Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
Með fjárfestingaátaki ríkisstjórn-
arinnar árið 2020, sem ætlað er að
auka opinbera fjárfestingu vegna
kórónuveirunnar, er tryggður 200
milljóna króna stuðningur ríkisins
við úrbætur í fráveitumálum sveitar-
félaga – á þessu ári. Unnið er að nán-
ari útfærslu stuðningsins. Ég mun
síðan leggja áherslu á að stuðningur
ríkisins verði enn meiri á næstu ár-
um.
Úttekt Umhverfisstofnunar frá
árinu 2017 sýnir að úrbóta er víða
þörf í fráveitumálum á Íslandi. Ef til
dæmis er litið til stærri þétt-
býlisstaða á landsbyggðinni, þar sem
búa fleiri en 2.000 manns, er full-
nægjandi skólphreinsun á 9 stöðum
af 32. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar
frá því haustið 2017 var tekið fram að
gera þyrfti átak í fráveitumálum í
samstarfi ríkis og sveitarfélaga – og
nú er því hrint í framkvæmd.
Fráveitumál eru afar mikilvæg
umhverfismál en aukin hreinsun
skólps dregur úr mengun vatns og
sjávar. Ég hef lagt ríka áherslu á að gera gangskör í þessum mál-
um. Í fyrra lét ég vinna úttekt á uppsprettum örplastmengunar
hérlendis og mér finnst mikilvægt að stuðningurinn nýtist jafn-
framt til að draga úr henni. Svo er líka til skoðunar hvort og þá
hvernig væri hægt að nýta seyru betur sem áburð t.d. í land-
græðslu. Það er nú þegar gert með góðum árangri á nokkrum
stöðum á landinu, t.d. á Suðurland og í Mývatnssveit.
Fráveituframkvæmdir eru oft umfangsmiklar og dýrar og í
sumum tilfellum af þeirri stærðargráðu að útilokað er að smærri
sveitarfélög ráði við þær ein. Af þessum ástæðum er stuðningur
ríkisins í þessum málaflokki afar mikilvægur. Og um leið er hægt
að efla atvinnulífið með auknum framkvæmdum, á tímum þar
sem ekki er vanþörf á.
Eftir Guðmund Inga
Guðbrandsson
» Fráveitumál
eru afar
mikilvæg um-
hverfismál en
aukin hreinsun
skólps dregur
úr mengun
vatns og sjávar.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Ríkið styður
við úrbætur í
fráveitumálum
Eftir að hafa gengið 16 hringi um
Alþingishúsið og inn í þingsal til að
greiða atkvæði samþykktu þingmenn
á mánudagskvöld mikilvæg lagafrum-
vörp og eina þingsályktunartillögu,
vegna aðgerða stjórnvalda til að verja
íslenskt efnahagslíf vegna heimsfar-
aldurs COVID-19. Óhætt er að full-
yrða að allir þingmenn hafi áttað sig á
að þar með sé varnaraðgerðum ekki
lokið. Langt í frá.
Í nefndaráliti efnahags- og við-
skiptanefndar um lagafrumvarp um
aðgerðir til að mæta efnahagslegum
áföllum er bent á hið augljósa: „Náin
og góð samvinna Alþingis, ríkisstjórn-
ar, Seðlabanka og aðila vinnumark-
aðarins, skiptir sköpum þegar tekist
er á við efnahagslega erfiðleika.“
Við höfum séð hvernig hægt er að
láta peningamál og ríkisfjármál vinna
saman. Seðlabankinn hefur gripið til
róttækra aðgerða. Meginvextir bank-
ans hafa lækkað og hafa aldrei verið
lægri – 1,75%. Bindiskylda banka hef-
ur verið lækkuð um 40 milljarða og
sveiflujöfnunarauki hefur verið af-
numinn. Geta bankanna til að styðja
við heimili og fyrirtæki hefur verið
aukin og myndað hefur verið 350
milljarða svigrúm til nýrra útlána.
Seðlabankinn hefur einnig ákveðið að
hefja bein kaup á skuldabréfum ríkis-
sjóðs á eftirmarkaði. Þannig er stutt
við stefnuna í ríkisfjármálum og stuðl-
að að því að stefna Seðlabankans um
tryggja jafnt heimilum og fyrirtækj-
um lægri fjármögnunarkostnað, nái
fram að ganga.
