Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 ✝ Helga SignýHelgadóttir fæddist í Kaup- mannahöfn 14. októ- ber 1932. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar 2020. Foreldrar Helgu voru hjónin Ellen Marie Torp Steffen- sen frá Kalundborg í Danmörku og Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Systur Helgu Signýjar eru Ása Sigríður, fædd 1930, lést 2015, og Gunnhildur Svava, fædd 1935. Hinn 14. október 1950 giftist giftist Helge M. Garåsen, þau skildu. Börn þeirra eru þrjú. Sambýlismaður Dagnýjar er Kjell Arne Henriksen. Helga og Þórarinn bjuggu í Reykjavík og lengst af í Laugar- neshverfi. Helga vann ýmis störf, m.a. í Handavinnubúðinni á Hrísateigi, Domus verslun á Laugavegi, Þjónustuíbúðum við Dalbraut og starfsævina endaði hún í félags- málaráðuneytinu. Hún var alla tíð virk í Kven- félagi Heimaeyjar sem er fé- lagsskapur brott fluttra kvenna frá Vestmannaeyjum. Einnig var hún í kór félags eldri borgara í Reykjavík og tók virkan þátt í kirkjustarfi Digraneskirkju. Hún tók einnig mikinn þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Reykja- vík og Kópavogi. Útför Helgu var gerð í kyrr- þey frá Digraneskirkju hinn 4. mars. 2020. Helga Þórarni Sig- fússyni Öfjörð frá Lækjamótum í Flóa, fæddum 3. janúar 1926, dánum 14. október 2014. Hann var lengst af verk- stjóri í Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Börn Helgu og Þórarins eru 1) Helgi, fæddur 1950, látinn 2016. Hann var ókvæntur og barnlaus. 2) Ell- en, fædd 1953, gift Sigurgeiri Þorsteinssyni. Hann lést árið 2003. Þau eiga eitt barn. Sam- býlismaður Ellenar er Róbert Jónsson. 3) Dagný, fædd 1955, Þegar kær móðursystir, Helga Signý, er kvödd reikar hugurinn svo langt aftur í tímann að elstu minningarnar koma upp á yfir- borðið, bjartir dagar æskunnar. Helga og Þórarinn, maður henn- ar, bjuggu á Laugarnesvegi og var ávallt og alla tíð mikill sam- gangur og vinátta milli móður minnar, sem var yngst þriggja systra, og Helgu, sem var í miðj- unni. Ása, elsta systir þeirra, bjó á Sauðárkróki og á þeim dögum var lengra að fara en ávallt voru fagn- aðarfundir þegar þær komu þrjár saman. Sjálfsagt voru þær systur nánari en gengur og gerist þar sem þær misstu báða foreldra sína ungar og stutt var á milli þeirra í aldri. Það var ekki langt að fara frá æskuheimili mínu í Vogahverf- inu og á ferðum mínum inn í Laugarnes stoppaði ég stundum til að tína blóm fyrir Helgu frænku. Ég vona að eigendur skrautgarða á Sunnuveginum séu búnir að fyrirgefa mér. Æskujólin voru ekki haldin án fjölskyldunnar í Laugarnesi og við bræðurnir tveir litum á þrjú frændsystkini okkar þar sem stóru systkini okk- ar. Mátulega stríðin, mátulega góð. Helga var athafnasöm og sem dæmi má nefna að þau Þórarinn leigðu kartöflugarð í Mosfells- dalnum og seinna fengu þau skika úr landi jarðarinnar Lækjamóta í Flóa, sem var æskuheimili Þórar- ins. Oft fengum við að koma með og KK, kartöflukofinn, varð griða- staður þeirra hjóna, með skóg- rækt til viðbótar við kálræktina. Helga var líka ævintýragjörn og hikaði ekki við að taka að sér ný og erfið verkefni. Ég minnist þess að hafa heimsótt hana eitt sumarið á Laugarvatn þar sem hún var mat- ráðskona á Eddu-hóteli. Uppá- haldið mitt var