Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 10
Fossvogsbrú Innkaupaferli hefur
verið stöðvað um stundarsakir.
Kærunefnd útboðsmála hefur stöðv-
að forval fyrir hönnunarsamkeppni
vegna brúarsmíði yfir Fossvog
vegna ágalla á framkvæmd þess.
Um er að ræða tvo aðskilda úrskurði
sem beinast að því hvernig Vega-
gerðin, Reykjavíkurborg og Kópa-
vogsbær hafa haldið á málum. Ann-
ars vegar kæru Ferils ehf. sem
krafðist að hönnunarsamkeppni
verði stöðvuð og mat á hæfi hönn-
unarteymis Ferils verði endurtekin.
Hins vegar er um að ræða kæru Úti
og inni sf., Verkfræðistofu Suð-
urnesja ehf., Aas-Jakobsen, Land-
mótunar sf. og Liska ehf. Þessi
fyrirtæki krefjast þess að samnings-
gerð við sex hópa umsækjenda sem
valdir voru í forvalinu verði stöðvuð
og að felld verði úr gildi ákvörðun
um val á þeim.
Í úrskurði nefndarinnar segir að
þær forsendur sem skyldu ráða vali
þátttakenda hafi verið verulega
matskenndar og stigagjöf byggði
jafnframt að nokkru leyti á huglægu
mati kaupenda á umsóknum þátt-
takenda. „Gögn málsins bera með
sér að til stiga hafi verið metnir
þættir sem ekki var upplýst um eða
mátti greina af forvalsgögnum,“ seg-
ir í úrskurðinum.
„Þegar af þessari ástæðu verður
að miða við, eins og mál þetta liggur
fyrir nú, að kærendur hafi leitt veru-
legar líkur að broti gegn lögum um
opinber innkaup við framkvæmd
forvalsins sem geti leitt til ógild-
ingar ákvörðunar eða annarra at-
hafna varnaraðila [...]. Verður því
fallist á kröfu kærenda um að hið
kærða innkaupaferli verði stöðvað
um stundarsakir þar til endanlega
hefur verið skorið úr kæru í máli
þessu,“ segir enn fremur.
hdm@mbl.is
Stöðva forval brúar-
smíði yfir Fossvog
Verulegar líkur eru taldar vera á
broti gegn lögum um opinber innkaup
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-
pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque.
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L
Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar
1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin
sjálfskipting, dual alternators 440 amps,
loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing
technology pakki.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Dark Sky Metallic/ Dark walnut að
innan. 2020 GMC Denali, magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track
millikassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 Lariat Sport
Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt-
ingu! Litur: Star white, svartur að innan,
6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með
Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad
pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan
pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang
Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera.
VERÐ
12.280.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknaskipin Árni Friðriksson
og Bjarni Sæmundsson hafa tekið
sig vel út undanfarið við bryggju-
kantinn við Fornubúðir í Hafnar-
firði, þar sem framtíðaraðsetur Haf-
rannsóknastofnunar verður. Áætlun
fyrir skip stofnunarinnar hefur tekið
nokkrum breytingum síðustu daga
eða síðan rannsóknaskipin komu úr
marsralli eða togararalli. Þannig er
ljóst að eitt leiguverkefni fellur niður
með tilheyrandi tekjutapi og öðru
hefur verið frestað, að sögn Sigvalda
Egils Lárussonar, fjármálastjóra
Hafrannsóknastofnunar.
Bretar fresta leiðangri
Breskur háskóli ætlaði að leigja
Árna Friðriksson núna í apríl til
rannsókna í Breiðafirði, en er skól-
inn setti ferðabann á starfsmenn
sína vegna kórónuveikinnar frestað-
ist verkefnið. Nú er miðað við að far-
ið verði í það í ágústmánuði.
Ekkert verður af leigu á Árna
Friðrikssyni til norsku hafrann-
sóknastofnunina sem var fyrirhuguð
í júní. Ástæðan er hagræðingarað-
gerðir og fækkun skipadaga hjá
norsku stofnuninni. Árni Friðriks-
son var leigður í sambærileg verk-
efni í fyrra, alls í 49 daga, og í ár áttu
dagarnir að verða 30 talsins. Áætlað
tekjutap Hafrannsóknastofnunar
vegna þessa er um 100 milljónir
króna.