Prófsteinn á bankana
Á komandi vikum og mánuðum er
mikilvægt að viðskiptabankarnir
standi þétt við bakið á viðskiptavinum
sínum. „Vaxtalækkun, afnám sveiflu-
jöfnunaraukans, lægri bindiskylda
lausafjár og lækkun sérstaks banka-
skatts, verður að birt-
ast í hagstæðari lána-
kjörum fyrirtækja og
heimila,“ segir í áliti
efnahags- og viðskipta-
nefndar. Hvernig við-
skiptabankarnir
standa að verki verður
prófsteinn fyrir þá og
getur orðið lykillinn að
því að auka traust á
bankakerfinu.
Með afgreiðslu laga-
frumvarpa á mánudag-
inn er fyrirtækjum m.a.
gefinn kostur á því að fresta allt að
þremur gjalddögum staðgreiðslu og
tryggingagjalds fram á næsta ár til að
bæta lausafjárstöðuna. Á þriggja mán-
aða tímabili má ætla að frestun tekju-
skatts, útsvars og tryggingagjalds hjá
launagreiðendum öðrum en opinber-
um aðilum, nemi um 100 milljörðum
króna. Einnig er gjalddagi helmings
opinberra gjalda í mars framlengdur
til 15. janúar 2021. Áætlað er að um-
fangið sé um 11 milljarðar.
Afnám gistináttagjalds til ársloka
2021, úttekt séreignarsparnaðar og
aukin endurgreiðsla virðisaukaskatts
vegna vinnu létta undir með atvinnu-
lífinu og örva það. Barnabótaauki og
uppbót til örorkulífseyrisþega skiptir
miklu.
Það verður stigið á bensíngjöfina
þegar kemur að fjárfestingum. Sam-
tals verða fjárfestingar hins opinbera
auknar um 22,5 milljarða umfram það
sem áður var ákveðið. Þetta þýðir að
fjárfestingar ríkisins verða um 37%
meiri en á síðasta ári og nær 80%
meiri en árið 2017 – hækkun um nær
41 milljarð. Alls verða fjárfestingar
ríkisins því liðlega 92 milljarðar en því
til viðbótar koma fjárfestingar ríkis-
fyrirtækja.
Allt þetta vegur þungt í varnarað-
gerðum gegn efnahagslegum þreng-
ingum. Og öllum er orðið ljóst hve
mikilvægt það var að Al-
þingi sameinaðist fyrir
nokkrum dögum um
frumvarp um hlutastörf
þar sem ríkissjóður
greiðir allt að 75% launa
fólks. Þannig eru störfin
varin og reynt að tryggja
eins og unnt er að ráðn-
ingarsamband milli
launafólks og fyrirtækja
haldist í gegnum erfiða
tíma.
Tímabundið skjól
Eitt er að mynda tímabundið skjól
og annað að búa svo um hnútana að
atvinnulífið komi ekki út úr hremm-
ingunum svo skuldum vafið að fyrir-
tækin hafi enga möguleika á því að
nýta tækifærin sem bjóðast þegar
birtir yfir. Það er augljóst að flest ef
ekki öll fyrirtæki verða skuldsettari
eftir hörmungarnar – sum mjög
skuldsett. Mörg verða að nýta sér
greiðslufresti opinberra gjalda fram á
næsta ár og greiðslufresti á bankalán-
um. Til að komast í gegnum brotsjó-
inn verður lífsnauðsynlegt fyrir fjölda
fyrirtækja að fá brúarlán sem að
hluta verð með ábyrgð ríkisins. Ekki
þarf að fara mörgum orðum um mikil-
vægi þess að þar sitji fyrirtæki við
sama borð og séu undir sömu viðmið
sett.
Í raun má halda því fram að með
tímabundnum skjóli – í viðleitni okkar
að verja launafólk og fyrirtækin – sé-
um við ýta snjóboltanum (sem stækk-
ar) á undan okkur. Það er á margan
hátt skynsamlegt til að fá heildstæð-
ari mynd af stöðunni þannig að hægt
sé að grípa til frekari markvissra að-
gerða.
Hættan er hins vegar sú að með
viðamiklum og róttækum tímabundn-
um aðgerðum sé búið til svikalogn.
Þótt öll okkar athygli og kraftur fari
þessa dagana í að leysa bráðavanda í
efnahagslífinu, verðum við að horfa
lengra fram í tímann. Annars er sú
hætta fyrir hendi að stór hluti fyrir-
tækjanna verði lifandi dauður.
