Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ BenediktBragason
fæddist í Reykja-
vík 26. ágúst 1970.
Hann lést á Land-
spítalanum, Foss-
vogi, 14. mars
2020. Benedikt var
sonur hjónanna
Braga Benedikts-
sonar, f. 11.8.
1936, d. 24.3. 2009,
og Bergljótar
Sveinsdóttur, f. 10.4. 1935.
Systkini hans eru a) Sveinn
Magnús, f. 1.2. 1961, maki
Björk Gunnarsdóttir, f. 10.4.
Benedikt ólst upp í Hafn-
arfirði og stundaði nám í
Lækjarskóla og svo seinna í
Iðnskólanum í Reykjavík það-
an sem hann lauk sveinsprófi í
kjötiðn árið 1994. Benedikt
lauk einnig námi í markaðs- og
sölutækni frá Viðskipta- og
tölvuskólanum árið 1997 og
einkaþjálfun FÍA árið 1998.
Benedikt starfaði við kjötiðn,
sölumennsku og sjómennsku.
Útför Benedikts fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag, 24.
mars 2020, kl. 15. Vegna
samkomubanns verður að tak-
marka fjölda gesta í útförina.
Útförinni verður streymt á
minningarsíðu Benedikts á
Facebook um leið og útförin
fer fram.
1964. Synir þeirra
eru Sveinn Ómar
og Hrólfur, b)
Soffía Emelía, f.
16.2. 1962, c) Lilja,
f. 23.9. 1963, maki
Michael Sigþórs-
son, f. 25.5. 1962.
Synir þeirra eru
Bragi og Gellir, d)
Guðrún Björg, f.
26.12. 1968, og e)
Trausti, f. 14.1.
1975. Sonur Benedikts og Em-
ilíu Katrínar Leifsdóttur, f.
14.10. 1975, er Benóný Orri
Benediktsson, f. 3.8. 1997.
Elsku pabbi, ég á erfitt með að
trúa því að þú sért farinn frá
mér. Ég sit núna og rifja upp all-
ar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Þú varst með fyndnari mönn-
um sem ég þekki. Þú hafðir
sterka og mikla rödd og það fór
aldrei á milli mála hvenær þú
varst mættur á svæðið; alltaf
með fyndna sögu af sjálfum þér
eða öðrum.
Þó að þið mamma hafið ekki
búið saman frá því ég var þriggja
ára hefur alltaf verið gott sam-
band á milli ykkar. Ég veit að
mamma á eftir að sakna þín og
við reynum að vera sterk saman
mæðginin. Ég skal passa upp á
mömmu fyrir þig, elsku pabbi.
Þú varst ótrúlegur dýravinur
og barngóður með eindæmum.
Við höfum brallað ótrúlega
mikið saman í gegnum tíðina. Við
höfum ferðast mikið saman og
síðasta ferðin okkar með Nor-
rænu til Danmerkur síðasta
sumar er ógleymanleg. Í þeirri
ferð var mikið hlegið og haft
gaman. Ég hef undanfarna daga
verið að fara yfir myndirnar og
myndböndin sem ég tók upp í
þeirri ferð og tárast við hverja
mynd. Ég gleðst samt yfir að
eiga þessar myndir og minning-
arnar.
Í gegnum árin höfum við
ferðast víða. Við fórum á fót-
boltaleik í Madrid þar sem þú
vildir að ég fengi að sjá Cristiano
Ronaldo, uppáhaldsleikmanninn
minn, spila. Þá bjuggum við sam-
an í Danmörku þegar ég var um
sjö ára og á Spáni þegar ég var
13 ára. Þá eru ógleymanlegir
Liverpool-leikirnir sem við
horfðum á saman enda báðir
grjótharðir Liverpool-menn.
Pabbi, þú kenndir mér að spila
billjarð og snóker að ógleymdum
fótboltanum. Þú kenndir mér
líka að spila uno, yatzy og kasínu
og gátum við eytt heilu kvöld-
unum í að spila.
Þau voru oft mjög fyndin
uppátækin sem okkur datt í hug
að gera saman og alltaf var stutt
í hláturinn hjá okkur feðgum.
Pabbi, þú gafst aldrei upp og
varst alltaf með einhver plön,
misgáfuleg.
Pabbi, þú varst besti vinur
minn og við vorum mjög nánir,
alveg sama hvað gekk á. Þú varst
alltaf góður við vini mína og þeim
þótti öllum rosalega vænt um þig
því þú varst alltaf svo hress og
skemmtilegur. Strákarnir tala
oft um það hversu öflugur þú
varst á hliðarlínunni þegar við
vorum að spila fótbolta. Þú varst
mjög duglegur að peppa liðið
áfram.
