Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Skiltagerð Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum 40 ára Helga ólst upp í Breiðholti en býr í Kópavogi. Hún vinnur í tollskjalagerð hjá Eim- skip og gerir innflutn- ingstollskýrslur. Maki: Ragnar Frið- bjarnarson, f. 1973, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópa- vogs. Synir: Róbert Örn Helgason, f. 2002, og Bergvin Fannar Helgason, f. 2003. Foreldrar: Kristín Helga Waage, f. 1939, fyrrverandi starfsmaður Gunnars majó- nes, búsett í Reykjavík, og Örn Pálmi Aðalsteinsson, f. 1941, d. 1993, mjólkur- bílstjóri. Helga Arnardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur ekki neitað að axla þinn hluta ábyrgðarinnar þegar þú hefur stofnað til samstarfs með öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að hafa augun hjá þér svo áætlun þín fari ekki öll úr skorðum. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er ekkert sem heitir, þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Annríki setur sitt mark á daginn í dag. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þinn tími er kominn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda nú þegar þér er falið óvenjuerfitt verkefni. Líttu á jákvæðu hliðar málanna og þá mun þér fara viðfangsefnið vel úr hendi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er kominn tími til að hlusta á sína innri rödd og hræðast ekki að fylgja henni eftir. Hafðu í huga að þú ert hluti af fjöl- skyldu og að allir þrá ást og hamingju. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú væri ekki úr vegi að setjast niður og gera áætlanir fyrir framtíðina. Ekki takast eitthvað á hendur bara af því að það er áhugavert. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það kallar á skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Vertu á varðbergi gagnvart orkusugum og hleyptu þeim ekki nálægt þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú stendur frammi fyrir ákaf- lega erfiðri ákvörðun en staðfesta þín mun afla þér virðingar samstarfsmanna þinna. Láttu kyrrt liggja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Leyfðu öðrum að njóta bjartsýni þinnar og fástu ekki um það þótt einhverjar úrtöluraddir heyrist. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekkert markmið verður að veru- leika nema með stuðningi. Taktu vandamál- unum af kæruleysi, þú hefur bæði fag- mennsku og reynslu og svona ákvarðanir tilheyra ferlinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gefðu voninni byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Moniku Abendroth hörpuleikara. Hann gerði plöturnar Milljón á mann (1994) og Þetta er nú meiri vitleysan (2001) ásamt Milljónamæringunum, Stereo (1998) ásamt hljómsveitinni Casino og umturnaði Eurovision árið 1997 með laginu „Minn hinsti dans“. Þegar dansplatan Allt fyrir ástina kom út árið 2007 sló hún öll hans fyrri met. Platan gat af sér hvorki fleiri né færri en fimm smáskíf- ur:„Allt fyrir ástina“, „Inter- national“, „Betra líf“, „Er þetta ást?“ og útgáfa hljómsveitarinnar Hjaltal- ín af laginu „Þú komst við hjartað í mér“ eftir Togga, Bjarka og Palla færði þeim Íslensku tónlistar- verðlaunin 2008 fyrir lag ársins. Árið 2008 gaf Páll Óskar svo út safnplöt- una Silfursafnið sem sömuleiðis náði metsölu. Síðan hafa komið út plöt- urnar Páll Óskar og Sinfó 2011, Páll Óskar – Box (6 plötur í kassa) 2014, Kristalsplatan 2017 og tónlist úr Rocky Horror úr Borgarleikhúsinu 2018. „Það er óvíst að ég geri aftur stóra plötu, það er hreinlega skyn- samlegra að gera smáskífur í dag. Núna er ég með tvær smáskífur í hljómsveitinni Milljónamæring- unum, útvarpsþættirnir Sætt og sóðalegt, og svo loks fyrsta sólóplat- an hans, diskóplatan Stuð sem kom út árið 1993. Af öðrum sólóplötum hans má nefna Palli (1995), Seif (1996), Deep Inside (1999), og Ef ég sofna ekki í nótt (2001) og Ljósin heima (2003), sem hann gerði ásamt P áll Óskar Hjálmtýsson fæddist 16. mars 1970 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum og dvaldi á mölinni mestalla æsk- una. „Fjölskyldan mín var bíllaus til ársins 1987 svo það var ekki mikið um bíltúra upp í sveit með 7 börn. Ég fékk ekki að sjá hvernig landið mitt lítur út fyrr en ég fór með Millj- ónamæringunum á sveitaböll, þá orðinn 24 ára gamall. Núna þekki ég landið eins og lófann á mér og passa upp á að ég nái að spila í öllum helstu kaupstöðum landsins allavega einu sinni á ári.