Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 9. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  58. tölublað  108. árgangur  HEIÐRUÐ AF KIRKJUNNI FYRIR ÁRATUGA STARF FYRSTA TVENNAN Í ÁRATUG NÝR VETTVANGUR FYRIR ÍSLENSKA FRUMKVÖÐLA MANCHESTER UNITED 26 FRÆÐSLA OG TENGSL 12EINSTAKT FRAMLAG 10 Skíða- og sleðakappar á öllum aldri renndu sér saman í brekkunni við Jafnasel í Breiðholti í gær og nutu sólarinnar á meðan. Lyftan sá um að toga skíðafólkið upp en sleða- fólkið þurfti aftur á móti að sjá um togið sjálft. Það spillti þó vitanlega ekki fjörinu og þustu börn upp og niður brekkuna fram eftir degi. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Á bæði sleðum og skíðum í Breiðholti Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stíft var fundað hjá ríkissáttasemjara í allan gærdag en óvíst var um út- komu viðræðnanna þegar Morgun- blaðið fór í prentun á tólfta tímanum. Sex fundir voru haldnir í gær. Þar ræddust við Sameyki og samninga- nefnd ríkisins (SNR), Sjúkraliðafélag Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS), Sjúkraliðafélagið og SNR, Samflot og SNS. Fundir þeirra hófust kl. 10 í gærmorgun. Samninganefndir Efl- ingar og Reykjavíkurborgar (RVK) og eins Sameykis og RVK mættu til viðræðna kl. 14. Aðildarfélög BSRB ákváðu í gær að hætta við baráttufund í Austur- bæjarbíói í dag vegna neyðarstigs al- mannavarna. Þorri félagsmanna BSRB fer í verkfall í dag og á morgun ef ekki semst. Veittar voru undan- þágur vegna sjúkraliða og annars starfsfólks á Landspítalanum og hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frestuðu verkfalli. Ótímabundið verkfall hefst í dag hjá félagsmönnum BSRB í sumum grunnskólum og frístundaheimilum á höfuðborgarsvæðinu, hjá Skattinum, sýslumönnum, þjónustu- og nýsköp- unarsviði Reykjavíkurborgar og hjá Akranesbæ. Sáttafundir stóðu fram á nótt  Stíft fundað en óvíst um útkomuna  Verkfall BSRB boðað í dag ef ekki semst Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Verkfall Þessi miði var kominn upp í Vínbúðinni í Skeifunni í gærkvöldi. „Ég fer að ráðum sóttvarnalæknis og það er hans að gera tillögu til mín í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og meta þessa þætti – það hefur ekki gerst enn,“ segir Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra spurð að því á hvaða tímapunkti þurfi að huga að því að leggja á samkomubann vegna út- breiðslu kórónuveirunnar sem veld- ur COVID-19 sjúkdómnum. Til skoðunar er hjá stjórnvöldum að leggja á bann við samkomum þar sem fjöldi gesta er umfram tiltekið viðmið. Ákvörðun um slíkt bann ræðst af því hversu hröð útbreiðsla kórónuveirunnar er og hver geta heilbrigðiskerfisins er til að sinna sjúklingum á hverjum tíma. Sums staðar talað um þúsund „Við höfum verið að ræða það okk- ar á milli að það kunni að vera rétt að byrja á almennum tilmælum þar sem þessi innanlandssmit eru enn sem komið er að koma beint frá fólki sem hefur verið á þessum skíðasvæðum. Við erum ekki með víðtæk sam- félagssmit enn.“ Spurð um fjöldann sem slíkt bann myndi miða við segir Svandís að ým- is viðmið hafi verið rædd og verið sé að horfa til framkvæmdar í ná- grannalöndum. „Sums staðar er talað um eitt þús- und en á öðrum stöðum er talan lægri. Það kæmi einnig til skoðunar hvort það yrði gert í skrefum,“ bætir hún við. Heildarfjöldi þeirra sem eru smit- aðir af kórónuveirunni var í gær- kvöldi orðinn 58 eftir að þrjú ný smit greindust í þeim sýnum sem tekin voru úr farþegum sem komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu á laugardag. Tíu af þessum smitum eru innanlandssmit. Fjöldi fólks í sóttkví er 461, þar af eru 410 á höfuð- borgarsvæðinu. Fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi eru smitaðir af veir- unni og eru þeir nú allir í sóttkví. Ákveðið var að grípa til þeirra að- gerða að skipta upp gjörgæsludeild- inni og fækka opnum rúmum. Mönn- un á deildinni hefur jafnframt verið tryggð. Umspilsleikur Íslands og Rúmen- íu í undankeppni EM karla í knatt- spyrnu gæti verið leikinn fyrir lukt- um dyrum komi til samkomubanns. Háskólar munu hefja fjarkennslu ef samkomubann hindrar hefðbundna kennslu. Samkomu- bann verði út- breiðsla hröð  Ekki með víðtæk samfélagssmit enn, segir Svandís heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Fundað Haldinn var fundur í gær. Kórónuveiran » Fjöldi kórónuveirusmita er orðinn 58. Þrjú ný smit greind- ust í gær. » Innanlandssmit eru 10. Öll koma beint frá fólki sem hefur verið á skíðasvæðum erlendis. » 461 eru í sóttkví. Af þeim eru 410 á höfuðborgarsvæðinu. MKÓRÓNUVEIRA»4, 6, 8, 9, 10, 13, 14  Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir tillögur starfs- hóps um hvernig draga megi úr nei- kvæðum áhrifum mengunar frá flug- eldum herða að flugeldasölum. „Við erum svolítið uggandi yfir þessari þróun sem er að eiga sér stað. Þetta skiptir okkur alveg ofboðslega miklu máli. Þetta er hryggjarstykkið í fjármögnun okkar,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið og vísar til flugeldasölu. Þá segir hann sveitirnar ekki hafa fundið neitt annað sem komið geti í stað sölu á flugeldum. »11 Landsbjörg uggandi yfir tillögunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.