Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Ólympíuleikarnir eru merkilegurviðburður, haldinn á fjögurra ára fresti og byggir á gamalli hefð. Flestir hafa áhuga á að sjá bestu íþróttamenn veraldar reyna með sér í ýmsum greinum – þó að sumar virðist sérkennilegar þeim sem ekki þekkja til.    Margir fylgjast þess vegna meðleikunum og þeim gríðarlega fjölda sem þátt tekur úr öllum heims- hornum.    Ólympíuleikarnir eru af þessumsökum risavaxinn alþjóðlegur viðburður sem skiptir máli, mismiklu að vísu, fyrir stóran hluta jarðarbúa.    En mikilvægi Ólympíuleikannafelur það ekki í sér að öllu sé til fórnandi að halda þá. Við þær að- stæður sem nú ríkja í heiminum og verða líklega enn ríkjandi þegar halda á leikana í júlí og ágúst, að hluta til í það minnsta og í ákveðnum heimshlutum sem eru seinni til að ná sér í pestina en Vesturlönd, er fráleitt að láta sér detta í hug að hægt sé að halda slíka leika.    Þess vegna er skiljanlegt aðÓlympíunefnd Kanada skyldi ríða á vaðið um helgina og lýsa því yf- ir að hún tæki ekki þátt yrðu Ólympíuleikarnir haldnir nú í sumar. Aðrar nefndir ættu að taka sömu af- stöðu og þrýsta á þá sem ráða för að fresta leikunum.    Skynsamlegast væri líklega aðfresta leikunum um ár. Það er fjarri því einfalt og mörg ljón í veg- inum, en sá kostur að halda leikana er einfaldlega ekki fyrir hendi og best færi á að viðurkenna það sem fyrst. Sjálftekin ákvörðun STAKSTEINAR Samþykki Alþingi frumvarp þing- manna Miðflokksins um að ríkisfán- inn (tjúgufáninn) verði dreginn á stöng alla daga ársins við opinberar byggingar kl. 8 að morgni og verði við hún til kl. 21 að kvöldi mun það kosta Hæstarétt aukaleg árleg út- gjöld sem nema á bilinu 3 til 5 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í umsögn Hæstaréttar við frumvarpið sem nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Frumvarp Miðflokksmanna var lagt fram í nóvember í fyrra, en hafði áður komið fram á tveimur fyrri þingum án þess að hljóta afgreiðslu. Það felur í sér nýtt ákvæði í lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkis- skjaldarmerki. „Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Al- þingishúsinu, Stjórnarráðshúsinu og byggingu Hæstaréttar Íslands kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Fáni forseta Íslands skal dreginn á stöng við embættisbústað hans og við skrifstofu hans í Reykja- vík á sama tíma og vera jafnlengi við hún. Þessa fána skal lýsa upp í skammdeginu,“ segir í frumvarpinu. Með þessari ráðstöfun vilja flutn- ingsmenn auka veg fánans og sýna honum meiri virðingu. gudmundur@mbl.is Kostar 3 til 5 milljónir kr. árlega  Kostnaðarsamt að hafa ríkisfánann uppi alla daga við hús Hæstaréttar Morgunblaðið/Heiddi Fáninn Ríkisfáninn (tjúgufáninn) blaktir á Alþingishúsinu. Færeyska skipið Gitte Henning var væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi með um 3.200 tonn af kolmunna. Friðrik Mar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að fyrirtækið hafi lengi átt í góðum samskiptum við færeysku útgerð- ina í Götu. Skip frá fyrirtækinu hafi oft landað á Fáskrúðsfirði og nefnir Friðrik skipin Þránd í Götu, Finn fríða og Júpíter. Hoffellið SU lauk kolmunnaveið- um í bili er skipið kom til heima- hafnar á laugardag. Skipið náði þremur túrum á miðin suðvestur af Írlandi þátt fyrir nánast stöðuga ótíð frá því að vertíðin hófst í jan- úar. Friðrik segir að íslensku skip- in hefji væntanlega kolmunna- veiðar aftur um 10. apríl og þá suður af Færeyjum. Mest hefur verið landað hér 3.212 tonnum af kolmunna í einu, en það var Beitir NK sem kom með þann afla til Neskaupstaðar í apríl 2019. Beitir var smíðaður fyrir út- gerðarmanninn Henning Kjeldsen í Danmörku 2014 og bar nafnið Gitte Henning þar til það var selt Síldarvinnslunni 2015. Sú Gitte Henning sem var væntanleg til Fá- skrúðsfjarðar í gær var smíðuð 2018 og seld Færeyingum í fyrra- sumar. Ný umhverfisvæn Gitte Henning er í smíðum fyrir Kjeld- sen og dönsku útgerðina og hafa skip með þessu nafni verið hvert öðru stærra og fullkomnara. aij@mbl.is Gitte Henning með stóran kolmunnafarm Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Fullkomið skip Færeyska skipið Gitte Henning er gert út frá Götu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.