hafi verið góð.
Samfélög þar sem mikill jöfnuður
ríkir eru líka framsæknari, kraft-
meiri og þar líður fólki almennt
vel,“ segir Logi sem telur að mál-
flutningur, þingmál og stefna
Samfylkingar séu í fullu samræmi
við stefnu samtaka launþega.
„Verkalýðshreyfingin og
vinstri vængur stjórnmálanna
hafa sömu sýn og markmið um
nauðsynlegar breytingar í sam-
félaginu, en við þurfum kannski að
vinna betur að þeim saman,“ segir
Logi sem telur mikilvægt að fólk
sem aðhyllist jafnaðarstefnuna
sameinist undir einu merki.
Manneskjuleg sjónarmið
„Flokkum hefur fjölgað og á
tímabili voru hér stjórnmálahreyf-
ingar, sem nú heyra jafnvel sög-
unni til, sem reru á sömu mið. Að
málefnum meðtöldum felst styrk-
ur Samfylkingar í öflugu innra
starfi og svo því að við erum sterk
á sveitarstjórnarstiginu, svo sem
hér í Reykjavík. Þar hefur fólk
lært að Samfylkingin fylgir mann-
eskjulegum sjónarmiðum þegar
kemur að því að veita íbúum þjón-
ustu; svo sem í skóla- og velferðar-
málum. Í þeim anda viljum við líka
vinna í landsmálunum og Samfylk-
ingin á mikið inni. Okkar sjö
manna þingflokkur er vel skip-
aður fólki sem kemur hvert úr
sinni áttinni. Við erum ólík en
sterkur strengur, vinátta og sam-
heldni innan hópsins veit á gott. “
Formaður Samfylkingarinnar vill róttækar breytingar til meiri jafnaðar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Formaður Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna hafa
sömu markmið um nauðsynlegar breytingar, segir Logi Einarsson.
Strengurinn er sterkur
Logi Einarsson er fæddur
1965, Akureyringur í húð og
hár. Arkitekt og starfrækti
lengi eigin stofu.
Varabæjarfulltrúi og bæjar-
fulltrúi á Akureyri 2010-2016.
Kjörinn á þing fyrir Samfylk-
inguna 2016 og varð formaður
flokksins sama ár.
Hver er hann?
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum fyrir helgi að veita 15
milljónir króna af ráðstöfunarfé
sínu til að standa að alþjóðlegri
ráðstefnu samtaka sem berjast
gegn kynferðislegu og kyn-
bundnu ofbeldi og áreitni á Ís-
landi 2021. Á vefsíðu stjórnar-
ráðsins kemur fram að viðlíka
fundur hafi verið haldinn á Eng-
landi árið 1996, ári eftir Peking-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
„Það er því við hæfi að slíkur
fundur verði haldinn nú, 25 árum
síðar og þótti skipuleggjendum
Ísland kjörin staðsetning, meðal
annars með vísan til lýðræðis og
friðar og til vel heppnaðrar
#metoo ráðstefnu síðastliðið
haust,“ segir þar einnig.
15 milljónir í ráð-
stefnu á næsta ári
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Þetta var alveg dýrðlegt. Mér
finnst svo mikill heiður fyrir mig að
fá þetta.“ Þetta segir Una Hólm-
fríður Kristjánsdóttir söngkona í
samtali við Morgunblaðið, en á
laugardag var henni veitt Liljan,
tónlistarviðurkenning þjóðkirkj-
unnar, fyrir einstakt framlag í
þjónustu við kirkjuna sína og
kirkjutónlist. Voru verðlaunin veitt
á degi kirkjutónlistarinnar í Hall-
grímskirkju og sá frú Agnes M.
Sigurðardóttir, biskup Íslands, um
verðlaunaafhendingu.
Segist Una hafa verið bæði glöð
og þakklát, „vegna þess að ég átti
ekkert von á þessu. Þetta gladdi
mitt litla hjarta“.