Ég á eftir að sakna þín ótrú-
lega mikið en ég hugga mig við
það að þú sért kominn í sum-
arlandið til afa Braga, ömmu
Þurýar og Grímu.
Ég er búinn að fá ótrúlega
mörg falleg skilaboð frá vinum
og ættingjum frá því að þú
kvaddir og það sýnir að þú snert-
ir við mörgum.
Ég kveð þig í bili, elsku pabbi
minn, og við sjáumst aftur þegar
minn tími er kominn til að fara í
sumarlandið.
Þinn elskandi sonur,
Benóný Orri.
Elsku Benó minn, þú fórst
alltof fljótt en nú ertu kominn í
sumarlandið til hans pabba þíns.
Ég veit að hann hefur tekið vel á
móti þér.
Þú varst yndislegur drengur
og kærleiksríkur. Þú varst fagur
að utan sem innan. Þú hugsaðir
alltaf vel um mig og sér í lagi hin
síðari ár eftir að pabbi þinn féll
frá. Þú varst skemmtilegur og
gast alltaf séð spaugilegar hliðar
á málum.
Sem ungur drengur varstu
uppátækjasamur og fjörugur. Þú
varst mjög stoltur af einkasyni
þínum, Benóný Orra, og skal
engan undra.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn,
elsku Benedikt minn, með kvöld-
bæninni sem við fórum oft með
þegar þú varst barn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Mamma.
Elskulegur og ástkær bróðir
okkar fór frá okkur allt of
snemma. Benó, eins og við köll-
uðum hann, var fimmti í röð sex
systkina. Mamma talar oft um
okkur systkinin sem fyrra hollið
og seinna hollið. Í fyrra hollinu
eru Svenni, Soffa og Lilja og í
seinna hollinu Guðrún Björg,
Benó og Trausti.
Leið Benós í þessu lífi var
þyrnum stráð en ávallt var stutt í
húmorinn hjá okkar manni og
hann gat séð spaugilegar hliðar á
flestum aðstæðum, spaugilegum
sem alvarlegum.
Eins og segir í laginu sem Si-
natra söng þá gerði Benó okkar
hlutina eftir sínu höfði. Reglur
voru ekki að þvælast fyrir honum
heldur gerði hann hlutina „my
way“.
Benó var mjög ákafur íþrótta-
maður strax frá unga aldri og
hugsaði yfirleitt vel um líkama
sinn enda var líkamsrækt honum
kær alla ævi. Benó hafði mikið
keppnisskap og gat verið mjög
tapsár en var alltaf fljótur að
taka gleði sína á ný.
Líkt og faðir okkar heitinn var
Benó vinmargur og átti auðvelt
með að kynnast fólki. Benó fór
ekki í manngreinarálit og átti
vini í öllum þjóðfélagshópum.
Benó var mikill fjörkálfur sem
barn og ótrúlega uppátækjasam-
ur. Þau voru mörg prakkara-
strikin sem hann og vinir hans
tóku upp á í æsku og eflaust var
það oft erfitt fyrir foreldra okkar
að reyna að tjónka við hann.
Það fór aldrei á milli mála
þegar Benó var mættur á svæðið
enda hló hann hátt og mikið. Það
var yfirleitt auðvelt að finna
Benó í stórum hópi, maður gekk
bara á hljóðið og fann hann um-
kringdan fólki að segja skemmti-
sögur.
Benó var einstakur dýravinur
og með eindæmum barngóður.
Hundar og börn löðuðust að hon-
um.
Systkinasynir hans Sveinn
Ómar, Bragi, Gellir og Hrólfur
eiga fallegar minningar um hann
og ófáar skemmtisögurnar af
Benó frænda sem alltaf gaf sér
tíma til að gera eitthvað
skemmtilegt með þeim.
Benó var mjög stoltur af
einkasyni sínum, Benóný Orra,
og voru þeir feðgar miklir fé-
lagar. Þá var Benó einstaklega
annt um móður okkar og sinnti
henni eins vel og honum var unnt
eftir að faðir okkar féll frá.
Við systkinin kveðjum Benó
bróður nú í hinsta sinn og minn-
umst hans sem fjörkálfs með
stórt hjarta sem vildi öllum vel,
og ekki síst einlægu hlátraskall-
anna sem einkenndu hann og
smituðu alla í kringum hann.
Elsku Benó, hvíl í friði.
Sveinn Magnús, Soffía
Emelía, Lilja, Guðrún
Björg og Trausti
Bragabörn.
