Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ég kannast ekki við að við höfum fengið nein sérstök erindi út af þessu. Ég er ekki að útiloka það en ég þekki þess ekki dæmi.“ Þetta segir María Heimisdóttir, for- stjóri Sjúkra- trygginga Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið um hvort stofn- uninni hafi borist erindi frá Íslend- ingum sem bú- settir eru erlend- is nú þegar kórónuveirufaraldurinn ríður yfir. Á fésbókarsíðunni Íslend- ingar í útlöndum – hagsmunasamtök er athygli á því vakin að Íslendingar sem flytjast aftur til Íslands eftir bú- setu utan EES-svæðisins séu ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuðina eftir komu. Er þetta sett í samhengi við kórónuveirufaraldurinn og virð- ist þetta vekja furðu nokkurra fés- bókarnotenda á síðunni. Er á það bent að samkvæmt 5. mgr. 10. gr laga um sjúkratryggingar sé ráð- herra með reglugerð heimilt að kveða á um undanþágur frá sex mánaða búsetuskilyrðinu. Spurð hvort hún þekki dæmi um að veittar hafi verið slíkar undan- þágur kveður María nei við en segir: „Eins og menn keppast við að segja, þetta eru fordæmalausar aðstæður.“ Leggur hún enn fremur áherslu á að ákvarðanir um slíkar undanþágur séu heilbrigðisráðuneytisins að taka, en ekki Sjúkratrygginga Íslands. teitur@mbl.is Hálfs árs skilyrðið stendur  Engin sérstök erindi á borð SÍ frá Íslendingum að utan Sjúkratryggingar „Þetta eru fordæmalausar aðstæður,“ segir María. María Heimisdóttir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Yfirvöld hafa ekki misst tökin á kór- ónuveirusmitum og er samkomu- banni ekki beitt sem pólitísku tæki hérlendis þó að einhverjir hafi beitt því sem slíku erlendis. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. 26 öndunarvélar eru til staðar á Landspítalanum en enginn sem smitaður er af kórónuveiru hér á landi hefur þurft að nota slíka vél hingað til. Samkomubann fyrir 100 manns eða fleiri tók gildi á miðnætti í nótt, háskólum og framhaldsskólum hefur verið lokað og til sérstakra ráðstaf- ana gripið í leik- og grunnskólum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi höfðu 175 tilfelli kórón- uveiru greinst hérlendis og tæplega 1.800 manns voru í sóttkví. Spurður hvort það sé vísindalega sannað að samkomubann hafi áhrif á útbreiðslu veiru sem þessarar segir Þórólfur svo vera en aðgerðir ein- staklinga til að koma í veg fyrir smit skipti mestu máli. Ferðabann hefði engu breytt Þórólfur hefur áður sagt að marg- ir hafi beitt samkomubanni sem póli- tísku tæki. Hann segir að það sé ekki raunin hérlendis. „Hins vegar held ég að það þurfi að beita þessu tæki á réttum stað í faraldrinum. Það er til þess að ramma betur inn það sem við höfum verið að gera og gefa því aukið vægi.“ Ýmsar þjóðir hafa nú komið á ferðabanni eða lokað landamærum, til dæmis Bandaríkin, Danmörk, Noregur og Þýskaland. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur ekki mælt með slíku banni og segir Þór- ólfur að ferðabann skili litlu. „Ef við hefðum gripið til örþrifa- ráða mjög snemma og sett á algjört ferðabann þá hefði það ekki breytt neinu heldur valdið miklu meiri skaða og vandkvæðum. Allir þeir sem hafa komið að utan og við höfum greint með sýkingu eru íslenskir ferðamenn.“ Spurður hvers vegna aðrar þjóðir séu þá að grípa til ferðabanns segir Þórólfur: „Ég get ekki sagt til um það en kollegar mínir sem ég hef verið í sambandi við hafa ekki talað um ferðabönn fyrr en þau voru allt í einu komin á svo það hljómar eins og það sé pólitísk ákvörðun að grípa til svona harkalegra aðgerða frekar en faglegra, án þess að ég geti fullyrt um það.“ Asíuþjóðum, til dæmis Suður-Kór- eu, hefur verið hrósað sérstaklega undanfarið fyrir sín viðbrögð við kór- ónuveirunni. Spurður hvort Asía hafi almennt verið að taka betur á far- aldrinum en Evrópa segir Þórólfur: „Ég held að það sé ómögulegt að fullyrða eitthvað um það og bera það saman.