“ Páll Óskar gekk í Vesturbæjar- skólann 1976-82, Hagaskóla 1983-86 og MH 1986-1990 en kláraði ekki stúdentinn. „Ég vissi alltaf hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór og það þurfti próf úr skóla lífsins til þess.“ Óhætt er að segja að Páll Óskar hafi náð markmiðum sínum. Hann er ein skærasta poppstjarna þjóð- arinnar og höfðar til breiðs hóps hlustenda. Hann var einnig barna- stjarna en árið 1980 kom út hljóm- platan „Söngævintýrið“ þar sem Gylfi Ægisson samdi litla söngleiki kringum sígild ævintýri. Páll Óskar, 10 ára, var valinn til að syngja Hans í „Hans og Grétu“. Þetta var upphafið á mikilli vinnutörn Páls Óskars sem barnasöngvara, sem leiddi af sér- fjölmargar upptökur á hljómplötum og í leiknum eða sungnum auglýs- ingum. Barnavinnan náði svo há- marki þegar hann fór með aðal- hlutverkið í söngleiknum Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kir- kegaard, við tónlist Kjartans Ólafs- sonar. Um leið og sýningum lauk fór Palli í mútur og söng lítið sem ekkert í fimm ár, fyrir utan bassarödd í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Loks tók Páll Óskar þátt í fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1990 með laginu „Til eru fræ“ og lenti þar í þriðja sæti. Þegar leik- félag Menntaskólans við Hamrahlíð setti upp söngleikinn „Rocky Horror“ með Pál Óskar í hlutverki Frank ’N’ Furters, byrjuðu lætin fyrst fyrir alvöru. Við tóku fjölmarg- ar drag-sýningar, uppákomur í sjón- varpi og útvarpi, samstarf með latín- ofninum sem ég held að séu báðar mjög sterkar og þær fara í spilun fljótlega.“ Páll Óskar ætlaði að vera með afmælistónleika en þeim hefur verið frestað fram á haust. „Árið 2019 var kærkomið hvíldarár en það hafði verið brjálað að gera hjá mér 2017 og 2018. Svo ætlaði ég að snúa aftur með þessa tónleika en þá greip COVID-19 inn í.“ Sem dagskrárgerðarmaður stýrði Páll Óskar útvarpsþáttunum „Dr. Love“ á Mono, og Eurovision- þættinum „Alla leið“ á RÚV. Einnig vakti hann athygli fyrir dómgæslu sína í „Idol Stjörnuleit“ og „X- Factor“ á Stöð 2. Ómælt er það starf sem hann hefur sinnt í þágu rétt- indabaráttu samkynhneigðra, en hann hefur meðal annars setið í und- irbúningsnefnd Hinsegin daga allt frá upphafi til ársins 2006. Áhugamál Páls Óskars eru listir af öllum toga. „Ég tek allt saman inn og er stöðugt að leita að einhverjum sannleika og einhverri orku. Ef mér líður eins og verið sé að plata mig þá missi ég fljótt áhugann en um leið og ég finn fyrir einhverjum heilindum þá get ég sokkið í hvaða bók sem er Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður – 50 ára Systkinin Frá vinstri: Addi Gunni, Páll Óskar, Diddú, Hanna Steina, Ásdís, Matti og Linda. Ein skærasta poppstjarna Íslands Poppstjarnan Páll Óskar. 30 ára Heiða er fædd á Skáni í Svíþjóð en flutti til Íslands 7 ára og býr í Garðabæ. Hún er með BS-gráðu bæði í tölvunarfræði og heilbrigðisverk- fræði frá HR. Heiða er eigandi sprotafyrirtækisins Costner. Maki: Adam Erik Bauer, f. 1989, rétt- arefnafræðingur hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá HÍ. Foreldrar: Hreinn Stefánsson, f. 1964, dr. í lífefnafræði og vinnur hjá Decode, og Sveinbjörg Pálmarsdóttir, f. 1962, dr. í lyfjafræði og vinnur hjá Coripharma. Þau eru búsett í Garðabæ. Aðalheiður Hreinsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.