Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík,
Dalshrauni 11, Hafnarfirði
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra,
Sölvhólsgötu 7, Reykjavík.
Efni: Hlutfallsregla miskataflna
örorkunefndar frá júní 2019. Starfs-
hættir örorkunefndar. Ráðherra-
ábyrgð.
Í 2. 3. og 4. málsgreinum 10.
greinar skaðabótalaga er kveðið á
um örorkunefnd og í greinargerð
með 2. mgr. 4. greinar laganna. Í
reglugerð nr. 335/1993 er kveðið á
um starfshætti örorkunefndar.
Í 3. mgr. 10. greinar skaðabóta-
laga segir að örorkunefnd skuli
semja töflur um um miskastig.
Með 9. grein laga nr. 37/1999 var
gerð sú breyting á 10. grein skaða-
bótalaga, að álit örorkunefndar var
ekki lengur fyrsti áfangi við ákvörð-
un miska og varanlegrar örorku á
líkamstjóni vegna slysa. Varð nú
heimilt að biðja um möt á afleið-
ingum slysa utanréttar og án þess að
leita til nefndarinnar.
Í matsgerðum sjálfstætt starfandi
lækna við að meta miska vegna lík-
amstjóns fór að bera á því á árunum
eftir 1999, þe. eftir breytinguna sem
gerð var með 9. grein laga nr. 37/
1999, að bandarísku miskatöflurnar
væru notaðar við mat á miska, með
vísan til þess, að samkvæmt íslensku
miskatöfunum er vísað í þær töflur,
sem helsta hliðsjónarrit örorku-
nefndar við samningu íslensku
miskataflanna. Hafa margir íslensk-
ir læknar sem starfa hér á landi við
örorkumöt menntað sig í Bandaríkj-
unum í bandarísku miskatöflunum
og titla sig „CIME“ sem staðfestir
námskeið hjá bandarísku nefndinni
og kunnáttu læknanna í notkun
þessarra taflna.
Með dómi Hæstaréttar Íslands,
frá 14.3. 2013, í málinu nr. 608/2012,
er kveðið á um, að bannað sé að nota
bandarísku miskatöflunar við mat á
miska samkvæmt íslensku skaða-
bótalögunum, en svo segir um þetta í
dómnum:
„Í 3. mgr. 10. greinar skaðabóta-
laga er kveðið á um að eitt hinna lög-
bundnu hlutverka örorkunefndar sé
að semja töflur um miskastig. Regl-
ur skaðabótalaga um varanlegan
miska eiga sér fyrirmynd í dönskum
lagareglum um sama efni. Miska-
tafla örorkunefndar hefur í stórum
dráttum svarað til danskrar töflu um
mat á varanlegum miska sem þó hef-
ur í ýmsum efnum verið ítarlegri. Í
framkvæmd hefur verið litið til mats
á varanlegum miska samkvæmt
dönsku miskatöflunni þegar hinni ís-
lensku sleppir. Þessi framkvæmd
hefur stoð í athugasemdum sem
fylgdu frumvarpi til skaðabótalaga
þegar það var lagt fram á Alþingi. Á
hinn bóginn liggur ekki fyrir að unnt
sé að styðjast við þá bandarísku
töflu um mat á varanlegri örorku
(permanent impairment) sem dóm-
kvaddir menn vísa til í matsgerð
sinni enda ekkert upplýst um hvort
sömu forsendur liggja henni til
grundvallar og miskatöflu örorku-
nefndar. Tilvísun til hinnar banda-
rísku örorkutöflu í matsgerðinni
verður, þrátt fyrir vísan matsmanna
til þess að niðurstaða þeirra sé feng-
in með hliðsjón af miskatöflu ör-
orkunefndar, ekki skilin á annan veg
en þann að fyrrnefnda taflan hafi
haft áhrif á matið. Þegar af þessari
ástæðu er ekki hægt að byggja á
matsgerð dómkvaddra matsmanna
við mat á sönnun um varanlegan
miska áfrýjanda vegna líkamstjóns-
ins.“
Niðurstaða Hæstaréttar Íslands í
ofangreindum dómi er að það hafi
ekki réttarlega þýðingu að nota
bandarísku miskatöflurnar til hlið-
sjónar við sönnun á miska, sam-
kvæmt 4. grein íslensku skaðabóta-
laganna. Ekki megi fara eftir
bandarísku miskatöflunum.
