Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikil óvissaer uppi umáhrif og af- leiðingar kórónu- veirunnar á heims- byggðina og á ein- stök lönd, en þó er þegar ljóst að áhrif- in eru mikil. Þúsundir hafa látist og yfir eitt hundrað þúsund hafa smitast svo vitað sé, en talið er að smitin séu mun fleiri. Allar líkur eru einnig á að smitin hér á landi séu mun fleiri en greind hafa verið, þrátt fyrir að hlut- fallslega hafi fleiri verið rann- sakaðir hér en víðast annars staðar. Jákvæðar fréttir af veirunni eru þær að svo virðist sem hún sé farin að gefa eftir í Kína, þar sem höggið hefur orðið lang- mest. Þar sögðu yfirvöld frá því um helgina að meira en fjögur af hverjum fimm erlendum fyrir- tækjum sem stunduðu milliríkja- viðskipti í landinu hefðu hafið starfsemi á ný. Á hinn bóginn væri eðlileg starfsemi einungis í þriðjungi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landinu, en þar starfa nær 80% Kínverja. Þegar haft er í huga að tölur benda til að útflutningur frá Kína hafi fallið um rúm 17% á milli ára á fyrstu tveimur mánuðum ársins má ljóst vera að efnahagslegt áfall er mikið þar í landi. Um leið eru áhrifin mikil annars staðar, því að margir byggja á fram- leiðslu Kínverja, ekki aðeins al- menningur annars staðar í ver- öldinni, heldur ekki síður fram- leiðendur. Þess vegna þarf ekki einu sinni að koma til þess að margir veikist í öðrum ríkjum; áhrifin af hrapi framleiðslunnar í Kína eru mikil um allan heim. Víða annars staðar, meðal annars á Vesturlöndum, verða líka veruleg bein efnahagsleg áhrif vegna útbreiðslu veirunnar í viðkomandi löndum. Augljós- asta dæmið í okkar heimshluta er Ítalía, þar sem hluti landsins hefur nú verið settur í sóttkví og margvísleg starfsemi hefur verið stöðvuð. Vonandi hefur sóttkvíin einhver áhrif til að hefta út- breiðslu kórónuveirunnar, en eins og Íslendingar hafa kynnst hefur veiran þegar haft drjúgan tíma til að breiðast út frá norð- urhluta Ítalíu. Ítalía er mikið ferðamanna- land og verður fyrir miklum bú- sifjum vegna veirunnar þó að stærðir í því sambandi liggi vita- skuld ekki fyrir. Allt sem snýr að flugi og ferðalögum er sérstak- lega viðkvæmt fyrir slíkum heimsfaraldri og vegna þess hvernig íslenskt atvinnulíf hefur þróast á síðustu árum, sem al- mennt verður að telja jákvæða þróun, verða áhrifin hér á landi meiri en ella hefði verið. En jafn- vel þó að Ísland væri ekki orðið jafn háð ferðamennsku og raun ber vitni hefðu áhrifin orðið mikil, enda munu þau finnast um allan heim. Í slíku ástandi er enginn ósnortinn. Miklu skiptir þegar slíkur skellur verður að stjórn- völd bregðist hratt við og af öryggi. Þetta á vitaskuld við í öllu því sem snýr að baráttunni við að ráða niðurlögum veirunnar, að verja almenning og einkum þá viðkvæmari fyrir henni, auk þess vitaskuld að hlúa að þeim sem fá veiruna. En það skiptir einnig máli að stjórnvöld geri allt til að draga úr efnahagslega skell- inum, því að þó að stundum sé sagt að efnahagurinn snúist að- eins um peninga og að þá megi bæta segir þróun hagstærðanna mikið til um velferð og vellíðan almennings og hefur áhrif löngu eftir að kórónuveiran hefur verið upprætt. Hér á landi er sú fjarstæðu- kennda staða uppi að í miðjum heimsfaraldrinum standa yfir harðar launadeilur og jafnvel verkföll sem óhjákvæmilega munu gera efnahagslegar afleið- ingar miklum mun verri en ella. Þetta er ástand sem engin leið er að réttlæta og verður að ljúka tafarlaust. Verkfallsátök verða einfaldlega að bíða betri tíma, það skilja allir. Ein leið út úr þeim væri að tryggja öllum sömu hækkun og langflestir launþegar hafa þegar samið um og fresta frekari átökum þar til lands- menn og heimsbyggðin hafa jafnað sig á kórónuveirunni. Ríkisstjórnin með meirihluta þingsins að baki getur tryggt þessa lausn og þar með nauðsyn- legan frið á vinnumarkaði við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja. Eitt af því sem er fyrirsjáan- legt og rætt er erlendis en hefur lítið verið rætt hér á landi er að mörg fyrirtæki munu