Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 6

Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is HVÍTAR GÆÐA INNIHURÐIR Á GÓÐU VERÐI „Menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta fyllstu varúðar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísar hann þar til aukins álags á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðustu daga, en fjölmargar tilkynningar hafa bor- ist um hugsanleg kórónuveirusmit um borð í skipum. Segir Ásgeir eðlilegar ástæður þar að baki enda vilji sjófarendur gæta ýtrustu varúðar. „Menn vilja vera öruggir sem hefur þýtt að við höfum fengið töluvert af tilkynning- um. Þannig hefur fjöldi tilkynninga komið í kjölfar þess að grunur hefur vaknað um mögulegt smit,“ segir Ás- geir. Sökum þessa hafa varðstjórar fyrrnefndrar stjórnstöðvar staðið frammi fyrir fjölda áskorana, sem jafnframt krefst aukins samstarfs fjölmargra aðila. Að sögn Ásgeirs fer af stað ferli um leið og grunur um smit kemur upp. Sinnir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar hlutverki milliliðs. Komi upp grunur um smit er haft samband við hafnir, sótt- varnalækni, lögreglu og heilbrigðis- yfirvöld á hverjum stað. Í kjölfarið er áhöfnum báta og skipa leiðbeint um næstu skref. „Okkar hlutverk er í raun að vera milliliður. Um leið og málið kemur til okkar er það sett í farveg og er þá farið úr okkar hönd- um,“ segir Ásgeir. Spurður hvort hluta tilkynning- anna megi rekja til hefðbundinna veikinda kveður Ásgeir já við. Hann hafi þó ekki tölulegar upplýsingar um hvort eða hversu margir skip- verjar hafi greinst með kórónuveir- una. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta. En einhver hluti af þessu er vegna hefðbundinna veikinda,“ segir Ásgeir. aronthordur@mbl.is Gæslan undir auknu álagi  Skipverjar vilja gæta fyllstu varúðar Ljósmynd/Landhelgisgæslan Stjórnstöð Fjöldi tilkynninga hefur borist undanfarna daga. SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er afar einfalt reikningsdæmi fyrir fyrirtæki sem skortir lausafé og á því ekki peninga til að greiða skatta og opinber gjöld. Slíkt fyrir- tæki mun ekki eiga neina mögulega á því að vera í betri stöðu eftir þrjá mánuði, án tekna þar sem skuldir safnast á sama tíma upp,“ segir Jó- hannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF). Að hans sögn liggur ljóst fyrir að fella verður niður skatta og opinber gjöld til að gera ferðaþjónustufyr- irtækjum kleift að lifa áfram. Að- gerðapakki rík- isstjórnarinnar hafi keypt tíma, en nú þurfi að grípa til víðtæk- ari aðgerða. „Eins og for- sætis- og fjár- málaráðherra hafa sagt þarf að end- urmeta aðgerðirnar eftir því hvernig þróunin verður. Þetta er ekki mán- aða niðursveifla heldur miklu lengri. Þetta er kreppa af heimssögulegri gráðu og við verðum að horfast í augu við það. Við verðum að horfa til lengri tíma og skipuleggja hvernig við ætlum upp úr þessum skurði. Setja þarf af stað skynsamlegar að- gerðir, sem ég hef fulla trú á að sam- félagið geti unnið saman að,“ segir Jóhannes sem telur að mestum árangri verði náð í samvinnu allra aðila. Versnar með hverjum degi „Ríkisstjórnin, atvinnulífið og verkalýðsfélögin þurfa að vinna í sameiningu að þessu. Lykilatriði er að unnið sé eins hratt og hægt er. Aðgerðapakkinn aflétti ákveðinni óvissu, en að hluta má segja að óvissan haldi áfram enda um fresti að ræða. Í fyrirtækjarekstri er mjög mikilvægt að minnka óvissu þannig að þeim mun fyrr sem hægt er að henda reiður á hvernig aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera þeim mun betra,“ segir Jóhannes. Aðspurður segir hann að staða ferðaþjónustufyrirtækja versni dag frá degi. Allt bendi til þess að algjört tekjuhrun