Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Guðni Einarsson
Erla María Markúsdóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Landlæknir segir það ljóst að
róðurinn muni þyngjast næstu vik-
urnar og fleiri veikjast og látast.
„Við þurfum að hlúa hvert að öðru
og sjálfum okkur,“ sagði Alma D.
Möller landlæknir á upplýsinga-
fundi almannavarna í gær. Hún
sagði að dauðsföll af völdum
COVID-19, sjúkdómsins sem kór-
ónuveiran veldur, minntu okkur á
hvað veiran gæti verið skæð.
„Það er umtalsverður fjöldi sem
veikist alvarlega og COVID-19
leggst þyngra á þá sem eldri eru.
Þar er dánartíðnin hæst og þess
vegna höfum við lagt ofuráherslu á
að vernda þá sem eldri eru,“ sagði
Alma.
Engin sértæk meðferð er til við
kórónuveirunni sem stendur og
ítrekaði Alma að gjörgæslumeðferð
ein og sér væri ekki lækning.
„Gjörgæslumeðferð er ætlað að
styðja við starfsemi líffæra, eins og
með öndunarvél, lyfjum og fleiri
tækjum, meðan líkaminn er að
vinna á veirunni. Því miður gengur
það ekki alltaf og tölur að utan
benda á að það er töluverð dán-
artíðni meðal þeirra sem leggjast
inn á gjörgæslu. En við vitum líka
að heilbrigðisstarfsfólk og vísinda-
menn um allan heim leggja kapp á
að þróa meðferð og menn eru stöð-
ugt að læra,“ sagði Alma.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir hefur verið í tengslum við
Matvælastofnun í tengslum við
hvort dýr hafi sýkst, en lítið virðist
vera um slíkt og hefur það ekki
verið sérstaklega til skoðunar.
Hann var spurður út í sýkingu
kórónuveirunnar frá mönnum í dýr
á upplýsingafundinum í gær, en um
helgina var greint frá því að tígr-
isdýr í dýragarðinum í Bronx í New
York hefði verið greint með
kórónuveiruna. Talið er að dýrið
hafi smitast af dýrahirði sem var
einkennalaus á þeim tíma.
„Þetta er mjög óvenjulegt en
segir manni kannski að menn eiga
ekki að fá sér tígrisdýr á þessum
tíma,“ sagði Þórólfur og glotti út í
annað.
Slökum á um páskana
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglustjóra,
spurði hvort helgin hefði ekki bara
verið ágætis æfing hjá landsmönn-
um, sem hafa verið beðnir að halda
sig heima um páskana.
„Eigum við ekki að slaka á um
páskana?“ spurði hann jafnframt,
en æfingin var greinilega nauðsyn-
leg að mati Víðis, sem benti á að
björgunarsveitir björguðu um 100
Íslendingum um helgina sem höfðu
lent í ógöngum í slæmu veðri. „Er
þetta ekki bara komið gott?“ sagði
hann og hvatti fólk til að slaka á
heima um páskana og halda mat-
arboð með vinum á fjarfundi.
„Njótum návista með okkar nán-
ustu, höldum áfram að vera ábyrg
og þá tekst okkur að komast í
gegnum þetta,“ bætti hann við.
Ekki er skynsamlegt að bjóða
stórfjölskyldunni í mat um páskana
ef í þeim hópi er fólk í áhættuhópi.
Því fleiri sem koma saman, þeim
mun meiri hætta er á því að smit
komi upp, að sögn Víðis, sem bætti
við að páskarnir yrðu skrítnir, ef-
laust þeir skrítnustu sem við hefð-
um lifað.
Stöðugt fleiri sækja appið
Í gær var búið að hlaða smit-
rakningarappinu Rakning C-19 nið-
ur í um 115 þúsund símtæki. Best
er að sækja appið í gegnum síðuna
covid.is.
Áætlanir um mögulega afléttingu
aðgerða 4. maí eru í sífelldri endur-
skoðun, samkvæmt stöðuskýrslu al-
mannavarna. Það á m.a. við um
komur erlendra ferðamanna til
landsins. Allar breytingar verða
kynntar þegar nær dregur. Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítala,
telur að faraldurinn fari að ná há-
marki.