Minni breytingar hafa orðið á
áætlun Bjarna Sæmundssonar, en
hann fer á morgun í stuttan kvörð-
unartúr. Eftir páska er fyrirhugað
að hann fari í rannsóknir á rækju við
Sæfellsnes.
Að sögn Sigvalda er miðað að
starfsemi Hafrannsóknastofnunar
flytjist í nýjar höfuðstöðvar í maí-
mánuði. Í vikunni tekur stofnunin
við skemmu fyrir veiðarfæri og ann-
að sem fylgir útgerð rannsóknaskip-
anna við Fornubúðir. Þessa dagana
starfa langflestir starfsmenn Hafró
heima við, að undanskildum m.a.
„kvarnalesurum“ sem vinna úr
gögnum úr togararalli.
Breytingar á leiguverkefn-
um Hafrannsóknastofnunar
Norðmenn hag-
ræða og hætta við
Morgunblaðið/sisi
Fornubúðir Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju í Hafnarfirði. Stofn-
unin fær í vikunni skemmu til notkunar fyrir það sem fylgir útgerðinni.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Olíufélögin hafa hækkað álagningu
sína verulega að undanförnu, enda
hefur eldsneytisverð ekki fylgt
heimsmarkaði og gengisþróun að
öllu leyti. Þetta
segir Runólfur
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda.
Algengt verð á
bensíni á þjón-
ustustöðvum olíu-
félaganna á höf-
uðborgarsvæðinu
var í gærmorgun
218,90 kr. svo
sem í Borgartúni í Reykjavík en
211,90 kr. til dæmis í Kópavogi og
Hafnarfirði. Hjá Costco kostaði
bensínlítrinn 180,90 kr.
Aukin framleiðsla
og minni eftirspurn
„Meðalálagning olíufélaganna á
hvern seldan bensínlítra í febrúar
var ríflega 46 kr. en um 60 kr. í
mars,“ segir Runólfur. „Heimsmark-
aðsverð hefur farið lækkandi, meðal
annars vegna aukinnar framleiðslu í
Sádi-Arabíu og minni eftirspurnar
sem má rekja til kórónufaraldursins.
Þegar olíuverð á heimsvísu fer lækk-
andi er ef til vill auðveldara hér inn-
anlands að fela hærri álagningu, sem
klárlega er veruleikinn.“
Vegna kórónufaraldursins hefur
umferð á vegum landsins dregist
mikið saman á síðustu dögum, eða
um 21% séu marsmánuður í fyrra og
í ár bornir saman. Sú staðreynd end-
urspeglast svo í minni sölu á elds-
neyti, eins og forstjórar tveggja olíu-
félaga lýstu í Morgunblaðinu í gær.
„Þegar viðskipti dragast saman er
þekkt viðbragð kaupamanna að
lækka verð og skapa viðspyrnu
þannig. Slíkt höfum við séð forsvars-
menn fjölda fyrirtækja gera að
undanförnu og þetta gætu forsvars-
menn olíufélaganna haft í huga núna
við þessar mjög svo óvenjulegu að-
stæður sem eru ríkjandi,“ segir Run-
ólfur.
Hann bendir á að svigrúmið til
frekari verðlækkana sé umtalsvert,
sbr. lækkun um 35 ísl. kr. á lítranum
í Danmörku í nýliðnum marsmánuði.
Á Íslandi sé lækkunin hins vegar að
meðaltali 18 krónur á lítra. Því segi
sig sjálft að frekari verðlækkanir séu
líklegar, það er að segja ef markaðs-
lögmálin virki eðlilega á Íslandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dælt Fyllt á bílinn á Olísstöð. Umferð hefur dregist mikið saman og þess sér líka stað í minni eldsneytiskaupum.
Eldsneytisverð ekki fylgt
heimsmarkaði og gengi
Álagning hefur hækkað um 14 krónur milli mánaða
167
189193
Bensínverð á Íslandi í janúar til mars 2020
245
225
205
185
165
145
125
105
65
60
55
50
45
40
35
30
janúar 2020 febrúar 2020 mars 2020
Meðalverð, sjálfsafgreiðsla, kr/lítra Innkaup með opinberum gjöldum, kr/lítra
Skattar, kr/lítra Útsöluverð mínus kostnaðarverð, kr/lítra
241 237 228
132 131 130
48 48
130
Heimild: FÍB
Runólfur
Ólafsson