Sagði söguna
Morgunblaðið ræddi við Unu í
janúar af því tilefni að í vor verða
70 ár síðan hún byrjaði að syngja
með kirkjukór Raufarhafnar. Sagði
hún þá frá því að er hún hefði eitt
sinn, þá 19 ára, verið úti að ganga
með vinkonu sinni og með frum-
burðinn í vagni og gengið þá fram-
hjá gömlu búðinni, sem síðar
brann, hefði söngstjórinn, sem bjó í
húsinu, kallað á þær og boðið þeim
inn í kaffi. Söngstjórinn hefði farið
með þær rakleiðis inn í stofu að
æfa þær í að syngja sálma og svo
sagt að þær skyldu svo mæta í
messu á hvítasunnunni og syngja í
kórnum.Una biði hins vegar enn
eftir kaffinu.
Segist hún hafa í ræðu sinni, er
henni voru veitt verðlaunin á
laugardag, sagt þessa skondnu
sögu og svo þakkað fyrir sig og það
leynir sér ekki að Una er vægast
sagt uppnumin yfir þessu öllu sam-
an.
„Allt svo ágætt“
Spurð hvort hún eigi sér uppá-
halds sálm, eftir 70 ár í kirkjukórn-
um, stendur ekki á svarinu:
„Bjargið alda, borgin mín.“ Spurð
hvers vegna sá sálmur sé í slíku
uppáhaldi segir hún: „Einhvern
veginn fannst mér hann svo léttur,“
og bætir við að það eigi vel við
enda sé hún létt í skapi.
„Ég hef haft góða söngstjóra.
Aldrei rifist og þetta hefur allt ver-
ið svo ágætt,“ segir hún um árin 70
í kirkjukórnum.
„Bara fullorðin“
Una verður í apríl 89 ára en seg-
ist þó sjálf einungis vera „full-
orðin“. „Þegar sonur minn varð
sjötugur fór ég að kalla hann gam-
almenni, en ég er bara fullorðin,“
segir hún kímin og bætir við: „Það
trúir því enginn að ég sé eldri en
sjötug.“
Þrátt fyrir að vera orðin full-
orðin, eins og hún orðar það sjálf,
ferðaðist Una ein frá Raufarhöfn til
Reykjavíkur og aftur til baka um
helgina. Ók hún til Húsavíkur, hvar
hún tók flug í bæinn, og svo sömu
leið heim. „Ég keyri þangað til þeir
taka af mér prófið,“ bætir hún við
að síðustu.
„Gladdi mitt
litla hjarta“
Verðlaunuð fyrir 70 ár af söng
Hátíð Una Hólmfríður tekur við verðlaununum úr hendi frú Agnesar M.
Sigurðardóttur biskups við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, pró-
fastur í Reykjavíkur prófastsdæmi
vestra, sendi í gærkvöld frá sér póst
til presta, djákna og formanna
sóknarnefnda í báðum Reykjavík-
urprófastdæmum þar sem hún
beindi þeim tilmælum til þeirra að
safnaðarstarf fyrir eldri borgara
yrði fellt niður í báðum prófasts-
dæmunum þar til varúðarráðstafan-
ir Reykjavíkurborgar og elli- og
hjúkrunarheimila vegna kórónuveir-
unnar féllu niður. Sagðist hún enn
fremur vilja geta þess að tónleikum
Gamlingjans í Breiðholtskirkju 12.
mars hefði verið frestað.
„Vinsamlegast komið þessum boð-
um til allra starfsmanna og sjálf-
boðaliða safnaðanna er málið varðar,
s.s. organista, kirkjuvarða og ann-
arra,“ skrifaði Helga Soffía. Skyldu
skilaboðin berast til allra starfs-
manna og sjálfboðaliða er málið
varðar og síðast en ekki síst til þeirra
er þjónustunnar njóta. Þá sagðist
hún vilja hvetja til þess að fylgst
væri vel með eldri skjólstæðingum í
gegnum síma- og tölvusamskipti og
að fundnar væru nýjar, skapandi
leiðir til að rjúfa einangrun þeirra
sem minna mega sín í þessum að-
stæðum.
Safnaðarstarfi eldri
borgara verði aflýst