Benó var 14 ára þegar ég
gerði mig heimakominn á Kletta-
hraunið í von um að vinna ástir
systur hans. Núna aðeins 35 ár-
um seinna er komið að því að
kveðja þennan litríka og
skemmtilega mág minn, sem lát-
inn er langt um aldur fram.
Ég kannaðist reyndar aðeins
við kappann frá fyrri tíð þar sem
hann var mikill prakkari og varla
var gert dyrabjölluat í Hafnar-
firði án þess að Benó fengi pró-
sentur.
Það var ekki hægt að láta sér
leiðast þar sem Benó var, jafnan
hrókur alls fagnaðar, frásagnar-
gáfan var einstök og efniviðurinn
tíðast hann sjálfur og skemmti-
legir samferðamenn og þetta var
jafnan framreitt með hlátri sem
hríslaðist frá innstu hjartans rót-
um og var ómögulegt annað en
að smitast af.
Lífshlaupið stóð ekki lengi en
yfirferðin var mikil, óhræddur
við að prufa nýtt og takast á við
nýja hluti, flytja til annarra
landa. Benó var ekki týpan sem
beið eftir að hlutirnir gerðust,
hann lét þá gerast.
Hjartalagið var gott og hann
var hlýr og örlátur, brosið breitt,
faðmurinn víður og þannig var
manni iðulega heilsað, ekki ónýtt
það.
Benó var mikill vinur vina
sinna og gaf sér góðan tíma með
þeim, hann var t.d. einstaklega
natinn við móður sína og gat tek-
ið upp á ýmsu til að létta hennar
lund.
Elsku Benóný minn, innilegar
samúðarkveðjur til þín og þinna
á þessum erfiðu tímum. Guð veri
með ykkur.
Ég er ekki frá því, ef ég legg
við hlustir, að ég heyri óm af
hlátri úr Sumarlandinu, nú er
stemningin komin þangað!
Michael Sigþórsson.
Elsku Benó minn.
Í dag förum við með þig hinstu
leiðina í Sumarlandið með ósk
um að þar muni þér líða vel.
Þú komst inn í líf mitt sem
smápjakkur, bróðir vinkonu
minnar Lilju, ljóshærður með
krullur, hvatvís, brosmildur og
hrókur alls fagnaðar. Uppá-
tækjasamur með endemum enda
ótal margar sögur af þér sem
mjög virku barni! Örfáum árum
síðar fór ég að vera með elsta
bróður þínum Svenna og varð
þar með „löggilt“ stóra systir
þín.
Það er óhætt að segja að til-
finningarnar fara á flug á þessari
stundu, það eru gleðistundirnar
sem við áttum öll saman, fjör-
kálfurinn með sín uppátæki og
vitleysu, hláturinn og sögurnar
sem þú sagðir og við grenjuðum
öll úr hlátri. Svo er það hinn end-
inn þar sem fíknin tók þig yfir og
þú gerðir hluti sem þú hefðir
aldrei gert allsgáður og ég veit
að þú iðraðist þeirra. Ég kýs að
kalla þann mann Benedikt, mann
sem ég þekki ekki. Í mínum huga
ert þú tvær persónur, Benó,
glaði, skemmtilegi, góðhjartaði
maðurinn sem við fjölskyldan
elskuðum og hins vegar Bene-
dikt sem var í neyslu og þann
mann þekkti ég ekki.
Það er óhætt að segja að þeg-
ar við fjölskyldan höfum sest
saman eftir andlát Benó þá kem-
ur það fram hjá öllum og ekki
síst ungu drengjunum í fjöl-
skyldunni okkar að við eigum svo
margar yndislegar og góðar
minningar um hávaðann, hlátur-
inn og vitleysuna. Það vantaði
sko ekki metnaðinn og áætlanir
um heimsyfirráð yfir hinum
ýmsu hlutum.
Elsku Benó minn, þitt stærsta
afrek í lífinu var að eignast son
þinn Benóný Orra og munum við
öll hlúa að honum eftir bestu
getu.
Hvíl í friði, elsku drengurinn
minn.
Þín „stóra systir“,
Björk (Systa).
Hugur minn reikar aftur til
baka til ársins 1970.
Þann 26. ágúst það ár bárust
boð um fæddan dreng þann 5. í
aldursröð systkina sinna.
Fljótlega fór mamma suður til
Hafnarfjarðar og leit þá augum
þetta nýja barnabarn sitt sem
skírt var Benedikt eftir afa sín-
um á Hvanná.
Heimkomin sagði hún: Hann
er ljóshærður og svo fallega blá-
eygur. Hann er alveg dásamlegt
barn.