vegna minnkandi viðskipta lenda í tímabundnum greiðsluerfið- leikum. Ríkisvaldið getur hjálp- að til með því til dæmis að fella tímabundið niður trygginga- gjald, lækka staðgreiðsluskatta og létta undir með þeim sem skila virðisaukaskatti, svo sem með því að veita svigrúm til að fresta greiðslum. Ýmissa annarra aðgerða væri hægt að grípa til. Í Kína hafa stjórnvöld til að mynda stutt banka og beitt þeim í að aðstoða fyrirtæki sem lenda í tíma- bundnum erfiðleikum. En hvað sem stjórnvöld ákveða að gera – ætla má að það verði eitthvað – þá skiptir miklu að þær aðgerðir komi strax fram en ekki þegar ástandið hefur versnað enn frek- ar og erfiðleikarnir eru víða orðnir óviðráðanlegir. Sama gildir um efnahagslífið og aðra þætti í baráttunni við veiruna; nauðsynlegt er að bregðast við áður en smitið hefur borist um allt þjóðlífið. Ríkið getur gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum} Efnahagslífið þarf líka að verja á veirutímum Þ egar einstaklingar hljóta fangelsis- dóm gera margir ráð fyrir því að afplánun fylgi fljótlega í kjölfarið. Því miður er það ekki raunin því biðtími eftir fangelsisvist getur verið nokkuð langur. Það á einkum við um þá sem hafa framið smærri afbrot. Fangelsis- plássum er forgangsraðað með þeim hætti að þar eru nær eingöngu síbrotamenn og fangar sem afplána fyrir alvarlegustu brotin. Um 550 manns eru nú á boðunarlista Fang- elsismálastofnunar og getur biðin tekið allt upp í fimm ár. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand fyrir alla þá sem eiga hlut að máli. Fyrir flesta er það að hljóma refsidóm þungt áfall og óvissan um það hvenær hægt er að hefja afplánun gerir dómþolum erfitt fyrir og veldur þeim miklum sálarkvölum. Það er ekki tilgangur réttarkerfisins því við viljum að allir eigi möguleika á því að koma lífi sínu í lag. Fælingarmáttur mögulegrar fangelsisvistar verður minni þegar vitað er að bið eftir fangelsisvist getur tekið nokkur ár. Löng bið eftir afplánun getur haft í för með sér fyrningu refsingar. Á sama tíma eru einnig dæmi þess að einstaklingar hafi náð bata, t.d. frá áfengis- og vímuefnaneyslu, en eiga síðan eftir að afplána nokkrum árum síðar. Það er engum greiði gerður með þessu fyrir- komulagi, hvorki viðkomandi einstaklingum né samfélag- inu í heild. Reynt hefur verið að bregðast við þessum vanda með ýmsum hætti. Nýtt og fullkomið fangelsi var opnað á Hólmsheiði fyrir örfáum árum. Rýmum í opn- um fangelsum hefur verið fjölgað, skilyrði fyrir reynslulausn hafa verið rýmkuð gagn- vart ungum föngum eftir þriðjung refsitíma og aukin áhersla hefur verið lögð á afplánun utan fangelsa með samfélagsþjónustu og raf- rænu eftirliti. Þrátt fyrir allt þetta hefur ekki tekist að ná ásættanlegum árangri hvað varð- ar styttingu biðtíma eftir afplánun. Til að bæta úr þessu hafa verið ræddar ýmsar hugmyndir, t.d. að bæta tímabundið við afkastagetu við afplánun refsidóma með nýtingu á fangaklefum sem til eru, til afplán- unar stuttra dóma, eða með öðrum húsnæðis- úrræðum. Einnig hvort fjölga ætti rýmum í opnum fangelsum. Þá þyrfti einnig að skoða hvort auka eigi samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit enn frekar og skoða hvernig brugðist hefur verið við sams konar vandamálum með- al nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum. Í því skyni að greina þetta vandamál og finna leiðir til að ná betri árangri mun ég í dag skipa fimm manna átakshóp sem skila á tillögum í vor, bæði að lausnum til skemmri og lengri tíma. Við viljum stuðla að betrun þeirra sem hafa misstigið sig í lífinu og við þurfum að laga þennan vanda. Það er ekki og hefur aldrei verið til- gangur samfélagsins að bæta viðbótarrefsingu á þá ein- staklinga í samfélaginu sem hlotið hafa fangelsisdóm. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Óþörf viðbótarrefsing Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einfalda á reglur ummannanöfn og afnemaeins og unnt er þær tak-markanir sem eru í dag á skráningu nafna, bæði eiginnafna og kenninafna, og auka heimildir til nafnbreytinga. Þetta eru megin- markmið frumvarpsdraga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála- ráðherra um breytingar á manna- nafnalögunum, sem kynnt hafa ver- ið á samráðsgátt stjórnvalda. Eins og fram hefur komið er þar lagt til að frelsi við nafngjöf verði aukið til muna og reynt verði að tryggja sem best rétt fólks til að ráða sjálft nöfn- um sínum og barna sinna. Fá tillög- urnar almennt jákvæðar undirtektir í umsögnum sem borist hafa. „En tímarnir hafa breyst og þar með viðhorf almennings til mannanafna og sömuleiðis mín eigin viðhorf. Það er löngu kominn tími til að gerbreyta lögunum, eins og nú er lagt til,“ segir Halldór Ármann Sig- urðsson, sem var um skeið formaður mannanafnanefndar, í umsögn sinni. „Við sem áttum sæti í frumvarps- nefndinni 1994-1996 lögðumst gegn ættarnöfnum, töldum þau vera ógn við íslenska kenninafnasiðinn. En þetta var missýn. Það er ótækt í nú- tímaþjóðfélagi að stjórna nöfnum, þar með töldum ættarnöfnum, með lagaboði nema að ákaflega takmörk- uðu leyti,“ segir hann. Meðal róttækra breytinga sem lagðar eru til er að felldar verði nið- ur reglur um að eiginnöfn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu. Almennt falla niður takmarkanir á notkun erlendra nafna og lagt er til að ættarnöfn verði leyfð að nýju. Þá verði mannanafnanefnd lögð niður. Eiríkur Rögnvaldsson, prófess- or emeritus í íslenskri málfræði, tekur breytingum frumvarpsdrag- anna vel í ítarlegri umsögn og segir enga ástæðu til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim. ,,Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið mál- spjöllum. Kenning til föður og móð- ur er vissulega hluti íslensks menn- ingararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð. Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot,“ segir hann, en Eiríkur heldur því fram að núgildandi bönn við notkun ættarnafna séu að því er best verði séð brot á jafnræðisreglunni í 65. grein stjórnarskrárinnar. Hann er ekki sannfærður um að fólk myndi í stórhópum leggja niður föður- og móðurnöfn og taka upp ættarnöfn í staðinn, þótt slíkt yrði leyft. „Ég tek heils hugar undir það að kenning til föður eða móður er menningarhefð sem æskilegt er að viðhalda. En hefðir eru lítils virði nema samfélagið þar sem þær gilda hafi áhuga á að halda í þær. Hefð sem þarf að viðhalda með lögum er ekki hefð – heldur nauðung.“ Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, hefur uppi ýmis varn- aðarorð m.a. um áform um að leggja mannanafnanefnd niður. Eðlilegt sé að frelsi í nafngiftum sé eins mikið og kostur er og frumvarpið sé ótví- ræð framför en á hinn bóginn dragi frumvarpið að hans mati ,,úr lögvörn fyrir íslensku sem er þó þjóðtunga og opinbert mál á landinu sam- kvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu 61/2011“. Nöfnum ekki stjórn- að með lagaboði Morgunblaðið/Kristinn Mannlíf Mannanafnafrumvarpinu er ætlað að auka til muna frelsi við nafn- gjöf og að afnema eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag. Með mikilli fjölgun landsmanna sem eru af erlendu bergi brotnir bera sífellt fleiri hér á landi vita- skuld erlend nöfn. Skv. upplýs- ingum Þjóðskrár voru 50.309 er- lendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. mars. Eiríkur Rögnvalds- son segir að ekki hafi verið sýnt fram á að erlend nöfn hafi valdið málspjöllum en Íslendingar eiga í daglegum samskiptum við tug- þúsundir útlendinga. Íslensk mannanöfn eru ekki stór hluti af orðaforða málsins, að því er fram kemur í umsögn Eiríks, eða rúm- lega 4.100 nöfn á mannanafna- skrá, sem er langt innan við 1% af heildarorðaforðanum. Í frumvarp- inu segir að vegna samsetningar þjóðfélagsins í dag sé töluverður fjöldi erlendra nafna og ættar- nafna skráður hér, en flestir ís- lenskir ríkisborgarar hafi ekki heimild til að taka upp ættarnöfn eða skrá nafn sitt með erlendum bókstöfum nema í undan- tekningartilvikum. Fjölbreyttari mannanöfn 50.000 ÚTLENDINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.