Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Van Gogh Alive: The Experience, margmiðlunarsýning á verkum hollenska listmálarans Vincents Van Gogh, stendur nú yfir í Mexíkóborg og er þar nýjustu tækni beitt til að kafa ofan í verk meistarans. Helstu verk hans eru til skoðunar og undir ómar tónlist eftir Vivaldi, J.S. Bach, Händel og franska tónskáldið Yann Tier- sen. Leikið er á fleiri skilningarvit gesta en sjón og heyrn því einnig má finna angan af sítrónum, lofn- arblómi og trjákvoðu til að lifa sig enn frekar inn í listaverkin. Á meðal þess sem fyrir augu ber er eftirlíking í raunstærð af herberginu sem sjá má í málverki Van Gogh af svefnherbergi í Arles. Staldra gestir þar við oftar en ekki og láta mynda sig í her- berginu fræga. Van Gogh fæddist árið 1853 í Hollandi og lést árið 1890. Hann er einn þekktasti og áhrifamesti myndlistarmaður í sögu vest- rænnar myndlistar. AFP Tæknileg Frá sýningunni sem nú stendur yfir í Mexíkóborg. Margmiðlunarsýning á verkum Van Gogh  Leikið á skilningarvit sýningargesta Einni umtöluðustu myndlistarsýn- ingu ársins á Ítalíu hefur verið lok- að tímabundið vegna útbreiðslu kór- ónuveirunnar og fyrir vikið þurfa þeir tugir þúsunda sem áttu bókaða miða að fá annaðhvort endurgreitt eða komast til að skoða eftir að hún verður opnuð aftur. Og gagnrýn- endur eru sammála um að full ástæða sé til, enda tækifærið ein- stakt. Sýningin er einfaldlega kölluð Raffaello, eftir listamanninum sem í hlut á, Rafael, eða Raffaello Sanzio da Urbino. Rafael fæddist árið 1483 og lést á 37. afmælisdaginn sinn, 6. apríl árið 1520, og er sýningin sett upp í Scu- derie del Quirinale í Rómarborg í tilefni af því að 500 ár eru síðan. Rafael var einn hinn miklu meist- ara háendurreisnarinnar á Ítalíu, ásamt þeim Michelangelo og Leon- ardo da Vinci. Hann naut gríðar- legra vinsæla meðan hann lifði og starfaði síðustu ár ævinnar, er hann vann í Róm, fjölmennustu vinnu- stofu nokkurs listamanns á þeim tíma. Sagt er að hann hafi haft um 50 lærlinga og starfsmenn. Sýningin í Róm er sett upp í sam- starfi Scuderie del Quirinale og Uffizi-safnsins í Flórens en það síðarnefnda lánaði fjörutíu verk. Verkin koma annars frá söfnum í mörgum löndum. Á sýningunni eru fleiri myndverk eftir Rafael en Aldrei fleiri verk Rafaels á einum stað Listamaðurinn Gestur skoðar fræga sjálfsmynd Rafaels frá 1506. nokkru sinni áður hefur verið safn- að saman. Sýnd eru um tvö hundruð verk unnin í hina ýmsu miðla mynd- listarinnar sem Rafael beitti; mál- verk og teikningar með hans eigin hendi og uppdrættir fyrir vegg- teppi, freskur og grafíkmyndir. Gagnrýnendur hafa til að mynda dásamað að geta skoðað fáséðar teikningar við hlið kunnra málverka en Rafael þykir með snjöllustu teiknurum myndlistarsögunnar. Verkin eru frá öllum ferli Rafaels en sérstök áhersla þó lögð á síðustu tólf árin, í Róm, þegar hann vann meðal annars fyrir tvo páfa og skap- aði mörg sinna dáðustu verka, bæði veraldleg og trúarleg. Portertt Ungur maður með epli (1513), Ung kona með einhyrning (1506) og Portertt af manni (1502-1504). Trúarlegt Madonna del Divino amore (1516-1518), eitt margra trúarlegra málverka sem Rafael skapaði. AFP Gersemar Portrett af ungri konu (1518) og La Fornarina (1520), það síðarnefnda eitt síðasta og dáðasta verk meistarans og sýnir ástmey hans. Páfi Rafael vann fyrir tvo páfa. Hér er Leó X með kard- ínálunum Giulio de Medicis and Luigi de Rossi (1518). STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.