Þrátt fyrir þessa skýru afstöðu
æðsta dómstóls þjóðarinnar leyfði
örorkunefnd sér í júní síðastliðnum
að gefa út nýja miskatöflu, með þeim
breytingum, að við mat á miska sam-
kvæmt 4. grein skaðabótalaga skuli
styðjast við bandarísku miskatöfl-
urnar.
Nú er VIII. kafli íslensku miska-
töflunnar hlutfallsregla bandarísku
miskatöflunnar. Hefur það þá afleið-
ingu að miski vegna líkamstjóna,
þegar tjónþolar verða fyrir svoköll-
uðum fjöláverkum, þ.e. áverkum á
fleiri en einn líkamshluta (líffæri) í
sama slysinu, að metinn miski vegna
áfleiðinga áverkanna í flestöllum til-
vikum verður mun lægri, þegar hlut-
fallsreglunni er beitt, en án hennar.
Þá er þessi aðferðafræði ekki í
samræmi við skýrar leiðbeiningar
með dönsku miskatöflunum sem far-
ið hefur verið eftir hér á landi við
mat á miska. Þar er höfuðreglan að
verði líkamstjón á aðskildum líkams-
hlutum, til dæmis á hálsi og á fæti í
sama slysi, að miskamatið á háls-
inum er óháð miskamatinu á fæt-
inum. Sé bandarísku hlutfallsregl-
unni hins vegar beitt lækkar metinn
miski á fætinum miskamatið vegna
hálsáverkans og miskamatið á háls-
inum miskamatið vegna fótaráverk-
ans og bætur fyrir líkamstjón vegna
slysa lækka verulega, þar sem lækk-
un á miska lækkar samkvæmt venju
einnig mat á varanlegri örorku.
Hér er því haldið fram að hlut-
fallsregla örorkunefndar gangi í ber-
högg við lög og sé brot á lögmæt-
isreglunni, þeim réttarheimildum og
þeirri réttarvenju sem sem gilt hafi
við mat á varanlegu líkamstjóni
hingað til hér á landi, en í því efni
verður að hafa í huga, að réttindi
manna er lúta að líkama og heilsu
njóta stjórnskiplegrar rétt-
arverndar.
Hæstiréttur Íslands hefur svarað
því í málinu nr. 13/2004, frá 12. 6.
2014, að örorkunefnd sé stjórnvald í
merkingu 2. mgr. 1. greinar stjórn-
sýslulaga nr. 37/1993. Spurningin er
því sú hver hafi verið valdbærni ör-
orkunefndar til að setja téða hlut-
fallsreglu.
Þegar horft er til settra laga um
örorkunefnd, svo sem 3. mgr. 10.
greinar skaðabótalaga, segir þar að-
eins, að örorkunefnd skuli semja
töflur um miskastig. Í reglugerð um
starfshætti nefndarinnar, nr. 335/
1993, er ekki kveðið nánar á um
þessi atriði. En af þessu má ráða að
staða nefndarinnar gagnvart yf-
irstjórnunar- og eftirlitsheimildum
ráðherra er ekki ótvíræð, til að taka
slíka ákvörðun andstæða lögum,
sem hlutfallsreglan er.
Í ljósi þess að ákvarðanir stjórn-
valda verði ávallt að hafa heimild í
settum lögum gæti komið til ábyrgð-
ar ráðherra, skerist ráðherra ekki í
leikinn og afnemi hlutfallsregluna,
en með afskiptaleysi um málið væri
ráðherra að viðurkenna valda-
framsal sem skert gæti réttaröryggi
borgaranna en frekar.
Leysir það ráðherra hins vegar
ekki undan ábyrgð þar sem efni
stjórnvaldsákvarðana verður á öll-
um tímum að vera bæði rétt og lög-
mætt. Mætti því segja að með af-
skiptaleysinu væri svokölluð
öryggisregla stjórnsýsluréttar brot-
in sem er ein hin æðsta regla stjórn-
sýsluréttarins til að réttinda borg-
aranna verði gætt.
Virðingarfyllst.
