Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Borgarmynd Eitt af gömlu kennileitum borgarinnar, turn Landspítala, undir fögrum himni. Eggert Fyrir stuttu lét ég í veðri vaka í ræðustól þingsins að nauðsynlegt væri að lesa biblíusögur til að vera sæmilega læs á tungu og menningu þjóðarinnar. Auðvitað brugðust þeir illa við sem lagt hafa alla sína orku í að afmá úr samfélaginu allt sem tengist kristinni trú, og mótmæltu hástöfum. Athygli mín var vakin á nýlegum skrifum Jóns G. Friðjóns- sonar prófessors um áhrif Biblíunn- ar á íslenska tungu og menningu. Jóni voru á síðasta ári veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir fram- lag sitt til kennslu, rannsókna og fræðiskrifa um íslenska tungu. Jón G. Friðjónsson er ekki þekktur fyrir að fara með fleipur. Jón segir m.a.: „Ekkert eitt rit hefur haft jafn mikil áhrif á íslenska tungu og menningu og Biblían, en myndmál Biblíunnar brenglast fljótt ef það hverfur úr námsefni grunnskólanna því það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Þeir sem mest amast við kristinni trú og hafa komið því til leiðar að hún er nánast horfin úr námskrá grunn- og framhaldsskóla og ekki síður hinir sem hafa látið það við- gangast, mættu gefa því gaum hvort þekking á kristinfræði geti skipti máli fyrir skilning okkar á íslensk- unni og þeirri menningararfleifð sem við byggjum á. Hvort það geti verið að þekking á kristinfræði sé nauðsynleg forsenda til skilnings á tungu okkar, vestrænni menningu, samfélagi og gildismati. Fræðsla og trúboð Þeir sem hafa haft mest áhrif í þessum efnum gera lítinn greinarmun á fræðslu annars vegar og trúboði hins vegar. Markmið með kristin- fræði og trúarbragðafræði er ekki að innræta trú heldur að kynna og miðla þekkingu á hug- myndaheimi og raunveruleika sem hefur mótað sögu okkar og menningu í ald- anna rás. Trúarinnræting fer fyrst og fremst fram inni á heimilum, eða á vegum kirkj- unnar og annarra trúfélaga. Kristin trú skiptir máli Það er ekki einungis íslensk tunga sem nýtur góðs af þekk- ingu okkar á kristinni trú heldur ýmsar fræði- og listgreinar. Þeir sem kenna bókmenntir þurfa að reiða sig á grundvallarþekkingu á kristnum fræðum og sama á við um mannkynssögu, myndlist og ýmsar aðrar fræði- og list- greinar. Það er því ekki úr vegi að þeir sem bera ábyrgð á kennslu í landinu beiti áhrifum sínum til þess að reyna að auka grunnþekkingu á kristnum fræðum í skólum landsins. Forréttindi Það eru mikil forréttindi að búa í kristnu samfélag eins og Kristján Eldjárn benti á og Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur rifjaði upp eitt sinn í predikun fyrir setningu Alþing- is. Kristján sagði svo árið 1980. „Við Íslendingar, hvort sem við erum veikari eða sterkari í trúnni ættum að lofa forsjónina fyrir það að við skulum tilheyra hinum kristna hluta mannkyns- ins í þessum ekki allt of góða heimi – að við búum við hugsunarhátt, þjóðlíf og menningu sem um aldir hefur mótast af kristinni trú og kristinni kirkju. Þetta eru dásamleg forréttindi sem aðeins nokkur hluti jarðarbúa nýtur. Þetta held ég að hver íslensk- ur maður ætti að gera sér ljóst og íhuga í al- vöru.