Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sagan geymirmörg dæmium menn
sem fóru fyrir þjóð-
um og misstigu sig
illa í því hlutverki.
Stjórnendur sem
lúta leikreglum lýð-
ræðisins eru veikari fyrir vin-
sældatapi en þeir sem byggja
vald sitt á her og lögreglu. En
jafnvel þeir síðarnefndu þola
ekki óánægju lýðsins til lengd-
ar. Rísi óánægjualda hátt er
þekkt afbrigði í stöðunni að
beina athygli annað. Framandi
óvinur sem bregðast þarf við af
samhentri þjóð gagnast oft vel.
Gangi leikfléttan upp komast
stjórnvöld í nægjanlegt skjól og
ná tiltrú, og herða tök sín.
Kórónuveiran er ekki upp-
blásinn andstæðingur. En lask-
aðir leiðtogar geta brúkað þá
ógn sem frá henni stafar til að
komast aftan að pólitískum and-
stæðingum. Eftirsóknarverðast
er að gera þá ábyrga fyrir veir-
unni vondu.
Leiðtogar New York, sér-
staklega Blasio borgarstjóri,
eru gott dæmi þessa. Trump
forseta brá mjög þegar bann-
sett veiran bankaði óvænt upp á
og fipaðist. Hann sá á auga-
bragði að þróaðist faraldurinn á
versta veg gætu helstu fegurð-
arverðlaun hans á kjör-
tímabilinu breyst í skuggamynd
í kosningunum í nóvember nk.
Obama forveri hans var frum-
kvæðislítill í efnahagsmálum og
stöðnun varð einkennandi. Það
gjörbreyttist með Trump sem
frá fyrsta degi remdist við að
efna loforð sín í efnahags-,
skatta- og peningamálum. Þar
varð gjörbreyting og þarf að
horfa til tíðar Reagans og
reyndar Kennedys í skatta-
málum til að sjá eitthvað sam-
bærilegt.
Aðgerðirnar þýddu jákvæða
þróun á flestum sviðum efna-
hagsmála. Störfum fjölgaði, trú
landsmanna á eigin getu óx
hratt. Einn mælikvarðinn vísi-
tölur markaða sem tóku mikinn
og samfelldan vaxtarkipp. Þótt
fyrrnefndar breytingar forset-
ans réðu mestu um hin jákvæðu
teikn þá eru slíkir mælikvarðar
mjög bundnir huglægum þátt-
um eins og væntingum og von-
um, ótta, tiltrú eða efasemdum
svo nokkur dæmi séu tekin.
Kórónuveiran kom eins og möl
og urð inn í allt það gangverk.
Nýr ógnvaldur steig inn á svið
efnahagslífsins og fékk sam-
stundis alla athygli.
Veiran sjálf hefur enn ekki
gert neinn stórbrotinn skaða,
mælt í dollurum og sentum
vestra. En viðbrögðin, og er þá
ekki verið að gagnrýna þau,
hafa hins vegar gert það. Yfir-
völd hafa ályktað sem svo: Það
eru engin bóluefni til og þau
verða ekki til í tæka tíð. Lyf,
sem draga úr verstu afleið-
ingum, eru heldur
ekki til. Þetta er því
eina úrræðið. Hitt
er uppgjöf. Aðeins
hlé á stærstum
hluta persónulegra
samskipta manns
og annars er til-
tækt úrræði. Ekki til að stöðva
veiruna alveg. Það mun ekki
takast, og óvíst að það væri
gott. Aðeins til að hafa lág-
marksstjórn á hraða útbreiðslu
hennar, svo að þegar líf liggur
við megi taka á móti henni af
verulegu afli.
Þessi leið, sem heimurinn
hefur víðast sannfært sig um að
sé hin eina færa, er mikil
glæfraleið. Úthaldið mun bresta
ef því er ætlaður of langur tími.
Getgátur eru uppi um að það
geti gengið að leggja þetta stóra
stopp á stóran hluta mannkyns
fram yfir páska og jafnvel allt til
loka þessa mánaðar. Þá þurfi
þessari heimseinangrun að
ljúka. Kannski með skipulögð-
um hætti í skrefum en það þolir
ekki langan tíma.
Fjöldi smitaðra er gefinn upp
en lítið að marka þær tölur. Og
það er þýðingarmikið að sú tala
sé há. Þar með er augljóst að
tala „læknaðra“ verður einnig
margföld sú tala sem birt er um
það. Ástæða þessa er sú að
fjöldi manna fær veiruna án
þess að finna verulega fyrir. En
líka þeir eru læknaðir og ónot-
hæf burðardýr. Það er ein
ástæða þess að ætla má að efna-
hagslífið í veröldinni muni taka
fljótt við sér.
