Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR „Ekki hugmynd“ um langtímaáhrifin Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Áhrifin eru kannski ekki komin al- veg í ljós að öðru leyti en að flutn- ingskostnaður hefur hækkað, sem fer út í verðið. Maður hefur hins vegar ekki hug- mynd um hvaða langtímaáhrif þetta mun hafa.“ Þetta segir Heiða Kristín Helgadóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri Niceland seafood, í samtali við Morgunblaðið um áhrif kórónuveirunnar, og ferðabanns sem Bandaríkjastjórn hefur boðað, á reksturinn hjá Heiðu. Niceland seafood flytur út fisk til Bandaríkjanna og hafa Heiða og Guðmundur Kristján Jónsson, eig- inmaður hennar ,verið með annan fótinn í Denver í Bandaríkjunum undanfarin misseri vegna þess. 38 farþegar í vélinni „Við höfum verið að flytja út til Denver, New York, Boston, Chi- cago, Orlando og til Kaliforníu, ým- ist beint eða með leið í gegnum London og Dublin,“ segir Heiða og bendir á að flutningurinn hafi að öllu leyti farið fram með farþega- flugi til Bandaríkjanna. „Flugleið- irnar eru enn þá opnar til New York, Seattle og Chicago, og leiðin til Kaliforníu gegnum London og Dublin á að haldast. Hins vegar veit maður ekkert hvað gerist,“ segir Heiða og bætir við: „Staðan er núna þannig að allir eru að reyna að komast inn á þær leiðir sem eru opnar.“ Aðspurð segir Heiða að merkja megi samdrátt í sölu til veitinga- staða en að almenn smásala gangi enn þá mjög vel. „Það góða í þessu er að þetta gefur manni tækifæri til að líta aðeins inn á við í rekstrinum og hugsa í lausnum. Það eru allir í lausu lofti.“ Heiða og Guðmundur flugu frá Denver til Íslands aðfaranótt sunnudags, eftir stutta dvöl í Den- ver, eftir að íslensk stjórnvöld hvöttu Íslendinga erlendis til að flýta heimför. „Það voru 38 farþeg- ar í allri vélinni,“ segir Heiða. Allir að faðmast og kyssast Spurð hvort hún hafi fundið á Bandaríkjamönnum að þeir hafi verið meðvitaðir um kórónuveiru- faraldurinn segir Heiða að það hafi ekki orðið fyrr en seinasta sólar- hringinn áður en hún fór heim. „Á föstudaginn fann maður aðeins fyrir því. Stærri búðir voru að tæmast o.s.frv., en á fimmtudaginn var ekk- ert í gangi. Það var eitt fuglaflensu- veggspjald á flugvellinum í Denver, að öðru leyti var ekkert í gangi. All- ir voru að faðmast og kyssast og samstarfsfólk mitt var ekki alveg að kaupa það að það mætti ekki faðm- ast.“  „Allir í lausu lofti“  Reyna að komast í leiðir sem eftir eru Heiða Kristín Helgadóttir Ljósmynd/Aðsend Tækni Kúnnar Niceland seafood geta með snjallsímanum rakið ferðalag fisksins úr íslenskum sjó á amerískan disk. 4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Verð frá kr. 219.995 HVÍTUÞORPIN – fáðumeira út úr fríinu Gönguferðum 11. júní í 7 nætur - Jimera de Líbar - Montejaque – Grazalema – Genalguacil – Ronda „Það virðist ljóst að [írska flug- félagið] Aer Lingus ætlar að fljúga eitthvað áfram, svipað og Icelandair er að gera, vestur um haf. Við erum ekki búin að fá neinar nákvæmar fréttir af því hvernig þetta verður,“ segir Sveinn Zoëga, sölu- og markaðs- stjóri, Bluebird Nordic, í samtali við Morgunblaðið. Í viðtali við 200 mílur á föstudag sagði Sveinn að flutningur sjáv- arafurða með Bluebird Nordic til Bandaríkjanna með farþegaflugi yrði ekki fyrir neinum truflunum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkj- unum, þar sem bannið næði ekki til Írlands. Bluebird flytur að staðaldri milli 15 og 20 tonn af fiski þangað vestur í gegnum Írland. Á laugardagskvöld var ferðabann bandarískra yfirvalda útvíkkað og nær nú einnig til Bretlands og Ír- lands og vaknar því sú spurning hvort flutningar Bluebird Nordic raskist. Spurður um þetta segir Sveinn ekki ljóst enn hvað verði og segir: „Menn eru bara að ná áttum og að átta sig á umfanginu.