Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Málverki sem hollenski myndlistar- maðurinn Vincent van Gogh málaði árið 1884, „Garður prestsetursins í Nuenen að vorlagi“, var stolið úr litlu safni í Laren í Hollandi aðfara- nótt mánudags. Þann sama dag voru 167 ár liðin frá fæðingu listamanns- ins sem naut lítillar viðurkenningar meðan hann lifði en varð síðan einn dáðasti listamaður síns tíma. Málverk van Goghs var það eina sem þjófar sem brutust inn í safnið höfðu á brott með sér. Þegar lög- regla kom að safninu eftir að viðvör- unarkerfi fór í gang kom hún að brotnum glerdyrum og skömmu síð- ar var tilkynnt um hvarf verksins. Það hafði verið fengið að láni frá Groninger-listasafninu fyrir sýn- inguna „Spegill sálarinnar“ sem var opnuð í janúar en hefur verið lokuð síðustu vikur vegna samkomubanns í Hollandi. Van Gogh málaði verkið áður en list hans sprakk út á sínu þekktasta sköpunartímabili árin 1886 til 1890, er hann lést á 37. aldursári. Verk hans á þessum tíma, um 1884, voru dekkri en þau sem hann málaði síðar og varð þekktastur fyrir. Safnstjór- inn í Laren var skiljanlega reiður yf- ir þjófnaðinum, á þessum erfiðu tím- um þegar listin ætti að hugga fólk og græða sár, sagði hann. AFP Dökkt Verkið sem var rænt málaði Vincent van Gogh vorið 1884. Verki eftir Vincent van Gogh stolið Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilis- ins í samkomu- banninu. „Ég er núna að hlusta á podcast- ið Dolly Parton’s America sem byrjar ansi vel. Þarna er líf og starf Dolly Parton skoðað í sam- hengi við það sem er að gerast í Bandaríkjunum á hverjum tíma fyrir sig. Tónlistin hennar Dolly hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér en hér sést líka hversu mik- ill brautryðjandi hún er. Mögnuð kona! Heimildaþættirnir Babies á Net- flix er ný þáttaröð þar sem verið er að skoða nýjar rannsóknir á þroska barna. Mikið af þessum niður- stöðum kom mér verulega á óvart. Þar sem ég er með eitt svona lítið kríli heima núna þá fannst mér þessi sería sérstaklega áhugaverð og krúttleg. Mig langar að nefna Nýju ís- lensku stjórnarskrána með formála eftir Vigdísi Finnbogadóttur og sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason. Því miður erum við enn að bíða og þetta er orðið alveg frek- ar fáránlegt hvað þetta ætlar að taka langan tíma en ég mæli með að þið reddið ykkur eintaki og kynnið ykkur þessi mál og þessa fínu nýju stjórnarskrá. Ef þú hefur ekki lesið bækurnar Sapiens og Homo Deus eftir Yuval Noah Harari þá mæli ég eindregið með því. Fortíð og fram- tíð okkar skoðuð með mörgum áhugaverðum pælingum. Mæli með! Þessa dagana er ég mjög mikið að njóta þess að sjá vini, kunningja og aðra vera með „live video“ á Facebook. Reyni að horfa allavega einu sinni á dag á eitthvað svona heimabruggað. Tónlist, bókalestur, jóga og endalaust má telja upp. Það er líka hægt að fylgjast með Kvílist á Facebook, þar verða svona við- burðir auglýstir.“ Mælt með í samkomubanni AFP Sagnfræðingur Yuval Noah Harari er höfundur Sapiens og Homo Deus. Dolly Parton, börn og nýja stjórnarskráin Ljósmynd/Af Facebook-síðu Dolly Parton Hæf Dolly Parton samdi Jolene og I Will Always Love You sama daginn. Lay Low Ný sýning hefur verið sett í for- sölum Kjarvalsstaða, sýning sem gestir geta skoðað fyrir utan safnið en sýningin er úrval skúlptúra sem hefur verið komið fyrir úti við glugga hússins sem snúa út að Klambratúni. Vegfarendur geta því notið sýningarinnar án þess að fara inn, enda er lokað vegna samkomu- banns. Sýningin er kölluð Liðsmenn og er nafnið dregið af verki eftir Hörpu Björnsdóttur frá árinu 1999. Það er eitt þrívíðra verka þeirra sex lista- manna sem eiga verk á sýningunni og valin voru úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Liðsmenn Hörpu eru tólf, bera hver og einn sitt einkennistákn og mynda hring á gólfinu. Verkið minn- ir á náttúrudýrkun fyrri tíma og er, segir í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur, einkar viðeigandi nú þegar sól hefur tekið að hækka á lofti. Önnur verk sem stillt hefur verið fram við gluggana eru eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur, Harald Jónsson, Hrein Friðfinnsson, Ólöfu Nordal og Sigurð Guðmundsson. Menningarstofnanir út um löndin keppast nú við að finna nýjar og oft óvæntar leiðir til að taka þátt í breyttum aðstæðum í mannlífinu. Með þessu framtaki Listasafns Reykjavíkur vilja forráðamenn safnsins koma til móts við eitt af hlutverkum þess, sem er að veita að- gang að samtímalistaverkum og bjóða upp á tækifæri til að njóta listaverka þrátt fyrir að öll söfn í landinu séu nú lokuð. Morgunblaðið/Einar Falur Speglun Vegfarandi skondraði hjá Kjarvalsstöðum í rigningunni í gær en innan við regnblauta glugga stóðu Liðs- menn Hörpu Björnsdóttur. Sýningin sem sett hefur verið þar upp er nefnd eftir þessu verki hennar. Liðsmenn innan glerja  Skúlptúrasýning sett upp í gluggum Kjarvalsstaða Systkini Utandyra virðir sýningargestur fyrir sér verkin Bróðir rjúpunnar og Systir fálkans sem eru eftir myndlistarkonuna Ólöfu Nordal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.