Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Geðhjálp er að auka þjónustu við fé- lagsmenn vegna kórónuveirufarald- ursins, meðal annars vegna þess að mörg úrræði hafa lokast í kjölfar að- gerða yfirvalda í smitvörnum. Starfshlutfall ráðgjafa samtakanna hefur verið aukið og aukin þjónusta er veitt á netinu og nú er verið að leita að öðrum ráðgjafa til að auka þjónustuna enn frekar. Sem dæmi um þau úrræði sem margir sem eru með geðraskanir eða geðfötlun hafa notað en eru nú lokuð eru Dagsetur, Hlutverka- setur, Klúbburinn Geysir og göngu- deildir spítala. Fleiri mætti nefna. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þetta hafi tals- verð áhrif. Fólk einangrist í enn meiri mæli. Áhrifin geti komið fram síðar. Eldra fólk einangrast Grímur segir að aldraðir sem hafi einhverja greiningu á þessu sviði hafi einangrast. Áður en úrræðin lokuðu hafði fólkið búið við skerta þjónustu vegna verkfalla. Þjónustu- miðstöðvar hafi verið lokaðar um tíma. Hópurinn hafi því verið ein- angraður meginþorra ársins. Hann nefnir einnig fólk sem er með lítið stuðningsnet í kringum sig og þurfi að leita utanaðkomandi aðstoðar. Það einangrist hratt eins og ástandið er nú. Aðstoð á neti Geðhjálp ákvað að fjölga tímum hjá ráðgjafa sam- takanna og einnig taka í notkun nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið. Grímur segir að þótt ekki sé ætlast til að veitt sé meðferð í þessum tím- um sé ráðgjöfin stundum svo um- fangsmikil, sérstaklega þegar fólk hefur ekki efni á að kaupa sér sál- fræðiraðstoð, að hún sé meiri en samtökin gefi sig út fyrir að veita. Huga þarf að úrræðum í tíma „Þetta bítur núna. Það er svo margt að loka og fólk sem fengið hefur áfallastreytu upplifir áföllin aftur. Við finnum fyrir því í aukinni eftirspurn eftir ráðgjöf og sáum fyr- ir helgi að við þurfum að bæta við okkur ráðgjafa,“ segir Grímur. Hann segir einnig aðspurður að margir sem veikir eru fyrir verði kvíðnir í þeirri miklu umræðu sem er um kórónuveiruna. Hann leggur á það áherslu að mikilvægt sé að huga strax að því hvernig bregðast eigi við þegar ástandið í samfélaginu fer aftur að lagast. Margir munu þurfa á stuðn- ingi að halda. „Ég tel að við ættum að undirbúa okkur fyrir þetta og vera með gott velferðarnet sem ræður við málið þegar faraldurinn verður genginn yfir,“ segir Grímur. Virkniverkefni fyrir ungt fólk Nefnir hann sem dæmi að Geð- hjálp hafi verið að undirbúa virkni- verkefni fyrir ungt fólk í samvinnu við félagsmálaráðuneytið. Mikilvægt sé að fara af stað með það sem fyrst. Þótt ekki verði mikið að gera í upp- hafi verði úrræðið tilbúið þegar fjöldinn þurfi á því að halda. Geðhjálp eykur þjónustu sína  Einangrun viðkvæmra hópa fólks með geðraskanir eða geðfötlun eykst  Ýmis úrræði sem fólk hefur nýtt sér er nú lokuð  Geðhjálp fjölgar tímum hjá ráðgjafa og býður aðstoð á netinu Grímur Atlason ALVÖRUMATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM Morgunblaðið/Eggert Páskaegg Landsmenn fá páskaegg í ár og þau eru nú komin í verslanir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Áhrifanna gætir auðvitað víða en það er verið að reyna að grípa til ráð- stafana þar sem það er sérstaklega mikilvægt, til að halda samfélaginu gangandi,“ segir Sigurður Hannes- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hertara samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins felur það í sér að nú mega ekki fleiri en 20 koma saman. Þetta hefur mikil áhrif á at- vinnulíf í landinu, bæði á ýmsa þjón- ustustarfsemi en einnig stór fram- leiðslufyrirtæki. Sigurður segir að Samtök iðnaðar- ins hafi ásamt fulltrúum úr sjávar- útvegi átt samtöl við ráðamenn til að tryggja að ekkert hökt verði á mat- vælaframleiðslu. „Þá erum við að tala um undanþágur frá banninu eða ráðstafanir þannig að hægt sé að halda framleiðslunni gangandi. Því hefur verið mjög vel tekið. Stjórn- völd eru auðvitað öll af vilja gerð. Þau vilja sjá til þess með okkur að röskunin verði ekki meiri en þarf.“ Þurfa að breyta skipulagi Auðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríuss, segir að hert samkomu- bann raski skipulagi framleiðslu fyrirtækisins. „Sérstaklega í páska- eggjunum. Fjöldi starfsmanna í þeim sal hefur verið yfir þessum mörkum og nú þurfum við að hægja verulega á þeirri framleiðslu.