Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 16
Þ egar við hjónin vorum að svæfa börnin á kvöldin sögðum við oft við þau: „Ég elska þig, gleymdu því aldrei.“ Þetta sögðum við vegna þess að við elskuðum þau og við báðum þau að gleyma því aldrei vegna þess að jafnvel þótt ýmislegt hefði komið upp á yfir daginn vildum við samt umfram allt að þau fyndu að grunn- tónninn milli okkar væri kærleikurinn. Að við elskuðum þau vegna þess sem þau eru en ekki bara vegna þess sem þau gerðu eða gerðu ekki. Það var einmitt oft á þessum stundum þarna við rúmstokk- inn, þegar nándin var hvað mest, sem spurn- ingarnar erfiðu voru settar í orð. Spurn- ingar um dauðann, líf- ið, óttann við veikindi eða það að missa góðan vin o.s.frv. Og þá var það svo gott að geta sagt: „Ég elska þig, gleymdu því aldrei.“ Skömmu fyrir dauða sinn talaði Jesús um kærleika Guðs til okkar manna. Hann hvetur okkur til að elska hvert annað og bætir svo við: „Ég er upprisan og lífið!“ Guð er líf og Jesús vill gefa okkur þetta líf með sér, líf í fullri gnægð. Þessi gleðitíðindi koma aftur og aftur fram í boð- skap Jesú. Jesús biður þess að við gleymum aldrei elsku hans, að við gleymum því ekki að hann er upprisan og lífið og að Guð er líf. Það er einmitt þess vegna sem hann vakti vin sinn Lasarus upp frá dauðum. Hann vildi leyfa mönnunum að skyggnast inn í ei- lífðina, þó ekki væri nema eitt augnablik, þannig að þeir mættu venja augu sín við ljós upprisunnar svo að þeir gætu þekkt Jesúm aftur þegar hann risi upp. Og gleymdu aldrei þeirri mikilvægu staðreynd að hann er upprisan og lífið. Hann vill með öðrum orðum að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti til- verunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg. Já, jafnvel mitt í dauðanum. Jesús sýnir það og stað- festir í öllu því sem hann segir og gerir að Guð er líf. Þegar Jesús snerti manninn holdsveika, sem var útlægur ger úr öllu mannlegu sam- félagi og enginn hefur því snert í fjölda ára, þá er lífið endurnýjað. Og hið sama gerist þegar Jesús sér betlarann blinda sem situr við veginn. Sér manninn, sem allir aðrir vilja bara þagga niður í, en alls ekki sjá né heyra, og spyr hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“ Á þeirri stundu var líf hans endurskapað. Guð er líf og hann gefur okkur líf. Nýtt líf og þá ekki bara á himnum heldur hér og nú. Þegar Lasarus var vakinn upp frá dauðum hrópaði Jesús hárri röddu: „Lasarus, kom út!“ Og Lasarus kom út, hann yf- irgefur gröfina. Honum var gefið líf. Jesús kallar einnig á okkur. Hann sér okkur hvert og eitt, vill mætta okkur, taka þátt í lífi okkar og ganga með okkur hvert okkar skerf. Hann kallar okkur úr viðjum dauðans, kallar okkur frá ótta og einmana- leika, uppgjöf og tilgangsleysi. Kall- ar okkur til lífsins, kallar okkur til sín, að fylgja sér. Og það er þarna, í nærveru Jesú, sem allar spurning- arnar erfiðu um lífið eiga heima. Spurningarnar um dauðann og lífið, um einmanaleika okkar og ótta, um þjáningu, ábyrgð og sekt. Þær eiga allar heima hjá honum. Og þegar við komum með þær fram fyrir hann og leyfum orð- unum að endurspegla og tjá sorgina, ugginn og óttann sem við ber- um í brjósti, þá getur vonin kviknað og brot- ist fram. Og þá er ég ekki að tala um einhvers konar fínpússaða „patent- “von, sem ætlað er að breyta öllu eins og ein- hvers konar töfrastafur, heldur þá von sem spírar fram og vex upp inn- an frá vegna kærleika hans og þess lífs sem hann skapar. Von sem gefur okkur nýjan grundvöll og örugga fótfestu í lífinu, festu sem varir að ei- lífu. Og gleymum því aldrei að þessi von getur aðeins sprottið fram og