Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Þjóðverjar loka í dag landamærum sínum að Austurríki, Frakklandi, Sviss og Danmörku. Vöruflutningar verða þó óraskaðir auk þess sem fólki, sem ferðast yfir landamærin vegna starfa sinna, verður það áfram heimilt. Þýska dagblaðið Bild greindi frá lokununum í gær og enn fremur því að ráðstöfunin væri ekki eingöngu í því augnamiði að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar heldur einnig til að koma í veg fyrir að matvöruversl- anir á landamærasvæðunum tæmd- ust ítrekað þegar fólk frá nágranna- löndunum ferðaðist til Þýskalands til að birgja sig upp af matvælum. Í borgunum Berlín og Köln var ákveðið um helgina að loka öllum börum, kvikmyndahúsum, leikhús- um og tónleikastöðum til að draga úr smiti en staðfest tilfelli í Þýska- landi voru um 5.500 í gær. Angela Merkel kanslari sagði í gær að allt að 70 prósent Þjóðverja gætu smit- ast af kórónuveirunni. Hvatti kansl- arinn fólk til að draga eftir megni úr félagslegu samneyti og biðlaði enn fremur til foreldra að leyfa börnum ekki að heimsækja afa og ömmur. Tæplega 300 látnir á Spáni Dauðsföll á Spáni af völdum kór- ónuveirunnar voru komin upp undir 300 um miðjan dag í gær, en þar til- kynnti heilbrigðisráðuneytið um 97 dauðsföll og 2.000 ný smittilfelli á einum sólarhring. Útgöngubann hefur tekið gildi á Spáni, samkvæmt tilkynningu Pedro Sánchez forsætis- ráðherra, þó með þeim undantekn- ingum að fólki er leyfilegt að fara út úr húsi til vinnu og innkaupa á lífs- nauðsynjum. Í Austurríki tekur samkomubann gildi í dag sem bannar fleiri mann- eskjum en fimm að koma saman. Sebastian Kurz, kanslari landsins, tilkynnti þetta í gær auk þess sem hann lagði á útgöngubann með sama sniði og bannið á Spáni, aðeins ferðir vegna vinnu og innkaupa leyf- ast. Íþróttavöruframleiðandinn Nike tilkynnti í gær að frá og með deg- inum í dag yrðu allar verslanir keðj- unnar lokaðar í Bandaríkjunum, Kanada, Vestur-Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Stendur það fram til 27. mars og var starfsfólki Nike í Bandaríkjunum tilkynnt sérstaklega að full laun yrðu greidd þrátt fyrir að fólk mætti ekki til vinnu. Norðmaðurinn heill heilsu Frá Ítalíu, sem hefur orðið verst úti allra Evrópulanda í kórónuvei- rufaraldrinum, bárust þær fréttir í gær að fyrsti Norðmaðurinn sem smitaðist af veirunni, námsmaður í Firenze, væri orðinn heill heilsu. Tilkynnt var um smit hans í lok febrúar og greindu norskir fjöl- miðlar frá þessu sem fyrsta kórón- utilfelli hjá Norðmanni sem vitað var um Sama dag greindist fyrsta tilfelli í Noregi. Í gær sagði ítalska dagblaðið La Nazione frá því að maðurinn væri einkennalaus og veirupróf á laug- ardaginn hefði slegið því föstu að hann væri laus við óværuna. Sam- kvæmt því sem stendur í blaðinu er Norðmaðurinn fyrsti kórónuveiru- sjúklingurinn í Firenze, sem er höf- uðstaður Toscana-héraðsins á Norð- ur-Ítalíu, sem losnar við veiruna. Breski heilbrigðisráðherrann Matt Hancock boðaði í gær út- göngubann sem tæki til allra íbúa landsins eldri en 70 ára. Breska rík- isútvarpið BBC greindi frá útgöngu- banninu sem tekur þó ekki gildi strax, að sögn ráðherrans, heldur „á næstu vikum“. Í Bretlandi voru dauðsföll af völdum kórónuveirunn- ar orðin 35 miðað við tölur í gær og höfðu 40.279 manns þá gengist und- ir veirupróf. Forgangsraða