Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Hér segir frá örlagaríku síðdegi á
Heiðarfjalli á Langanesi, þar sem
Sigmar vann við byggingu ratsjár-
stöðvarinnar.
6. nóvember 1956
- slysið á fjallinu
Laugardaginn 6. nóvember var ég
við störf í turninum þar sem aðal-
djásnið, sjálf radarkúlan, átti að
vera. Þá kemur að máli við mig einn
af vinnufélög-
unum, Trausti
Björnsson frá
Norðfirði. Hann
hafði komið gagn-
gert að austan til
að vinna á fjallinu
og með honum
eiginkonan,
Sigurveig Hall-
dóra Björns-
dóttir. Hún er ættuð frá bænum Ár-
túni og hélt þar til á meðan hann
sinnti verkum sínum. Svo færu þau
aftur heim.
Erindi Trausta var að biðja mig að
skjótast undir kvöldið eftir eiginkon-
unni og var það auðsótt mál af minni
hálfu. Ég átti þá orðið Willys-jeppa,
árgerð 4́7, og það var ekki langt að
Ártúni, einungis örfáir kílómetrar.
Við Sigurveig lögðum af stað það-
an um sexleytið. Úti var svarta-
myrkur, en veðrið var gott og jörðin
var alauð. Betra gat þetta ekki verið
miðað við árstíma.
Þegar við erum á leið upp fjallið
tek ég eftir því að það rýkur úr
vatnskassanum á jeppanum. Hann
átti það til að ofhitna og var ég þessu
viðbúinn. Undir bílstjórasætinu
geymdi ég slöngubút. Þannig var um
fleiri jeppaeigendur á þessum tíma.
Búturinn tók minna pláss en brúsi
og var hægt að smeygja honum und-
ir annað hvort framsætið. Hann kom
oft í góðar þarfir, bæði hjá mér og
öðrum. Fyrir annan endann hafði ég
svo límt til að hægt væri að fylla
hann af vatni.
Á þessum tíma var vinstri umferð
á Íslandi. Ég vissi af lítilli lækjar-
sprænu hægra megin við veginn. Ek
ég því yfir á þann vegarhelming til
að vera nær henni og stöðva jeppann
þar. Síðan fer ég og fylli slöngubút-
inn af vatni.
Jeppinn var í gangi og það var
kveikt á ljósunum þegar ég opnaði
húddið og bjó mig undir að hella á
vatnskassann. Ég hafði séð bílljós í
fjarska um leið og ég klöngraðist aft-
ur upp á veginn, en leiddi hugann
ekkert frekar að þeim. Það gat varla
verið vandamál fyrir tvo bíla að
mætast á þessum breiðasta vegi
landsins.
Þetta var Willys-jeppi, svipaður
mínum. Í honum voru tveir starfs-
menn af Heiðarfjalli á leið í helgar-
leyfi, þótt aðeins væri um sunnudag-
inn að ræða. Ég þekkti vel til þeirra,
báðir voru frændur mínir. Ökumað-
urinn var Þórhallur Jóhannesson frá
Flögu og við hlið hans sat Hermund-
ur Kjartansson frá Kúðá, en báðir
þessir bæir eru í Þistilfirði.
Í fréttum af því sem gerðist næst
og eins í spjalli manna á meðal hefur
iðulega verið látið að því liggja að
Þórhallur hafi ekið glannalega. Svo
var þó ekki. Alls ekki. Ég stóð í
vetrardimmu fyrir framan bíl á
röngum vegarhelmingi og þess utan
má vel vera að ég hafi að skyggt á
annað ljósið, jafnvel hitt líka að hluta
til. Það var mjótt á milli þeirra.
Kannski var þetta ástæðan fyrir því
að svo fór sem fór. Ég hef alltént
aldrei viljað skella skuldinni á
frænda minn. Ég tel hreinlega að
hann hafi ekki áttað sig á aðstæð-
unum og eigi þar enga sök.