Þótt þessum slag sé líkt við
styrjöld, og jafnvel heimsstyrj-
aldir, þá er flest harla ólíkt. Í
heimsstyrjöldunum tveimur
lagðist „stríðsveiran“ þyngst á
ungu mennina, sem sendir voru
eins og dýr til slátrunar. Bar-
áttan stóð í hálfan áratug. Eftir
stóðu ekki aðeins brotnar og
særðar fjölskyldur, ónýtar
borgir, brýr og vegir, heldur
hafði allri framleiðslu verið ætl-
að að vinna í þágu stríðs. Öllum
fjármunum var kastað á það bál.
Nú er fjármunum ríkjanna
fremur varpað eins og silfri Eg-
ils yfir fjöldann og fyrirtæki
þeirra en nú í göfugum tilgangi.
Til að fleyta mannlífinu yfir erf-
iðustu mánuðina. Og þetta stóra
stopp hefur þýtt að margur hef-
ur fengið óvæntan umþóttunar-
tíma inn í lífsbaráttuna. Tími
hefur gefist til að taka til í fleiru
en bílskúrnum. Líka í hug-
skotinu og sálartetrinu.
Kannski kemur heimurinn að
nokkru úthvíldur og endur-
nærður úr orrustu að þessu
sinni. Kannski komum við öll út
á völlinn aftur eins og eftir
ónýtan fyrri hálfleik, og verðum
eins og víkingar í þeim seinni,
skorum í honum mörk sem
myndu að jafnaði duga heila
leiktíð. Hver veit? Má ekki vona
það?
Stoppið heiminn, ég
ætla út, var sagt í
söngleik forðum. Nú
er komin áþekk upp-
færsla á heimsvísu}
Stoppið heiminn – hlé
A
ðgerðarpakkar ríkisstjórnar hafa nú
verið samþykktir á Alþingi með
nauðsynlegum breytingum. Fleiri
tillögur eru í farvatninu enda eru
allir sammála um að bregðast verði
fljótt og vel við þeirri stöðu sem upp er komin
vegna heimsfaraldursins en ekki með smáum að-
gerðum sem á endanum verða bæði kostn-
aðarsamar og skila litlu. Um það eru stjórn og
stjórnarandstaða sammála. Af þeim aðgerðum
sem þegar hefur verið ráðist í ber fyrst að nefna
hlutastarfaleiðina sem koma á til móts við starfs-
menn fyrirtækja sem búa við mjög skerta verk-
efnisstöðu og tekjumöguleika. Má ætla að sú ein-
staka aðgerð sé með þeim mikilvægari til að
koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi
því enn ætlum við okkur að komast upp úr þessu
fyrr en síðar. Aðrar leiðir hafa einnig verið sam-
þykktar á Alþingi, svo sem brúarlán, frestun á skatt-
greiðslum og endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við
íbúðarhúsnæði og bílaviðgerðir, sem og ýmiss konar fjár-
veitingar til stuðnings við íþróttafélög og menningar-
starfsemi, nýsköpun og rannsóknir svo dæmi séu tekin.
Það liggur þó alveg ljóst fyrir að margt fleira þarf að gera
og höfum við í Samfylkingunni borið fram tillögur þess efn-
is. Sumar hlutu náð fyrir augum stjórnarmeirihluta í
þinginu en aðrar nauðsynlegar aðgerðir voru því miður
felldar.
Einn er sá rekstur sem enga athygli hefur fengið þegar
kemur að stuðningi stjórnvalda en getur lítið stuðst við þær
leiðir sem þegar hafa verið samþykktar. Fjöl-
miðlar eru hreint ekki að glíma við verkefna-
skort þessa dagana heldur er þvert á móti stöð-
ug krafa samfélagsins um reglulegar fréttir af
ástandinu, krafa um almennar fréttir og síðast
en ekki síst er mikil krafa um ýmiss konar af-
þreyingarefni til að hafa ofan af fyrir okkur,
börnum okkar og ungmennum í samkomubanni.
Fjölmiðlar, sem skipaðir eru í framvarðasveit,
hafa svarað þessu kalli vel með ýmiss konar
breytingum á dagskrá sinni og miðlum. Upplýs-
ingarnar flæða til okkar sem og skemmti-,
kennslu- og afþreyingarefni. Fjölmiðlafólk
hleypur hraðar en nokkru sinni á sama tíma og
augljós hætta steðjar að vinnuveitendum þess.
Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið eftir
komu Covid og samkomubanns í kjölfarið. Fjöl-
miðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórn-
völd hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara
greiðslum eða senda starfsfólk í hlutastarf. Í lýðræðisþjóð-
félagi gegna fjölmiðlar algjöru lykilhlutverki og vil ég því
skora á ríkisstjórnina að huga vel að útfærslu á því með
hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem
kynntur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um
styrkveitingar til fjölmiðla í sumar eða haust því slíkt verður
að gerast núna. Það hafa nágrannalönd okkar gert og ég
skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Fjölmiðla verður að styrkja
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Færeyingum virðist hafatekist nokkuð vel að hemjakórónuveirufaraldurinn.Þegar hann fór sem hrað-
ast í eyjunum upp úr miðjum mars
greindust að jafnaði um 15 með veir-
una dag hvern en síðustu daga hefur
dregið mjög úr fjölda nýrra smita. Í
gær greindust tveir með smit en á
sunnudag enginn.
