Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Bergsveinn S: 863 5868 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Magnús S: 861 0511 Ólafur S: 824 6703 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Sími 534 1020 Til leigu á jarðhæð 160 m² verslunarhúsnæði. Laust strax. Um er að ræða mest opið verslunarrými með litlum lager baka til. Stórir verslunargluggar snúa út að Ármúla. Bjart húsnæði með glugga á þrjá vegu. Leiguverð 2.200 kr/m² + vsk. Til leigu á 3. hæð 240 m² skrifstofuhúsnæði. Möguleiki er á að leigja stakar skrifstofur. Húsnæðið skiptist í 8 lokaðar skrifstofur, fundarherbergi, kaffistofu og tvö salerni. Annað salernið er með sturtu. Bjart húsnæði með glugga á þrjá vegu. Leiguverð 1.900 kr/m² + vsk. Til leigu á 4. hæð 155 m² skrifstofuhúsnæði. Laust sam- kvæmt samkomulagi. Húsnæðið er mest opið rými með einu fundarherbergi. Kaffikrókur og tvö salerni eru innan rýmis. Lagnastokkar með veggjum. Gluggar eru á þrjá vegu - mikið útsýni. Svalir. Nýleg lyfta er í sameign. Leiguverð 1900 kr/m² + vsk. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali, s. 824-6703, olafur@jofur.is TIL LEIGU Ármúli 42, 108 Reykjavík Stærð: Ýmsar stærðir í boði Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, kveðst munu beita sér fyrir því að vaxtalækkanir Seðlabanka Ís- lands (SÍ) skili sér í lægri íbúða- vöxtum hjá líf- eyrissjóðunum. Tilefnið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur hald- ið föstum óverðtryggðum vöxtum til 5 ára óbreyttum síðan SÍ lækkaði meginvexti um 0,5% í síðustu viku, í annað sinn á viku. Meginvextir SÍ eru nú 1,75% og hafa lækkað um 4% frá ágúst 2016. Við undirritun lífs- kjarasamninga í apríl í fyrra voru meginvextir 4,5%. Kveðið var á um vaxtalækkanir í samningunum. Skýlaus krafa hjá VR „Ég kem ekki að ákvörðun LIVE um vexti en við eigum þarna 4 stjórnarmenn af 8. Það er alveg ský- laus krafa af okkar hálfu, þ.e. VR, að lækkun stýrivaxta skili sér til al- mennings, hvort sem um er að ræða banka eða lífeyrissjóði eða aðrar fjármálastofnanir. Við munum fylgja þessu mjög fast eftir, eins og við höf- um sýnt hingað til. Einnig munum við fylgja því vel eftir að lækkun bankaskatts skili sér í lægri vöxtum og kostnaði til viðskiptavina þeirra,“ segir Ragnar. baldura@mbl.is Vaxtalækkun skýlaus krafa VR  Formaður VR ætlar að beita sér Ragnar Þór Ingólfsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill samdráttur hefur orðið á um- ferð á höfuðborgarsvæðinu og um Hringveginn undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Um- ferðin hefur minnkað um allt að 40% á Hringveginum og um rúm 15% þar sem fallið er mest á höfuðborgar- svæðinu. Upplýsingar úr sextán lykilmæli- sniðum Vegagerðarinnar á Hring- veginum sýna að um þau öll fóru rúmlega 1.360.000 bílar fyrstu nítján daga marsmánaðar, sem er 330 þús- und bílum eða 19,5% minna en sama tímabil árið áður. Í heildina hefur umferðin á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu dregist sam- an um rúm 10% á þessum sama tíma. Tæplega 3 milljónir bíla fóru þar um, sem er 327 þúsund bílum minna en í fyrra. Fækkunin á Hringveginum var á bilinu 12,5 til 40%. Minnst dróst aksturinn saman á Hringveginum við Úlfarsfell en mest á Mýrdals- sandi. Veður og færð getur haft meiri áhrif á þróun umferðar á Hringveginum en á þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fækkunin á höfuðborgar- svæðinu kemur fram á Hafnar- fjarðarvegi við Kópavogslæk. Þar hefur umferðin dregist saman um rúm 15%, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Umferð minnkar um allt að 40% á Hringveginum  Kórónufaraldurinn hefur víða áhrif  Umferðin dregst hlut- fallslega meira saman á Hringveginum en höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Hari Umferðin Kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér minni umferð bíla. 1.076 1.001 1.220 1.109 926 785 -15% 2019 2019 20192020 2020 2020 -9% -7% Hrun í umferð á höfuðborgarsvæðinu Samanlögð umferð 1.-19. mars 2019 og 2020 á þremur talningarstöðum Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk Reykjanesbraut við Dalveg Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku Þúsundir ökutækja Samtals fóru nú um 10% færri öku- tæki um talningar- staðina þrjá en á sama tímabili í fyrra Heimild: Vegagerðin Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Ástæðan er gríðarlegt magn af blautklútum, til að mynda sótthreinsiklútum, í fráveitukerfinu. Svo virðist sem magn slíkra klúta sem hent er í salerni hafi aukist margfalt undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Tilkynning vegna þessarar aukn- ingar var send út fyrir helgi þar sem fólk var hvatt til að henda alls ekki rusli eins og blautklútum í klósett en ekki er að sjá að það hafi borið ár- angur. Nú er svo komið að stöðva hefur þurft dælur og verið er að hreinsa þær og annan búnað. Óstarfhæf vegna blautklúta Ljósmynd/Mats Wibe Lund Fráveita Hreinsistöð Klettagörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.