“ Eigum við ekki að fara að þessum ráðum og íhuga þetta í alvöru? Eftir Brynjar Þór Níelsson »Markmið með kristin- fræði og trúar- bragðafræði er ekki að innræta trú heldur að kynna og miðla þekkingu á hug- myndaheimi og raunveruleika sem hefur mótað sögu okkar og menningu í ald- anna rás. Brynjar Þór Níelsson Höfundur er alþingismaður. Dásamleg forréttindi að eiga kristna trú Hvað sem fólki finnst um um- ræðuna um kórónuveiruna er ljóst að áhrifin af útbreiðslu veirunnar eru þegar orðin slík að stjórnvöld þurfa að bregðast við með mjög afgerandi hætti. Það dugar ekki lengur að fela sig á bak við sérfræðinga. Stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að nýta ráð þeirra sem best þekkja til, leyfa stofnunum að rækja hlutverk sitt og byggja ákvarðanir á bestu fáanlegu upp- lýsingum. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast þarf framlag ráðherra hins vegar að vera meira en að mæta sem áhorfendur á blaðamannafundi. Staðan Langfjölmennasta og efnahagslega mikil- vægasta hérað Ítalíu hefur verið sett í sóttkví, lokað fyrir umheiminum, skólum hefur verið lokað í 13 löndum, í heild eða að hluta, at- vinnu- og menningarlíf er víða í lamasessi, olíuverð féll um 10% á einum degi, verðmæti flugfélaga og annarra ferðaþjónustufyrir- tækja hefur fallið um nærri þriðjung á tveim- ur vikum, verðmæti fyrirtækja á öðrum svið- um hríðfellur líka. Hagkerfi heimsins er hætt komið. Hvort sem menn telja þetta yfirdrifin við- brögð eða ekki er þetta orðið raunveruleiki. Við blasir alvarleg heimskrísa. Efnahagslegu áhrifin eru jafnvel talin geta orðið meiri en af alþjóða-fjármálakrísunni fyrir rúmum áratug. Viðbrögð í öðrum löndum Í flestum löndum er sterk krafa um að stjórnvöld leggi línurnar um hvernig tekist verði á við þennan vanda. Víðast hvar hafa forsetar og ráðherrar kynnt aðgerðir til að takast á við vandann. Róttækar aðgerðir til að fást við ástandið, heilbrigðislega og efnahags- lega. Miðað við íbúatölu er fjöldi skráðra smita í Bretlandi aðeins brot af því sem er hér á Íslandi. Þó er langt síð- an ríkisstjórn Bretlands fór að upplýsa fólk um til hvaða að- gerða yrði gripið. Nýjar upplýs- ingar berast á hverjum degi. Áformað er að fá allt að 3 millj- ónir sjálfboðaliða til starfa fyrir heilbrigðiskerfið (í öðrum lönd- um hafa nemar fengið tíma- bundið leyfi til að létta undir með heilbrigðisstarfsmönnum). Fyrir liggur áætlun um hvernig matvælum verði komið til fólks á mestu smitsvæðunum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki sem lenda í skakkaföll- um vegna faraldursins fái frest til að standa skil á sköttum. Þannig mætti telja áfram. Efnahagsleg áhrif á Íslandi Ljóst er að efnahagsleg áhrif kórónuveir- unnar geta orðið gríðarlega mikil, meðal ann- ars á Íslandi. Hagkerfi heimsins var veikt fyrir. Eins og íslenskum ráðamönnum er tíð- rætt um erum við í betri stöðu en flest lönd til að takast á við efnahagsleg skakkaföll. Sú staða er til komin vegna þess að fyrir nokkr- um árum gripum við til fordæmalausra að- gerða til að bregðast við fordæmalausum vanda. Þær báru þann árangur að ekkert ríki hefur náð viðlíka efnahagslegum viðsnúningi eins hratt og Ísland. Nú ríkir annars konar vandi og hann kallar á aðgerðir sem sniðnar eru að þeim vanda. Ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar, lendir nú í verulegu áfalli í beinu framhaldi af öðrum skakkaföllum. Lítil og meðalstór fyrirtæki landsins hafa mörg verið sett í nauðvörn vegna síhækkandi skatta og annarra útgjalda, sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir loðnubresti og á nú á hættu að markaðsverð afurða lækki verulega, tekjur orkufyrirtækja munu dragast verulega saman ef hráefnaverð lækkar. Ekkert svið íslensks atvinnulífs mun fara varhluta af slíkri þróun. Nauðsynlegar aðgerðir Þetta kallar á afdráttarlaust inngrip stjórn- valda. Það mun þurfa að lækka skatta á fyrir- tæki og