prófunum Allir þeir sem látist hafa af völd- um veirunnar í Bretlandi voru á aldrinum 60 til 90 ára og flestir höfðu aðra sjúkdóma fyrir, sem gerðu þá berskjaldaðri fyrir kórón- uveirusmiti. Bresk stjórnvöld hafa gefið það út að fólk, sem þegar er í einangrun og með væg einkenni, verði ekki prófað, heilbrigðisstarfs- fólk muni forgangsraða prófunum og fyrst og fremst prófa fólk sem þjáist af lungnabólgu eða öðrum öndunarfærasjúkdómum og fólk með fasta búsetu á stöðum á borð við umönnunarheimili og fangelsi, hafi smittilfelli komið upp á stöð- unum. Skoska ríkisstjórnin segist ekki vilja ganga svo langt að einangra eldri borgara á heimilum sínum heldur verði þeim eingöngu gert að „draga úr félagslegu samneyti“. Hvatti til skynsemi við innkaup Í Ástralíu hafa stjórnvöld lagt bann við öllum komum skemmti- ferðaskipa næstu 30 dagana. Starf- semi skóla landsins er enn sem kom- ið er óröskuð, þrír eru látnir af völdum veirunnar í Ástralíu og tæp- lega 250 smitaðir. Scott Morrison forsætisráðherra tilkynnti í gær að frá miðnætti í gærkvöldi skyldu allir sem kæmu til Ástralíu sæta 14 daga einangrun, sem er sama ráðstöfun og stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa fyrirskipað. „Við vitum að við getum ekki stöðvað veiruna algjörlega, engum tekst það en við getum hægt á út- breiðslu hennar,“ sagði Morrison í ávarpi í gær, það yrði verkefni næstu sex mánaða. Brendan Murphy, landlæknir Ástralíu, ávarpaði þjóðina með Morrison og hvatti fólk eindregið til að sýna skynsemi við innkaup, engin ástæða væri til að hamstra matvörur. Mikil örtröð hefur verið á banda- rískum flugvöllum um helgina vegna veiruprófana á ferðalöngum á leið heim frá Evrópu. Hefur fólk þurft að bíða margar klukkustundir í röð- um áður en það kemst leiðar sinnar. Donald Trump forseti baðst afsök- unar á óþægindunum í færslu á Twitter og sagði prófanirnar fram- kvæmdar svo hratt sem verða mætti. „Við verðum að gera þetta rétt. Öryggið fyrst!“ skrifaði Trump. Daglegt líf Evrópubúa úr skorðum  Þjóðverjar loka landamærum sínum í dag  Samkomubann í Austurríki miðast við fimm manns  Aðeins ferðir til vinnu og nauðsynjainnkaupa leyfðar á Spáni  Nike lokað í Vestur-Evrópu Ráðstafanir um alla Evrópu » Tugir milljóna í útgöngu- banni » Yfir 1.800 dauðsföll á Ítalíu » Ferrari-verksmiðjurnar á Ítalíu lokaðar í tvær vikur » Frakkar halda kosningar þrátt fyrir faraldurinn AFP Lokanir Þýskur lögreglumaður stendur vörð við landamæri Þýskalands og Frakklands. Þeim verður lokað í dag. AFP Fámennt Larnaca-flugvöllurinn á Kýpur var nær mannlaus síðdegis í gær. Norska ríkis- stjórnin ætlar að veita allt að 100 milljarða norskra króna, jafnvirði rúm- lega 1.340 millj- arða íslenskra króna, í lán til norskra fyrir- tækja sem eiga á brattann að sækja vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Erna Solberg forsætisráðherra og Jan Tore Sanner fjármálaráð- herra tilkynntu þetta á blaða- mannafundi í gærkvöldi. „Við hyggjumst grípa til aðgerða sem hjálpa fyrirtækjum að halda sér á floti þar til ástandið verður eðlilegt á ný,“ sagði fjármálaráð- herra þegar hann kynnti björg- unarpakkann. Áætlunin verður lögð fyrir Stórþingið svo fljótt sem verða má, tilkynnti Sanner enn fremur. NOREGUR 100 milljarðar til fyrirtækja í vanda Erna Solberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.