Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is Hægt er að bóka tjónaskoðun hj LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN á okkur á net n • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat HSRETTING.IS 547 0330 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari varaði við því í gær að aldrei hefði reynt jafnmikið á samheldni Evr- ópusambandsríkjanna og nú. Hvatti hún ríki álfunnar til þess að vinna saman að því að endurreisa efnahag aðildarríkjanna þegar heimsfarald- urinn verður liðinn hjá. „Ég tel að Evrópusambandið standi nú frammi fyrir mestu próf- raun sinni frá stofnun,“ sagði Merkel og bætti við að öll ríkin hefðu fundið fyrir faraldrinum og því væri það hagur allra að Evrópuríkin kæmu styrkum fótum frá þessari raun. við endurreisnina, þannig að öll ríkin deili lántökukostnaðinum og skulda- byrðinni af þeim. Hollendingar, Austurríkismenn og Þjóðverjar hafa hins vegar ekki viljað ganga svo langt, þar sem ótt- ast hefur verið að ríki þeirra myndu þá þurfa á endanum að standa skil á óábyrgri fjármálastjórn ríkjanna í suðurhluta álfunnar. Fjármálaráð- herrar ESB-ríkjanna munu halda fjarfund í dag, og er talið að þar verði samþykkt samkomulag um hvernig neyðaraðstoð sambandsins verður háttað. Mun hún fela í sér heimildir til að veita lán úr neyðarsjóðum sam- bandsins, en ekki verður af útgáfu „kórónubréfanna“ að sinni. verjar, með stuðningi Frakka, kallað eftir því að gefin verði út svonefnd „kórónuskuldabréf“ til að hjálpa til Stjórnvöld í Frakklandi vöruðu við því í að gær að yfirvofandi væri versta efnahagskreppa sem Evrópa hefði séð frá lokum síðari heims- styrjaldar. Sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, að tryggja þyrfti að ríkari ríki sam- bandsins næðu sér ekki af áhrifum kórónuveirunnar fyrr en hin verr settu, því annars yrði eining aðild- arríkjanna sem og evrusvæðið fyrir miklu höggi. Ræða neyðarpakka í dag Ríki Evrópusambandsins hafa átt í innbyrðis deilum síðustu daga um það hvernig koma eigi til móts við þann vanda, og hafa Ítalir og Spán- „Mesta prófraun“ ESB  Aðildarríkin ræða neyðaraðstoð  Óttast verstu kreppuna frá stríðslokum AFP Gott bil Merkel ræðir við blaða- menn með tveggja metra bili í gær. Heldur tómlegt er um að litast í mörgum af helstu stórborgum Evrópu vegna kórónuveiru- faraldursins, enda búa íbúar þeirra við strangar ið, en heldur ólíklegt er að hann hafi sungið fyrir munni sér ljóðlínur Jónasar Árnasonar um maí- kvöld í Moskvuborg. takmarkanir á ferðum sínum utandyra. Moskva, höfuðborg Rússlands, er þar engin undantekn- ing. Þar gekk þessi maður einn yfir Rauða torg- AFP „Eitt sinn einn ég gekk yfir Rauðatorg“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í gærkvöldi flutt- ur á gjörgæslu- deild sjúkrahúss- ins St. Thomas í Lundúnum. Fyrr um daginn hafði talsmaður for- sætisráðuneyt- isins sagt líðan Johnsons góða og að hann fylgdist enn með aðgerðum stjórnvalda af sjúkrabeð sínum. Ástand Johnsons versnaði hins veg- ar um kvöldið, og var hann því fluttur á gjörgæslu í varúðarskyni, meðal annars ef til þess kæmi að setja þyrfti hann í öndunarvél. Dominic Raab utanríkisráðherra stýrði fundum ríkisstjórnarinnar í gær en hann hefur verið útnefndur staðgengill Johnsons þar sem þess þarf. Unnusta Johnsons, Carrie Sym- onds, varð einnig einkenna vör en hefur nú náð sér að fullu. Hún á von á fyrsta barni þeirra. Meira en 50.000 Bretar hafa greinst með veiruna og rúmlega 5.000 hafa dáið vegna faraldursins. Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Boris Johnson BRETLAND Tedros Adhan- om Ghebreyesus, framkvæmda- stjóri Alþjóða- heilbrigðisstofn- unarinnar WHO, fordæmdi í gær hugmyndir tveggja franskra lækna, sem höfðu lagt það til að prófa mætti bóluefni gegn kórónuveir- unni í Afríku. „Afríka getur ekki og mun ekki verða tilraunastofa fyrir neitt bóluefni,“ sagði Ghebreyesus og bætti við að hugmyndirnar virtust vera vondur arfur frá nýlendutím- anum. „Við fordæmum þetta alfar- ið og lofum ykkur því að þetta verður ekki gert.“ Afríka ekki tilrauna- stofa fyrir bóluefni Tedros Adhanom Ghebreyesus SVISS Rúmlega 360.000 manns hafa nú smitast af kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum og rúmlega 10.000 manns farist af völdum hans þar í landi samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskólans. Bandaríkjamenn búa sig nú undir eina verstu viku í sögu þjóðarinnar, en gert er ráð fyrir að bæði stað- festum tilfellum sem og dauðsföllum af völdum veirunnar muni fjölga mjög næstu daga. Bandaríkin eru nú með þriðja mesta mannfallið af völdum veirunn- ar á eftir Ítalíu og Spáni, en stjórn- völd í þeim ríkjum telja hins vegar að nú sé loks farið að rofa til í faraldr- inum í Evrópu. Frá síðastliðnum miðvikudegi hafa hins vegar fleiri en þúsund dauðsföll verið staðfest á degi hverjum í Bandaríkjunum. Vildi fresta forkosningum New York-ríki hefur orðið verst úti í faraldrinum vestanhafs til þessa, en rúmlega 130.000 manns höfðu smitast þar af veirunni í gær- kvöldi, og tæplega 4.800 manns látist af völdum hennar. Flest dauðsföllin hafa verið í New York-borg, en þar eru nú staðfest rúmlega 72.000 til- felli veirunnar og rúmlega 3.000 dauðsföll. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ákvað í gær að fram- lengja útgöngubann sem gilt hefur í ríkinu fram til loka aprílmánaðar. Þá hugðist Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsinríkis, fresta forkosningum demókrata í ríkinu, sem áttu að fara þar fram í dag. Evers, sem er demó- krati, hefur átt í deilum síðustu daga við ríkisþing Wisconsin, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, um hvort forkosningarnar ættu að fara fram. Ríkisþingið áfrýjaði hins vegar ákvörðun Evers til hæstaréttar rík- isins, sem fyrirskipaði seint í gær- kvöldi að kosningarnar skyldu fara fram. sgs@mbl.is Rúmlega 10.000 dánir vestanhafs  New York-ríki framlengir út- göngubann sitt AFP New York Hjúkrunarfræðingur í Brooklyn býr sig undir daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.