Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Mér heyrist á mönnum í kringum mig að það sé óhjákvæmilegt að draga saman seglin,“ segir Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann tekur fram að hann þekki ekki nákvæmlega til rekstrar hjá öðrum, en nánast lok- un í sölu á ferskum fiski, samkomu- bann miðað við 20 manns og 10 manns í Eyjum, fleiri aðgerðir, sóttkví og veikindi muni hafa áhrif. Sigurgeir segir að staðan sé metin daglega, en hún sé óneitanlega að þyngjast. Hann segir að skoðað verði hversu stíft verði sótt því ekki sé skynsamlegt að vera með mikið af óunnum fiski við þessar aðstæður. Staðan sé óneitanlega skrýtin í Vestmannaeyjum þessa dagana, margir veikir og margir í sóttkví. Núna ætti allt að vera á fullri ferð, hábjargræðistíminn og vetrarvertíð í hámarki. Til þessa hafi fyrirtækið náð að halda fullum dampi. Hjá fyrirtækinu sé mikil áhersla á söltun, enda hafi þurrkaður salt- fiskur mikið geymsluþol. Mikið af saltfiskinum fari til Portúgal, þar sem Vinnslustöðin keypti fyrirtæki nýverið. Kína virðist vera að taka við sér og þá hafi um helgina borist fyrirspurn um hvort fyrirtækið gæti afhent ferskan fisk í gámum til Evrópu. Sigurgeir segir að það mál sé í skoðun, eitt sé að geta afhent fisk, annað sé að þora í slík viðskipti því ástandið breytist hratt í kaupa- löndunum. Ráðstafanir og hertar reglur Sigurgeir segir að hann hafi ekki mestar áhyggjur af vinnslunni þrátt fyrir hert samkomubann. Margir stórir salir með mikilli lofthæð séu í notkun, fáir við að salta og fletja í hverjum þeirra og fólk sé dreift. Hann segir að allur fiskur sé salt- aður sem hægt er en síðan sé fá- liðuð karfavinnsla öðru hvoru. Verið sé að skipta vinnslunni upp í tvo að- skilda hópa og þriðja leiðin sé í und- irbúningi. Sigurgeir segir að mjög hertar reglur séu við þrif og í kaffi- stofum og tryggt sé að ekki fari fleiri en 10 í pásu saman. Sigurgeir segir að mikil óvissa sé í öllum rekstri og það sem sé ákveð- ið að morgni sé gjarnan orðið ónýtt að kvöldi. „Þeim mun fyrr sem við náum tökum á veirunni og út- breiðslunni, þeim mun minni verða afleiðingarnar,“ segir Sigurgeir. „Við höfum ekkert vald á því hvað gerist til dæmis á Spáni og Ítalíu og verðum bara að vona það besta, en efnahagsafleiðingarnar eru áhyggjuefni. Hvað þolir efna- hagur þessara landa, hvert verður atvinnuleysið, hvað gerist í ferða- þjónustunni og hver verður kaup- getan?“ spyr Sigurgeir Brynjar. Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að allt sé enn í fullum gangi í fiskvinnslu og veiðum hjá fyrirtækinu. Um 60 manns hafa starfað í vinnslunni í vetur, en eng- ar loðnuveiðar voru leyfðar. Tog- arinn Ljósafell og tveir 30 tonna línubátar, Sandfell og Hafrafell, landa fiski í vinnsluna. Nánast allur fiskur frystur Í síðustu viku hafi útflutningur á ferskum fiski skroppið saman um 90% miðað við vikuna á undan og því sé nánast allur fiskur frystur núna. Afurðirnar fara bæði til Evr- ópu og Ameríku og er fiskurinn sendur utan ýmist með Norrænu, skipum Eimskips eða Mykinesi frá Þorlákshöfn. „Við metum stöðuna daglega og það er ný sviðsmynd sem blasir við á hverjum morgni,“ segir Friðrik. „Enn getum við keyrt þetta áfram og enn sem komið er hefur ekkert smit greinst á Austurlandi, 7-9-13.“ Staðan óneitanlega að þyngjast  Óhjákvæmilegt að draga saman seglin, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum  Mikil óvissa í öllum rekstri  Samkomubann hefur lítil áhrif á störf við söltun hjá fyrirtækinu Morgunblaðið/Eggert Reglur Vel var fylgst með þegar frystitogarinn Höfrungur III AK 250 millilandaði 12.500 kössum á Norðurgarði í gær. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Breki VE 61, skip Vinnslustöðvarinnar, landaði í gær. Brim hf. gerir út þrjú frystiskip og eru 26-27 manns í áhöfn hvers skips. Samkomubannið, sem nú er miðað við 20 manns, nær ekki til skipa frekar en alþjóðaflugvalla, al- þjóðahafna eða flugvéla. Eigi að síð- ur eru mjög strangar reglur um samskipti sjómanna við aðra. Þetta á við um ísfisktogara fyrirtækisins en ekki síður um frystiskipin Höfr- ung, Vigra, sem var við veiðar norð- ur af Húnaflóa í gær, og Örfirisey, sem er að veiðum í Barentshafi. Höfrungur kom hins vegar til millilöndunar í Reykjavík í gær með 12.500 kassa og var vakt við landganginn um borð í skipið. Að sögn Herberts Bjarnasonar, tækni- stjóra skipa hjá Brimi, fóru skip- verjar ekki frá borði, heldur héldu sig á sínu svæði, og máttu ekki um- gangast þá sem áttu erindi um borð. Löndunargengið fékk aðeins að fara á sitt vinnusvæði, hafði ekki aðgang að salerni um borð né að stakkageymslu, sem menn nota oft í kaffipásum. Viðhaldi er ekki sinnt nema í algerum undantekningartil- fellum og þeir sem áttu brýnt erindi um borð þurftu að útfylla yfirlýs- ingu um ferðir sínar og samskipti síðustu tvær vikur. Kostur eða ann- að sem birgjar komu með í skipið var híft um borð. Þá var mönnum uppálagt að taka umbúðir utan af til dæmis matvælum væri það hægt. Jákvæðir gagnvart aðgerðum Herbert segist hafa rætt við skip- stjóra og vélstjóra Höfrungs á sunnudag og hafi þeir verið jákvæð- ir gagnvart aðgerðunum. Hafi jafn- vel viljað gera meira en þeir sem héldu utan um öryggismál í landi. Í landi hefur starfsstöðvum verið skipt upp til að koma til móts við auknar kröfur. Þá hafa reglur um samskipti og aðgang að mötuneyti verið endurskipulagðar. Vakt við land- ganginn og strangar reglur  Löndunargengi og birgjar hitta ekki sjómennina  Viðhaldi ekki sinnt NÝTT Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GÁMAFESTINGAR Einföld lausn til að tryggja að gámar fjúki ekki. Gámafestingar og undirstöður fyrir flutningagáma Tryggðu gámnum þínum góða festu á undirstöðu eða steypt plan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.