Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 25

Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT HVAÐ ÉG FÆ Í AFMÆLISGJÖF. ÉG SÁ ÞAÐ Í KVÖLDFRÉTTUNUM.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá myndskilaboð frá framandi landi. HR. ÁRDAL, DÝRALÆKNIRINN ER AÐ SINNA SJÚKLINGI. GET ÉG TEKIÐ SKILABOÐ? UH HUH? MATARBOÐ Í KVÖLD? … HVAR? … SPARIKLÆÐNAÐUR EÐA ÓFORMLEGUR? … KLUKKAN HVAÐ? … KEMURÐU MEÐ BLÓM? … ER MÉR TREYSTANDI? SÚ ER GÓÐ ÓKEI, NÚNA TRÚI ÉG ÞVÍ! ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ HÚN HAFI SAGT ÞETTA! MAMMA SENDI ÞÉR AFMÆLISKORT! LESTU ÞAÐ FYRIR MIG! „TIL LUKKU MEÐ DAGINN, HRÓLFUR! HEIMURINN ER BETRI VEGNA ÞÍN. VIÐ GLEÐJUMST ÖLL!” „… VIÐ ERUM SVO ÁNÆGÐ AÐ VERA EKKI ÞÚ!” „HANN SKRAPP ÚT TIL ÞESS AÐ … ÉG ÆTTI LÍKLEGA EKKI AÐ RÆÐA ÞAÐ. VILTU AÐ ÉG OTI AÐ HONUM SKILABOÐUM.” dugleg að fara á Austfirði til að heim- sækja æskuslóðir Eddu, konu Þor- steins, og æskuvini hennar, síðast í fyrra. „Við njótum þess enn að fara í lengri og skemmri ferðir. Í fyrrasum- ar fórum við líka á Vestfirði, þar sem við nutum gestrisni gamalla héraðs- höfðingja í Dýrafirði, nemenda frá Hvanneyri, Valdimars Gíslasonar á Mýrum og Bergs Torfasonar á Þing- eyri. Þeir urðu búfræðikandídatar frá Hvanneyri fyrir 60 árum.“ Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Edda Em- ilsdóttir, f. 14.7. 1931, lífeindafræð- ingur. Þorsteinn og Edda kynntust í Kaupmannahöfn þegar þau voru þar bæði við nám. Þau fóru að sækja tón- leika saman og hlusta á tónlist af plöt- um. Þau giftu sig svo árið 1955 og eiga því 65 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Eddu: Hjónin Emil Björn Magn- ússon, f. 2.8. 1906, d. 25.11. 1952, bankagjaldkeri, og Margrét Árna- dóttir, f. 15.1. 1908, d. 17.6. 1997, hús- móðir og iðnverkakona, þau bjuggu á Eskifirði og síðar í Reykjavík. Börn Þorsteins og Eddu eru 1) Ingibjörg, f. 22.11. 1955, tónlistar- kennari, búsett í Hafnarfirði. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn; 2) Björn, f. 3.2. 1958, prófessor við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri, maki: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, f. 28.5. 1957, prófessor við Háskólann á Hól- um. Þau eiga tvo syni; 3) Þorsteinn, f. 1.8. 1961, matsmaður hjá trygginga- félagi, búsettur í Reykjavík, maki: Þórdís Stross, f. 13.12. 1963, fiðluleik- ari og tónlistarkennari, búsett í Reykjavík. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn; 4) Margrét, f. 26.6. 1965, fiðluleikari og tónlistarkennari, maki: Arinbjörn Vilhjálmsson, f. 14.2. 1963, arkitekt, búsett í Reykjavík. Þau eiga tvö börn. Systkini Þorsteins: Magnús Þor- steinsson, f. 15.3. 1921, d. 5.3. 2013, bóndi á Húsafelli og síðar í Vatnsnesi í Grímsnesi; Kristleifur Þorsteinsson, f. 11.8. 1923, d. 7.2. 2003, bóndi og ferðabóndi á Húsafelli, og Ástríður Þorsteinsdóttir, f. 7.8. 1927, húsfreyja á Húsafelli og síðar hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins: Hjónin Ingi- björg Kristleifsdóttir, f. 28.11. 1891, d. 8.9. 1930, og Þorsteinn Þor- steinsson, f. 6.7. 1889, d. 3.2. 1962, bændur á Húsafelli. Þorsteinn Þorsteinsson Ástríður Hannesdóttir húsfreyja á Vilmundarstöðum Magnús Jónsson bóndi á Vilmundar- stöðum í Reykholtsdal Þorsteinn Magnússon bóndi í Húsafelli Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Húsafelli Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Húsafelli og síðar hjúkrunarfræðingur í Rvík Þórður Kristleifsson söngkennari og menntaskólakennari á Laugarvatni Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli Einar Einarsson bóndi á Urriðafossi í Flóa Andrína Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður og bóndi á Stóra-Kroppi Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja á Urriðafossi Þorsteinn Jakobsson bóndi og steinsmiður á Húsafelli Úr frændgarði Þorsteins Þorsteinssonar Ingibjörg Kristleifsdóttir húsfreyja á Húsafelli Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Húsafelli Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Húsafelli Davíð Hjálmar í Davíðshaga yrk-ir á Leir og kallar „Samt sem áður“: Senn fer að hlýna með sóldaga bjarta, samt finna einhverjir leið til að kvarta er blómstrandi vorið allt bíar og syngur og bofsar og tístir – því lúsmýið stingur. Ólafur Stefánsson vinnur hér „þarft verk“: Ég fordæmi fordómavankann, fer inn á vitsmunabankann, að eyða þeim villum og óþörfu grillum, sem koma og kolstífla þankann. Ekki er það gott! Pétur Stef- ánsson yrkir: Covid-smitið ennþá eykst, eykst á læknum pressa. Hundruð þúsund hafa veikst í heiminum fram til þessa. Höldum okkur heima við, heilsuvarnir styrkjum. Og að gömlum sveitasið, sælleg ljóðin yrkjum. Skúrum gólf og bökum brauð, á bíómyndir glápum, Eyðir smiti og andans nauð ef við hendur sápum. Lesum bækur, tökum til, týnum fúlu geði, eldum mat og spilum spil, spörum ei lífsins gleði. Friðrik Steingrímsson vekur at- hygli á að DV segi frá því að nú sé kreppa hjá fíkniefnasölum: Af fíknefnasölunum frá því er skýrt um fátækt og samdrátt þeir gagga, nú er víst kaupið hjá ræflunum rýrt svo ríkið má hlaup’undir bagga. Erlendur S. Baldursson segir að þessi staka, „Veirumál á Kanarí“, hafi orðið til á Tenerife í byrjun mars. Líklega sé landlæknir ekki sammála: „Ég fullur er upp fyrir eyru því einasta vörnin það er. Hér er allt vaðandi í veiru sem vilja í kroppinn á mér.“ Mér þykir alltaf gaman að rifja upp fuglalimrur Páls Jónassonar í Hlíð. Hér lýsir hann „Íslandi í dag“: Hin suðræna silkitoppa er sauðarlæri að kroppa með floti og frönskum og deserti dönskum en krummi er poppkorn að kroppa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fordómavankinn og veiran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.