Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Þeim fækkar öldnu þingeysku höfðingjunum. Með Vigfúsi B. Jónssyni er genginn einn af þeim og leitt þótti mér að geta ekki fylgt hon- um síðasta spölinn. Hann var tíður gestur í Árnesi, mínu æskuheimili, ekki síst á tím- um Laxárdeilunnar og ávallt fylgdi honum glaðværð, hlýtt við- mót og ferskur andblær. Þeir stóðu þétt saman stofnendur og forystumenn Landeigendafélags Laxár og Mývatns og er hann síð- astur þeirra til að hverfa yfir móðuna miklu. Samstaða þeirra var einstök hvar í flokki sem þeir stóðu, allt frá alþýðubandalags- manninum Starra í Garði til hins gallharða sjálfstæðismanns Vig- fúsar. Ef til vill hefur það ekki verið auðvelt fyrir Fúsa að standa svo vel í ístaðinu þar sem hann er á þeim tíma þingmanns- efni og flokksræðið sterkt, Sjálf- stæðisflokkurinn réð ferðinni um virkjunarleyfi í Laxá sem fé- lagarnir börðust gegn. Raunar kom liðsstyrkur úr óvæntri átt þegar Morgunblaðið tók afstöðu með bændum, fyrst og fremst Matthías Johannessen, þáver- andi ritstjóri, sem gekk þar með gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hermóður, faðir minn, varð vitni að því þegar Jóhann Hafstein for- sætisráðherra hringdi í Matthías á ritstjórnarskrifstofuna og sagð- Vigfús Bjarni Jónsson ✝ Vigfús BjarniJónsson fædd- ist 8. ágúst 1929. Hann lést 27. febr- úar 2020. Útför Vigfúsar fór fram 7. mars 2020. ist ekki vera ánægður með skrif Moggans um Lax- árdeiluna, svar Matthíasar var stutt: „Morgun- blaðinu er ekki stýrt úr Stjórnar- ráðinu.“ Stuðning- ur Morgunblaðsins í deilunni var ómet- anlegt lóð á vogar- skálarnar. Vigfús rak myndarbú á Laxa- mýri og er ætíð glæsilegt þangað heim að líta, hann tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, var liðtæk- ur á ritvellinum og skrifaði bæði í blöð og tímarit auk þess að gefa út smásagnasafn. Um félaga sinn Hermóð skrifaði hann ítarlega og vandaða grein í bókina Bóndi er bústólpi árið 1983 og kemst þar svo að orði: „Laxárdeila var tíma- mótaatburður og fyrst og fremst uppgjör á milli náttúruverndar- stefnunnar annars vegar og hins vegar hinnar gömlu og fyrir- hyggjulausu landnýtingarstefnu okkar Íslendinga. Til slíks upp- gjörs hlaut að koma fyrr eða síðar. Það bara vildi svo til að þingeyskir bændur og stjórn Laxárvirkjunar stóðu á taflborðinu þegar til kast- anna kom.“ Í þessum orðum Fúsa felst mikill sannleikur. Félagarnir við Laxá og Mývatn tóku slaginn, lögðu allt í sölurnar, ómældan tíma og fjármuni – og með ein- stöku harðfylgi vann Davíð Golíat. Fyrir það ber okkur náttúru- verndarsinnum að þakka. Um leið og ég þakka Fúsa ára- löng kynni og einstaka vináttu við foreldra mína sendi ég fjölskyld- unni á Laxamýri einlæga samúð- arkveðju. Hildur Hermóðsdóttir. ✝ Rúnar Matt-hías fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1939. Hann lést 25. febrúar 2020 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans voru Sigurborg Sveinsdóttir hús- móðir og Matthías Sigfússon listmál- ari. Systkini: Sveinn Matthíasson, f. 23. okt. 1936, kvæntur Marín Ingibjörgu Guðveigsdóttur, f. 24. sept. 1940. Rúnar kvæntist Maríu Ein- arsdóttur, f. 13. febrúar 1941. Börn þeira eru Matthías Rún- arsson, f. 31. júlí 1959, og Kristrún Rúnarsdóttir, f. 21. ágúst 1961. Barnabörnin eru sex og langafabörn- in