Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020
Smáauglýsingar
Húsnæði óskast
2-3ja herbergja íbúð óskast
Ungt og reglusamt reyklaust par
óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð
á höfuðborgarsvæðinu.
Skilvísum greiðslum heitið.
Meðmæli, trygging og allt að 3ja
mánaða fyrirframgreiðsla.
Sími 845 5926
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Málningarþjónusta
Upplýsingar í síma 782 6034.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald og fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Lýst hefur verið yfir neyðarstigi
almannavarna vegna COVID-19 smits innanlands. Félagsmiðstöðin í
Hæðargarði er því lokuð um óákveðinn tíma
Garðabæ Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á
vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti,
íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið.
Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið.
Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Maríu 10.30-11.15
Leikfimi Helgu Ben 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9. í Borgum,
ganga kl. 10. frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilhsöll.
Skartgripagerð í Borgum kl. 13. í dag og félagsvist kl. 13. í Borgum.
Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13. á Korpúlfsstöðum og kóræfing
Korpusystkina kl. 16. í Borgum, Kristín kórstjóri og
Jóhann undirleikari. Allir hjartanlega velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur
kl.11, trésmiðja kl.13-16, Gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stofunni
kl.15 .Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Því miður liggur allt auglýst félags og tómstundastarf
eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi niðri vegna COVID 19, en þetta er
ákvörðun í samráði við Landlækni og Ríkislögreglustjóra. Allar fyrir-
hugaðar og áður auglýstar ferðir og samkomur frestast um
óákveðinn tíma.
Sléttuvegur 11-13 Mánudagur Selið á Sléttuvegi er opið frá kl.
10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin.
Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður.
Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Vantar þig
smið?
FINNA.is
Ég kynnist
Garðari Ingvarssyni
fyrst að marki sum-
arið 1973, þegar
vinna að stofnun
kísiljárnsverksmiðju að Grundar-
tanga í félagi við erlent stórfyr-
irtæki, þar sem íslenska ríkið
væri meirihlutaeigandi, hafði náð
því að tímabært væri að ráðast í
ritun samningstexta. Málið hafði
frá 1971 verið í höndum viðræðu-
nefndar um orkufrekan iðnað,
sem skipuð var einvalaliði undir
forystu Jóhannesar Nordal, og
hafði Garðar starfað sem ritari
hennar og ráðunautur ásamt öð-
lingnum Jóni Steingrímssyni
verkfræðingi. Var skýrsla frá
Jóni og Garðari um hagkvæmni
slíkrar verksmiðju meðal þess
sem kom viðræðum við erlenda
aðilann á skrið.
Gerð samninga um verksmiðj-
una og höfn að Grundartanga
varð upphafið að löngu samstarfi
milli mín og Garðars að hliðstæð-
um verkefnum, sem síðar komu
til. Gekk það með ágætum okkar í
milli, m.a. þegar af þeirri ástæðu
að við vorum báðir barnfæddir á
Ísafirði og stoltir af þeim upp-
runa. Þessi fyrsta lota samstarfs-
ins varð reyndar alllöng, og feng-
um við að kynnast því
áþreifanlega hve tíminn og að-
stæður dagsins á alþjóðavísu
skiptu miklu máli um möguleika
á eflingu orkufreks iðnaðar á Ís-
landi. Þannig var í öndverðu
stefnt að samningum við Union
Carbide Corporation, og lágu
drög að þeim fljótlega fyrir.
Vegna efasemda hér heima þurfti
þó að fresta frágangi málsins, og
voru samningar teknir upp ári
síðar. Var þeim lokið vorið 1975
Garðar Ingvarsson
✝ Garðar Ingv-arsson fæddist
10. apríl 1937.
Hann lést 25. febr-
úar 2020. Útför
Garðars fór fram
10. mars 2020.
og félagið stofnað
eins og um var
mælt. Um haustið
var svo óvænt til-
kynnt að UCC yrði
að draga sig til
baka, þar sem yfir-
stjórn félagsins
hefði tekið þá
stefnumótandi
ákvörðun að hætta
allri aðild að fram-
leiðslu kísiljárns. Í
kjölfarið reyndist unnt að ná
samningum við Elkem í Noregi,
auk þess sem UCC féllst á að
greiða bætur vegna röskunar af
sínum völdum. Þannig stóðst það
að hefja þá uppbyggingu atvinnu-
starfsemi að Grundartanga, sem
síðan hefur litið dagsins ljós.