Róðurinn á eftir að þyngjast
Umtalsverður fjöldi veikist alvarlega af kórónuveirusjúkdómnum Áhersla er lögð á að vernda þá
sem eldri eru því dánartíðnin er hæst þeirra á meðal Íslendingar eru hvattir til að halda sig heima
Uppfært spálíkan
» Á meðan þessi bylgja farald-
ursins gengur yfir er gert ráð
fyrir að rúmlega 2.100 manns á
Íslandi greinist með COVID-19.
Talan gæti náð 2.600 sam-
kvæmt svartsýnni spá.
» Gert er ráð fyrir að fjöldi
greindra með virkan sjúkdóm
nái hámarki í fyrstu viku apríl
og verði sennilega um 1.400.
Þeir gætu orðið 1.700 viku síðar
samkvæmt svartsýnni spá.
» Gert er ráð fyrir að í þessari
bylgju þarfnist 140 innlagnar á
spítala en þeir gætu orðið hátt í
170.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 45 877
Útlönd 0 0
Austurland 6 69
Höfuðborgarsvæði 1.126 2.972
Suðurnes 72 229
Norðurland vestra 35 54
Norðurland eystra 42 209
Suðurland 165 389
Vestfirðir 42 335
Vesturland 29 129
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
27.880 sýni hafa verið tekin
476 einstaklingar hafa náð bata
6 einstaklingar eru látnir
37 eru á sjúkrahúsi 11 á gjör-gæslu
1.096 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 5. apríl
Heimild: covid.is og landspitali.is
1.562 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.562
1.080
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5.
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
73%
53%
12% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,9% sýna tekin hjá ÍE
12.467 hafa lokið sóttkví5.263 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundurinn F.v.: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller
landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri LSH, og Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns.
Sex einstaklingar höfðu látist hér á
landi af völdum kórónuveirusjúk-
dómsins COVID-19 í gær. Á með-
fylgjandi skýringarmynd má sjá
samanburð við nokkur valin lönd, en
athygli vekur að tilkynnt dauðsföll á
hverja milljón íbúa eru fleiri hér en í
Kína, þar sem sjúkdómurinn átti
upptök sín.
Tveir karlar létust af völdum hans
á sunnudaginn var. Annar þeirra bjó
á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bol-
ungarvík. Hann var fæddur 1938 og
bjó í Bolungarvík, að því er fram
kom á vefnum bb.is. Hinn lést á
Landspítalanum. Hann var fæddur
árið 1953 og bjó á höfuðborgarsvæð-
inu, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Áður höfðu látist hjón úr
Hveragerði á áttræðisaldri, öldruð
íslensk kona og erlendur ferðamað-
ur á fertugsaldri.
Dauðsföll af völdum kórónuveiru
voru orðin fleiri en 70 þúsund á
heimsvísu í gær. Þá var fjöldi smit-
aðra í heiminum að nálgast 1,3 millj-
ónir manna. Kórónuveirusmit hafði
komið upp í 191 landi og var talið að
rúmlega 243 þúsund hefðu þá náð
sér fyllilega aftur. Tölurnar voru
byggðar á opinberum gögnum land-
anna og frá WHO.
Kína Noregur Ísland Þýska-
land
Banda-
ríkin
Dan-
mörk
Íran Svíþjóð Bret-
land
Frakk-
land
Ítalía Spánn
2
14 16 19
29 32
45 46
73
121
263
280
Fjöldi dauðsfalla á hverja milljón íbúa
Skráð dauðsföll að völdum COVID-19-sjúkdóms skv.
tölum frá Johns Hopkins CSSE
3.335 74 6 1.608 9.683 187 3.739 477 4.943 8.093 15.887 13.169
Dauðsföll:
Sex andlát á Íslandi
Fleiri dauðsföll á milljón íbúa en í
Kína Yfir 70.000 látnir á heimsvísu
krá a sf ll af völdum COVID-19-sjúkdóms
skv. tölum frá Johns Hopkins CSSE