tvö. Rúnar og María slitu samvistun. Sambýliskona Rúnars síðustu árin var Kristín Herbertsdóttir, f. 13. janúar 1944. Útför Rúnars fór fram í kyrr- þey að ósk hans. Elsku pabbi. Það sem ég er þakklát fyrir síðasta skiptið sem ég hitti þig vikuna áður en þú lést. Þú gast grínast svolítið eins og þú gerðir svo oft, varst glaður og tókst nokkur dansskref við lyft- una þegar við sögðum bless. Það hefur verið langt á milli okkar lengi, ég Kristrún í Svíþjóð og Matti í Danmörku og nú þegar þú ert farinn í Sumarlandið er það enn lengra. Þú hefur samt alltaf verið í huga okkar og minn- ingarnar verða það áfram. Við elskum þig. Pabbi Söknuður um æðar rennur, horfi til baka á liðnar stundir sem ekki voru. Aðeins ósk í mínu hjarta, ég finn til. Nú okkar tími liðinn er, aðeins minningar eftir standa. Þína hönd í mína set, þakka fyrir það sem var. Nú ég veit en kannski of seint að mér gafstu allt sem þér var unnt. Elsku pabbi nú tími kominn til að kveðja, þakka fyrir þínar gjafir sem gafstu mér. (Hulda Ólafsdóttir) Kristrún, Matthías og fjölskyldur. Rúnar Matthíasson Föðursystir mín Steinvör, eða Steinka eins og hún var jafnan kölluð, er nú látin. Einungis Már er eft- ir af stóra systkinahópnum á Bergþórugötu 12. Bjarni, elsta barn Steinku, var jafnaldri minn og á fyrstu uppvaxtarárum okk- ar bjuggum við báðir á Berg- þórugötunni. Það var gott að búa í litla húsinu hennar Ellu- ömmu þótt þröng hafi verið á þingi því þar ríkti gleði og kær- leikur. Skólavörðuholtið var okkar leiksvæði og þar var okk- ar ævintýraheimur innan um hálfbyggða veggi væntanlegrar höfuðkirkju landsmanna. Við Bjarni þvældumst víða um ná- grennið ásamt Ingibjörgu systur enda margt að sjá fyrir litlar mannverur sem voru að upp- götva heiminn. Í þá daga áttu ekki margir bíla og umferð því ekki mikil og ekki sömu hættur og í dag. Þessar ferðir vildu hins vegar dragast á langinn og því urðu mamma og Steinka óróleg- ar og fóru að leita okkar. Við Bjarni fermdumst sama árið og var sameiginleg veisla okkar haldin í Rafvirkjasalnum enda að mestu leyti sama fólkið sem stóð að okkur. Í fjöldamörg ár héldu systkinin á Bergþóru- götu sameiginlegt jólaball þar sem stórfjölskyldan hittist og einnig hittist fólk reglulega í af- mælisboðum því flest systkinin áttu mörg börn. Samgangur var því mikill framan af en þegar hópurinn stækkaði og barna- börnin komu í heiminn var fjöld- Steinvör Bjarnadóttir ✝ SteinvörBjarnadóttir fæddist 2. ágúst 1930. Hún lést 5. mars 2020. Útför Steinvarar fór fram 12. mars 2020. inn orðinn of mikill og því fækkaði samverustundunum eins og gerist og gengur. Steinka var hrókur alls fagnað- ar hvar sem hún kom og fannst gam- an að skemmta sér í góðra vina hópi. Hún var afar söng- elsk og naut þess að syngja með öðr- um. Steinka var listhneigð sem kom fljótt í ljós því hún var ekki gömul þegar hún nældi sér í aura með því að mála myndir af dömum á bindi bandarískra her- manna. Hún var einnig flink í höndunum og saumaði föt og hannaði. Þegar börnin uxu úr grasi varð meiri tími aflögu fyrir málaralistina. Steinka nýtti tím- ann vel og varð öflugur listmál- ari og verk hennar eftirsótt, m.a. prýða nokkur verk eftir hana veggi á heimili okkar Ey- rúnar sem eru okkur mjög kær. Síðastliðið sumar hittumst við Steinka nokkrum sinnum á Hrafnistu í Hafnarfirði