vaxið í nærveru Jesú og fyrir kær- leika hans. Við megum og getum nálgast hið erfiða ef við erum í nærveru hans. Því Jesús víkur sér ekki undan hinu erf- iða. Hann gekk í dauðann fyrir okkur til þess að við séum aldrei ein og yfirgefin þeg- ar við mætum myrkri og dauða. Jesús er upprisan og lífið og hann kemur út úr gröfinni, út úr dauð- anum, með orðunum: „Óttist eigi“ og gefur okkur lífið. Hann hefur því ekki bara varpað svolitlu ljósi yfir ei- lífðina, heldur hefur hann opnað hana í eitt skipti fyrir öll, gefið okk- ur hlutdeild í henni. Okkur öllum, sem þorum að setja traust okkar á hann. Þegar ég í dag sit við rúmstokk- inn eða sjúkrasængina er ég stundum spurður: „Ertu hræddur við dauðann?“ Þá svara ég oft: „Nei, en ég er stundum hræddur um lífið og hvernig ég nota það, þessa stórkostlegu gjöf sem Guð hefur gefið mér.“ Ég vil að sjálfsögðu lifa. En ég er ekki hræddur við dauðann. Guð gaf mér lífið og ég hef notið þeirra forréttinda að hafa fengið að finna fyrir því alla mína ævi að Guð elskar mig. Og ég trúi því og treysti, að það sé hinn sami Guð, sem tekur á móti mér þegar ég dey, hann sem elskar mig, eins og ég er. Því þarf ég ekki að vera hræddur. Ég hef fengið for- smekkinn af eilífðinni í nærveru Jesú. Og Jesús er upprisan og líf- ið. Gleymum því aldrei. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Colorbox Höfundur er prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra. gisli.jonasson@kirkjan.is Gísli Jónasson Hugvekja Eftir Gísla Jónasson Ég elska þig, gleymdu því aldrei! Jesú vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg. 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Að geta haldið góðri heilsu til líkama og sál- ar er mikilvægara en allt annað. Á það erum við öll rækilega minnt í yfirstandandi heimsfar- aldri. Róttækar aðgerð- ir sem þjóðir grípa nú til, í þeim tilgangi að reyna að hefta út- breiðslu kórónuveir- unnar, eiga sér engin fordæmi. Sama gildir um þær að- gerðir sem íslensk heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld landsins hafa gripið til. Alls staðar hafa slíkar aðgerðir þó einn samnefnara, þann að í öllum ákvörðunum er verið að fylgja dyggi- lega ráðum hæfustu sérfræðinga og vísindamanna sem þjóðir eiga á við- komandi sviðum. En svo er því miður ekki alltaf. Hvort lúffa ætti fyrir kröfum EB og leyfa innflutning á kjöti frá útlöndum sætti harðri andstöðu þeirra sem mesta þekkingu hafa. Dr. Margrét Guðnadóttir heitin, prófessor í veiru- fræðum, fór þar fremst í flokki og barðist fyrir því í ræðu og riti að slík- ur innflutningur yrði ekki leyfður. Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir á Keldum, maður með mikla reynslu og þekkingu á búfjár- sjúkdómum, skrifaði grein hér í Morgunblaðið þar sem bókstaflega hver setning var meitluð sterkum rökum fyrir því hve mikil áhætta væri hér tekin. Það mun aðeins vera stigsmunur á því hvort kjötið er fryst eða ófryst. Karl G. Kristinsson, pró- fessor í veirufræðum, hefur einnig haft uppi sterk varnaðarorð í sömu veru. Þannig ljúka okkar hæfustu vís- indamenn á sviði veiru- og ónæm- isfræða upp einum rómi um að með innflutningi á hráu kjöti sé mikil áhætta tekin gagnvart heilbrigði ís- lenskra búfjárstofna og þar með heilsu fólks einnig. Notkun sýklalyfja til varnar ýmsum sjúdómum í dýrum hefur farið vaxandi erlendis um langt árabil með þeim afleiðingum að þróast hafa svokallaðar fjölónæmar bakteríur. Slíkar bakteríur eru nú taldar ein helsta ógn við heilsufar bæði dýra og manna í heiminum öllum. Hér á Íslandi hefur tekist að verjast þessum sjúk- dómum að langmestu leyti og halda hús- dýrastofnum okkar