“ Hann segir þó aðspurður að sú hugmynd hafi komið upp að flytja fisk beint frá Ís- landi til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um það og eigum eftir að heyra í okkar við- skiptavinum; hver eftirspurnin er.“ teitur@mbl.is Ljósmynd/Gunnar Flóvenz Flug Bluebird Nordic flytur á viku 15 til 20 tonn af fiski vestur um haf. „Menn eru bara að ná áttum“  Hugmynd að flytja beint vestur Sveinn Zoëga Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að lágmarka áhrif útbreiðslu kórónuveiru á íslenskt hagkerfi eru til þess fallnar að tryggja að efnahagslegar afleiðingar veir- unnar verði tímabundnar, rétt eins og aðrar afleiðingar faraldursins, að mati Björns Brynjúlfs Björns- sonar, hagfræðings og formanns Félags viðskipta- og hagfræðinga. Ragnar Árnason, hagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að veiran verði fyrirtækjum í ferðaþjónustu sérstaklega erfið. Björn segir erfitt að segja til um hvort stjórnvöld séu að gera nóg og mikilvægt sé að hafa í huga að þau geti einnig gert of mikið. Að hans mati ættu stjórn- völd helst að styðja við fyrirtæki sem myndu standa af sér eðlilegt árferði og ætti slíkur stuðningur að fara fram í gegnum bankana. Þeir séu best til þess fallnir að meta hvort fyrirtæki séu líf- vænleg. „Það er í rauninni allra hagur að þessi fyrirtæki komist í gegn- um erfiðleikana, líka bankans. Það er engum í hag að leyfa fyrirtæki að fara í þrot sem gæti skapað verðmæti eftir nokkra mánuði, þess vegna strax í sumar.“ „Snöggt högg“ Að sögn Ragnars er allt að því heil öld síðan Íslendingar hafa staðið frammi fyrir viðlíka ógn en það eigi enn eftir að koma í ljós hversu stór hún sé. „Þetta er snöggt högg sem get- ur leitt til þess að mörg fyrirtæki verði tímabundið gjaldþrota í þeim skilningi að tekjurnar dragist mjög mikið saman og þau hafi þess vegna ekki efni á því að standa við skuldbindingar sínar. Ríkisvaldið ætti fyrst og fremst að koma í veg fyrir það eða draga úr líkunum á því að það verði gengið harkalega að fyrirtækjum í ferða- mannaiðnaði og veitingaþjónustu og fyrirtækjum sem byggjast á stórum almannasamkomum.“ Veiting aukins lausafjár til bankanna og aðgerðir sem verða til þess að fyrirtæki geta dregið úr starfshlutfalli starfsfólks í gegnum atvinnuleysistrygg- ingasjóð eru þær mikilvægustu sem stjórnvöld hyggjast grípa til að sögn Björns. „Annars vegar til að koma í veg fyrir að fyrirtæki fari í þrot og hins vegar til að koma í veg fyrir að fólk missi vinnuna.“ Svigrúm fyrir aðgerðum Stjórnvöld víða um heim, meðal annars hér á landi, hafa tekið ákvörðun um að beita aðgerðum sem miða að því að draga út- breiðslu faraldursins á langinn svo færri einstaklingar séu veikir samtímis. „Ég á raunar von á því að frá efnahagslegu sjónarmiði þá væri betra að taka háan kúf og gera þetta á stuttum tíma. Það myndi þó líklega þýða miklu meiri mann- legar þjáningar á sama tímabili svo út af fyrir sig held ég að þetta sé rétt leið,“ segir Ragnar. Spurður hvort íslenska hag- kerfið sé í stakk búið fyrir far- aldur sem þennan segir Björn: „Íslenskt hagkerfi er vel búið undir þennan faraldur. Í hruninu 2008 voru erlendar skuldir þjóð- arbúsins miklar en þær eru ekki til staðar í dag. Þá hefur rík- issjóður greitt niður skuldir á síð- ustu árum og hagstjórnin gengið vel. Við höfum því svigrúm bæði hjá þjóðarbúinu og hinu opinbera til að grípa til aðgerða gagnvart ytri áföllum líkum þessu.“ Heil öld frá viðlíka ógn og veirunni  Langdregin útbreiðsla verri fyrir hagkerfið  Best að fyrirtækin lifi af Ragnar Árnason Björn Brynjúlfur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.