þegar mamma dvaldi þar í hvíldarinn- lögn. Það var einstaklega gaman að spjalla við hana um gamla tíma og minnið óbrigðult eins og hjá pabba alla tíð. Sérstaklega þótti mér vænt um að hlusta á sögur af okkur Bjarna frá Berg- þórugötuárunum, ekki síst uppá- tækjum okkar, og greinilegt að við vorum ekki alltaf auðveldir. Nú er komið að leiðarlokum eft- ir löng og erfið veikindi. Leiðir skilur um tíma en minningin um þig lifir og er mér afar dýrmæt. Hafðu þökk fyrir allt kæra frænka. Fjölskylda mín, ásamt ættleggnum hans Guðmundar bróður þíns og móður minni Brynhildi, vottar afkomendum sína dýpstu samúð. Sturla. ✝ Rannveig Hans-ína Jónasdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. september 1935. Hún lést 13. febrúar 2020 á hjúkrunar- heimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Foreldrar hennar voru Jónas Sigurðs- son, útvegsbóndi á Suðureyri, f. 17. des- ember 1904, d. 28. nóvember 1967, og Kristmanía Soffía Odds- dóttir húsmóðir, f. 4. ágúst 1909, d. 16. maí 1940. Alsystkini Hansínu voru Guð- mundur Guðni Jónasson, f. 31. júlí 1928, d. 26. apríl 1943. Jóna Ólsen, f. 29. maí 1930, d. 13. júní 1930. Indiana Sigríður Jón- asdóttir Grossman, f. 3. mars 1932, d. 27. mars 2016. Hálfsystk- ini Hansínu voru Pétur Jónasson, f. 23. ágúst 1941. Friðbert Jón- asson, f. 25. janúnar 1945. Sigríð- ur Jónasdóttir, f. 10. júní 1947, d. 7. júlí 2013. Kristmundur Jónas- son, f. 13. júní 1951. Hansína eignaðist dóttur, Hrafnhildi Þorleifsdóttur, f. 20. apríl 1955. Hrafnhildur var gift Davíð Þór Guðmundssyni, f. 7. maí 1959, d. 7. janúar 2012, og eignuðust þau Þórhildi Söndru Davíðsdóttur, f. 24. júlí 1972, Rakel Báru Davíðsdóttur, f. 2. september 1974, d. 18. mars 1990, og Sunnu Rannveigu Dav- íðsdóttur, f. 21. júní 1985. Hansína giftist Gunnþóri P. Péturssyni, d. 24. apríl 2005. Börn þeirra: Guðrún Jóna Gísla- dóttir, f. 12. ágúst 1957, d. 2. febrúar 2014, maki Gunnar Guð- jónsson og eru börn þeirra Þur- íður Dagný Gunnarsdóttir, f. 10. október 1980, Gísli Rúnar Gunn- arsson, f. 6. apríl 1983, Gunnar Örn Gunnarsson, f. 31. október 1984, og Kolbrún Klara Gunn- arsdóttir, f. 13. maí 1992. Hall- grímur Þór Gunnþórsson, f. 22. júní 1960, maki Susana Rabanes Gunnþórsson, f. 21. september 1982. Börn þeirra eru Hel- ens Rut Hallgríms- dóttir, f. 12. janúar 2005, og Veigar Þór Hallgrímsson. f. 1. júlí 2009. Soffía Gunnþórsdóttir, f. 29. október 1961. Soffía eignaðist Guðnýju Benedikts- dóttur, f. 3. sept- ember 1978. Árnýju Evu Sig- urvinsdóttur, f. 18. janúar 1985. Sigurður Haukur William Guð- laugarson,f. 30. desember 1990. Sólrún Anna Óskarsdóttir og Sindri Már Óskarsson, f. 26, maí 1996. Gunnþór Sigurgeirsson, f. 2. ágúst 1999. Núverandi maki Soffíu er Sigurgeir Svavarsson. Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir, f. 2. febrúar 1963. Maki Jón Jónsson, f. 10. júlí 1961. Börn Agnes Lind Jónsdóttir, f. 25. jan- úar 1980, Ásgerður Tinna Jóns- dóttir, f. 2. apríl 1985, Rakel Marín Jónsdóttir, f. 11. ágúst 1990, og Arnþór Jónsson, f. 23. nóv. 1991. Inga Jóna Gunnþórsdóttir, f. 26. júní 1966. Maki Guðlaugur Þorbjörn Kárason, f. 10. október 1972, börn: Thelma Rut Gunn- laugsdóttir, f. 9. júní 1994, Kári Þór Gunnlaugsson, f. 7. ágúst 1995, og Arnar Friðrik Gunn- laugsson, f. 15. ágúst 2001. Jónas Sigurður