sérríterta – mar- engsbomba sem Helga bjó til og stóðst engin terta á landinu henni snúning. Ég hef aldrei skipt um skoðun. Ég get mér þess til að tertan góða hafi alltaf selst upp á kökubasar Kvenfélagsins Heima- eyjar sem haldinn var árlega í Súlnasalnum. Þær systur, sem ól- ust upp í Eyjum, tóku virkan þátt í starfi félagsins alla tíð. Söngur og kátína voru rík í fari Helgu, ég ímynda mér að það hafi verið arf- ur frá móður þeirra, sem var dönsk. Þótt hún hafi látist langt um aldur fram skildi hún eftir spor, menningararf sem fjölskyld- an hefur notið. Helga starfaði hin seinni ár í félagsmálaráðuneytinu við móttöku- og ritarastörf. Þar sem annars staðar þar sem Helga starfaði hafði hið góða karma hennar áhrif svo eftir var tekið. Á efri árum tók Helga virkan þátt í félagsstarfi, m.a. hjá kór aldraða í Reykjavík. Eftir að Þórarinn lést hefur faðir minn samviskusam- lega keyrt þær systur á æfingar og tónleika. Ég veit að söknuður foreldra minna á eftir að verða mikill. Þung stund í lífi Helgu var andlát Helga Rafns, elsta barns- ins, fyrir nokkrum árum. En hún naut góðra samvista við dætur sínar, Ellen og Dagnýju, hvort sem var á Íslandi eða Noregi. Við Rannveig og dætur okkar þrjár, Gunnhildur, Björk og Steinunn, sendum þeim og fjölskyldum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Nú eru þáttaskil en eftir situr minningin um hlýju og ástúð Helgu frænku. Hvíli hún í friði. Þórður Bogason. Í dag kveðjum við kæra móð- ursystur okkar, Helgu Signýju. Helga mun þó áfram lifa í minn- ingum okkar sem hin káta, stelpu- lega og skemmtilega frænka okk- ar sem alltaf tók á móti okkur systkinunum að norðan með hlýju og glaðværð. Helga var miðstelp- an í hópi þriggja systra, móðir okkar Ása Sigríður lést árið 2015 og sú yngsta er Gunnhildur Svava. Systur þessar fæddust og ólust upp í Vestmannaeyjum og hafa ætíð kennt sig við Eyjarnar, enda bernskuminningarnar þaðan og taugarnar þangað sterkar. Þær urðu þó fyrir því áfalli að missa báða foreldra sína mjög ungar, móður sína, Ellen Marie, þegar elsta dóttirin var ellefu ára og föður sinn, Helga Jónatansson, tæpum áratug síðar. Sú erfiða lífs- reynsla hefur eflaust mótað þær mikið og ekki víst að barnshug- urinn og -hjartað hafi getað unnið úr því áfalli með góðu móti og með aðstoð fagfólks eins og nú er sjálf- sagt. En foreldramissirinn hefur líka án efa þjappað þeim saman enda voru böndin á milli þeirra af- ar sterk alla tíð og mikið samband þeirra í milli. Ekki er heldur að efa að lyndiseinkunn þeirra hafi hjálpað þeim mikið, allar afar fé- lagslyndar, kátar, söngelskar og einkar skemmtilegar. Aldrei logn- molla í kringum þær. Alltaf til í að vera með í skemmtilegheitum og fjöri. Hláturinn aldrei langt und- an. Alltaf gaman þegar þær komu saman. Minningarnar um Helgu eru ekki síst frá bernskuárum okkar þegar stóra fjölskyldan frá Sauðárkróki gerði innrás hjá þeim Helgu og Þórarni þar sem þau bjuggu ásamt börnunum sínum þremur á Laugarnesveginum. Í minningunni eru ferðirnar til Reykjavíkur ævintýri. Yfirleitt var stoppað í nokkra daga, gjarn- an hjá Helgu og Þórarni, vinir og ættingjar heimsóttir og dýrðin í borginni tekin út. Það er orðið býsna langt síðan þetta var en engu að síður er minningin um Helgu alltaf eins, falleg og glað- leg. En nú er Helga farin í aðra heima. Þar bíða ástvinir hennar, eiginmaður, sonur, foreldrar, systir og aðrir sem henni þótti vænt um og taka vel á móti Helgu. Minningin um yndislega frænku lifir með okkur sem höldum áfram í þessu jarðlífi. Að leiðarlokum þökkum við Helgu góða samfylgd í gegnum árin um leið og við vott- um eftirlifandi dætrum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. F.h. barna Ásu og Sæmundar, Elín, Herdís, Hafsteinn, Gunnhildur, Margrét, Her- mann og Anna Elísabet. Helga S. Helgadóttir ✝ Hrefna Ein-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 26. apr- íl 1938. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 3. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Helga Mar- grét Jónsdóttir, f. í Mosdal í Önund- arfirði 1894, og Ein- ar Guðmundur Eyj- ólfsson, f. á Tröð í Álftafirði 1880. Þau bjuggu á Ísa- firði og síðar í Hafnarfirði. Hinn 30. nóvember 1957 giftist Hrefna Ævari Þór Hjaltasyni, f. 2. ágúst 1936, d. 5. september 2009. For- eldrar hans voru Hjalti Hanson, f. 25. júní 1909, d. 10. janúar 1998, og Svanhvít Guðmunds- dóttir, f. 3. nóvember 1911, d. 17. desember 1978. Börn Hrefnu og Ævars eru 1) Hjalti, f. 20. október 1956. Dóttir Hjalta er Hrefna Margrét, f. 20. júlí 2006. 2) Trausti Þór, f. 22. júlí 1959, hann er giftur Ástríði Torfadóttur, f. 19. janúar 1960. Dætur þeirra eru Svanhvít Erla, f. 13. febrúar 1986, Katrín Lilja, f. 4. júní 1989, og Heiðrún, f. 9. maí 1994. 3) Svanþór, f. 5. maí 1963, hann er giftur Ásgerði Há- konardóttur, f. 27. ágúst 1963. Sonur þeirra Hákon Ævar, f. 7. júlí 1982 er gift- ur Ylfu Guðnýju Sigurðardóttur, f. 21. mars 1982, börn þeirra eru Örvar Þór, f. 18. október 2009, og Björk Fjóla, f. 16. ágúst 2013. 4) Auður, f. 22. október 1971, er gift Sigurði Inga Viðarssyni, f. 29. desember 1971. Synir þeirra eru Viðar Þór, f. 23. október 1996, og Hjalti, f. 19. september 2000. Hrefna ólst upp á Ísafirði og flutti til Hafnarfjarðar með for- eldrum sínum árið 1953. Hrefna stundaði nám í Flensborgarskóla Hafnarfjarðar og lauk gagn- fræðaprófi þaðan. Hrefna og Ævar stofnuðu sitt fyrsta heimili á Sólbergi í Setbergslandi. 1963 fluttu þau í Garðabæ og bjuggu þar lengst af. Síðustu árin bjó Hrefna á Herjólfsgötu í Hafn- arfirði en dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði sl. ár. Hrefna vann lengst af í Flataskóla í Garðabæ. Útför Hrefnu fer fram í Linda- kirkju í dag, 16. mars 2020, klukkan 13. Amma var alltaf góð við alla, hún var umhyggjusöm, ljúf og yndisleg. Henni þótti vænt um fólkið sitt og hafði góða nærveru alla tíð. Amma fylgdist vel með íþrótt- um og fréttum sem tengjast því. Við gátum spjallað endalaust um íþróttir við ömmu og fylgdist hún vel með íþróttaiðkun okkar bræðra. Sérstakan áhuga hafði amma á handbolta og fylgdist hún vel með handboltalandsliðinu en hún æfði sjálf handbolta sem unglingur. Ein af minningunum sem við eigum um ömmu var að heim- sækja hana á bolludaginn en hún sá alltaf til þess að við fengjum „alvöru“ heimabakaðar vatns- deigsbollur, með súkkulaði, rjóma og sultu. Annað sem við fengum bara hjá ömmu þegar við vorum litlir var að strá sykri yfir cheerios-skálina. Það var svo virkilega