Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 ✝ Jóna Ann Pét-ursdóttir fædd- ist 20. september 1971. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 20. mars 2020. Foreldrar Jónu eru Alda Breiðfjörð Tómas- dóttir, f. 29.11. 1951, og Peter Mulligan, f. 26.10. 1945, d. 4.10. 2018. Þau skildu. Jóna giftist eftirlifandi maka sínum, Magnúsi Þorsteinssyni, f. 10.12. 1968, hinn 31. desem- ber árið 2013, en þau höfðu ver- ið í sambúð síðan 2004. Börn þeirra eru Þorsteinn Gauti, f. 16.10. 2005, og Nanna Helga, f. 1.10. 2009. Fyrir átti Jóna tvö börn með Auðuni Má Guð- mundssyni, f. 17.2. 1971, Pétur Snæ, f. 1.12. 1997, og Öldu Lín, skjalaþýðandi úr ensku á ís- lensku. Jóna flutti til Bretlands árið 1999 til að stunda nám og að því loknu bjó hún og starfaði í London sem kynningarfulltrúi og tengiliður við fjárfesta hjá fyrirtækinu Bakkavör. Hún flutti heim til Íslands árið 2004 en vann áfram hjá fyrirtækinu. Árin 2007 til 2009 starfaði hún hjá Sparisjóði Reykjavíkur sem yfirmaður kynningarmála, auk þess að sinna verkefnum sem tengdust samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Eftir það vann hún sjálfstætt sem löggiltur skjala- þýðandi en tók jafnframt að sér starf sem yfirmaður þýðinga hjá Landsbanka Íslands frá 2011 til 2012. Síðustu árin starf- aði Jóna áfram við þýðingar og rak sitt eigið fyrirtæki sem hún kallaði Tungutak. Jóna og Magnús bjuggu alla sína samvist í Fossvoginum, fyrst í Keldulandi en fluttu árið 2006 í Brúnaland þar sem Jóna bjó til æviloka ásamt maka og börnum. Útför hennar fer fram í kyrr- þey. f. 25.12. 1999. Jóna átti tvær hálf- systur, tvíburana Karen Hildebrand og Lindu Mulligan, f. 23.11. 1979. Móðir þeirra er Winnie Mulligan. Jóna ólst upp bæði í Skotlandi og á Íslandi. Lengi vel bjó hún ásamt móð- ur sinni hjá afa sín- um og ömmu í Heiðargerði þar sem hún gekk í Hvassaleitis- skóla. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 og lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1996. Árið 2001 tók hún meistaragráðu í stjórn- málafræði (Political Theory og Political Science) frá London School of Economics. Árið 2012 fékk Jóna réttindi sem löggiltur Litlir fætur lítil skref valhoppa af gleði koma tímar koma ráð er sorg sefar. Eins og þú sagðir sjálf við mig þá er okkar ferðalagi lokið. Þessi tími hefur verið mjög áhugaverð- ur í öllum skilningi. Lífshlaupi þínu má líkja við árstíðirnar. Vorið kom með þér. Þú varst mikill gleðigjafi og stóðst undir öllum þeim væntingum sem dótt- ir. Skólinn varð að sumri og hvert verkefni er þú fékkst upp í hendurnar leystir þú vel, hvort sem það sneri að menntun þinni, uppeldi barna þinna, sambúðum eða vinnu. En haustið fór fram hjá og veturinn kom ei. Það var þér líkt að tala um kveðjustund- ina á svona fallegan hátt. Þú hafðir mikið til brunns að bera, greind, kjark, kraft og styrk og þú hafðir strax skilning á því er þú greindist með krabbamein 42 ára gömul hvert stefndi. Það skilur enginn þessa raun nema sá er reynir. Öllum er gefinn ákveðinn tími í lífinu og við ráð- um engu. Við erum búnar vera saman á þessu ferðalagi í ca. 48 ár og síðustu sjö árin hefur þú staðið af þér marga þrekraunina á þann hátt að við sem stóðum þér næst erum afar stolt. Kjark- ur þinn og hinn mikli innri styrk- ur kom bersýnilega í ljós og sá kraftur sem þér var gefinn og þrek hefur fleytt þér í gegnum þessa tæplega sjö ára löngu bar- áttu er fáir vissu um. Þú barst þig mjög vel á mannamótum og vildir enga vorkunn. Ótal skurð- aðgerðir á tæpum 7 árum og þær margar mjög stórar ásamt geisla- og lyfjameðferðum er ekki lítið fyrir eina manneskju. Þjáningar þínar hafa verið svo miklar að það er þyngra en tár- um taki. Að mæta örlögum sin- um með þvílíkri reisn og æðru- leysi er til marks um þinn sterka persónuleika. Minningar streyma fram er þú kláraðir hvert verkefnið af öðru og slóst ekkert af, samheldni ykkar Magnúsar var einstök að halda heimilinu og fjölskyldunni saman, vera til staðar fyrir börn- in sem voru þér allt og fjórir gimsteinar er þú skilur eftir. Við sem stöndum þér næst erum í miðjum storminum en við vitum að hann mun lægja um síðir. Þín verður sárt saknað. Gjöfin er líf gjaldið er stórt Er kallið kemur. Þín mamma. Jóna Ann Pétursdóttir færði mikla hamingju í líf Magnúsar sonar míns – og hann