Það væri blekking að halda því
fram að allar þær skatttekjur sem
ákveðið hefur verið að fresta fram á
komandi ár innheimtist í ríkiskassann
á endanum. Því miður eru líkur á að
mörg fyrirtæki sigli í þrot á næstu
mánuðum – skattar af þeim verða
ekki innheimtir. Önnur fyrirtæki sem
standa af sér hremmingarnar verða
fjárhagslega veikburða og munu eiga
erfitt með að standa skil á opinberum
gjöldum. Það kann að verða skynsam-
legt fyrir ríki og sveitarfélög að fella
niður slíkar skuldir. En komi til þess
er mikilvægt að unnið sé eftir gagn-
sæjum reglum og tryggt að þeim
fyrirtækjum sem ekki neyddust til að
nýta sér greiðslufresti, verði ekki
refsað.
Uppstokkun skatta-
og gjaldakerfis
Ríki og sveitarfélög komast ekki
undan því að gera róttækar breyt-
ingar á skatta- og gjaldkerfi atvinnu-
lífsins til frambúðar. Í þeirri vinnu
verða skilaboðin að vera skýr: Reglu-
verk og skattaumhverfi atvinnulífsins
verður sniðið til að efla fyrirtækin, lítil
og stór, auka samkeppnishæfni
þeirra, arðsemi og getu til að standa
undir góðum launum.
Fleira þarf að koma til. Tryggja
verður aðgengi fyrirtækja, ekki síst
sprotafyrirtækja, að áhættufé og þar
skiptir öflugur hlutabréfamarkaður
miklu. Í öllum samkeppnislöndum
okkar er hlutabréfamarkaður upp-
spretta fjármagns og veitir fyrir-
tækjum og frumkvöðlum aðgang að
nauðsynlegu áhættufé. Ég hef áður
bent á að skilvirkur hlutabréfamark-
aður sé óaðskiljanlegur hluti öflugs
efnahagslífs. Þess vegna eigi sterkur
markaður þar sem fyrirtæki hafa
greiðan aðgang að fjármagni til fjár-
festingar og vaxtar að vera keppikefli
stjórnvalda ekki síður en að byggja
upp skilvirkan og samkeppnishæfan
fjármálamarkað í heild sinni.
Undir lok síðasta árs lagði ég
ásamt nokkrum samherjum mínum
fram frumvarp þar sem einstakling-
um er veitt heimild, með ákveðnum
takmörkunum, til að draga frá tekju-
skatti kaup á skráðum hlutabréfum
og hlutdeildarskírteinum verðbréfa-
og hlutabréfasjóðs sem eru skráð á
skipulegan verðbréfamarkað eða fjár-
festa eingöngu í skráðum hlutabréf-
um. Markmið okkar er ekki aðeins að
byggja undir skilvirkan hlutabréfa-
markað heldur ekki síður að sam-
þætta betur hagsmuni launafólks og
fyrirtækjanna. Frumvarpið er skref í
þá átt að láta gamlan draum rætast
um að fyrirtæki geti boðið starfs-
mönnum sínum eignarhlut og þar
með hlutdeild í arðsemi fyrirtækisins.
Frumvarpið er lítið dæmi um að
hverju þarf að huga til framtíðar.
Aðgerðir stjórnvalda síðustu daga
og vikur hafa verið nauðsynlegar en
eru aðeins partur af fyrsta leikhluta í
varnarleik íslensks samfélags. Því
miður vitum við ekki hversu margir
leikhlutarnir kunna að verða. Það
kæmi mér hins vegar ekki á óvart að
það sé styttra en við höldum í að varn-
arleikur snúist í sóknarleik.
Eftir Óla Björn Kárason »Eitt er að mynda
tímabundið skjól og
annað að búa svo um
hnútana að fyrirtækin
eigi möguleika á að nýta
tækifærin sem bjóðast
þegar birtir yfir.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrsti leikhluti – skjól myndað
Nú er lokið gerð svokallaðs
smitrakningar-apps sem er nýj-
ung og liður í viðamiklum að-
gerðum til að hægja á og von-
andi minnka útbreiðslu
veirunnar sem veldur CO-
VID-19.
