Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 32

Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 32
Rakel Björk Björnsdóttir, sem hefur leikið í Matthildi og Níu líf, syngur nokkur vel valin leikhúslög streymi Borgarleikhússins í dag kl. 12. Annað kvöld kl. 20 verður Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur leik- lesið í beinu streymi. Verk- ið var frumsýnt fyrir fimm árum í leikstjórn Ólafs Eg- ils Egilssonar og fékk upp- færslan fullt hús hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins sem skrifaði m.a.: „Með Hystory sýnir Kristín svo um munar að hún hefur meistaralega góð tök á leikritunarform- inu.“ Í hádeginu á föstudag leikur Bubbi Morthens nokkur af bestu lögum sínum og segir sögur frá tilurð þeirra. Öllum viðburðunum er streymt beint á Youtube- rás Borgarleikhússins og aðgengilegir á vef leikhúss- ins. Þar má meðal annars finna listamannaspjalla við leikarann Val Frey Einarsson þar sem hann ræðir þátt- töku sína í Vanja frænda, Allt sem er frábært og Níu líf. Hystory, tónlist og listamannaspjall Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samgöngubannið kemur niður á fólki með ýmsum hætti. Ítalski rithöfund- urinn Valerio Gargiulo, sem hefur bú- ið á Íslandi undanfarin sjö ár, segir erfiðast að vita af föður sínum einum og innilokuðum í Napólí á Ítalíu. „Ég á einn bróður á Íslandi, Paolo, og annan í Napólí, Cristiano. Hann má ekki án brýnnar ástæðu fara út úr húsi frekar en pabbi og þeir mega ekki hitt- ast,“ segir Valerio daufur, en ein- beitir sér að björtu hliðunum. „Við bræðurnir og pabbi erum í sambandi á netinu daglega. Í því felst mikill styrkur.“ Móðir Valerio féll frá í janúar eftir erfið veikindi, sem höfðu þó ekkert með kórónuveiruna að gera. „Hún var í dái í tvær vikur og það var erfiður tími,“ segir Valerio. „Við vorum við dánarbeðið og daginn áður en hún lést opnaði hún annað augað og leit á okk- ur, þar sem við grétum við rúmið. Það var tilfinningaþrungin stund en já- kvæð, því ég gerði mér grein fyrir að hún vildi sjá okkur bræðurna áður en hún færi.“ Skiptast á myndum Ciro, faðir bræðranna, hefur aðlag- ast breyttum aðstæðum og stappar stálinu í synina. „Hann er 76 ára og sýnir mikinn styrk í þessum hremm- ingum,“ segir Valerio. „Mamma sá alltaf um eldamennskuna, en sjálfs- bjargarviðleitin er sterk, hann hefur fikrað sig áfram við eldavélina og eld- ar mat eins og enginn sé morgundag- urinn. Þannig er hann okkur bræðr- um góð fyrirmynd. Daglega sendir hann mér myndir af réttunum og þeir líta vel út.“ Til stóð að Ciro kæmi til Íslands í vor en af því getur ekki orðið af aug- ljósum ástæðum. „Það er ekki eitt heldur allt og þessi áföll hafa mikil áhrif á hann,“ segir Valerio. „Eðlilega hugsar hann mikið um mömmu og hvað framtíðin ber í skauti sér, en svo rífur hann sig upp, hugsar á jákvæð- um nótum og hvetur okkur til að gera slíkt hið sama.“ Valerio býr með Önnu Björk Mar- teinsdóttur og unir hag sínum vel. „Hér á ég heima og ég elska Ísland. Ég bendi pabba daglega á áhuga- verða sjónvarpsþætti og myndir, sem hann getur horft á og sendi honum líka reglulega myndir af dóttur minni, sem býr með móður sinni í Stokkhólmi. Vegna skrifa minna er ég venjulega mikið á ferðinni og á kaffihúsum en nú held ég mig til hlés, skýst bara í matvörubúðina eins og flestir aðrir.“ Ritröðin Valentino’s Saga byggist á reynslu Valerios hérlendis. Í nýliðn- um mánuði kom út þriðja og síðasta bókin, The Diabolical Miracles of Vesturbær, en hinar eru The Incre- dible Journey of a Neapolitan Puffin og Back to Thule. Nú er hann að skrifa bók um móður sína, Tales of Elvira. „Lífið heldur áfram og til að heiðra minningu mömmu held ég áfram að skrifa eins og hún hefði vilj- að,“ segir hann. Í bókinni um hana segist hann reyna að blanda saman minningabrotum við heimspeki, menningu og fleira. „Skrifin hjálpa mér líka til að takast á við fráfall hennar.“ Faðirinn innilokaður í Napólí á Ítalíu Á Ítalíu Ciro, Anna Björk og Valerio í Monte di Procida skammt frá Napólí.  Dagleg netsamskipti þriggja sona við hann eru styrkjandi Á Íslandi Bræðurnir Cristiano, Valerio og Paolo í Hafnarfirði. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Aðalatriðið er að nú þurfa ekki allir að vera á sama stað á sama tíma eins og áður. Við fengum ekki alltaf nógu miklar skráningar á helgarnámskeiðin og þá var ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim. Nú er svo gott sem sama vinnan á bak við þetta burtséð frá þeim fjölda sem skráir sig. Undanfarin ár hafa verið teknar skorpur í námskeiðahaldi. Markaðurinn er ekki stór og því datt námskeiðahaldið niður á milli,“ segir Magnús Kári Jónsson starfsmaður HSÍ m.a. en HSÍ hefur ákveðið að endurskipuleggja hjá sér þjálfaranámskeiðin. »27 Nú þurfa ekki allir að vera á sama stað á sama tíma vegna tækninnar ÍÞRÓTTIR MENNING Gítarar Frábært úrv al Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.