Hún fékk mynd af honum þar
sem hann liggur nýfæddur í
fangi pabba síns í gulri prjóna-
peysu og með húfu svo rétt sést í
lítið andlit. Pabbinn sem hélt svo
fast um barnið að við brostum.
Umhyggjusemi hans svo lýsandi
fyrir ábyrgð þess að vernda
þetta litla barn. Árin liðu. Ekki
minnkaði ást mömmu á þessu
unga barni sem fagnaði henni
alla tíð með sinn útbreidda faðm
svo sjaldan þau þó hittust. Hann
bræddi hana. Svo geislandi hlýr
og gefandi með útbreiddan faðm.
Jafnframt uppátækjasamur og
fyrirferðarmikill af atorkusemi.
Stormandi um með ljósa hrokk-
inkollinn sinn, dökkur á húð og
stæltur.
Systkinahópurinn var stór og
við bættist lítill maður að auki.
Félagar hópuðust að, stundum til
hvers og eins barns og þá var oft
kátt í höllinni með vissulega köll-
um og hávaða sem gefur að skilja
þar sem um kraftmikið ungviði
var að ræða.
Þegar nær dró unglingsaldr-
inum urðu tækifærin margvísleg
og ekki öll holl ungum og björt-
um dreng sem fagnaði nýbreytni
og stormaði hratt áfram í gegn-
um lífið. Ávallt fagnandi, eigandi
von á góðu.
Elsku Benó minn. Ýmislegt
spjölluðum við bæði til gamans
og í fullri alvöru. Mér þótti afar
vænt um þig en hvorki gat né í
seinni tíð treysti mér til þess að
gera fyrir þig það sem þurfti.
Það var orðin of mikil breyting á
þínu persónulega lífi og högum
til að ég og fjölskylda mín treyst-
um okkur til þess sem þó hjartað
kallaði á.
Ég trúi því að pabbi þinn og
amma þín gefi þér faðmlag svo
og allir þínir ástvinir í landi
grænna grunda þar sem þú og
þið hvílist við vötn og næði sem
byggir upp sálu þína. Þú óttist
ekkert illt því sproti og stafur Al-
föður huggi þig. Hann búi þér
borð frammi fyrir fjendum þín-
um og bikar blessunarinnar
verði barmafullur. Já, gæfa og
náð fylgi þér alla daga og blessi
fallegu sporin barnsins bjarta.
Á dánardegi pabba þíns ert þú
nú borinn til hvíldar, elsku Benó
minn. Kannski er það lýsandi
fyrir myndina forðum?
Kæri Benóný, elsku Begga
mín, systkin, fjölskylda og aðrir
vandamenn. Við vildum sannar-
lega vera með ykkur og taka ut-
an um ykkur, en samúðarkveðj-
an verður að duga að sinni á
þessum annars undarlega tíma
lífsins. Megi allar bjartar minn-
ingar varðveitast meðal ykkar
um góðan dreng í hjarta.
Frá og með minningum barns-
ins vil ég minnast Benedikts
bróðursonar míns.
Gunnþórunn Benedikts-
dóttir og fjölskylda.
Elsku frændi, orð fá ekki lýst
hversu mikil sorg það er að
missa þig. Þú fórst frá okkur allt-
of snemma, löngu fyrir þinn
tíma. Aldrei var langt í grínið og
alltaf gaman að vera með þér
enda með hjarta úr gulli og alltaf
góður við alla.
Allar minningarnar okkar sem
ég mun alltaf elska, frá því ég og
Benóný vorum yngri og þú að
leika við okkur, þegar þú komst
að horfa á mig keppa í handbolta
og þegar þú kenndir mér „að
pumpa byssurnar“ eins og þú
orðaðir það.
Bestu minningarnar um okkur
eru um þegar við hittumst og
borðuðum saman og ræddum um
lífið og tilveruna, sögðum hvor
öðrum frá pælingum og mark-
miðum og svo var hlegið að göml-
um sögum sem þú gólaðir yfir
staðina, svo hlógum við saman í
kór. Þú varst alltaf til staðar til
að rétta manni hjálparhönd eða
þegar mann vantaði bara ein-
hvern til að spjalla við!
Það var alltaf gaman að hitta
Benó, eins og þegar ég sótti hann
og sagðist ætla að bjóða honum
að borða á American Style eða
Hamborgarabúllunni og sætt-
umst við á það. En síðan vildi
Benó fyrst hitta vin sinn uppi í
Hörpu og eftir að hafa keyrt
þangað fyrst og hann spjallað við
mann á efstu hæðinni í smátíma
segir Benó: „Ég er kominn með
borð fyrir tvo, Gellir. Núna erum
við sko að fara í þriggja rétta.“
Og fengum við dýrindis nauta-
steik í matinn og borð með fal-
legt útsýni yfir Reykjavík.