Gunnþórsson, f. 14. nóv- ember 1969. Dóttir Steinunn Anna Jóhannsdóttir, f. 29. apríl 1999. Árið 1976 giftist Hansína Jóni Friðriki Zóphoníassyni skip- stjóra á Stokkseyri, f. 1. nóvember 1933, d. 14. febrúar 2018. Þau áttu ekki börn saman en nutu samvista við sameiginleg barna- og barn- barnabörn á Stokkseyri þar sem að Elsa, dóttir Hansínu, og Jón Jónsson giftu sig og eignuðust 4 börn auk 11 barnabarna. Þau búa öll á Stokkseyri. Útförin fór fram frá Stokks- eyrarkirkju 29. febrúar 2020. Elsku mamma mín. Nú hefur þú kvatt okkur hin södd lífdaga. Það voru forréttindi að fá að vera sonur þinn og er ég lít yfir líf okk- ar saman þá er aðeins ein tilfinn- ing sem yfirtekur allar aðrar til- finningar, meira að segja sorgina og það er þakklætið. Þakklæti yf- ir að þú varst mamma mín og stóðst alltaf með mér í gegnum súrt og sætt. Þakklæti yfir því að þú kastaðir líflínu til mín á myrk- ustu stundum lífs míns sem varð til þess að mér tókst með Guðs hjálp að snúa lífi mínu til betri vegar og lifa sólamegin í lífinu. Einnig studdir þú mig óspart þegar ég tók upp á því að fara í háskóla á gamals aldri. Og síðast en ekki síst þakklæti fyrir að ég fékk að vera til staðar fyrir þig síðustu 20 ár ævi þinnar, bæta fyrir brot mín með því að sýna þér þann kærleika sem þú gerðir þitt besta í að innræta mér sem barni og rækta gott og kærleiks- ríkt samband við þig. Ein af grunnstoðum kærleikans er jú þakklætið og í þakklátu hjarta er ekkert pláss fyrir gremju og ótta. Alltaf tókstu vel á móti okkur í heimsókn, mér, konunni minni Súsönu sem þú tókst strax ást- fóstri við og hún við þig og börn- unum okkar Helenu Rut sem var jafnframt guðdóttir þín og Veig- ari Þór sem var skírður í höfuðið á þér af virðingu og ást á þér. Við munum sakna heimsóknanna til þín með blóm og nammi. Við elsk- um þig öll, mamma mín, og sökn- um þín og minning þín mun ávallt búa í hjarta okkar. Einn vinur minn segir stundum að hann trúi því að Guð sé kona. Sé svo þá hef- ur hann svo sannarlega skapað þig í sinni mynd sem sást á því hvernig þú tókst alltaf svo vel á móti öllum með brosinu þínu og kærleiksfaðminum þínum sem var öllum opinn. Þinn sonur Hallgrímur Þór, Súsana, Helena Rut og Veigar Þór. Rannveig Hansína Jónasdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞÓR KRISTJÁNSSON vélfræðingur, Torfufelli 40, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild LSH mánudaginn 9. mars og verður jarðsunginn þriðjudaginn 17. mars klukkan 15 í Neskirkju. Sérstakar þakkir fær starfsfólk LSH sem annaðist hann fyrir umönnun og hlýju í garð Gunnars. Ingunn Jónsdóttir Anton Pétur Gunnarsson Elsa Inga Konráðsdóttir Anna Catarina Tågmark Andri Jóhannesson Ragnheiður Birgisdóttir Anna Fanney Gunnarsdóttir Haraldur Helgi Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og mágur, BENEDIKT BRAGASON, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 14. mars 2020. Vegna þjóðfélagsaðstæðna fer jarðarförin fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin þegar þjóðfélagsaðstæður leyfa og verður auglýst síðar. Benóný Orri Benediktsson Bergljót Sveinsdóttir Sveinn Magnús Bragason Björk Gunnarsdóttir Soffía Emelía Bragadóttir Lilja Bragadóttir Michael Sigþórsson Guðrún Björg Bragadóttir Trausti Bragason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.