Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Sigurður Bogi Sævarsson Þórunn Kristjánsdóttir „Við teljum okkur á réttri leið en eigum langt í land að hápunkti faraldursins verði náð, hvað þá að hann sé í rénun,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Skv. tölum sem birtar voru í gær hafa nú alls 588 manns á Íslandi smitast af kór- ónuveirunni, þar af 249 innanlands en uppruni 144 smita er óþekktur. Frá sunnudegi til mánudags greindist 21 smit. Alls hafa sýni úr 10.301 manns verið tekin og sam- tals hefur 51 náð sér af veirunni og sjö sem lágu inni á Landspítalanum af hennar völdum eru útskrifaðir. 13 manns lágu á sjúkrahúsinu í gær vegna veirunnar en enginn þó á gjörgæsludeild. Viðbúnaður út júnímánuð Kórónuveirunnar varð fyrst vart á Íslandi í byrjun mars og síðan þá hefur vöxtur hennar verið hraður. „Samkvæmt faraldsfræðinni og því spálíkani sem við fylgjum verður veiran sex vikur að ná hápunkti, það er um miðjan apríl, og fer nið- ur á jafn löngum tíma. Þetta verða tólf vikur alls. Svo geta komið alls konar frávik, þannig að við gerum ráð fyrir að halda þurfi uppi við- búnaði út júnímánuð,“ segir Víðir Reynisson. „Hvernig ýmsum varúðarráðstöfunum, svo um samkomubanni og fjarlægð milli fólks, verður háttað verður síðan metið eftir framvindunni. En ef við líkjum þessum faraldri núna við fjallgöngu, þá erum við enn ekki komin í miðja hlíð þótt sjáist í toppinn. Að ganga niður í móti er síðan alltaf auðveldara, þótt slíkt geti líka tekið í.“ Hætta á að börn smitist sín í millum af kórónuveirunni virðist ekki mikil, en alls hafa þrjú börn á Íslandi yngri en tíu ára greinst með veiruna. Er það skv. 268 sýn- um sem tekin hafa verið og greind á Landspítalanum. Þá hefur ekkert af þeim 433 börnum sem komu til sýnatöku hjá Íslenskri erfðagrein- ingu verið greint með veiruna. „Út frá þessum tölum er ekkert sjáanlegt verulegt smit milli barna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í gær á daglegum blaðamannafundi stjórnvalda um kórónaveiruna. Hann telur vísbend- ingar um að baráttan við veiruna sé á réttri leið. Skortur á sýnatöku- pinnum sé þó áhyggjuefni og menn séu með allar klær úti að reyna að fá slíka. Í dag eru tvö þúsund pinnar til- tækir í landinu, en skortur á þeim hefur meðal annars haft áhrif á getu Íslenskrar erfðagreiningar til sýnastöku. Frá því fyrir viku hafa fá sýni verið tekin og því er nú skoðað hvort framleiða megi pinna hér innanlands. Brýnt hefur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka aðeins sýni úr þeim sem eru veikir eða bera einkenni veirunnar. Þegar fleiri pinnar verða tiltækir má aftur stækka hóp þess fólks sem sýni eru tekin úr. Öll heilbrigðisþjónusta endurskipulögð Vegna faraldursins hefur öll heil- brigðisþjónusta í landinu verið endurskipulögð. Af því leiðir að frá deginum í dag verður öllum val- kvæðum aðgerðum, speglunum og umfangsmeiri rannsóknum á sjúkrahúsum og einkastofum lækna frestað, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á blaða- mannafundi í gær. Þessi ráðstöfun er viðleitni til þess að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar smitist. Brýnum aðgerð- um er þó sinnt. Biðlað hefur verið til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, sem nú er í breyttu starfsumhverfi, að skrá sig í bakvarðasveit sem sinnt gæti fólki sem er smitað. Einnig er kallað eft- ir því að nemar í hjúkrunar- og læknisfræði gefi sig fram og er í skoðun hvort gefa megi út tíma- bundin starfsleyfi fyrir læknanema. Alls höfðu 578 manns skráð sig í bakvarðasveitina í gær – en stjórn- völd leggja nú mikla áherslu á að þétta raðirnar í almannaþjónustu. Undir þeim formerkjum lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í gær fram á Al- þingi frumvarp til breytinga á lög- um um almannavarnir um borg- aralega skyldu starfsmanna hins opinbera á hættutímum. Í frum- varpinu er gert ráð fyrir því að lög- unum skv. verði opinberum aðilum heimilt að fela starfsmönnum tíma- bundið breyttar starfsskyldur til að sinna forgangsverkefnum á hættu- stundu, enda njóti þeir óbreyttra launakjara. Langt er í hápunkt faraldursins  Kórónuveiran breiðist hratt út  12 vikna ferli  Smit milli barna óverulegt  Skortur á sýnatöku- pinnum áhyggjuefni  Bakvarðasveitin efld  Dómsmálaráðhera skerpir á lögum um almannavarnir Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 6 85 Útlönd 0 3 Austurland 0 75 Höfuðborgarsvæði 473 4.497 Suðurnes 29 285 Norðurland vestra 11 363 Norðurland eystra 5 318 Suðurland 59 798 Vestfirðir 1 179 Vesturland 4 213 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 42%25% 33% 10.301 sýni hafa verið tekin 36 einstaklingar hafa náð bata 1.193 hafa lokið sóttkví 14 einstaklingar eru á sjúkrahúsi 552 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2.29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3. 20.3. 21.3. 22.3. Upplýsingar eru fengnar af 588 smit voru staðfest í gær kl. 11.00 6.816 hafa verið settir í sóttkví 600 500 400 300 200 100 588 Morgunblaðið/Eggert Upplýsingar Á daglegum blaðamannafundi almannavarna og heilbrigðisyfirvalda í gær. Allt er uppi á borðum. Nægar birgðir af öllum neyslu- vörum eru til í landinu, svo sem mat og eldsneyti. Fylgst er grannt með stöðu þessara mála og er það hluti af viðbúnaði stjórnvalda vegna kórónuveir- unnar, að sögn Víðis Reynis- sonar yfirlögregluþjóns. Nokkuð hefur borið á því síð- ustu daga að fólk hamstri lausasölulyf eða leysi út margar afgreiðslur í einu samkvæmt fjölnota lyfseðlum. Til að sporna gegn slíku gaf heil- brigðisráðherra í gær út reglu- gerð sem felur í sér takmarkanir sem eiga að koma í veg fyrir að fólk geti sankað að sér margra mánaða lyfjaskammti sem leitt getur til þess að aðrir líði skort. Skipta verði jafnt og rétt og til þess sé reglugerðin líka sett. „Birgðastaðan er mjög góð, nánast sama hvaða þátta í starfsemi okkar er litið til,“ seg- ir Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar sem rekur meðal annars N1 og Krónuna. „Skip með eldsneyti sem kom hingað frá Noregi er núna í höfn og ver- ið er að dæla á tankana í Örfir- isey. Í innflutningi okkar á neysluvöru hefur sömuleiðis allt gengið eftir áætlun. Einasta höktið sem ég veit um er að ein- hver minniháttar seinkun hefur verið á sendingum á berjum og ávöxtum frá vesturströnd Bandaríkjanna enda liggur flug Icelandair þangað niðri. Kost- inum frá Kaliforníu er því ekið þvert yfir landið til Boston og nú um miðja vikuna fáum við sendingu þaðan.“ Birgðastaðan er sögð góð MATUR, LYF OG ELDSNEYTI Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.