Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 9
9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Árlegri byssusýningu Veiðisafnsins
á Stokkseyri hefur verið frestað til
haustsins. Nýr sýningartími verður
auglýstur síðar.
Allir sem koma að þessum árlega
viðburði tóku sameiginlega ákvörð-
un um frestunina og axla með því
samfélagslega ábyrgð, að því er
segir í tilkynningu.
Halda átti árlega byssusýningu
Veiðisafnsins dagana 14. og 15.
mars og hefur hún verið haldin á
þessum árstíma árum saman.
Veiðisafnið verður opið allar
helgar í mars klukkan 11-18.
Einnig er boðið upp á bókanir fyrir
hópa alla daga. Safnið var opnað
árið 2004 og þar má sjá uppstoppuð
dýr víða að úr heiminum og byssur
af ýmsu tagi. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Veiðisafnið
Veiðisafnið Byssusýningin verður haldin í
haust. Á safninu er fjöldi uppsettra dýra.
Byssusýningunni
frestað til hausts
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Borgaraþjónusta danska utanríkis-
ráðuneytisins biðlaði í gær til allra
Dana á Norður-Ítalíu að koma heim
eins fljótt og mögulegt væri. Voru
tilmæli þessi gefin út eftir að ríkis-
stjórnin á Ítalíu gaf út tilskipun um
að 16 milljónir Ítala yrðu settar í
sóttkví til að reyna að hefta út-
breiðslu kórónuveirunnar. Í samtali
við dönsku fréttastofuna TV2 sagði
Erik Brøgger Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri dönsku borgaraþjón-
ustunnar, að útlendingum á Ítalíu
yrði leyft að yfirgefa svæðið en
ekki væri vitað hversu lengi sá
gluggi myndi standa opinn. „Við
mælumst því til þess að fólk komi
heim. Við vitum ekki hversu lengi
glugginn verður opinn, svo farið frá
Norður-Ítalíu. Annars er hætt við
því að fólk festist þar,“ sagði
Rasmussen.
Ekki sömu fyrirmæli
Í samtali við Morgunblaðið segir
María Mjöll Jónsdóttir, deildar-
stjóri upplýsinga- og greiningar-
deildar utanríkisráðuneytisins, að
ekki hafi verið gefin út tilmæli hér-
lendis til Íslendinga á Norður-Ítalíu
viðlíka þeim sem gefin voru út í
Danmörku. Hins vegar séu Íslend-
ingar í útlöndum beðnir að skrá sig
í gagnagrunninn sem utanríkisráðu-
neytið heldur úti á vefsíðu sinni.
Gagnagrunnur sá er ætlaður fyr-
ir Íslendinga erlendis sem óska eft-
ir að vera upplýstir um ferðaráð
meðan á dvöl þeirra stendur. Skrái
fólk sig í hann sé frekar unnt að
koma réttum upplýsingum til Ís-
lendinga í útlöndum með öruggum
hætti.
María Mjöll tekur einnig fram að
utanríkisráðuneytið sé í nánu sam-
ráði við borgaraþjónustur hinna
norrænu ríkjanna og þau séu sífellt
að skoða þróun mála.
Danir fari frá N-Ítalíu
Morgunblaðið/Eggert
Veira Mikill viðbúnaður er hérlendis vegna kórónuveirunnar. Sömu tilmæli
og gefin voru út í Danmörku í gær hafa þó ekki verið gefin út hér á landi.
Flokkur fólksins hefur aflýst öll-
um samkomum sínum vegna kór-
ónuveirunnar. Þetta tilkynnti Inga
Sæland, formaður flokksins, í gær.
Skoraði hún í kjölfarið á aðra
stjórnmálaflokka að gera slíkt hið
sama.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Inga að viðburðum á vegum
flokksins yrði aflýst eins lengi og
þörf krefði. Hætt var við bingó á
vegum flokksins þarsíðasta sunnu-
dag og síðan var ákveðið að engin
mannamót yrðu undir formerkjum
flokksins á næstunni. „Ekki á með-
an við erum að reka þessa óværu
á bak og burt. Við viljum losna við
hana fyrst,“ sagði hún.
Þá bætti hún við: „Markhópur-
inn okkar er að miklu leyti full-
orðið fólk og við sitjum þétt sam-
an í ekkert svo stóru rými þannig
að við göngum bara á undan með
góðu fordæmi og gerum okkar
besta.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaðurinn Inga Sæland skorar á
aðra flokka að aflýsa viðburðum.
Öllum
viðburðum
aflýst
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI