Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Það var svo sem ekki við því aðbúast að nýr útvarpsstjóri kæmi með hugmyndir um að draga úr starfsemi Ríkisútvarps- ins, en að hann ætli sé að færa kvíarnar enn frekar út er langt gengið.    Hann notaðitækifærið á blaðamanna- fundi almannavarna á laugardag til að kynna áform um „gullsjón- varpsstöð“ þar sem sent yrði út gamalt efni.    Ríkisútvarpið rekur nú þegartvær sjónvarpsstöðvar, þrjár útvarpsstöðvar og einn vef svo augljóst má vera að engin ástæða er til að bæta við enn einni stöð ríkisins í samkeppni við einka- stöðvar.    Ríkið segist vilja styðja viðeinkarekna miðla til að hér á landi verði ekki bara risastór rík- isfjölmiðill og svo nokkrir veik- burða einkareknir miðlar, en fátt í framkvæmdinni bendir til að viljinn sé í raun til staðar.    Nú eru sagðar fréttir af því íBretlandi að þar eigi að fara með virðisaukaskatt af netáskrift- um dagblaða niður í 0% líkt og skatturinn er af pappírsáskrift- unum, auk þess að leggja nýjan skatt á risa á borð við Google og Facebook. Þá á að framlengja lækkaða fasteignaskatta fyrir smærri blaðaútgefendur, sem eru auðvitað stórir á íslenskan mæli- kvarða.    Ætla íslensk stjórnvöld á samatíma að halda uppi sköttum á einkarekna miðla og leyfa enn frekari útþenslu Ríkisútvarpsins á þeirra kostnað? Á að þenja Rúv. enn meira út? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkomulag hefur náðst á milli stjórnvalda á Íslandi og í Noregi um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi í lögsögu Norðmanna í ár. Samkvæmt samkomulaginu er Íslendingum heimilt að veiða þrjú þúsund tonn af þorski í Barentshafi í ár, en veiddu 6.592 tonn í fyrra. Ástæða þessa samdráttar er sú að engar loðnuveiðar voru við Ísland í fyrravetur og því fengu Norðmenn ekki umsamið endurgjald í loðnu fyr- ir þorskveiðar í Barentshafi sam- kvæmt Smugusamningnum. Fyrir vikið fá Íslendingar að veiða minna af þorski í norskri lögsögu í Barents- hafi í ár. Þá hefur einnig verið gefin út reglugerð um veiðar íslenskra skipa á norðuríshafsþorski á þessu ári í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands. Samkvæmt reglugerð- inni úthlutar Fiskistofa 3.973 tonn- um til skipa á grundvelli aflahlut- deildar. Kropp en ekki kraftur Sólberg ÓF fór frá Siglufirði 6. mars, daginn eftir að reglugerðin var gefin út, og var um þrjá sólarhringa á leið á miðin í Barentshafi. Ekki var sérstakur kraftur í veiðinni fyrstu dagana, en þó kropp, samkvæmt upplýsingum frá Ramma. Þá var Örfirisey á leið á miðin fyr- ir helgi, en líklegt er að færri skip fari í Barentshafið í ár heldur en síð- ustu ár og líklegt að útgerðir reyni að sameina kvóta á færri skip. Fá að veiða minna í Barentshafi í ár  Loðnuleysið hefur áhrif á heimildir Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Sólberg ÓF 1 Að veiðum í Barentshafi í febrúar í fyrravetur. Mikil ásókn hefur verið í matvörubúð- ir landsins í kjölfar þess að tilkynnt var um samkomubannið sem tók gildi í dag. Í ljósi banns við samkomum þar sem 100 manns eða fleiri koma saman munu dyraverðir telja gesti sem fara í stærstu verslunarrými Bónus, þar sem gestafjöldi gæti náð takmörkum. Fjórar til fimm verslanir keðjunnar gætu fallið þar undir. Þá eru áform um að Bónusverslanir í Kauptúni, Korputorgi og Holtagörðum verði opnaðar klukkustund fyrir auglýstan opnunartíma, til þess að taka á móti hópum sem viðkvæmastir eru fyrir COVID-19. „Þetta úrræði er ekki hugsað fyrir hvern sem er heldur þá sem virkilega þurfa á því að halda,“ segir Guðmund- ur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, í samtali við Morgunblaðið. Gæsla verði við verslunardyrnar. Hann telur að hömstrun hafi náð hámarki um helgina og sé búin í bili, en enginn skortur á matvörum sé í kortunum. Því sé engin ástæða til að hamstra, en auk þess sé stærstur hluti innkaupakörfunnar íslensk framleiðsla. „Fólk er þó helst að kaupa þurr- vörur með langt geymsluþol, frysti- vörur og klósettpappír. Það er enginn æsingur og þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig,“ segir hann. „Þótt það hafi verið brjálað að gera hafa viðskiptavinir sýnt ástandinu skilning. Einnig hefur verið gríðar- legt álag á starfsfólki sem hefur stað- ið sig frábærlega.“ veronika@mbl.is Opna fyrr fyrir þá viðkvæmustu  Gætt að því að gestir verði ekki fleiri en 100 talsins í stærstu verslunum Bónuss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.