verði næstu mánuði. „Staðan eins og hún er í dag versnar dag frá degi. Fyrirtækin sjá al- mennt fram á algjört hrun í tekjum næstu þrjá mánuði hið minnsta. Raunhæft séð þá er háönnin að stórum hluta farin í skrúfuna líka. Þetta getur þó hlaupið í hina áttina og við verðum að vonast til þess, þó að líkurnar séu á hinn veginn,“ segir Jóhannes. Spurður hvort mörg fyrirtæki séu í gjaldþrotahættu verði ekkert að gert kveður Jóhannes já við. SAF hafi þó ekki metið hversu stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja sé í hættu. „Stór hluti greinarinnar er að reiða sig á þær aðgerðir sem grípa þarf til. Hversu langt aðgerðirnar ganga mun á endanum ráða langmestu um það hvort fyrirtæki haldist á floti í gegnum þetta eða ekki. Sé ekki gengið nógu langt má telja að um helmingur ferðaþjónustufyrirtækja sé í verulegri hættu. Ýmsir myndu jafnvel vilja nefna hærri tölu, en í Noregi hefur verið talað um 63%,“ segir Jóhannes. Niðurfelling lána geti nýst Séu aðgerðir Bandaríkjanna og Íslands í tengslum við kórónuveir- una bornar saman kemur margt at- hyglisvert í ljós. Sem hlutfall af landsframleiðslu nemur umfang fyrstu aðgerða vestanhafs um 10% af landsframleiðslu samanborið við 7,8% hér á landi. Þar í landi eru ein- ungis 25% aðgerðanna í formi raun- verulegra útlána, en til samanburðar nema frestir og lán um 60% hér á landi. Þá stendur fyrirtækjum, með færri en 500 starfsmenn, til boða að fá lán sem falla niður takist þeim að halda starfsmönnum á launaskrá og greiða reikninga á meðan farsóttin gengur yfir. Spurður hvort fara hefði átt svip- aða leið og þar í landi segir Jóhann- es erfitt að bera löndin saman. Niðurfelling lána til smærri fyr- irtækja geti þó nýst sumum vel. „Við þurfum ekki endilega að finna upp hjólið sjálf og eigum að nýta það sem hentar vel og ná þann- ig árangri. Við höfum hins vegar horft til Norðurlandanna þar sem atvinnuleysisbæturnar hafa nýst vel og samfélagsbyggingin er líkari okk- ar. Bandaríska leiðin getur þó nýst t.d. minni fyrirtækjum á lands- byggðinni þar sem hlutastarfaleiðin á ekki endilega við. Hlutastarfaleið- in getur verið erfið fyrir fyrirtæki sem þurfa starfskraftinn en geta ekki greitt honum laun. Þetta getur því alveg verið skynsamleg lausn,“ segir Jóhannes Þór Skúlason. Ferðaþjónustan rær lífróður  Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar dag frá degi  Brýn þörf á frekari aðgerðum stjórnvalda  Niðurfelling lána til fyrirtækja geti nýst sem lausn  Útlit er fyrir að háönnin sé að mestu farin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðamaður Einn af örfáum ferðamönnum sem enn eru staddir hér á landi. Algjört tekjuhrun er í ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason Heildarfjöldi farþega Icelandair dróst verulega saman í mars. Alls var heildarfjöldi farþega flugfélagsins 123 þúsund í mánuðinum og dróst saman um 54% milli ára. Þá var sætanýtingin 61,9% í marsmánuði samanborið við 81,2% á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í flutningatölum Icelandair Group, sem birtar voru í Kauphöll Ís- lands í gær. Rekja má samdráttinn til útbreiðslu kórónuveirunnar og ferðatakmarkana sem settar hafa verið um allan heim. Í tilkynningunni segir enn fremur að flugáætlun fyrirtækisins sé nú komin undir 10% af fyrri áætlun. Farþegum Air Iceland Connect fækkaði sömuleiðis um 51% og voru alls 11 þúsund í marsmánuði. Fraktflutningar Icelandair drógust umtalsvert minna saman en farþegaflutningar í mán- uðinum. Framboð félagsins á helstu flugleiðum í fraktflutningum var að fullu nýtt. Verulegur samdráttur í mars HEILDARFJÖLDI FARÞEGA DRÓST SAMAN UM 54% MILLI ÁRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.