Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 28

Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 ljóðabók en það spurðist einhvern veginn út. Fólk vildi endilega fá að sjá gripinn, sótti það svo stíft að ég komst ekki undan því. Eftir að ein kvennanna var búin að fletta bókinni í kaffihlénu vakti hún máls á því að að sum ljóðanna væru ansi stutt og stæðu bara eitt á síðu, og spurði í framhaldi af því; af hverju þessi só- un á pappír? Mig grunar að þarna VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bókaforlagið Benedikt gefur í dag út ljóðasafn Jóns Kalmans Stef- ánssonar sem ber titilinn Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim. Hefur safnið að geyma þrjár fyrstu ljóðabækur Jóns: Með byssuleyfi á eilífðina frá árinu 1988, Úr þotuhreyflum guða sem kom út 1989 og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju frá árinu 1993, auk nokkra áður óbirtra ljóða. Jón Kalman ritar ítarlegan eftirmála bók- arinnar og segir í upphafi hans að fyrsta gagnrýnin sem hann hafi hlotið á fyrstu ljóðabók sína hafi verið svohljóðandi: „Afhverju þessi sóun á pappír?“ Eftirmálinn þykir einkar eftirtektarverður en þar rek- ur Jón Kalman ítarlega og skemmti- lega fæðingarsögu sína sem skáld og rithöfundur. Slæm nýting Jón Kalman er beðinn um að segja betur frá þessari að því er virðist hörðu gagnrýni. „Í eftirmál- anum rek ég að ég vann talsvert í saltfiski og skreið í Sandgerði og var að vinna þar fyrir tvítugt, byrj- aði ekki í framhaldsskóla fyrr en á nítjánda ári. Ég kom þangað aftur nokkrum árum síðar, þegar ég var búinn að gefa út fyrstu ljóðabókina og þekkti þá flesta sem voru að vinna þarna. Það hafði fylgst með mér að einhverju leyti, vissi að ég hefði farið í bókmenntafræði í Há- skólanum, sem þótti nú ekki merki- legt nám, og lék forvitni á að vita af hverju ég væri kominn aftur. Ég reyndi í fyrstu að koma mér undan að svara því, var feiminn við að segja frá því að ég hefði gefið út hafi gamla íslenska áherslan á nýtni gægst fram, sprottin af aldalangri baráttu við skortinn. Henni fannst pappírinn illa nýttur. Ég hef stund- um sagt að þetta væri kannski ástæðan fyrir því að ég fór á end- anum að skrifa prósa,“ segir Jón Kalman og hlær við. Gagnrýni um bókina í dagblöðum hafi aftur á móti verið á jákvæðari nótum. Vonlaus sölumaður Jón Kalman gaf tvær fyrstu ljóða- bækur sínar út sjálfur, eins og tíðk- aðist á þeim árum og lét prenta í 500 eintökum. „Það þýddi að maður þurfti sjálfur að sjá um söluna sem margir gerðu þá með bravúr, seldu vel á börum og kaffihúsum, ég ætl- aði að gera það líka en bara gat það ekki. Var fullkomlega vonlaus í þessu hlutverki og fannst eins og ég væri að heimta af fólki að það hefði áhuga á mér,“ segir Jón Kalman – Það getur verið erfitt að selja sjálfan sig? „Mér fannst það, ljóðaformið er persónulegt og mér leið eins og ég væri sjálfur undir og yfir í öllum ljóðum. Ég gafst því fljótlega upp á að selja, sat uppi með rúmlega helminginn af upplaginu og fór að vinna í fiski til að borga fyrir prent- unina. Ári eftir að ég gaf út seinni bók- ina, Úr þotuhreyflum guða, þegar mér fannst líf mitt ekkert á sérlega góðum stað og allt sem ég hefði gert frekar ómerkilegt, henti ég restinni af upplaginu af báðum bókunum. Ég náði varla að selja nema 200 bækur þannig að þær hafa því verið fullkomlega ófáanlegar.