Ég veit þú ert á góðum stað í
sumarlandinu með afa Braga og
öllum rollunum. Elska þig, Benó
frændi.
Gellir Michaelsson.
Nú ertu farinn í draumaland-
ið, elsku vinur minn, æskuvinur
frá fimm ára aldri eða eftir að
foreldrar þínir tóku mér opnum
örmum inn á heimili ykkar á
Mávahrauninu. Ég byrjaði strax
að verða heimagangur hjá ykkur.
Við vorum ekki lengi að byrja á
brallinu okkar saman. Eitt sinn
datt þér í hug að loka mig inni í
kústaskáp þar sem ég fékk nú
töluverða innilokunarkennd og
var ekki sáttur við vin minn, en
þrátt fyrir þetta upphófst ein-
stök vinátta á milli okkar og urð-
um við órjúfanlegir vinir. Þegar
við höfðum aldur til gengum við
saman í Lækjarskóla. Þar bröll-
uðum við mikið saman og vorum
við einstaklega uppátækjasamir
og þarna eignuðumst við okkar
fyrstu minningar saman.
Þegar þið fluttuð á Kletta-
hraun var heimili ykkar eins og
félagsmiðstöð fyrir okkur vinina.
Þar vorum við ávallt velkomnir.
Þú varst alltaf í miklu uppáhaldi
hjá mömmu. Það sem þið gátuð
talað saman um allt milli himins
og jarðar. Eitt sinn fórum við að-
eins fram úr okkur í uppátækja-
seminni og þá fengum við ekki að
hittast í smá tíma. Sennilega hef-
ur þú sannfært mömmu, fengið
hana til að samþykkja að þú
fengir að vera með mér, með
þínu einstaka brosi og þeirri
gleði sem fylgdi þér alltaf. Við
æfðum saman hand- og fótbolta
hjá FH og varst þú mikill FH-
ingur. Eitt sinn bauðst þú mér á
handboltaleik nú á seinni árum.
Við tókum syni mína tvo með.
Þeir horfðu minnst á leikinn þar
sem þeim þótti þú áhugaverðari
en leikmennirnir, þeir muna þá
stund enn í dag. Það var ávallt
fjör í kringum þig.
Eftir grunnskóla fluttir þú
ásamt foreldrum þínum á Reyk-
hóla. Þá upplifði ég tómarúm í lífi
mínu. Það varð til þess að ég fór
ótal ferðir til þín vestur þar sem
við áttum góðar stundir. Seinna
fórum við að vinna saman í Kjöt-
sölunni í Skipholti þar sem við
byrjuðum að læra kjötiðn ásamt
Steina vini okkar. Upp úr þessu
tóku djammárin við og þaðan eru
til margar sögur, ótal ferðir sem
við fórum saman til útlanda í sól,
bolta og fleira. Við geymum þær
sögur í hjarta okkar.
Þegar þú eignast gullið þitt
hann Benóný Orra snerist líf þitt
um hann. Þú sást ekki sólina fyr-
ir þessum sólargeisla sem þú átt-
ir. Þið töluðuð um að flytja til
Barselóna þar sem Benóný átti
að sýna þessum Spánverjum
hvernig ætti að spila fótbolta.
Óbilandi trú sem þú hafðir á hon-
um og öllum sem þér þótti vænt
um.
Það kom svo að því að leiðir
okkar fóru í ólíkar áttir í kring-
um þrítugt. En alltaf héldum við
tengslum nema alveg síðustu ár,
en alltaf fylgdist ég með þér úr
fjarska, elsku vinur. Þú komst til
okkar Möggu á heimili okkar og
börnin okkar fengu örlítið að
kynnast þér. Þú vaktir athygli
þeirra eins og annarra og þau
eiga minningar um þig, þó að fá-
ar séu. Þú hafðir ávallt mikinn
metnað til að gera stóra hluti í
lífinu en því miður voru aðrir
hlutir sem tóku stjórnina, fram
fyrir hendur þínar.
Vonandi ertu kominn á betri
stað í dag, elsku hjartahlýi vinur
minn, því það áttu skilið. Æv-
intýri þín og okkar saman gætu
fyllt margar bækur en sögurnar
fá að lifa áfram og hlýja mér um
hjartarætur þar til við getum
rifjað þær upp þegar við hitt-
umst síðar.
Þinn æskuvinur,
Árni Özur.
Benedikt Bragason