Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
24. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.36 140.02 139.69
Sterlingspund 164.29 165.09 164.69
Kanadadalur 97.73 98.31 98.02
Dönsk króna 20.01 20.128 20.069
Norsk króna 12.82 12.896 12.858
Sænsk króna 13.532 13.612 13.572
Svissn. franki 141.92 142.72 142.32
Japanskt jen 1.2677 1.2751 1.2714
SDR 188.17 189.29 188.73
Evra 149.55 150.39 149.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.0517
Hrávöruverð
Gull 1504.45 ($/únsa)
Ál 1580.0 ($/tonn) LME
Hráolía 28.1 ($/fatið) Brent
● Bréf Iceland
Seafood Inter-
national stóðu í
stað í Kauphöll Ís-
lands í gær. Önnur
félög lækkuðu sem
nam á bilinu 0,1-
22%. Mest lækk-
uðu bréf Icelandair
Group en minnst
var lækkunin á bréfum Kviku banka.
Fasteignafélögin þrjú tóku á sig frekari
högg þegar Eik lækkaði um 5,9%, Reg-
inn lækkaði um 2,7% og Reitir um
3,5%. Fjarskiptafélögin lækkuðu tals-
vert. Síminn lækkaði þannig um 5,8%
og Sýn um 5,9%. Þá lækkuðu trygg-
ingafélögin einnig. Vátryggingafélagið
mest eða um 5,8%, Sjóvá um 1% og TM
um tæp 0,8%.
Marel lækkaði um tæp 6,5%. Er fé-
lagið hið langverðmætasta á mark-
aðnum hér á landi og hefur það nú
lækkað um 20% það sem af er ári.
Nemur markaðsvirði þess nú rúmum
378 milljörðum króna. Eimskipafélagið
lækkaði um 5,7%. Í gærmorgun bárust
tíðindi þess efnis að Samherji Holding
hefði selt sig undir 30% í félaginu til
þess að forðast yfirtökuskyldu en 10.
mars síðastliðinn var tilkynnt að félagið
hefði aukið hlut sinn um 3,05% og ætti
eftir þau 30,11% í Eimskipafélaginu.
Öll félög utan eins
lækkuðu í Kauphöllinni
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Icelandair Group heldur úti 14% af
þeirri áætlun sem lagt var upp með áð-
ur en kórónufaraldurinn setti allar
flugsamgöngur heimsins úr skorðum.
Enn mun félagið þurfa að draga úr
umsvifum sínum þannig að farþega-
flutningar munu leggjast að lang-
stærstum hluta af á komandi vikum.
Þetta staðfesti fyrirtækið í gær sam-
hliða umfangsmiklum aðgerðum sem
kosta 240 starfsmenn lífsviðurværi
sitt.
92% þeirra starfsmanna sem eftir
verða munu sæta lægra starfshlutfalli,
flugstjórar og flugmenn verða til
næstu tveggja mánaða færðir niður í
50% starfshlutfall og flugfreyjur og
flugþjónar færast í 25% hlutfall yfir
sama tímabil. Gera má ráð fyrir að
flugstjórar verði fyrir hlutfallslega
mestri kjaraskerðingu yfir tímabilið,
þar sem laun þeirra eru í flestum til-
vikum yfir þeim mörkum sem tryggja
fólki hlutabætur úr atvinnuleysis-
tryggingasjóði.
Forstjóri félagsins mun lækka um
30% í launum, framkvæmdastjórar um
25% og aðrir þeir sem halda óskertu
starfshlutfalli lækka um 20% í launum.
Til að stöðva útflæðið
Félagið segir í tilkynningu að ákveð-
ið hafi verið að fara hlutabótaleiðina í
tilfelli fyrrnefndra stétta til þess að
tryggja betur lausafjárstöðu þess.
Hefði komið til hreinna uppsagna hefði
þurft að greiða full laun á uppsagn-
arfresti í að minnsta kosti þrjá mánuði
en í sumum tilvikum lengur. Fyrir-
tækið rær nú lífróður og þarf að stöðva
allt útstreymi lausafjár þar til rofar til
á markaðnum og hægt verður að koma
flugáætlun félagsins í einhverri mynd
aftur í gagnið. Icelandair Group tók á
sig enn einn risaskellinn í Kauphöll Ís-
lands í gær. Lækkuðu hlutabréf þess
um 22% þegar dagurinn var gerður
upp en lækkunin var talsvert meiri í
fyrstu viðskiptum. Stendur gengi
bréfa félagsins nú í 3,08 og hafa þau
lækkað um 59% frá áramótum. Nemur
markaðsvirði félagsins 16,8 milljörðum
króna.
