Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
60 ára Hafþór er Bol-
víkingur, er pípulagn-
ingameistari og eigandi
Pípulagningaþjónustu
Bolungarvíkur og frétta-
ritari á Stöð 2.
Maki: Guðbjörg Hjartar-
dóttir, f. 1955, sjúkraliði
á Hjúkrunarheimilinu Bergi.
Börn: Helga Björg, f. 1981, Guðbjörg Stef-
anía, f. 1985, og Anna Margrét, f. 1998.
Stjúpbörn: Ellý Emilsdóttir, f. 1980, Halldór
Ingi, f. 1977, Hjörtur Rúnar, f. 1981, og
Helga Guðrún, f. 1988, Magnúsarbörn.
Foreldrar: Gunnar Leósson, f. 1933, d.
1994, pípulagningameistari í Bolungarvík,
og Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 1937, d.
2020, húsfreyja og fiskverkunarkona í Bol-
ungarvík.
Hafþór Gunnarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn
lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert
eitthvað til að hjálpa til?
20. apríl - 20. maí
Naut Sígandi lukka er best og það sem þú
hefur unnið þér fyrir vekur hjá þér mesta
gleði. Þér finnst hægt þokast í fram-
kvæmdum á heimilinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hætt við að spenna sem
hefur verið að safnast upp í þér að und-
anförnu brjótist fram í dag. Ef þú ert já-
kvæð/ur og opin/n fyrir nýjungum máttu
vera viss um að allt fer á besta veg.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur svo mikla orku að þú verð-
ur að eyða hluta hennar í líkamsæfingar.
Reyndu að finna jafnvægi því aðeins þá get-
urðu heyrt svar hjarta þíns.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt ekki í vandræðum með að tala
hreint út. Í dag mætirðu áskorun. Farðu þér
hægt og sérstaklega í málum sem snerta
nábúa þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er bara til óþurftar að reyna að
grugga vatnið og hefur því lítið upp á sig.
Smábreyting getur gert hvern dag ánægju-
legri.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú nýtur þess að eyða peningum í dag.
Allt of oft hefur þú þurft að bíta í tunguna á
þér. Haltu því samt áfram.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er óþarfi að stökkva upp á
nef sér þótt samstarfsmönnum verði eitt-
hvað á. Stuttar ferðir og alls kyns fundir
leiða til þess að vinnan verður aldrei leið-
inleg.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vertu á verði gagnvart þeim
sem vilja hnýsast í einkamál þín og annarra.
Settu mörk, það veitir ekki af því.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverra hluta vegna ert þú
uppfull/ur af gróðavænlegum hugmyndum
um þessar mundir. Reyndu að láta sem
ekkert sé þótt þú heyrir kjaftasögur um þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki eyða tímanum í að reyna að
sannfæra einhvern um að hann hafi rangt
fyrir sér. Þú færð gleðifréttir í kvöld sem
munu breyta miklu fyrir þig og þína.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er mikil hætta á því að þú eyðir
langt um efni fram í dag. Þér eru allir vegir
færir ef þú sleppir tökunum á áhyggjum.
var truflaður við vinnu sína úti í nátt-
úrunni gat hann ekki málað meir
þann daginn. Upphafningin var rofin.
Í sveitunum voru skáld. Guð-
mundur á Kirkjubóli var þjóðskáld,
Kristleifur á Stóra-Kroppi, afi minn,
var þjóðkunnur fræðimaður, sífellt að
kenna unglingum að yrkja. Þorsteinn
á Úlfsstöðum orti ljóð og birti rit um
heimspeki. Í Hvítársíðunni voru að
minnsta kosti tvö skáld auk þjóð-
skáldsins, Sigurður á Gilsbakka og
Margir vinna með guðs fingri
Á unga aldri kynntist Þorsteinn
listamönnum, málurum og skáldum.
„Þeir kenndu mér að meta þá upp-
hafningu sem fylgir listaverkunum.
Ásgrímur Jónsson málari dvaldist
nærri því á hverju sumri á Húsafelli
meðan heilsan leyfði og kenndi hann
fólkinu hvílík dýrð fylgir listinni.
Hann hafði með sér grammófón og
kynnti fólkinu sígilda tónlist. Ef hann
Þ
orsteinn Þorsteinsson er
fæddur 1. apríl 1925 á
Húsafelli í Hálsasveit,
Borgarfirði, og ólst þar
upp. Hann var á farskóla
í sveitinni í bernsku, fór á Bændaskól-
ann á Hvanneyri árið 1944 þar sem
hann tók búfræðipróf 1946. Þaðan lá
leiðin í gagnfræðadeildina á Laugar-
vatni, og síðan Menntaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan
með stúdentsprófi árið 1950. Árin
1950-1956 nam hann við Kaupmanna-
hafnarháskóla og og lauk þar mag.sci-
ent. prófi í lífefnafræði 1956.
Þorsteinn vann við rannsóknir á líf-
efnafræði frjóvgunar við Worcester
Foundation for Experimental Bio-
logy, í Massachusetts í Bandaríkj-
unum árin 1956-1957. Hann vann við
kennslu og tilraunastörf við fram-
haldsdeild Bændaskólans á Hvann-
eyri 1958-1964 og starfaði við rann-
sóknir á krabbameinsvaldandi efnum
í matvælum á Tilraunastöð Háskólans
í meinafræði á Keldum 1964-1967,
upphaflega á vegum Krabbameins-
félags Íslands. Hann var dósent í líf-
efnafræði við Verkfræði- og raunvís-
indadeild Háskóla Íslands 1969-1972,
stundakennari við Húsmæðrakenn-
araskóla Íslands 1968-1972, lífefna-
fræðingur við Rannsóknarstöð
Hjartaverndar 1967-1969, sérfræð-
ingur við Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði á Keldum 1972-1995 og
ráðgefandi lífefnafræðingur við
Rannsóknarstöð Hjartaverndar 1969-
1997.