Á samstarfi okkar Garðars
varð 11 ára hlé meðan ég gegndi
dómarastarfi, og á því tímabili
bar vinna hans og annarra á veg-
um iðnaðarráðuneytis og Lands-
virkjunar stórbrotinn árangur,
þegar unnt varð að efna til ál-
vinnslu að Grundartanga með
stofnun Norðuráls. Þegar mér
reyndist tímabært að hætta því
starfi í ársbyrjun 2001 kom
óvænt í ljós að Landsvirkjun
þurfti á manni að halda til að
ljúka samningsgerð við Norsk
Hydro um byggingu álvers við
Reyðarfjörð og orkukaup frá
Kárahnúkavirkjun. Að því verk-
efni gekk ég fegins hendi, og var
þannig snögglega aftur kominn í
fangið á Garðari og félögum hans.
Árangurinn varð ekki síðri en
ánægjan af endurfundunum,
þannig að samningar tókust á út-
mánuðum 2003. En ekki við
Norsk Hydro, þar sem yfirstjórn
þeirra hafði breytt um stefnu í
málinu, heldur við risann Alcoa,
sem hafði ekki byggt nýtt álver
um langt skeið.
Frá samvinnunni við Garðar er
margs góðs að minnast, en sjálf-
um þykir mér einna vænst um ár-
in 1983-1985, þegar við unnum að
endurskoðun samninganna frá
1966 við Alusuisse í framhaldi af
deilum um starfsgrundvöll ÍS-
ALs í Straumsvík. Þar náðist
góður árangur frá sjónarmiði
beggja aðila og jafnvægi sem
miklu skiptir.
Það var alla tíð keppikefli
Garðars Ingvarssonar að vinna
að málum þar sem hann gat látið
gott af sér leiða, og það gerði
hann einnig á mörgum sviðum
öðrum en þeim sem ég þekkti
best til. Jafnframt var hann fjöl-
skyldumaður svo af bar, og miss-
ir hans var mikill við fráfall Unn-
ar fyrir aldur fram. Ég sendi
börnum þeirra og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hjörtur Torfason.
Það er aldrei réttur tími eða
réttur staður til að fá fréttir af
andláti náins vinar og félaga.
Missirinn og sorgin er ætíð mikil.
Staðurinn aldrei réttur. Þegar ég
fékk hringingu um að Garðar
Ingvarsson, fyrrverandi tengda-
faðir og vinur minn til næstum
hálfrar aldar, væri fallinn frá var
ég staddur á skíðum í Austurríki.
Það helltist yfir mig ómæld sorg
og söknuður þar sem ég stóð í
miðri brekkunni með símann í
hendinni og vissi ekki hvað ég átti
að gera. Skömmu síðar komu
fram minningar um svo margt
sem við höfum gert saman. Minn-
ingar, sem fylltu mig tregafullri
gleði og þakklæti fyrir að eiga.
Margar þeirra tengdar okkar
sameiginlegu áhugamálum, ekki
síst skíðum og annarri útiveru.
Minningar um mann sem var allt-
af til staðar fyrir mig og alltaf var
hægt að leita til með hvað sem
var. Mann sem alltaf fann lausnir.
Það rann upp fyrir mér hversu
mikil áhrif Garðar hafði á líf mitt
og hversu mikið ég á honum að
þakka. Allan stuðninginn og ráð-
leggingarnar, í blíðu og stríðu.
Hann var fyrirmynd mín í svo
mörgu. Hvatti mig áfram í námi
og starfi, huggaði í sorg og studdi
þegar ég á þurfti að halda. Ekki
síst öll umhyggja hans og Unnar,
meðan hennar naut við, fyrir
dætrum mínum. Hann var þeim
einnig frábær fyrirmynd og
sinnti hlutverki sínu sem afi með
ómældri ást og umhyggju.
Margir eiga þeim hjónum mik-
ið að þakka. Nærtækt er að minn-
ast þeirrar fórnfýsi og hjálpar
sem þau veittu móður minni á
hennar erfiðu tímum.
Ég minnist margra stunda
með Garðari og Unni. Útileg-
anna, skíðaferðanna, veiðiferð-
anna, jeppaferðanna, stjórnmála-
vafstursins, samverunnar á
Kirkjuteignum, heimsókna til
Svíþjóðar og svo mætti lengi upp
telja.
