Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 6

Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 6
Morgunblaðið/Hari Lögreglan Átján eru nú í sóttkví í Eyjum. Þeim mun líklega fjölga. Fyrsta smit kórónuveirunnar í Vest- mannaeyjum var greint síðdegis í gær. Sá smitaði er lögreglumaður sem smitaðist ekki við störf sín svo vitað sé. Þetta kom fram í færslu lögreglunnar á Facebook í gær- kvöldi. Aðgerðastjórn Almannavarna hefur verið virkjuð í Eyjum en smit- rakning er í gangi af hálfu rakning- arteymis Almannavarna. Nú eru átján í sóttkví í Vestmannaeyjum og er viðbúið að þeim muni halda áfram að fjölga á næstunni. Smit í Heimaey  Sá smitaði er lög- reglumaður í Eyjum KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Bótaréttur fólks vegna niðurfallinna flugferða í tengslum við kórónuveir- una getur verið mismunandi eftir því hvort fólk hefur keypt flug- miða í gegnum ferðaskrifstofur eða upp á eigin spýtur. Fjöldi fyrirspurna vegna mála tengdum þessu hefur borist Neytendasam- tökunum, segir Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið. „Fólk hefur mismunandi réttindi [eftir því hver kaupir]. Varðandi pakkaferðir, þ.e.a.s. ef þú kaupir samtengda ferð – flug og gistingu, þá ber ferðaskrifstofu að endur- greiða hana að fullu ef útlit er fyrir að hún nái ekki að uppfylla ferðina að öllu leyti,“ segir Breki og bætir við: „Það er nokkuð skýrt varðandi pakkaferðir.“ Um þetta segir hann: „Í það minnsta má líta svo á að í þeim löndum þar sem smithætta er mikil sé ekki hægt að uppfylla að öllu leyti þessar ferðir.“ Að auki megi segja það sama um þau lönd sem hafa lokað fyrir komu erlendra ferðalanga. Um aðrar ferðir en pakkaferðir segir Breki: „Hafi fólk bara keypt flugferðir er það þannig að ef flug er fellt niður ber flugfélagi að end- urgreiða að fullu. Hafi flug ekki ver- ið fellt niður þá er þetta aðeins snúnara. Í mörgum skilmálum, ef ekki flestum, annaðhvort hjá korta- fyrirtækjum eða í heimilistryggingu hjá fólki, segir að verði ekki hægt að fara í ferð vegna aðgerða sem stjórnvöld grípa til vegna farsótta þá er greitt úr tryggingu.“ Liggur í augum uppi Spurður hvaða skilgreiningu um aðgerðir stjórnvalda sé stuðst við í þessu tilliti nefnir Breki að á þetta hafi sjaldan ef nokkurn tímann reynt en segir: „Ég myndi segja að bann Bandaríkjastjórnar við komu Íslendinga til Bandaríkjanna vegna farsóttar, falli klárlega þarna und- ir.“ Ætla megi að hið sama gildi um fleiri lönd eins og Danmörku og Noreg. Hann leggur þó aftur áherslu á að ekki hafi á þetta reynt. „Okkur hjá Neytendasamtökunum finnst þetta þó liggja svolítið í aug- um uppi.“ Reglur um bótarétt flugfarþega breytilegar eftir því hver pantaði  Reglurnar „nokkuð skýrar“ um pakkaferðir  Trygging í kortasamningum Morgunblaðið/Hari Flugfarþegar Nú þegar kórónuveirufaraldurinn ríður yfir heimsbyggðina þurfa margir að bíta í það súra epli að hætta við ferðir til framandi landa. Breki Karlsson „Það er alveg ljóst að skólahald verður ekki með sama hætti og við höfum hingað til vanist,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, spurð hvern- ig skólahaldi verði háttað í kjölfar samkomubannsins. Starfsdagur er í dag í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og ákveða því skólastjórnendur hvernig tilmælum sóttvarnarlæknis verður fylgt eftir í hverri menntastofnun. „Þessi tími verður notaður til þess að útfæra skólastarf í ljósi þessarra tilmæla,“ sagði Aldís og bætir við að aðstæður séu mismunandi eftir skól- um. „Í sumum skólum væri hægt að halda svo til óbreyttri kennslu,“ sagði hún. Um 250 nemendur Grunnskólans á Hveragerði verða í sóttkví næstu tíu daga þar sem íþróttakennari skólans er smitaður af veirunni. Hófst sóttkvíin hinn 10. mars og liggur kennsla þar með niðri til 24. mars. Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu mun falla niður og fer fram í smærri hópum á skólalóð, inni í hópastofum eða annarrar úti- kennslu. Þá er gert ráð fyrir því að starf- semi leikskóla verði með þeim hætti að börn verði í sem minnstum hóp- um og aðskilin eftir fremsta megni. Skólahald með ólíkum hætti á grunn- og leikskólastigi  Grunnskólabörn mega ekki vera fleiri en 20 saman í hóp Morgunblaðið/Hari Kennsla Hún verður með óhefð- bundnum hætti í samkomubanni. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Talsverð röskun verður á starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga í kjölfar samkomubanns, sem tók gildi í dag og mun standa yfir næstu fjórar vikurnar. Bannið gild- ir um allar samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Líkamsræktarstöðvum Reebok fitness hefur verið lokað í ótil- greindan tíma og eru jafnframt all- ar sundlaugar á höfuðborgarsvæð- inu lokaðar í dag, þar til frekari aðgerðir verða kynntar. Lokanir yrðu mörgum þungbærar World Class heldur sínum lík- amsræktarstöðvum enn opnum og hefur gripið til ráðstafana er varða hreinlæti og fjarlægð milli manna. „Það besta sem fólk gerir er að halda sér í formi og ef þessum stöðum yrði lokað þyrfti líklega að fjölga sálfræðingum um hundrað prósent,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class, í samtali við Morgunblaðið. Einungis annað hvert upphitun- artæki verður laust til notkunar meðan á samkomubanninu stend- ur, svo tveir metrar séu milli manna í það minnsta. Auk þess eru fjöldatakmarkanir í hóptíma og gestir einnig beðnir um að spritta tækjabúnað fyrir og eftir notkun. „Fólk er duglegt við að nota þetta og kemur jafnvel með sitt eigið spritt. Fólk er allt af vilja gert til þess að gera það sem yf- irvöld vilja, til þess að við fáum að halda opnu og svo að það geti æft áfram,“ bætir Björn við. Óraunhæft að uppfylla kröfur Starfsemi sundlauga höfuðborg- arsvæðisins á tímum samkomub- annsins verður metin í dag. Allar laugar á höfuðborgarsvæðinu verða því lokaðar í dag þar til línur skýrast. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa lýst því yfir að erfitt verði fyrir sundlaugar og íþróttahús að uppfylla skilyrði frá sóttvarnalækni um tveggja metra fjarlægð á milli manna. Því sé ljóst að íþróttastarf og rekstur íþrótta- mannvirkja muni raskast á næst- unni. Líkamsrækt og sundiðkun takmörkuð  Allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu lokaðar í dag  Gripið til ráðstafana í World Class-stöðvum  Lokað fyrir annað hvert upphitunartæki  Líkamsræktarstöðvar Reebok lokaðar í ótilgreindan tíma Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Fjarlægð Gripið er til fordæmalausra ráðstafana á tímum kórónuveiru, í ljósi samkomubanns sem tók gildi í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.