Alls hafa 183 einstaklingar greinst
með kórónuveirusmit í Færeyjum,
sá fyrsti 4. mars. Þá hafa 107 náð sér
af veikindunum,
fáir hafa verið
lagðir inn á
sjúkrahús og eng-
an hefur þurf að
leggja á gjör-
gæsludeild. Síð-
ustu daga hafa
fleiri náð bata á
hverjum degi en
hafa smitast. Þá
hafa rúmlega
4.900 sýni verið
tekin sem svarar til hvorki meira né
minna en um 9,45% af eyjaskeggjum,
sem eru rúmlega 52 þúsund.
Færeyska landstjórnin greip til
aðgerða hinn 12. mars til að reyna að
hægja á faraldrinum. Skólum var
lokað, allir þeir, sem á því höfðu tök,
voru hvattir til að vinna heima, og
lagt var bann við því að fleiri en
hundrað kæmu saman. Þá var veit-
ingahúsum gert að loka klukkan tíu á
kvöldin. Auk þess var landamær-
unum að hluta lokað í samræmi við
reglur, sem Danir settu. Upphaflega
áttu þessar aðgerðir að gilda í hálfan
mánuð en þær voru síðan fram-
lengdar til 15. apríl.
Þótt færeysku reglurnar væru
ekki eins strangar og t.d. í Dan-
mörku tóku Færeyingar þær alvar-
lega og göturnar í Þórshöfn og öðr-
um bæjum hafa nánast verið auðar,
að sögn heimamanna.
Hömlur losaðar varlega
En nú eru færeysk stjórnvöld far-
in að velta því fyrir sér hvenær og
hvernig þau geti losað um þessar
hömlur.
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður
Færeyja, sagði á blaðamannafundi
sl. föstudag, að fara yrði varlega til
að varðveita þann árangur, sem
náðst hefði í baráttu við kórónuveir-
una. „Við lærum meira og meira á
hverjum degi sem líður. Smitþróunin
hefur verið jákvæð og við verðum að
tryggja að ekki falli á þá mynd, en á
sama tíma gerum við okkur grein
fyrir því að gangverk samfélagsins
þarf að komast af stað á ný,“ sagði
hann og boðaði, að nánari upplýs-
ingar yrðu veittar fyrir páska um
hver fyrstu skrefin í því efni yrðu.
Þá sagði Lars Fodgaard Møller,
landlæknir Færeyja, við færeyska
útvarpið um helgina, að tækifæri
virtist vera að skapast til að draga úr
aðgerðunum, en fara yrði varlega,
einkum í ljósi þess, að það liðu að
jafnaði átta dagar frá smiti og þar til
sjúkdómseinkenni kæmu fram.
Fyrirtæki í Færeyjum hafa eins
og í öðrum löndum orðið fyrir miklu
höggi. Færeyska lögþingið fjallar nú
um frumvarp til fjáraukalaga, sem
gerir ráð fyrir því að nærri hundrað
milljónum danskra króna, jafnvirði
um tveggja milljarða íslenskra
króna, verði varið til að styðja við
þarlend fyrirtæki. Allt útlit er fyrir
að það nægi ekki. Færeyska útvarpið
hefur t.d. eftir Henny á Líknagøtu,
formanni samtaka ferðaþjónust-
unnar í Færeyjum, að áætlanir fyrir
árið 2020 hafi gert ráð fyrir tvö
hundruð þúsund gistinóttum, einum
milljarði danskra króna í veltu og
metfjölda starfsfólks. Þær vænt-
ingar séu nú brostnar.
Færeyingar sjá til
lands í faraldrinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórshöfn Götur í höfuðstað Færeyja hafa nánast verið auðar síðan sett var
á samkomubann í eyjunum í mars. Það á að gilda til 15. apríl hið minnsta.
Bárður á Steig
Nielsen
Færeyska flugfélagið Atlantic
Airways á von á 12 milljónum
danskra króna, jafnvirði um 250
milljóna króna, úr færeyska rík-
iskassanum samkvæmt björg-
unarpakka, sem landsstjórnin
hefur lagt fyrir lögþingið.
Þar er gert ráð fyrir að flug-
félög, sem eru skráð í Færeyjum
og greiða skatta og skyldur þar,
fái jafnvirði 35% af launum
áhafna flugvéla og þyrlna, sem
styrk úr landskassanum. Atl-
antic Airways sinnir bæði milli-
landaflugi og innanlandsflugi í
Færeyjum með farþegaflug-
vélum og þyrlum.
Fær fjárstyrk
frá ríkinu
ATLANTIC AIRWAYS
Flugvél Ein af farþegaflug-
vélum Atlantic Airways.