“ Fölsk neitun fátíð Íslensk erfðagreining greindi um helgina fjölda sýna frá Íslendingum sem skráðu sig sjálfir í skimun eftir veirunni. Niðurstöður fyrstu sýna bentu til að um 0,73% þátttakenda væru smituð af kórónuveirunni. Þórólfur hefur áður sagt að mik- ilvægt sé að tímasetja próf um kór- ónuveiru rétt enda fölsk neitun möguleg ef próf er tekið of snemma. Spurður hvort ekki séu líkur á því að fólk sem komi í skimun taki prófin of snemma og fái því falska neikvæða niðurstöðu segir Þórólfur: „Það er erfitt að segja, maður þarf að túlka niðurstöðuna eins og hún er. Þetta er spegilmynd á akkúrat þeim tímapunkti sem sýnið er tekið. Við vitum að það geta verið einstaklingar sem hafa hugsanlega smitast en fá samt neikvæða niðurstöðu, en það er frekar fátítt.“ Á Landspítalanum eru 26 öndunarvélar og nokkuð fleiri á landsvísu. Þórólfur segir að sá fjöldi eigi að duga í baráttunni við veiruna þar sem stjórnvöld séu að dreifa álaginu á heilbrigðiskerfið með því að draga útbreiðsluna á langinn. Sömuleiðis séu fleiri öndunarvélar í pöntun fyrir Landspítalann. Sýktir hafa ekki þurft öndunarvélar  Yfirvöld hafa enn tök á útbreiðslu kórónuveirunnar  Samkomubann hefur áhrif en ferðabann ekki, að sögn sóttvarnalæknis  26 öndunarvélar á Landspítalanum ættu að nægja alvarlega veiku fólki Morgunblaðið/Eggert Sóttvarnalæknir Þórólfur segir mikilvægast af öllu að einstaklingar geri sitt til að koma í veg fyrir möguleg smit. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og yfirmaður smit- rakningateymis Almannavarna, hef- ur verið að störfum síðan fyrsta kórónuveirusmitið kom upp hérlend- is hinn 28. febrúar. Þá samanstóð teymið af sex starfs- mönnum en nú eru þeir um 30 talsins, flestir heilbrigðisstarfsmenn og lög- reglumenn. Einungis einn hjúkrun- arfræðingur í teyminu hefur reynslu af smitrakningum en ekki af þeim skala sem teymið tekst nú á við. „Þetta er einsdæmi hérna á Íslandi og algjörlega fordæmalaust. Þetta verkefni vex og þróast svo hratt, það breytist ekki bara dag frá degi heldur mörgum sinnum á dag,“ segir Ævar við Morgunblaðið. Unnið er á vöktum frá klukkan níu á morgnana og fram yfir miðnætti. Miðað er við að ljúka öllum rakning- um áður en heim er haldið. Innanlandssmitin erfiðari Ævar segir að tilfellin séu farin að verða flóknari en teymið reki um 15- 20 smit á dag. Forsenda smitrakn- ingar er greint smit en fyrsta skrefið í rakningunni er að hafa samband við smitaða einstaklinga og kanna hverja þeir hafi verið í samskiptum við. „Annars vegar til þess að rekja hvar einstaklingur hefur smitast og hins vegar til þess að koma þeim, sem viðkomandi hefur verið í sambandi við og eru mögulega útsettir fyrir smiti, í sóttkví.“ Að sögn Ævars eru innanlands- smitin mun erfiðari. Hann tekur dæmi um framhaldsskólanema sem eru virkir á mörgum stöðum, eru í skóla, vinnu, íþróttum og stunda skemmtanalífið. Í slíkum tilfellum eru þeir sem eru útsettir fyrir smit- um sérstaklega margir. Íslendingar standi sérstaklega styrkum fótum þegar kemur að smit- rakningu. „Samkvæmt upplýsingum sem við höfum úr fjölmiðlum varð- andi löndin í kringum okkur þá stöndum við þeim langt framar og við komum Austurríki og Danmörku á sporið með sín smit.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði í síðustu viku að næsta skref væri að horfa til skaðaminnkandi að- gerða í baráttunni við veiruna, þ.e.a.s. að meiri áhersla yrði til að mynda lögð á eflingu heilbrigðiskerf- isins en sóttkví. Þrátt fyrir það segir Ævar að starfi smitrakningateymisins sé hvergi nærri lokið. „Vinnan eykst stöðugt. Þetta er lykilþátturinn í því að teygja á tíma útbreiðslunnar þannig að heilbrigðiskerfið og aðrir innviðir ráði vel við fjölgun alvarlega veikra.“ Komu Austurríki og Danmörku á sporið  Smitrakningateymi Almannavarna telur á þriðja tug starfsmanna  Sérlega sterk rakning hérlendis Morgunblaðið/Eggert Veira Smitrakningar eru lykil- þáttur í að teygja á útbreiðslutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.