Ég varð á milli jeppanna. Svo
þungt var höggið að jeppinn minn,
sem þó var í handbremsu, hentist
átta metra aftur á bak. Sigurveig,
farþegi minn, var barnshafandi og
komin nokkuð á leið. Henni varð
ekki meint af, þótt engin væru ör-
yggisbeltin og bökin í framsætunum
í Willysnum næðu bara upp að
herðablöðum. Þau veittu mænunni
enga vörn í árekstri og gátu frekar
aukið við skaðann ef eitthvað var.
Stuðararnir lentu neðanvert við
hnén á mér og ég kastaðist í malar-
drulluna á götunni. Vinstri fóturinn
fór nánast strax af. Hann hékk á
nokkrum taugum, en hinn mölbrotn-
aði.
Þórhallur og Hermundur ruku út
úr jeppanum. Ég hélt meðvitund,
þótt ég væri sárkvalinn og hefði
misst mikið blóð. Ég kalla til þeirra
hvað skuli gera. Þeir taka af sér
buxnabeltin og reyna að stöðva blóð-
rásina niður í fæturna, eða það sem
eftir var af þeim, með því að vefja
þau fyrir ofan hnén á mér og herða
að. Síðan bera þeir mig yfir í jepp-
ann hjá sér og leggja á milli fram-
sætanna, þannig að herðarnar á mér
og höfuðið hvíldu í aftursætinu.
Sködduðu útlimirnir lágu aftur á
móti á trékassa sem í voru verkfæri
og eftir smástund verð ég þess var
að hann er orðinn fullur af blóði.
Útlitið var sannarlega dökkt.
Haldið á lífi
Akureyringurinn Baldur Jónsson
var héraðslæknir á Þórshöfn á þess-
um tíma, indæliskarl og mikið ljúf-
menni. Þangað var ekið með mig í
loftköstum. Til allrar hamingju var
hann heima í Brimborg. Þar var
bæði læknisbústaður og sjúkraskýli
með aðstöðu til aðgerða. Mér var
dröslað þangað inn. Allt var gert á
yfirsnúningi. Það mátti engan tíma
missa. Ég var orðinn mjög máttfar-
inn og kominn með suð fyrir eyrun
af blóðmissi. Þetta stóð tæpt. Líf
mitt hékk á bláþræði.
Baldur svæfði mig og stöðvaði síð-
an blóðrásina. Hann fór svo að leita
að blóðgjafa. Ég hef ekki hugmynd
um hvort eða hvernig honum tókst
að finna út blóðflokkinn minn, hvað
þá hvernig hann fann hentugan blóð-
gjafa. Um þetta hef ég einskis spurt,
en mér var gefið blóð úr frænda mín-
um, Lárusi Jóhannssyni vörubíl-
stjóra. Örið eftir blóðgjöfina sést
ennþá, um sex og hálfum áratug síð-
ar, og hverfur varla úr þessu.
Annar vörubílstjóri, Friðjón Jóns-
son, kom þarna líka að. Baldur kall-
aði hann stundum sér til liðsinnis
þegar hann þarfnaðist aðstoðar við.
Snúa þurfti sjúklingum, færa þá til,
halda við hér og þar – allt þetta og
ýmislegt fleira kom í hlut aðstoð-
armannsins að gera svo að læknirinn
gæti enn frekar einbeitt sér að
því sem sneri að sérþekkingu
hans.
Eftir að blóðgjöfin var komin í
réttan farveg beið Baldur ekki boð-
anna og tók af mér vinstri fótinn við
hné. Honum var ekki hægt að
bjarga, en það var smuga með þann
hægri. Hann var settur í gifs og ein-
ungis tærnar stóðu fram undan því.
Með snarræði sínu og fumlausum
vinnubrögðum tókst Baldri lækni að
halda mér á lífi. Það var kraftaverki
líkast. Geri ég þó ekki lítið úr að-
komu þeirra Lárusar og Friðjóns.
Hún var ómetanleg. [...]