“ Páskaeggin eru komin í verslanir og segir Auðjón að lagt hafi verið upp með að vera með fyrra fallinu í ár vegna ástandsins. „Framleiðslan hefur verið á fullu því við vildum ná upp sem mestri birgðastöðu. Það hefur komið sér vel því bæði fyrir- tæki og stofnanir hafa verið að kaupa páskaegg til að verðlauna fólk sem hefur verið að vinna undir óvenju miklu álagi. Svo finnum við líka fyrir aukinni netsölu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Stef- áni Magnússyni, markaðsstjóra CCEP á Íslandi, hefur samkomu- bannið og aðrar afleiðingar kórón- uveirunnar sett talsvert strik í reikn- ing fyrirtækisins. „Við erum með framleiðslu bæði á Akureyri og í Reykjavík og þar er nú unnið á tví- skiptum vöktum. Eftir að hert var á banninu neyðumst við til að loka mötuneyti og hefta til að mynda samgang á milli þeirra sem vinna í vöruhúsi og þeirra sem eru í fram- leiðslu. Nú erum við með aðskildar kaffistofur, aðskilda innganga og að- skilin salerni. Þetta eru víðtækar að- gerðir til að tryggja framleiðsluna. Ástandið kallar á meira skipulag.“ Stefán segir jafnframt að lokanir skemmti- og veitingastaða þýði að ekki sé framleitt eins mikið af bjór- kútum og gosi fyrir vélar. „Eins er talsvert síðan farið var í að forgangs- raða hvað þarf að eiga og hvað má vanta. Það getur verið að komi að því að vörur sem minni eftirspurn er eft- ir verði ekki til.“ Þurfa að hægja á páskaeggjaframleiðslu  Hert samkomubann hefur áhrif á matvælaframleiðsluFélagsmenn Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, samþykktu nýgerða kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkið með 88% atkvæða. Á kjörskrá vegna samnings við sveitar- félögin voru 713 félagsmenn og kusu 405, eða 57%. Á kjörskrá vegna kjarasamnings Kjalar við ríkissjóð voru 230 og tóku 138 (60%) þátt. At- kvæðagreiðslan var rafræn og lauk henni kl. 10.00 í gærmorgun. Yfirgnæfandi meirihluti félags- manna í aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um samningana frá 9. mars samþykkti þá. Atkvæðagreiðslur standa yfir eða eru að hefjast hjá öðrum. Hjá þeim félögum sem lokið hafa atkvæðagreiðslum samþykktu 58 til 88% samningana og er það afgerandi meirihluti þeirra sem kusu. Þátttaka var víðast hvar á bilinu 28 til 68%. Niðurstöður má sjá á bsrb.is. Kjarasamningur Félags starfs- manna stjórnarráðsins var undirrit- aður 20. mars. Hann verður nú kynntur félagsmönnum og svo greidd um hann atkvæði. Efling bað um fund Efling óskaði í gær eftir fundi í viðræðunum við Hveragerði, Kópa- vog, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Ölfus. Verður hann kl. 10.00 í dag. Einnig verður fundur Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins (SNR). Í gær funduðu slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn og SNR. Mál flugfreyja og Icelandair, flug- freyja og Air Iceland Connect og Fé- lags íslenskra leikara og Borgarleik- hússins eru í biðstöðu um óákveðinn tíma, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Blaðamenn greiða atkvæði Rafræn atkvæðagreiðsla um nýj- an kjarasamning milli Blaðamanna- félags Íslands (BÍ) og Samtaka at- vinnulífsins hefst á hádegi í dag og stendur til hádegis á föstudag. Samningur BÍ og Frjálsrar fjölmiðl- unar, vegna DV og dv.is, var sam- þykktur samhljóða. gudni@mbl.is Margir samning- ar samþykktir  Lokið hjá Kili og ýmsum í BSRB Morgunblaðið/Eggert Ríkissáttasemjari Samningafundir eru nú fjarfundir vegna farsóttar. Iðnaðarmenn unnum hörðum hönd- um í gær við að standsetja húsið Birkiborg á lóð Landspítalans í Foss- vogi, en þar verður starfrækt sérstök göngudeild þar sem fólki með kórón- uveiruna verður sinnt. Samhliða þessu hefur verið sett upp fjarheil- brigðisþjónusta við sjúklinga í ein- angrun heima fyrir. Ef nauðsynlegt reynist að grípa til innlagna hefur Landspítali helgað deild A7 í Foss- vogi fyrir sjúklinga í COVID-19-ein- angrun og mun bæta við rúmum í samræmi við þörf. Deild þessi var sett á fót fyrir nokkrum dögum og fær nú fast aðset- ur. Yfirlæknir deildarinnar er Ragnar Freyr Ingvarsson og deildarstjóri er Sólveig Sverrisdóttir. Á þriðja tug starfsmanna Landspítalans, læknar og hjúkrunarfræðingar, sinna nú ráð- gjafarþjónustu og símaeftirliti hjá því fólki sem greint hefur verið með COVID-19. Fjölgað er í liðinu eftir því sem fleiri greinast. Stærsti hluti síma- þjónustu göngudeildar er í Fossvogi en tök eru á stækkun á skrifstofum spítalans í Skaftahlíð. Göngudeild nú í Birkiborg  Sinna fólki með kórónuveiruna  Deild A7 er frátekin Birkiborg Iðnaðarmenn voru að standsetja húsið í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.