e.t.v. veita þeim aukið svigrúm til skila. Bankar þurfa að vinna með fyrirtækjum til að gera þeim kleift að standa í skilum frek- ar en að yfirtaka þau. Íslensk fyrirtæki hafa lengi ofgreitt trygg- ingagjald. Nú þarf að snúa því dæmi við og leyfa fyrirtækjunum að njóta góðs af þeim tryggingum sem þau hafa lagt inn fyrir til að lágmarka uppsagnir. Kerfið mun þurfa að sýna aukið svigrúm og sveigjanleika. Ryðja þarf úr vegi hindrunum. Hætta að eltast við menn eins og bóndann sem var að rækta silung til sjálfsþurftar í eig- in tjörn. Leggja þess í stað áherslu á að þjón- usta þá sem vilja framkvæma og framleiða. Ríkið mun þurfa að auka fjárfestingu í inn- viðum til að viðhalda fjárfestingu og atvinnu- stigi en á sama tíma þarf það að spara annars staðar, draga úr ímyndarpólitík og öðru prjáli. Nú hlýtur að vera komið að því að við lær- um að meta mikilvægi íslensks landbúnaðar. Aðstæður nú veita okkur sem fullvalda ríki heimild til að endurskoða ráðstafanir með það að markmiði að verja eigin matvæla- og fæðu- öryggi. Það tækifæri þarf að nýta hratt og vel. Setja þarf saman neyðarlög til að verja ís- lenskan landbúnað og innlenda framleiðslu matvæla. Þau þurfa að fela í sér fjárhags- legan stuðning og endurskoðun þeirra samn- inga og regluverks sem þrengt hefur að greininni. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að fresta kjaradeilum fram á haust, e.t.v. með skamm- tímasamningum. Margt fleira þarf að koma til. Aðalatriðið er að ríkisstjórnin sýni viðbrögð sem eru í sam- ræmi við umfang vandans og til þess fallin að takast á við hann. Þrístökk í þágu atvinnulífs Áður en kórónuveirufaraldurinn og áhrif hans tóku að birtast var ljóst að íslenskt at- vinnulíf væri í vanda sem þyrfti að bregðast við. Við upphaf þings eftir áramót ræddu þingmenn Miðflokksins þetta og boðuðu að- gerðir til að bregðast við ástandinu. Afraksturinn var meðal annars áætlun sem við kölluðum „þrístökk í þágu atvinnulífsins“. Megininntak áætlunarinnar er eftirfarandi. 1. 150 milljarða króna viðbót verði sett í innviðauppbyggingu á næstu þremur árum. Áhersla verði lögð á framkvæmdir við samgöngumannvirki, flutningskerfi raforku og ferðamannastaði auk átaks í byggingu hjúkrunarheimila. Lánakjör ís- lenska ríkisins hafa aldrei verið eins góð og að undanförnu og það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum heimsins mun enn styrkja þá stöðu. 2. Tryggingagjald verði lækkað um heilt prósentustig umfram núverandi áform og gistináttagjald afnumið. 3. Bindiskylda bankanna verði lækkuð til að ýta undir lánveitingar til fyrirtækja. Þótt við höfum lagt drög að þessum til- lögum og talið mikla þörf fyrir þær strax í þingbyrjun eru þær nú orðnar nauðsyn ásamt öðrum aðgerðum til að bregðast við því ástandi sem blasir við. Aðgerðir strax Þegar mikið liggur við þarf ríkisstjórn að taka af skarið, taka ákvarðanir og þora að bera ábyrgð á þeim, enda þótt allt sem gjört er við slíkar aðstæður orki tvímælis. Við munum veita ríkisstjórninni allan stuðning við að ráðast í nauðsynlegar aðgerð- ir til að takast á við þennan fordæmalausa vanda. Við Íslendingar höfum áður náð ein- stökum árangri í að takast á við einstakan vanda. Nú er aftur þörf á slíkum aðgerðum. Nú þarf stjórnin að stjórna Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Þegar mikið liggur við þarf ríkisstjórn að taka af skar- ið, taka ákvarðanir og þora að bera ábyrgð á þeim, enda þótt allt sem gjört er við slíkar að- stæður orki tvímælis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.