“ – Varstu svona krítískur á sjálfan þig? „Ég hef svo sem alltaf verið það þannig að það er ekkert nýtt. Þarna var ég sjálfsagt harðari við sjálfan mig en ég þurfti að vera sem þarf þó ekki endilega að vera slæmt hjá ungu skáldi. En fólk í kringum mig hefur verið að hræra í mér að gera eitthvað í þessu,“ svarar Jón Kal- man og nú er biðin á enda og bæk- urnar fáanlegar á ný í ljóðasafninu. Gaman að hitta sjálfan sig Jón Kalman segist lítt gefinn fyr- ir að lesa eigin bækur, nóg sé til af bókum eftir aðra höfunda að lesa en hann hafi þó þurft fara í gegnum bækurnar þrjár, slá inn ljóðin og at- huga hvort einhver væru það slæm að réttast væri að sleppa þeim. „Þannig að ég komst ekki hjá því að lesa bækurnar og það var bara gam- an að hitta sjálfan sig fyrir í þessum fyrstu skrefum skáldskaparins. Ég upplifði aftur þennan tíma og það sem ég var þá að hugsa og upplifa og sumt af þessu virtist bara í fínu lagi,“ segir Jón Kalman. Hann kunni bara vel við þennan unga mann sem birtist í ljóðunum og kannist ennþá við hann. „En ég vona að ýmsar áherslur hafi breyst og maður hafi fengið víðari sýn á sumt,“ bætir hann við. Jón Kalman segist hafa verið geysilega hrifinn af Tom Waits á þessum tíma og áhrifa hans gæti í ljóðunum sem séu gjarnan mynd- ræn og kraftmikil. „Ég hlustaði mjög mikið á hann og er enn hrifinn af honum. Þarna eru líka ádeiluljóð sem voru kannski ekki svo algeng á þessum tíma en ádeilustrengurinn hefur alltaf verið sterkur í mér, þessi ákafa þrá eftir því að hafa áhrif á heiminn.“ – Mér finnst ég greina drunga í mörgum ljóðanna. Var þungt yfir þér, ef mér leyfist að spyrja? „Ef þú ert ungt skáld er að sjálf- sögðu þungt yfir þér og það er ekk- ert neikvætt við það, það er bara eðlilegt þótt það sé fjarri því að vera krafa, auðvitað ekki. Skáldin eru eins og kvika sem skynjar heiminn og þegar maður er svona ungur og óviss skynjar maður kannski dökku litina betur en aðra. Það hefur alltaf fylgt skáldskapnum, þessir dimmu litir. Og þeir geta verið svo fallegir, seiðandi.“ Nýjar og óvæntar hugsanir Jón Kalman segir titil ljóðasafns- ins sóttan í ljóð úr þriðju og síðustu ljóðabókinni. „Það er bros í titlinum eða glott,“ segir hann og í framhaldi af vangaveltum blaðamanns um þversögnina í titlinum, það er að maður geti ekki fullyrt að bestu árin séu þau sem maður man ekki eftir, segir Kalman að þversögnin geti verið bæði skemmtilegt og tvíeggjað vopn í skáldskap. „Sé hún rétt notuð getur hún opnað fyrir nýjar og óvæntar hugsanir og ég var ánægð- ur með að geta gefið þessu safni nýja vídd með titlinum.“ Þrá eftir því að hafa áhrif á heiminn  Benedikt gefur út ljóðasafn Jóns Kalmans, Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim  Ljóð sem hann samdi á árunum 1988 til 1994  Safnið fær nýja vídd með titlinum Morgunblaðið/Einar Falur Viðkunnanlegur Jón Kalman segist bara kunna vel við þann unga mann sem birtist í gömlu ljóðunum. Í fyrstu ljóðabók Jóns Kalmans má finna þetta ljóð sem á vel við á tímum kórónuveirunnar. Það nefnist In memoriam. Þessi dagur í engu frábrugðinn öðrum Morgunroðinn þéttist í sól sem að vanda sér ekkert nýtt og kvíðir eilífðinni þá vaknað þrái svefn hvert sinn ég vakna þegar dögunin sem gráhærður guð starir einarðlega í augu mér krefst svara krefst fórna en neitar allri spurn veit þó ekki hvaðan mér kemur hugrekkið en ég hef mig á brott Er á níundu hæð og á niðurleið kemur fólkið á móti mér og fer götur annars er þessi dagur í engu frábrugðinn öðrum Í engu frábrugðinn IN MEMORIAM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.