„Fletjum kúrfuna“
Mikilvægt er að afstýra því að
margir veikist á stuttum tíma
sem án efa myndi valda álagi á
heilbrigðiskerfið sem það réði
ekki við eins og dæmi erlendis
frá sýna. Þess í stað er með aðgerðum
reynt að tefja útbreiðslu þannig að veik-
indin verði yfir lengri tíma, þetta hefur
verið kallað „að fletja kúrfuna“ (sjá
mynd). Þá má vona að tíminn vinni með
okkur í því að hægt verði að þróa með-
ferð við COVID-19.
Því hefur verið gripið til umfangsmik-
illa aðgerða til að hefta útbreiðslu farald-
ursins. Snemma var ráðist í að fræða al-
menning um smitvarnir og mikil áhersla
lögð á að vernda aldraða og fólk í áhættu-
hópum. Grundvallaratriði er að greina
smit snemma og einangra hinn sýkta til
að forðast að hann smiti aðra. Þá hafa
verið í gangi umfangsmiklar aðgerðir til
að rekja smit, það er að rannsaka hverjir
hafa hugsanlega verið útsettir fyrir smiti
frá hinum sýkta og setja þá í sóttkví.
Tölulegar upplýsingar styðja mikilvægi
þessa en um helmingur þekktra smita
hefur greinst hjá fólki sem þegar er í
sóttkví. Á síðari stigum hefur svo komið
til samkomubann til að minnka hættu á
útbreiðslu enn frekar.
Smitrakning
Smitrakning hefur verið flókin og
mannaflafrek auk þess sem erfitt getur
verið fyrir hinn sýkta að muna nákvæm-
lega hvar hann hefur verið. Því var
ákveðið að hanna forrit, sk. app, sem ætl-
að er að auðvelda smitrakningu ef á þarf
að halda en slíkt smitrakningaforrit hafa
gefið góða raun í Suður-Kóreu og Singa-
púr. Það er hugsað til notkunar í núver-
andi faraldri en einnig til að þróa
tæknina til framtíðar.
Notkun appsins byggist á samþykki
notenda, bæði til að taka appið í notkun
og til miðlunar upplýsinga síðar meir ef
þess gerist þörf, en þetta er kallað tvöfalt
samþykki. Appið notar GPS-staðsetning-
argögn og eru upplýsingar um ferðir við-
komandi eingöngu vistaðar á síma not-
anda. Ef notandi greinist með smit og
rakningarteymið þarf að rekja ferðir þá
fær notandi beiðni um að miðla þeim upp-
lýsingum til rakningarteymisins. Um leið
og smitrakningarteymið biður um að-
gang að gögnunum mun það einnig óska
eftir kennitölu viðkomandi svo ekki fari á
milli mála hver er á bakvið gögnin. Þann-
ig er tryggt að enginn hefur aðgang að
þessum upplýsingum nema að notandinn
vilji það. Staðsetningargögnunum verður
svo eytt um leið og rakningarteymið þarf
ekki lengur á þeim að halda.
Rúm vika er síðan hönnun á smitrakn-
ingarforritinu hófst. Embætti landlæknis
ber ábyrgð á því en íslensku fyrirtækin
Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn,
forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og
Syndis buðu fram aðstoð sína án endur-
gjalds. Þá var í teyminu reynt fólk sem
hefur starfað í tugi ára við upplýsinga-
öryggi og persónuvernd. Hönn-
unarteymið var í reglulegu sambandi við
Persónuvernd til að upplýsa um verk-
efnið og eru öllum þessum aðilum færðar
miklar þakkir. Öryggi kerfisins hefur nú
staðist úttekt óháðs aðila.
Við erum öll almannavarnir
Íslendingar munu geta sótt appið,
Rakning C-19, endurgjaldslaust í App
eða Play Store. Því fleiri sem sækja app-
ið, þeim mun betur mun það gagnast
smitrakningarteyminu. Appið mun þó
engu að síður gagnast við að aðstoða alla,
sem velja að taka þátt, við að rifja upp
ferðir sínar. Við biðlum nú til almennings
að nálgast appið og vista á símtækjum
sínum í þeirri viðleitni að halda áfram í
því verkefni að lágmarka skaðann af CO-
VID-19. Við erum öll almannavarnir!
COVID-19:
Smitrakning með aðstoð apps
Eftir Ölmu Möller
» Því fleiri sem sækja
appið, þeim mun betur
mun það gagnast smit-
rakningarteyminu.
Alma Möller
Höfundur er landlæknir.
Þessi teikning barst landlæknisembættinu og sýnir borgarana
taka höndum saman um að halda smitkúrfunni í skefjum.