notalegt að heimsækja ömmu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem amma dvaldi síðastliðið ár en þar leið henni vel og hún tók öllum fagn- andi í spjall og súkkulaðirúsínur. Það verður skrýtið næstu jól að upplifa fyrstu jólin okkar án ömmu en hún var fastagestur hjá okkur á aðfangadag og alltaf glöð og hress. Við bræðurnir munum sakna hennar mikið en minningin um ömmu mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Viðar Þór og Hjalti. Hrefna Einarsdóttir ✝ Guðbjörg JónaRagnarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Brákarhlíð 26. febr- úar 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Guðmunds- son, kaupmaður Reykjavík, f. 29. júní 1903, d. 3. sept. 1998, og Sigurbjörg Regína Magnúsdóttir frá Kirkjubóli í Reykjavík, f. 29. mars 1909, d. 22. júlí 1991. Hún var næstelst þriggja systkina. Elstur var Magnús Ragnarsson, f. 30. nóv. 1928, d. 21. maí 1996, og yngstur var Garðar Lárus Ragnarsson, f. 21. ágúst 1931. með eiginkonu sinni Ingibjörgu Grímsdóttur, þær Kristínu Guð- björgu og Júlíu. Margrét á 3 börn með Eggerti Val Þorkels- syni þau Huldu Margréti, Gísla Val og Gunnar Örn, núverandi sambýlismaður Margrétar er Kristján S. Stefánsson. Haraldur átti tvö börn með Sigrúnu Þor- steinsdóttur, þau Þórunni Díönu og Harald. Seinni eiginmaður Guðbjargar var Gunnar Bjarna- son, f. 13. des. 1915. d. 15. sept. 1998. Þau áttu börnin Gunnar Ásgeir, f. 3. maí 1964, og Reginu Sólveigu, f. 1. júlí 1969, d. 29. okt. 2011. Gunnar á 4 börn með eiginkonu sinni Ingibjörgu Öddu Konráðsdóttir, þau Bjarna Bene- dikt, Margréti Lilju, Guðbjörgu Regínu og Andrés Konráð. Reg- ína Sólveig átti tvo syni með eig- inmanni sínum Rafnari Karli Rafnarssyni, þá Gunnar og Skorra Hrafn. Guðbjörg átti þar að auki fjölda langömmubarna. Útför Guðbjargar fór fram í Lágafellskirkju 6. mars 2020 í kyrrþey. Guðbjörg var tví- gift. Fyrri eig- inmaður hennar var Haraldur Gíslason, f. 28. sept. 1928, d. 30 jan. 1983, þau áttu saman fjögur börn. Ragnar, f. 15. des. 1949, Gísla f. 9. júní 1955, Margréti, f. 19. júní 1956, og Harald, f. 11. okt. 1985, d. 7. nóv. 1997. Ragnar á 6 börn, tvö með fyrri eiginkonu sinni Þórdísi Sig- urðardóttur, þá Sigurð og Har- ald Daða, eitt með Sveinbjörgu Gunnhildi Haraldsdóttur, El- ínrósu Líndal, og þrjá syni með núverandi eiginkonu sinni Sig- ríði Þórðardóttur, þá Hjalta, Gísla og Ingólf. Gísli á 2 dætur Í dag kveðjum við fjölskyldan ættmóður okkar, hana Guð- björgu Jónu Ragnarsdóttur. Guðbjörg amma var einstök fyrir margar sakir. Hún var ekki bara einstaklega falleg og alltaf vel til fara. Heldur var hún einnig fág- uð, með fallegt hjarta, trúföst og skemmtileg. Hún var kona langt á undan sinni samtíð, sem vann verkin sín í hljóði og gerði veröldina betri og skemmtilegri að lifa í. Lof um dugmikla konu, 31. kafli Orðskviða er texti sem minnir á ömmu. Harðduglega, fallega sál sem gerði alltaf sitt besta í lífinu. Góða ferð í sumarlandið góða, elsku amma. Takk fyrir allar bænirnar, pabba, ástina og lífið! Elínrós Líndal. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku fallega amma mín, ég óska þér góðrar ferðar heim til Jesú því ég veit að þangað er ferðinni heitið. Þar munu allir þínir draumar rætast og þú munt verða glöð og hamingjusöm. Þar mun verða mikið af bleik- um blómum, gyllingu og lekker- heitum. Það verður ekkert að ótt- ast því Jesú fylgir þér alla leið. Ég elska þig, amma mín ... takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég ætla að sleppa því að stríða þér svona rétt í lokin þó að ég viti það að þú þolir það alveg. Ég fylgdi þér síðustu metrana í huganum og ég fullvissa þig að ég var með þér í hverju skrefi. Ástarkveðja, Hulda Margrét Eggertsdóttir. Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir Þá er komið að kveðjustund, elsku yndislega Matta, það er svo skrítið að sitja hér og raða saman einhverj- um minningarorðum um þig, ég var ekki alveg tilbúin að kveðja þig í sumarlandið alveg strax. En Matthildur Ó. Bjarnadóttir ✝ Matthildur Ó.Bjarnadóttir fæddist 27. maí 1952. Hún lést 4. mars 2020. Útför Matthildar fór fram 12. mars 2020. ég á svo margar góðar og skemmti- legar minningar um þig og með þér öll þessi ár okkar sam- an. Ég stelpu- skottan man svo þegar Eiki frændi kom með þig fyrst heim til ömmu Möggu og afa Bóas- ar á Brekkustíginn; þú ljóshærð, glaðleg blómamær sem lífgaðir heldur betur upp á litlu fjölskylduna okkar í Njarðvíkunum. Eiki frændi var sem minn stóri bróðir og þú varst vinkona mín. Mér fannst þið svo flott saman og þið voruð mínar fyrirmyndir, allt svo spennandi sem þið tókuð ykk- ur fyrir hendur. Að vinna í garð- inum á Brekkustígnum með ykk- ur, allar ferðirnar í Dalbrekku, sumarbústaðinn í Hraunborgum, dunda þar í trjárækt og kartöflu- rækt, veiðiferðirnar og allt sem þú kenndir mér um blóm og tré. Ég fékk líka að passa fallegu frændsystkini mín þau Her- borgu, Bjarna og Bóas og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Eina sem kom til greina hjá mér var að feta í sporin þín og Eika og fara í Garðyrkjuskólann og ég vissi að ég gat alltaf leitað til þín ef mig vantaði upplýsingar eða ráð, þú varst svo fróð um blóm og ræktun. Þú hjálpaðir mér með blómasafnið mitt fyrir skólann við keyrðum saman um allt Norðurland til að safna í möppuna mína, dásamlegur tími. Það voru mjög náin tengsl í fjölskyldunni og það var svo fal- legt samband milli ykkar mömmu og pabba, Sigrúnar og Dedda. Við vorum svo oft hjá ykkur þeg- ar þið fluttuð norður og á Rein var alltaf gott að koma og fá að taka þátt í uppbyggingu gróður- húsa og ræktuninni ykkar þar. Ég Ingó, Deddi, Ella og Bóas minn eigum öll yndislegar og skemmtilegar minningar með fjölskyldunni á Rein. Það er sárt að kveðja þig elskulegust en ég sé þig fyrir mér sem fallegan blóma- engil á sólríkum stað. Elsku Eiki, Herborg, Bjarni, Bóas og fjöl- skyldur, megi guð og góðar vætt- ir styrkja ykkur á erfiðum stund- um og gefa ykkur ljós og frið. Kveðja, Margrét Eðvaldsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEÓ KRISTJÁNSSON, vísindamaður emeritus, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi föstudaginn 13. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar að kemur. Elín Ólafsdóttir Kristján Leósson Margrét Leósdóttir Hildigunnur Sverrisdóttir Kristján Bragason Nanna Kristjánsdóttir Elín Kristjánsdóttir Tómas Leó Kristjánsson María Ósk Kristjánsdóttir Kristján Nói Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.