Opið bréf til
dómsmálaráðherra
Eftir Steingrím Þormóðsson,
Þormóð Skorra Steingrímsson
og Fjölni Vilhjálmsson
»Mætti því segja að
með afskiptaleysinu
væri svokölluð örygg-
isregla stjórnsýslu-
réttar brotin sem er
ein hin æðasta regla
stjórnsýsluréttarins til
að réttinda borgaranna
verði gætt.
Steingrímur
Þormóðsson
Höfundar eru lögmenn á
lögmannsstofunni Lögmenn Árbæ.
Skorri
Steingrímsson
Fjölnir
Vilhjálmsson
Grunnskólar á Ís-
landi búa enn við
mikla miðstýringu þó
að ýmsir ráðamenn
haldi öðru fram. Al-
mennt er talið að
sjálfstæði og ábyrgð
eigi að fara saman
enda leiðir það til
aukinnar ánægju allra
sem málið snertir og
mun betri árangurs í
starfi. Rannsóknir á stjórnun skóla
sýna að þegar sjálfstæði og ábyrgð
skólastjórnenda er aukin leiðir það
til betri árangurs nemenda og vax-
andi ánægju starfsmanna.
Árangur og sjálfstæði skóla
Árum og áratugum saman hefur
verið talað um aukið sjálfstæði
skóla en minna hefur því miður bor-
ið á breytingum í þá átt í skólakerf-
inu á Íslandi. Nú þegar nokkuð er
liðið á 21. öld er full ástæða til að
taka málið nýjum tökum og reyna
ýmsar úrbætur. Þær þjóðir sem
komnar eru mun lengra en við í
skólamálum og náð hafa betri ár-
angri eiga það sameiginlegt að hafa
stóraukið sjálfstæði skóla sinna á
síðustu árum og áratugum. Það er
eðlilegt að horfa til þeirra varðandi
starfs- og stjórnunarhætti.
Valddreifing
Í þessu skyni má hafa til leið-
sagnar hugmyndafræði um vald-
dreifingu til skólastjóra og starf-
manna þeirra (Decentralization
and Schoolbased-management).
Um þessa hugmyndafræði hafa
verið ritaðar margar áhugaverðar
bækur og greinar. Í grundvall-
aratriðum er hugsunin sú að sem
flestir starfsmenn hafi ákveðið
sjálfstæði til framtaks og virkni en
beri jafnframt vel skilgreinda
ábyrgð.
Samráð
Hefja þarf skipulega umræðu á
meðal stjórnvalda, skólanefnda,
stjórnenda og starfsmanna skóla og
foreldra um aukið sjálfstæði skól-
anna og skoða hvaða leiðir eru fær-
ar. Ætla þarf góðan tíma til um-
ræðna og samráðs áður en farið er
að marka tillögur til úrbóta. Í þessu
sambandi er vert að geta þess að
hin fyrstu ár eftir stofnun Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ árið 1984,
sá Garðabær um allan almennan
rekstur skólans annan en launa-
kostnað. Garðabær gerði merkilega
tilraun þegar skólanum var falið að
sjá um reksturinn. Bærinn greiddi
mánaðarlega ákveðna fjárhæð inn á
reikning skólans, sem sá um ráð-
stöfun fjár, að greiða reikninga og
færa bókhald sem var síðan yfirfar-
ið hjá bænum. Þessi tilraun tókst
svo vel að ríkið notaði þessa aðferð
á nær alla framhaldsskóla landsins.
Með aukinni ábyrgð og sjálfstæði
fylgir valdefling stjórnenda sem
oftar en ekki eykur metnað og al-
menna starfsánægju.
Aukið sjálfstæði
skóla á 21. öld
Eftir Þorstein Þor-
steinsson og Gunn-
laug Sigurðsson
Þorsteinn
Þorsteinsson
»Rannsóknir á skóla-
stjórnun sýna að
aukið sjálfstæði og
ábyrgð skólastjórnenda
leiðir til betri árangurs
nemenda og vaxandi
ánægju starfsmanna.
Höfundar eru fyrrverandi skóla-
stjórnendur í Garðabæ.
thorsteinn2212@gmail.com
Gunnlaugur
Sigurðsson
Allt um sjávarútveg