Bjuggust við fleiri uppsögnum
Markaðsaðilar sem Morgunblaðið
ræddi við í gær sögðu aðgerðir þær
sem tilkynnt var um í gær hafa gengið
of skammt. Meðal annars hefði komið
á óvart að umfang uppsagna hefði ekki
verið meira. Hins vegar er til þess að
líta að félagið útilokar ekki frekari að-
gerðir á komandi vikum eftir því sem
mál þróast áfram.
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri
flugrekstrarsviðs Icelandair, segir að
allar félagsins séu í notkun en að með-
altali séu 5 til 6 vélar í notkun á hverj-
um tíma. Undirbúningur sé hins vegar
hafinn við að leggja stærstum hluta
flotans.
„Það þarf ekki að gerast á öðrum
eða þriðja degi eftir að umsvifin drag-
ast saman en fljótlega þarf að koma
vélunum í það ástand sem hentar þeg-
ar þær eru ekki í notkun. Það fer best
með flugvélar að hafa þær á flugi en
þegar notkun er hætt í lengri tíma þarf
að setja hlífar á hreyfla og viðkvæm
mælitæki á skrokk vélanna. Þá er
mestöllum vökva einnig tappað af vél-
unum og í sumum tilvikum er öllu elds-
neyti einnig tappað alveg af.“
Segir Jens að í þessari vinnu sé fylgt
viðmiðum og leiðbeiningum frá fram-
leiðanda vélanna.
Nýtist jafnvel til fraktflutninga
Hann segir ósennilegt að öllum vél-
um félagsins verði lagt, enda verði ein-
hverju flugi sinnt á komandi dögum.
Þá sé m.a. verið að skoða að hvaða
marki vélarnar geti nýst í fraktflutn-
ingum. Það eigi ekki síst við um 767-
300ER vélar félagsins, breiðþotur,
sem taka allmikla frakt undir farþega-
rými.
„Við sjáum mikla eftirspurn eftir
fraktflutningum og ef verðið á þeirri
þjónustu er með því móti að það geti
borgað sig að fljúga vélunum án far-
þega milli landa munum við skoða
þann möguleika,“ segir Jens í samtali
við Morgunblaðið.
Meginþorra flotans lagt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flotamál Icelandair er með þrjár tegundir Boeing-véla í förum, að stærstum hluta 757-200 vélar en einnig 767-300
breiðþotur og eina 737-800 sem félagið hefur á leigu. Nú verður þeim flestum lagt meðan stormurinn gengur yfir.
Icelandair býr sig undir nær algjöra lokun Lækkar um 22% í Kauphöll Íslands
Flugstjórar taka á sig 50% launaskerðingu Flugfreyjur lækka í 25% starfshlutfall
Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís-
lands hefur ákveðið að hefja bein
kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á
eftirmarkaði. Kemur ákvörðun
nefndarinnar í kjölfar þess að ríkis-
sjóður greindi frá því að fjárþörf
hans myndi aukast töluvert frá fyrri
spám og að því yrði útgáfa ríkisbréfa
á öðrum ársfjórðungi aukin um allt
að 40 milljarða frá fyrri spám. Jón
Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur
Íslandsbanka, bendir á að hin stór-
aukna útgáfa hafi sett þrýsting á
langtímavexti á ríkisskuldabréfum,
sem hafi hækkað töluvert.
„Í stuttu máli má segja að
peningastefnunefnd hafi áttað sig á
að það mætti ekki standa og að
mikilvægt væri að langtímavextir
hækkuðu ekki mikið,“ sagði Jón
Bjarki í samtali við mbl.is í gær.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá peningastefnunefnd, sem
hefur lækkað meginvexti Seðlabank-
ans um 1 prósentu í tveimur aðskild-
um ákvörðunum í þessum mánuði.
Yfirlýsingin um kaupin á ríkisbréf-
um á eftirmarkaði var síðan tekin á
aukafundi nefndarinnar sem haldinn
var á sunnudag.Enn er ekki ljóst
hvert umfang kaupanna verður en í
yfirlýsingu nefndarinnar, sem var
gerð opinber fyrir opnun markaða í
gær, sagði að nánari upplýsingar um
fyrirætlanir nefndarinnar yrðu birt-
ar síðar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum sem Morgunblaðið
aflaði í gær hefur Seðlabankinn ekki
keypt ríkisskuldabréf á eftirmarkaði
í 27 ár, eða frá árinu 1993.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
SÍ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
er formaður peningastefnunefndar.
Seðlabanki hyggst
kaupa ríkisbréf
Fyrsta slíka
íhlutun bankans
frá árinu 1993
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
HVÍTAR
GÆÐA
INNIHURÐIR
Á GÓÐU VERÐI