Þegar ég stóð í skíðabrekk-
unni, varð mér sérstaklega hugs-
að til allra þeirra daga sem við
eyddum saman á skíðum, í Blá-
fjöllum eða erlendis. Allra okkar
heitu umræðna um ágæti okkar
skíðafélaga. Hann eldheitur Ár-
menningur og ég sjóðheitur Bliki.
Báðum fannst sitt félag „best“ og
þreyttumst ekki á að rökræða
það. Og þannig var það bara.
Mér er einnig minnisstætt
þegar ég, rétt rúmlega 17 ára,
ástfanginn af dóttur hans, var
kynntur fyrir honum. Eitt það
fyrsta sem hann spurði um var
hvort ég hefði áhuga á stjórnmál-
um. Þegar ég sagðist vinna fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, kom stórt
bros, sem fylgdi mér æ síðan.
Garðar var mikill persónuleiki
sem mótaði og hafði áhrif á um-
hverfi sitt hvar sem hann kom
við. Hann trúði á betra samfélag
og lagði sitt af mörkum að til að
svo gæti orðið.
Sennilega var hvergi til betri
staður til að heyra um andlát
Garðars en í skíðabrekkunni. Það
var engu líkara en að hann og all-
ar fallegu minningarnar, væru að
faðma mig í fjalladýrðinni og
minna mig á hversu dýrmætt líf-
inu er að eiga góðan vin. Takk
fyrir öll þessi ár, elsku Garðar.
Ég votta, Karen, Siggu, Ingv-
ari, Böggu, fjölskyldum þeirra og
ekki síst dætrum mínum, innileg-
ustu samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Ólafur
Hafsteinsson.
✝ Guðbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist á Skálum á
Langanesi 25. maí
1932. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Nausti, Þórshöfn,
15. ágúst 2019.
Foreldrar Guð-
bjargar voru Guð-
mundur Guð-
brandsson,
útvegsbóndi á
Skálum, f. í Skoruvík á Langa-
nesi 23. apríl 1884, d. 25. ágúst
1966, og seinni kona hans,
Kristín Daníelsdóttir húsfreyja,
f. á Hofi í Vopnafirði 22. febr-
úar 1895, d. 5. febrúar 1976.
Hálfsystkini Guðbjargar,
samfeðra: Margrét, f. 3. októ-
ber 1907, d. 20. september
1989; Þórunn Þorbjörg, f. 31.
október 1910, d. 6. nóvember
2005; Óli Jóhannes, f. 10. nóv-
ember 1912, d. 13. janúar 1932
og Indriði, f. 7. nóvember 1914,
d. 18. júlí 1976.
Alsystkini Guðbjargar: Al-
freð, f. 19. október 1919, d. 20.
desember 1975; Guðbrandur, f.
28. apríl 1921, dáinn 19. apríl
Dætur Huldu og Ragnars Indr-
iðasonar eru: Harpa og Karen.
Guðbjörg ólst upp í foreldra-
húsum á Skálum til níu ára ald-
urs, er hún fór í Skóga í Öx-
arfirði til Margrétar systur
sinnar og sótti skóla í Lundi
þar til hún var fermd. Eftir að
skólagöngu lauk gegndi Guð-
björg hinum ýmsu störfum,
m.a. við mötuneyti á Keflavík-
urflugvelli, var undirverkstjóri
í Hraðfrystihúsi Þórshafnar og
ráðskona á Gunnólfsvíkurfjalli,
svo eitthvað sé nefnt.
Guðbjörg og Jóhann bjuggu
á Þórshöfn nánast allan sinn
búskap. Þau gerðu út bátinn
Seif, sem Jóhann reri á. Þau
bjuggu m.a. í húsinu Braut-
arholti, sem varð eldi að bráð
árið 1979. Þá byggðu þau sér
hús í Pálmholti 4 á Þórshöfn.
Eftir að Jóhann lést hélt Guð-
björg þar heimili ásamt börn-
um sínum Elísabetu Magneu og
Gunnari Hólm, þar til hún flutti
í Pálmholt 13 og síðar Miðholt
10. Áhugamál Guðbjargar
tengdust m.a. ýmiss konar
handavinnu og föndri. Eftir
hana liggja ófáir fallegir mun-
ir.
Síðustu æviárin dvaldi Guð-
björg á Dvalarheimilinu
Nausti, Þórshöfn.
Útför Guðbjargar fór fram í
kyrrþey frá Þórshafnarkirkju
24. ágúst 2019.
2001, Gunnar
Kristján, f. 17.
september 1926, d.