Þorsteinn hefur kynnt rannsóknir
sínar á ráðstefnum erlendis (Banda-
ríkjunum, Englandi, Þýskalandi, Pól-
landi og víðar) og ritað um þær fjölda
greina, einn og með öðrum, auk
þýddra rita og frumsaminna, svo sem
Árbókar Ferðafélags Íslands 1962. „Á
seinni árum hef ég birt fjölda pistla á
Fjasbók (Facebook) um söguleg efni
og heimsfræði,“ segir Þorsteinn. „Ég
hef mikinn áhuga á heimsfræði og
tengi þar saman náttúruvísindin og
hugmyndir heimspekinga og vísinda-
manna að fornu og nýju,“ en Þor-
steinn var lengi virkur í hóp sem
fjallaði um kenningar Helga Pjeturss.
Hann kom að útgáfu á tveimur bókum
um verk hans.
Bergþór í Fljótstungu. Á fyrstu ára-
tugum tuttugustu aldar gaf ung-
mennafélagið Brúin út handskrifað
blað í einu eintaki hvert tölublað. Ein
heimasætan á Gilsbakka, Ragnheiður
Magnúsdóttir, birti þar ljóð sem jafn-
aðist á við kvæði stórskálda. Allri list
fylgir upphafningin, það er orð sem
Þórbergur Þórðarson notar um þetta
fyrirbæri.“
Á Hvanneyri kynntist Þorsteinn
fólki úr öllum landsfjórðungum, bæði
sem nemandi og síðar kennari. „Kom
þá í ljós við athugun að menning sveit-
anna í Borgarfirði var rétt eins og í
öllum öðrum sveitum landsins. Skáld
eru alls staðar á landinu þar sem ég
spurðist fyrir. Alls staðar eru listhagir
menn og alls staðar góðir söngmenn.
Þorsteinn á Úlfsstöðum í Hálsasveit
skrifaðist á við bónda í Hornafirði um
heimspeki. Mannkynið allt virðist
njóta upphafningar. Líf margra ein-
kennist af leitinni að upphafningunni
og það er eins og menn gægist inn um
glugga listamannanna til að fá hlut-
deild í upphafningu þeirra.“
Þorsteinn er afkomandi séra
Snorra á Húsafelli í fimmta lið og
dóttir hans ein hét Guðný. „Þjóðtrúin
taldi Snorra göldróttan. Guðný var
spurð: „Var faðir þinn göldróttur?“
Hún svarar: „Ó nei, en það sem hann
gat gerði hann með guðs fingri.“ Á öll-
um mínum æviferli hef ég kynnst
mörgum sem hafa unnið með guðs
fingri eins og Guðný orðaði það.“
Áhugamál Þorsteins eru afar marg-
vísleg. „Við hjónin ólum börnin okkar
upp við náttúruskoðun og ferðalög
innanlands, langar göngur um landið
og athugun á öllu sem það snertir,
fólkið og störf þess. Við vöktum at-
hygli þeirra á náttúrufræði, kenndum
þeim að þekkja jurtir, fugla og hvað-
eina í náttúru landsins. Börnin lærðu
tónlist, önnur dætranna er píanókenn-
ari en hin fiðluleikari að atvinnu og
svo eru tónlistarmenn meðal annarra
afkomenda.“ Heimili þeirra hjóna hef-
ur alltaf verið mikið menningarheim-
ili, þar sem listum, bókmenntum og
sögu hefur verið gert hátt undir höfði.
„Til okkar leitaði oft ungt fólk að-
stoðar við nám og er líflegt og gest-
kvæmt hjá okkur enn þann dag í dag.“
Hjónin hafa gegnum tíðina verið
Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur – 95 ára
Fjölskyldan Þorsteinn, Edda og börn þeirra í aldursröð frá vinstri, árið 1993.
Upphafningin í listinni
Í Dýrafirði Þorsteinn og Edda sumarið 2019 fyrir utan kirkjuna á Mýrum
ásamt Valdimari Gíslasyni og Bergi Torfasyni.
40 ára Teitur er
Flateyringur en býr í
Reykjavík. Hann er
lögfræðingur að
mennt frá Háskóla
Íslands, er lögmaður
og varaþingmaður en
er í fæðingarorlofi.
Maki: Margrét Gísladóttir, f. 1986,
framkvæmdastjóri Landssambands
kúabænda.
Börn: Gísli Torfi, f. 2017, og Einar
Garðar, f. 2019.
Foreldrar: Einar Oddur Kristjánsson,
f. 1942, d. 2007, framkvæmdastjóri
og alþingismaður, og Sigrún Gerða
Gísladóttir, f. 1943, d. 2018, hjúkr-
unarforstjóri heilsugæslunnar í Bol-
ungarvík.
Teitur Björn Einarsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Einar Garðar fæddist
18. maí 2019. Hann vó 14 merk-
ur og var 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Teitur Björn Einarsson
og Margrét Gísladóttir.
Nýr borgari