Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 1
Atvinnulíf í hægagang Ágúst Ingi Jónsson Baldur Arnarson Sigurður Bogi Sævarsson Stefán Einar Stefánsson Undirbúningur er hafinn að því að leggja stærstum hluta flota Icelanda- ir, en nánast allt flug til og frá land- inu liggur nú niðri vegna kórónuveir- unnar og ráðstafana sem gerðar hafa verið vegna faraldursins. Tilkynnt var í gær um víðtækar ráðstafanir til að tryggja stöðu flugfélagsins í gegn- um yfirstandandi þrengingar, en um- fangið í starfsemi félagsins er nú að- eins um 14% miðað við áætlanir. Alls var 240 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp í gær og hlutfall starfa og launa annarra lækkað. Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 22% í gær, sem eru við- brögð markaðarins við aðstæðum. Greinendur telja ekki nóg að gert hjá Icelandair en á móti kemur að stjórn- endur fyrirtækisins útiloka ekki frekari hagræðingaraðgerðir verði þörf á slíku. Þrengist í sjávarútvegi Atvinnulífið er allt komið í hæga- gang vegna kórónuveirunnar. Ferða- þjónustan er nánast stopp og í sjávarútveginum er staðan að þrengjast. „Mér heyrist á mönnum í kringum mig að það sé óhjákvæmi- legt að draga saman seglin,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. Til að bregðast við aðstæðum fari fiskur hjá fyrirtækinu nú í stórum stíl í sölt- un, enda hafi þurrkaður saltfiskur mikið geymsluþol. Þá hafi um helgina borist fyrirspurn frá Kína um ferskan fisk og sé málið í skoðun. Í gær var kynnt samkomulag Sam- taka fjármálafyrirtækja og Lands- samtaka lífeyrissjóða um tíma- bundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Nú geta fyrirtæki sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánuði hjá aðalviðskiptabanka sín- um, sem svo tilkynnir öðrum lánveit- endum um frestun. Gildir þetta um fyrirtæki sem eru í heilbrigðum rekstri en hafa orðið fyrir tíma- bundnu tekjufalli vegna veirufarald- ursins. Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt og örugglega í skjól og með ein- földu lagi. Vegna faraldursins fellur hefð- bundin starfsemi tannlækna niður frá og með deginum í dag, það er öll önnur en neyðarþjónusta. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónu- veirufaraldurs, en mikil smithætta er í tannlækningum vegna nálægðar við sjúklinga. Jóhanna Bryndís Bjarna- dóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir stéttina aldrei hafa upplifað þvílíka röskun á starfsemi sinni. Þá stefni í skort á nauðsynleg- um hlífðarbúnaði sem tannlæknar noti við vinnu sína. „Við þurfum meðal annars að hafa andlitsgrímur og hanska en það hefur skapast skortur á þeim búnaði á heimsvísu. Það er líka áhyggjuefni,“ segir Jóhanna Bryndís. Nægar birgðir nauðsynja Vegna ríkjandi ástands er fylgst grannt með því hvort í landinu sé nægar birgðir af helstu nauðsynjum, það er mat, lyfjum og eldsneyti. Stað- an á þessu er sögð góð. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar sem rekur meðal annars N1 og Krónuna, segir ekkert hökt hafa verið á flutn- ingi aðfanga til landsins. Olíuskip sé í höfn í Reykjavík og verið sé að fylla á geymslutanka í Örfirisey. Það eina sé að tafir hafi orðið á flutningum á ávöxtum frá Kaliforníu, enda liggi flug milli Íslands og vesturstrandar Bandaríkjanna niðri.  Icelandair ætlar að leggja flugvélum  Fiskur fer í salt í Eyjum  Lengt er í lánum  Tannlæknar óttast skort á hlífðarbúnaði  Góð birgðastaða eldsneytis og matvæla MKórónuveirufaraldur»2, 4, 6, 10, 12, 13, 14, og 16 Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  71. tölublað  108. árgangur  ÞAÐ ER KOMIN MEIRI ALVARA Í ÞETTA VIÐSPYRNA SVEITARFÉLAGA GLEÐJA LANDS- MENN MEÐ FALLEGUM SÖNG STÖNDUM SAMAN 14 ÍSLENSKA ÓPERAN 28 Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Í varúðarskyni vegna kórónu- veirunnar gilda nú víðtækar lokanir um allt samfélagið, sem tóku gildi á miðnætti í nótt. Opin- berir staðir eru flestir lok- aðir og versl- anir og þjón- ustustaðir sömuleiðis. Alls hefur 5 versl- unum í Smáralind verið lokað og 10 veitingastöðum og búðum í Kringlunni. Sundlaugar og söfn Sundlaugar verða lokaðar frá og með deginum í dag, sömu- leiðis Húsdýragarðurinn, Yl- ströndin og skíðasvæði. Landsbanki lokar Viðskiptavinir Landsbankans fá nú aðeins afgreiðslu í útibúum ef ekki er hægt að leysa erindið á netinu eða með samtali við þjónustuver. Til að fá afgreiðslu í útibúi þarf tímapöntun. Ekki próf í HÍ Próf verða ekki þreytt í húsum Háskóla Íslands á vormisseri, var tilkynnt í gær. Kennarar og deildir geta farið mismunandi leiðir við að útfæra námsmatið. Víðtækar lokanir Haldið ykkur heima, sagði Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands, í sjónvarpsávarpi á BBC í gærkvöldi og tilkynnti útgöngubann á Bretlandi sem gildir til 13. apríl. Með því á að reyna að hefta útgreiðslu kórónuveirunnar sem hefur orðið 335 Bretum að bana. Verslunum sem ekki selja nauðsynjar verður lokað, hvergi mega fleiri en tveir koma saman. Johnson sagði út- breiðslu veirunnar mestu ógn sem Bretland hefði staðið andspænis um langt skeið og sjúkra- hús myndu bogna ef álagið ykist jafn hratt og verið hefur síðustu daga. Tilkynnti útgöngubann á Bretlandi AFP Boðskapur Bresk fjölskylda fylgist með forsætisráðherra sínum sem tilkynnti í sjónvarpi hinar róttæku ráðstafanir sem gilda fram til 13. apríl. Fyrsti Íslendingurinn er látinn af völdum kórónuveirunnar, skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins. Um er að ræða eldri konu og bar andlát henn- ar að í gær. Þetta er annað manns- látið á Íslandi sem tengja má kór- ónuveirunni, en í hinu tilvikinu átti í hlut erlendur ferðamaður staddur á Húsavík. Alls hafa nú 588 manns á landinu smitast af kórónuveirunni, 12 eru á sjúkrahúsi, 6.816 eru í sóttkví og 51 hefur náð sér. Lést af völd- um kórónu- veirunnar ÍÞRÓTTIR 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.