4. september 2010
og Sigurður Hólm,
f. 20. júní 1929, d.
6. mars 1953.
Eiginmaður
Guðbjargar var Jó-
hann Guðmunds-
son, f. 18. febrúar
1935, d. 5. apríl
1983. Börn Guð-
bjargar og Jóhanns eru: 1) El-
ísabet Magnea, f. 18. mars
1955, maki: Páll Brynjarsson, f.
27. febrúar 1959. Dóttir þeirra
er Guðrún Ásta. 2) Sumarrós
Kristín, f. 2. september 1958.
Börn hennar og Magnúsar
Benediktssonar: Guðbjörg Jó-
hanna, Fjalar Örn og Magnea
Dröfn. 3) Guðmundur, f. 19.
janúar 1961, maki: Sigurrós
Jónasdóttir, f. 28. júní 1967.
Börn: Bergrún, Jóhann, Mar-
grét, Björg og Alexander. 4)
Gunnar Hólm, f. 17. desember
1966, í sambúð með Sigurborgu
Huldu S. Söring, f. 19. desem-
ber 1961. Þeirra dætur eru:
Sonja Hólm og Dilana Hólm.
Stórt skarð er höggvið í vina-
hóp minn við fráfall Guðbjargar,
eða Boggu Munda, eins og hún
var gjarnan kölluð. Kynni okkar
Boggu hófust fyrir tæpum 24 ár-
um, er ég hóf samband með El-
ísabetu dóttur hennar. Ég held
henni hafi ekki litist alltof vel á
væntanlegan tengdason sinn í
fyrstu, en fljótlega tókst með
okkur náin og djúp vinátta, sem
ég er óendanlega þakklátur fyr-
ir. Enn þakklátari er ég fyrir að
hafa talist í hennar innsta vina-
hring, þar sem hún tók
ekkert endilega öllum. Þeim
sem hún tók var hún tryggur
vinur og traustur. Margs er að
minnast frá okkar góðu stundum
saman. Ég nefni ófáar stundir
sem við sátum við spilaborðið,
þegar hún var að reyna að
kenna mér að spila hornafjarð-
armanna, með alla vega árangri.
Skemmtilegri stundir var varla
hægt að hugsa sér. Hún kunni
ótal orðatiltæki og tilsvörin í
spilamennskunni voru oft æði
skondin. Mikið vorum við búin
að hlæja á þessum stundum.
Henni fannst ekki leiðinlegt að
skella tengdasyninum niður í
nóló.
Bogga var mjög hreinskilin.
Ég vissi alltaf hvar ég hafði
hana. Það fór aldrei á milli mála.
Þetta tel ég góðan kost í fari
hvers manns. Hún átti ekki til
neina sýndarmennsku. Enda
sagði hún ekki fyrir löngu: „Við
Palli minn þurfum ekki að segja
mikið; við skiljum hvort annað.“
Þannig var þetta bara.
Hún hafði mjög gaman af því
er ég settist við flygilinn. Ég
heyrði hana stundum raula við
eldhúsborðið það sem ég var að
spila og áður en við vissum af
vorum við bæði brostin í söng og
lögin urðu fleiri.
Hún kenndi mér margar
gamlar tækifærisvísur og lög við
þær, væntanlega ættað úr fá-
menninu nyrðra. Barnabörnin
voru mjög góðir vinir hennar og
afar hænd að henni, enda gaf
hún mikið af sér til þeirra. Þau
syrgja öll góða ömmu.
Bogga var mjög fróð. Hún las
mikið þar til heilsan lét undan.
Því var hægt að tala við hana um
allt mögulegt. Ég lærði margt af
kynnum mínum við hana.
Hún sagði oft við mig að hún
ætti fáa vini, en góða. Það var nú
oft æði gestkvæmt hjá henni
fannst mér alla tíð. Enda var
hún svo skemmtileg að hún lað-
aði til sín þá sem hana þekktu.
Nú er komið að leiðarlokum.
Bogga mín hefur fengið hvíldina,
sem hún var búin að þrá í nokk-
urn tíma, enda þrotin að heilsu
og kröftum. Ég þakka henni
innilega fyrir yndisleg kynni og
að hafa viljað vera vinur minn og
minnar fjölskyldu.
Um leið og ég óska börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
dýpstu samúð bið ég góðan Guð
að blessa minningu hennar
Boggu minnar og vona að við
hittumst í sumarlandinu.
Páll Brynjarsson.
Guðbjörg
Guðmundsdóttir