Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Í Bandaríkjunum hefur veriðfarið í margvíslegar og afar umfangsmiklar efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Ein þessara aðgerða er lán til minni fyrirtækja (sem þar í landi teljast þau sem hafa 500 starfsmenn eða færri og teldust því nokkuð stór hér).    Lánin, semgeta numið 1,4 milljörðum króna á fyrirtæki, eru veitt í gegnum smærri banka og aðrar fjár- málastofnanir í samvinnu við ríkisvaldið. Þau eiga að stuðla að því að koma fyrirtækjum í gegn- um þá erfiðleika sem nú ganga yfir með áherslu á að verja störf- in.    Athygli vekur að fyrirtækjumer mögulegt að fá niðurfell- ingu lánanna ef að þeim tekst að halda starfsmönnum á launaskrá og greiða reikninga á meðan far- sóttin gengur yfir, en annars eru lánin greidd niður á allt að tíu árum.    Þessi aðgerð er athyglisverðenda hugsunin sú að hjálpa fyrirtækjum í gegnum vandann, hvetja þau til að segja ekki upp starfsfólki og um leið að koma í veg fyrir að þau verði með óhóf- lega skuldabagga til framtíðar.    Til að ná sama markmiði mættifara aðrar leiðir, ekki síst þar sem skattar á laun eru háir, líkt og hér á landi. Niðurfelling tryggingagjalds, til dæmis næsta árið mundi án efa verða til að verja fjölda starfa og mundi um leið gera fyrirtækin lífvænlegri til framtíðar í stað þess að fresta vandanum til næsta árs. Störfin varin STAKSTEINAR Hinn svonefndi Veðurstofuvetur er liðinn og vorið tekið við með komu aprílmánaðar. Marsmánuður virðist ætla að verða kaldastur vetrarmánaðanna fjögurra, en með naumindum, seg- ir Trausti Jónsson veðurfræðingar á bloggi sínu. „En það þarf annan aukastaf í nákvæmni til að greina marshitann frá febrúarhitanum – og einn dagur lifir enn þegar þetta er skrifað,“ segir Trausti. Mars var kaldur framan af en hlý- indi undanfarið hafa híft með- altalið upp. Meðalhiti vetrarins nú er -0,3 stig, -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og -0,2 stigum neð- an meðallags 1991 til 2020, segir Trausti. Fimm vetur á öldinni voru lítillega kaldari en þessi. Trausti segir að á kalda tímabilinu 1965 til 2000 hafi veturinn verið meðal hinna hlýrri – enda +0,9 stigum ofan meðallags vetra á þeim tíma – og hitinn nú er meira að segja +0,2 stigum ofan með- allags vetra hlýja tímabilsins 1931 til 1960. „Þó að veturinn hafi óneitanlega verið erfiður hvað tíðarfar varðar er í raun ekki hægt að kvarta undan hitafari hans – nema því að almennt má kveina undan vetrar- hita á Íslandi,“ segir Trausti. sisi@mbl.is Mars kaldastur vetrarmánaðanna  Mars kaldur framan af en hlýindi síðustu daga hafa híft meðaltalið upp Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mars Mánuðurinn hefur verið um- hleypingasamur, kaldur og hlýr. Fjórir sóttu um stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem nýverið var auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út á mánudag og á vef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að umsækjendur eru þau Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Jón H.B. Snorrason, saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Sem kunnugt er var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, nýverið skipuð ríkislögreglustjóri. Fjórar umsóknir um stöðu lögreglustjóra Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty SENDUM FRÍTT UM ALLT LANDTIL 15. APRÍL Ekkert mál að skipta og skila Ein stærð passar á S-XL Verð 2.650,- 7 litir í boði EINSTAKLEGA MJÚKAR OG SAUMLAUSAR NÆRBUXUR 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Í LJÓSI AÐSTÆÐNA COVID19 Við hjá Bíljöfur höfum tekið upp nýjar vinnureglur varðandi bifreiðar sem koma til viðgerða, bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Bifreiðar sprittaðar fyrir og eftir viðgerðir. Einnig bjóðum við upp á að: • Fólk borgi reikning með símgreiðslu/millifærslu. • Bifreið sé sótt heim eða í vinnu til eiganda á höfuðborgarsvæðinu og henni skilað aftur eftir viðgerð. Er kominn tími til að fara með bílinn í bifreiðaskoðun? Við getum séð um það fyrir þig. Sjá nánara fyrirkomulag á facebooksíðunni okkar Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.