í hennar. Þetta varð okkur ljóst þegar við kynntumst Jónu, fíngerðri konu með fagurrautt hár og freknur, smitandi hlátur og skarpa hugsun. Saman byggðu þau sér nýja tilveru, komin á miðjan fer- tugsaldur, bjuggu sér fallegar vistarverur, eignuðust tvö börn sem staðfestu hamingjuna enn frekar og bættust við þau tvö sem Jóna átti úr fyrra sambandi. Þau nutu líka félagsskapar í stórum vinahópi. Jóna og Magn- ús voru ólík um margt, með ólíka reynslu að baki en þau auðguðu lífið saman með hæfileikum sín- um, viðmóti og ástúð. Jóna var hlédræg en með sterkan vilja og sjálfstæð. Svo sjálfstæð að nokkurn tíma tók að sannfæra hana um að það væri enginn átroðningur að biðja um aðstoð. Til hins síðasta reyndi hún að leysa öll mál með allra nánustu fjölskyldu sína í kring- um sig, tók forystuna um flest og vissi hvað hún vildi. Það var ekki komið að tómum kofunum hjá Jónu þegar sest var niður með kaffibolla sem Magn- ús reiddi fram og byrjað að ræða um þjóðmálin. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum enda hafði hún lagt þau fyrir sig í námi sínu. Og það sem hún hafði áhuga á kynnti hún sér í þaula, fann óvænt sjónarhorn og gat fundið spaugilegar hliðar á alvarlegum málum. Þessi löngun eftir vitneskju kom einnig fram þegar „meistari allra meina“ knúði dyra fyrir nærfellt sjö árum. Hún vildi allt vita, finna hverja færa og jafnvel ófæra leið til að vinna bug á vá- gestinum eða vinna að minnsta kosti tíma. Og með vitneskjunni og lífsviljanum vann hún einnig verðmætan tíma, ekki síst fyrir börnin sem jafnan voru í fyrir- rúmi. Jóna fékk of stuttan tíma í þessu jarðlífi, þau Magnús of naumt skammtaðar samvistir og börnin nutu móður sinnar í allt of skamman tíma. Þetta er okkar sterka tilfinning og okkur finnst ekkert réttlæti í tilverunni. En smám saman kemur að því að við getum fyllt hugann og hjartað af þakklæti yfir því sem hún gaf sínum nánustu, vinunum og sam- félaginu og návist hennar mun halda áfram að búa innra með okkur, styrkja móður hennar, Magnús og börnin þegar þau fóta sig í nýrri tilveru. Þorsteinn Helgason. Jóna Ann var akkerið í okkar vinkonuhópi. Hún var þessi trausta, víðsýna, gáfaða og hóg- væra vinkona sem við allar bár- um mikla virðingu fyrir og hlust- uðum á af athygli. Sumar okkar hafa þekkt Jónu frá sex ára aldri eða frá því að við hófum skóla- göngu í Hvassaleitisskóla. Þá bjuggu Jóna og Alda móðir hennar í Heiðargerði, ásamt for- eldrum Öldu. Aðrar okkar komu inn í líf Jónu á menntaskólaárun- um í MH. Í gegnum okkar vinskap stendur upp úr hve hláturmild og skemmtileg Jóna var en hún gat alltaf fundið spaugilegu hliðina á hlutunum. Hún brosti með öllu andlitinu og augun pírðust svo innilega, yfir háu og fallegu freknóttu kinnbeinunum. Í kringum andlitið liðaðist svo þetta einstaklega fallega þykka rauða hár sem vakti athygli hvert sem hún fór. Jóna var ákveðin og fylgin sér og var óhrædd við að koma skoð- unum sínum á framfæri en var á sama tíma alltaf tilbúin að vega og meta sjónarmið annarra. Hún fylgdist mjög vel með stjórnmál- um og samfélagsumræðu. Það gerðist iðulega í partíum þar sem stjórnmál voru til umræðu að hún, á sinn yfirvegaða hátt, setti mál sem efst voru á baugi í rétt samhengi þannig að þeir sem vildu tala meira og hærra lögðu við hlustir. Jóna var mjög vel les- in og náði þekking hennar langt út fyrir stjórnmálafræðina. Það kom vel í ljós á spilakvöldum vinahópsins. Þau sem drógust í lið með Jónu í spurningaspilum voru yfirleitt lánsöm og líkleg til að vera í vinningsliði. Jóna var vinur vina sinna og fjölskyldan var henni allt. Þótt Jóna hafi verið grallari að vissu leyti sem barn var hún alltaf þessi góða prúða stúlka, enda vel upp alin, það sást langar leiðir. Hún bar virðingu fyrir öllum og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hún var einnig nærgætin og umhyggjusöm og spurði ávallt um líðan annarra þrátt fyrir að vera orðin mjög veik sjálf. Menntaskólaárin okkar voru skemmtileg, virkilega dýrmætur tími og svo margs að minnast. Svo valdi hver og ein okkar sitt háskólanám, en aldrei skildi leið- ir. Við hittumst reglulega, héld- um saman upp á afmæli, fórum í útilegur, sumarbústaðaferðir, ferðir erlendis og hvaðeina sem einkennir góðan vinkonuhóp. Öll börnin hennar Jónu hafa sterk karaktereinkenni frá henni. Mikið