Veðrið setur strik í reikninginn
Til stóð að koma mér undir eins á
sjúkrahús í Reykjavík, væntanlega
Landspítalann, frekar en Landa-
kotsspítala. Pöntuð var sjúkra-
flugvél þaðan og hinn landskunni
flugmaður og frumkvöðull í sjúkra-
flugi á Íslandi, Björn Pálsson frá
Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá,
lagði þegar af stað á vél sinni,
Cessna 180TF-HIS, sem hann hafði
nýverið keypt frá Ameríku ásamt
Slysavarnafélagi Íslands. Hún var
blá og hvít að lit og tveggja ára
gömul.
Svo óheppilega vildi hins vegar til
að veður gekk upp og á skall norðan-
stórhríð. Björn komst því ekki
lengra en norður til Akureyrar. Þar
varð hann að bíða fram á mánudags-
morgun. Þá loksins gat hann haldið
áfram austur til Þórshafnar og sótt
mig, tæpum tveimur sólarhringum
eftir slysið. Búið var að taka fram-
sætið úr flugvélinni til að koma
sjúkrakörfunni fyrir og miðað við
aðstæður fór ágætlega um mig við
hliðina á flugmanninum. Aðrir voru
ekki um borð.
En veðrið var enn vont. Björn gat
því ekki flogið með mig suður, held-
ur varð hann að lenda flugvélinni á
Akureyri og þar var ég lagður inn á
Fjórðungssjúkrahúsið. Sjálfur
reyndi hann svo aftur, síðar um dag-
inn, að fljúga til höfuðborgarinnar,
en það var á sömu bókina lært.
Þangað var ófært og þurfti hann nú
að lenda í Búðardal. Þaðan hreyfði
hann ekki vélina í tvo daga. Þá gekk
veðrið niður og fært varð í allar áttir.
Þetta ferðalag hans tók því fimm sól-
arhringa, frá laugardagskvöldi og
fram á miðvikudag.
Hinn fóturinn af – hjá frábæru
heilbrigðisstarfsfólki
Það var liðinn einn og hálfur
sólarhringur frá slysinu þegar mér
var ekið inn á slysamóttöku Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri. Þar
tók á móti mér Elsa Þorsteinsdóttir,
yfirhjúkrunarkona á handlækninga-
deildinni. Ég man greinilega þegar
hún kom og heilsaði mér. Þessi
stóru, grænu augu hennar, brúnt
hárið og fallegi búningurinn virkuðu
traustvekjandi og fylltu mig þeirri
von, að allt færi þetta að lokum eins
vel og mögulegt væri.
Elsa fylgdi mér inn á skurðstof-
una. Þar beið Guðmundur Karl Pét-
ursson yfirlæknir og hafði snör
handtök. Tærnar, sem stóðu fram
undan gifsinu á hægri fæti, voru nú
orðnar svarbláar og það boðaði ekki
gott. Drep var komið í fótinn og þá
var ekki að sökum að spyrja. Ég var
svæfður og þegar ég vaknaði á ný
hafði hann verið tekinn af við hné,
líkt og sá vinstri tveimur dögum áð-
ur.
Það var mér mikil gæfa í þessari
annars ógæfu minni að lenda í hönd-
unum á Guðmundi Karli. Hann var
ekki einungis frábær læknir, heldur
stórkostlegur persónuleiki, mikill
gleðigjafi og létti lund allra sem ná-
lægt honum voru. [...]
Slysið á fjallinu
Bókarkafli | Bókin Siddi gull hefur að geyma ævi-
minningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs og
tengist útgáfa hennar 85 ára afmæli hans. Margt
hefur á daga Þistilfirðingsins Sigmars drifið, en
hann hefur aldrei gefist upp þótt á móti hafi blás-
ið og leikur hin létta lund sem honum var gefin
þar stórt hlutverk. Guðjón Ingi Eiríksson skráði
minningar Sigmars.
Ljósmynd/Úr einkamyndasafni
Örlagadagur Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður varð á milli tveggja sams konar Willys-jeppa af þessari gerð.
Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum
stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús
Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu.
FERMINGAVEIsluR
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
3ja rétta sTEIKARhlaðborð
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl.
PINNAMatur
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500
kaffihlaðborð
Ferming
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN