Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjögur af sextán sem bjóða sig fram til setu í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sitja í stjórnum eða nefndum Sósíalista- flokksins. Aðalfundur FEB fer fram fimmtudaginn 12. mars og þar verður m.a. kosinn nýr formaður auk fimm stjórnarmanna í sjö manna stjórn og þriggja varamanna. Haukur Arnþórsson stjórnsýslu- fræðingur er í framboði til formanns FEB og einnig til stjórnar. Ingibjörg H. Sverrisdóttir og Borgþór Kjærne- sted bjóða sig einnig fram til for- mennsku. Haukur á sæti í fram- kvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Hann var spurður hvort Sósíalista- flokkurinn væri með framboðunum að seilast til áhrifa í FEB? „Framboð mitt er algjörlega á fag- legum nótum og mér er mjög illa við flokksframboð í þessu efni,“ sagði Haukur. „Ég hef starfað fyrir eldri borgara í tvö ár og unnið að málefnum þeirra. Ég er fræði- maður í Reykja- víkurAkademíunni og byrjaði á að gera skýrslu um málefni eldri borgara. Ég hef áhuga á málefnum þeirra og hef eingöngu skilað frá mér útreikningum og fræðilegu efni um kjör aldraðra.“ Aðspurður taldi Haukur það vera tilviljun að þrír aðrir sem gegna stöð- um í Sósíalistaflokknum væru í fram- boði til stjórnar FEB. Hann benti á að keppinautur hans um formannssætið, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, væri flokksbundin sjálfstæðiskona, virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum og bar- áttukona gegn þriðja orkupakkanum. Haukur sagði að fólk úr stjórnmála- flokkunum hefði lengi tekið þátt í störfum fyrir FEB. Hann telur að á stundum hafi stjórnmálatengsl verið slæm fyrir hagsmunabaráttu aldr- aðra þegar stjórnarmenn FEB hafi verið samflokksmenn ráðherrans sem fer með málaflokkinn. Þá hafi flokkshollustan stundum orðið hags- munabaráttunni yfirsterkari. Hann benti á að Sósíalistaflokkurinn færi ekki með neitt ráðuneyti og hefði því enga möguleika á að fegra ímynd sína eða fagráðherra á þennan hátt. Haukur sagði að þeir frambjóð- endur til formannssætisins sem ekki næðu kjöri yrðu sjálfkrafa í framboði til stjórnar FEB. gudni@mbl.is Fjórir sósíalistar í framboði  Aðalfundur Félags eldri borgara haldinn á fimmtudag  Þar verður kosinn nýr formaður og fimm stjórnarmenn Haukur Arnþórsson Landinn verður sífellt flinkari við að flokka sorpið sem fellur til á heimilinu í réttar tunnur, svo hægt sé að vinna úr því með sem bestum hætti. Þessi kona er greinilega búin að kynna sér málin, enda setti hún pítsukassann hvorki í plast- gáminn né fatagáminn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pítsukassinn í pappagáminn Starfsmönnum tölvuleikjaframleið- andans CCP brá heldur betur í brún um helgina þegar gríðarstór ormur fannst í fiskabúrinu á skrif- stofunni þar, þegar hreinsa átti búrið. Virðist ormurinn hafa dvalið í búrinu um árabil. „Við höldum að ormurinn hafi sennilega verið þarna í allavega átta ár því það var síðast þá sem einhverju var bætt við búrið,“ sagði Dan Crone, framleið- andi hjá CCP, í samtali við mbl.is í gær. Fiskabúrið sem um ræðir er sennilega eitt það stærsta á Íslandi og því gat ormurinn athafnað sig án þess að nokkur yrði hans var í öll þessi ár. „Það hefur verið talað um að fiskunum í búrinu hafi fækk- að eitthvað síðustu árin, og nú er sennilega komin skýring á því.“ Metralang- ur ormur í búrinu  Líklega um átta ára löng dvöl Skjáskot/Dan Crone Skepna Höfuðið á ormi CCP. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útgerðir loðnuskipa skoðuðu það um helgina hvort senda ætti eitt skip til loðnurannsókna með suðurströnd- inni. Yrði það fimm daga leiðangur síðar í þessari viku. Fulltrúar út- gerðanna funduðu með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar fyrir helgina. Hugmyndin er að stofnunin leggi til vísindamenn í leiðangurinn. Ákvörðun um leiðangurinn gæti leg- ið fyrir í dag. „Okkur finnst óforsvaranlegt ann- að en að skoða þetta betur. Við höf- um áhuga á því að senda skip og skoða þetta,“ sagði Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. í Nes- kaupstað. Hann sagði að menn væru orðnir von- daufir um að það væri raunhæft að fara í mælingu á loðnustofninum úr þessu. Það hefði aldrei geng- ið vel að mæla loðnuna uppi í fjörum, þar sem hún héldi sig nú vegna hrygningar. „Okkur finnst óábyrgt annað en að fá upplýsingar um hvað er að gerast varðandi hrygninguna og hvar hún er að hrygna. Það er ómögulegt að skilja við þetta án þess,“ sagði Gunn- þór. Hann sagði menn almennt vera á því að rannsaka þyrfti loðnuna enn betur. Hins vegar væri það ljóst að lítið væri til af peningum í það verk- efni. Menn kysu hugsanlega að ráð- stafa þeim í eitthvað annað. Útgerðirnar hafa lagt fram skip og mannskap til loðnuleitar og mæl- inga. Gunnþór taldi að þegar fyrir- huguðum leiðangri lyki yrðu útgerð- irnar búnar að leggja um 110 milljónir í þetta í vetur. „Við þurfum ekkert að örvænta með loðnuna,“ sagði Gunnþór. Fréttir af loðnu berast nú víða að. Heyrst hefur af loðnu t.d. á Stranda- grunni, í Þistilfirði og víða við Suður- land. Gunnþór sagði tilganginn með leiðangrinum að afla nauðsynlegra upplýsinga með framtíðarnýtingu á loðnustofninum í huga. Mikilvægt væri að vita hvað væri að gerast. Ekki er útlit fyrir að gefinn verði út loðnukvóti úr þessu, þótt menn vildu gjarnan fá einhvern kvóta. Skoða að senda skip í vikunni  Útgerðir ræða það að senda skip í leiðangur með suðurströndinni til að rannsaka hrygningu loðnu  Víða hefur frést af loðnu  Útgerðin hefur lagt um 110 milljónir í loðnuleit og rannsóknir í vetur Morgunblaðið/Golli Loðnuveiðar Ekki hafa verið loðnuveiðar tvær vertíðir í röð. Mynd úr safni. Gunnþór Ingvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.