heilbrigðum, a.m.k mið- að við það sem gerist erlendis. Í því felst mik- ilvæg og öfundverð sér- staða sem verja ber með öllum tiltækum ráðum. Þar er efst á blaði að heimila ekki innflutning á hráu kjöti frá útlöndum. Þótt hann hafi nú þegar verið leyfður er vonandi ekki of seint að hverfa frá því. Hvers vegna er ráðum okkar hæf- ustu vísindamanna ekki fylgt í þess- um efnum, jafn mikið og hér er í húfi? Þetta er áleitin spurning og möguleg svör ekki mörg. Fyrsti möguleikinn er sá að áhættan sé talin svo lítil. Jafnvel þótt svo væri eru það samt ekki gild rök. En þessi skoðun hefur sannarlega verið látin uppi. Bæði auðvitað af þeim sem sjá fjárhags- legan ávinning í frjálsum innflutningi og líka mörgum fleiri, jafnvel for- ustufólki í stjórnmálum. Þeir sem lít- ið vilja gera úr áhættu tala gjarnan um varnaðarorð sem hræðsluáróður. Beita jafnvel aularökum eins og þeim, að það sé nú ferðafrelsi til út- landa hvort sem er! En nú talar þetta sama fólk um að fylgja beri dyggilega ráðum sérfræðinga í vörnum gegn kórónuveirunni! Hér er því talað tungum tveim. Þegar kemur að ráð- stöfunum sem lúta að því að tryggja sem best heilbrigði þá er það ekki boðlegur málflutningur að handvelja rök. Svarið er því skýrt : Hver sem vandinn er á þessu sviði, þá ber að fylgja ráðum okkar hæfustu vísinda- manna. Hin spurningin sem uppi er, er sú hvort íslensk yfirvöld hafi átt annars kost en að lúta reglum EB? Sam- kvæmt þeim er ekki heimilt að tak- marka innflutning á kjöti frá löndum EB til Íslands. Áttum við annan kost en að hlíta þeim skilmálum? Forystu- fólk á Alþingi ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telja svo ekki vera og benda á dóma sem fallið hafa því til sönnunar. En eru slíkir dómar sönnun? Er alveg útséð með það að mögulegt sé að fá viðurkenningu á sérstöðu Íslands og verja þannig þá mikilvægu hagsmuni sem byggjast á þeirri sérstöðu? Ákvarðanir stjórn- valda á þessu sviði varða það að standa nauðsynlegan vörð um líf og heilsu manna og dýra í landinu. Slík varðstaða varðar um leið fullveld- isrétt þjóðar og hún er mikilvægasta skylda ríkisvaldsins gagnvart þjóð- inni. Svokallaðar alþjóðlegar skuld- bindingar hljóta að víkja fyrir þeirri skyldu og reyndar mun vera að finna ákvæði í þá veru í samningum EB. Hefur þetta allt virkilega verið full- reynt? Svar óskast. Hvað dýrin sjálf varðar þá ber stjórnvöldum líka skylda til þess að standa vörð um heilbrigði íslenskra búfjárstofna. Sumir sjúkdómar geta valdið dýrunum miklum þjáningum og dauða. Húsdýrin okkar hafa fætt og klætt þjóðina í gegnum aldirnar og þau verðskulda sannarlega að þeim sé veitt trygg vernd. Án þeirra hefði þjóðin aldrei komist af í okkar harð- býla landi. Það skal líka hafa hugfast að þjóðin býr við gnægð matar af mestu gæðum, hvort sem er í kjöti, fiski, mjólkurafurðum eða grænmeti. Þess vegna er innflutningur á kjöti líka með öllu þarflaus. Enda er mikill meirihluti landsmanna mótfallinn því að slíkur innflutningur sé leyfður. En hvað sem líður meintum alþjóðlegum skuldbindingum, þá hefur fólk þó „at- væðisrétt“ að einu mikilvægu leyti: Íslenskir neytendur geta bara látið það alveg vera að kaupa innflutt kjöt. Þannig myndi þessi innflutningur bara lognast út af og þannig væri hag okkar best borgið. Varla getur EB beitt viðurlögum við því? Fæðuöryggi á Íslandi er forgangsmál Eftir Óskar Þór Karlsson »Hvers vegna er ráð- um okkar hæfustu vísindamanna ekki fylgt í þessum efnum, jafn mikið og hér er í húfi? Óskar Þór Karlsson Höfundur hefur í hálfa öld starfað við framleiðslu og sölu á íslenskum mat- vælum. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.