sem Jóna má vera stolt af þeim og mun hún fylgja þeim án efa áfram í gegnum lífið. Jóna tæki aldrei annað í mál. Öll börn- in standa sig svo einstaklega vel í skóla, starfi og leik, rétt eins og Jóna, sem gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Jóna greindist með krabbamein haustið 2013 sýndi hún mikinn baráttuvilja og dáð- umst við vinkonurnar að vilja- styrknum. Hún lét ekkert stoppa sig og tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi. Skarðið í vinkvennahópnum er stórt við fráfall Jónu en missir fjölskyldu hennar er mestur. Hugur okkar er stöðugt hjá Magga, Öldu móður hennar og krökkunum, sem hafa staðið við hlið hennar og stutt hana með aðdáunarverðum hætti í veikind- unum. Við óskum þess að minn- ingarnar um elsku Jónu okkar muni styðja þau og styrkja. Minningar um yndislega vin- konu munu lifa áfram í hjörtum okkar. Anna, Björk, Guðrún Gerður, Gúa, Sif, Sigrún og Svanhvít. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Nú er komið að kveðjustund, elsku Jóna Ann okkar. Hlýja þín, rólyndi, fallega rauða hárið þitt, húmorinn þinn, fallega brosið þitt og hláturinn þinn er minning sem mun lifa áfram með okkur öllum. Ákveðni þín, seigla þín og æðruleysi í erfiðum veikindum er í okkar augum einstök og ógleymanleg. Sama má segja um stuðning þinna nánustu. Magnús, yndislegu börnin þín og Alda, gáfu ávallt allt sem þau áttu til að styðja þig og styrkja. Elsku Alda, Magnús, Pétur Snær, Alda Lín, Þorsteinn Gauti og Nanna Helga. Við sendum ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við vildum óska þess að við gætum faðmað ykkur og hughreyst á þessum erfiðu tímum, elsku vinir. Við biðjum þess að góður Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Einar og Elísabet, Tómas, Þuríður og börn, Hörður, Sigrún og börn Einar Ólafur, Svava og börn. Jóna Ann Pétursdóttir Elsku pabbi minn, mikið er ósanngjarnt að þú sért farinn frá mér alltof fljótt. Við vorum miklir vinir. Sam- bandið okkar var einstakt og einkenndist af knúsiríi, hlýju og umhyggju. Hann var af gamla skólanum, þrautseigjan og vinnusemin ólýsanleg fram á síðasta dag en jafnframt svo innilega hlýr. Ég leit mikið upp til hans, hann kunni lag á öllu og var með réttu svörin við flestu. Hann kenndi mér fljótt að tileinka mér vinnusemi og samviskusemi og ég hef alltaf vitað að leti sé orð sem á helst ekki að vera til í orðabókinni og að maður klárar það sem mað- ur byrjar á. Hann sá reyndar fljótt að hann myndi seint ná að kenna mér þolinmæði og vand- Bjarni Jón Matthíasson ✝ Bjarni JónMatthíasson fæddist 1. apríl 1953. Hann lést 26. febrúar 2020. Útför Bjarna var gerð 14. mars 2020. virkni, litlu æðib- ununni, en mér var fyrirgefið það. Hann var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Hvort sem það þurfti að keyra á æfingar, kenna stærðfræði, tengja rafmagn, sinna hesti, ketti eða kanínu, lagfæra bílinn, setja saman húsgögn- alltaf var hann tilbúinn að að- stoða mig, ég gat alltaf leitað til hans, í hans hlýja faðm og viðmót. Ég á eftir að sakna þess að getað ekki leitað til hans öllum stundum. En mest á ég eftir að sakna þess að liggja uppi í sófa með honum, haus í haus að horfa á fréttir, veður, kastljós, Stuðmannamyndina Í takt við tímann, sem við kunnum utan að, eða eitthvað hundleiðinlegt, að hans mati. Elsku pabbi minn. Ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og þar hittumst við aftur. Guðrún Heiða Bjarnadóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra bróður og frænda, JÓNS INGA SIGURJÓNSSONAR, Jonna, frá Norðurkoti á Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild B2 Landspítala Fossvogi fyrir hlýhug og einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Systkini, frænkur og systkinabörn hins látna Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra BJARNA JÓNS MATTHÍASSONAR, Sandlæk, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, áður Kirkjubæjarklaustri. Sérstakar þakkir fær starfslið blóðlækningadeildar (11G) og dagdeildar (11B) á LSH við Hringbraut fyrir einstaka alúð, umhyggju og öryggi í samskiptum síðustu 8 árin. Elín Erlingsdóttir Ester Elín, Björgvin og börn Guðrún Heiða og Andri Helgi Haukur, Helga Margrét og börn systurnar Sigríður og Sigurjóna og fjölskyldur Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.