Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 20

Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 ✝ Páll Skúlasonlögfræðingur fæddist 30. júlí 1940 í Bræðra- tungu í Biskups- tungnahreppi, Ár- nessýslu. Hann lést á heimili sínu á Prestastíg 9, Reykjavík, 25. mars 2020. Foreldrar hans voru Skúli Gunn- laugsson, bóndi í Bræðratungu, f. 11. september 1880, d. 26. desember 1966, og kona hans, Valgerður Pálsdóttir, húsfreyja í Bræðratungu, f. 20. maí 1899, d. 14. mars 1983. Önnur börn þeirra hjóna, systkini Páls, voru bræðurnir Sveinn, bóndi í Bræðratungu, f. 6. júlí 1927, d. 14. mars 2007, og Gunnlaugur dýralæknir, f. 10. júní 1933, d. 19. nóvember 2017. Páll varð stúdent frá ML 1960, var við nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1960-1962 (lauk forprófi 1962), var 1962- 1964 við nám í bókasafnsfræði við sama skóla (lauk I. og II. stigi) og lauk lögfræðiprófi (cand. juris) frá Háskóla Íslands eignarfélög, hlutafélög og einkahlutafélög. Formaður Dansk-íslenska fé- lagsins var Páll langa hríð. Hinn 29. desember 1982 gift- ist Páll Elísabetu Sigríði Gutt- ormsdóttur, stúdent frá MR 1963, BA í ensku, íslensku og frönsku, próf í félagsráðgjöf, deildarstjóra hjá Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, f. 26. maí 1943. Foreldrar hennar voru Guttormur Pálsson, bóndi og skógarvörður á Hallorms- stað í Skógum, Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní 1964, og seinni kona hans, Guðrún Margrét Pálsdóttir húsfreyja, f. 24. sept- ember 1904, d. 19. nóvember 1968. Elísabet stundaði nám og lauk prófum við Háskóla Ís- lands og erlenda háskóla og starfaði víða erlendis. Páll og Elísabet bjuggu lengst af á Prestastíg 9, Reykja- vík. Þau voru barnlaus. Elísabet dó 14. desember 2017. Útför Páls fer fram í kyrrþey 7. apríl 2020, með þeim tak- mörkunum sem fylgja farsótt- inni í þjóðfélaginu. Jarðsett verður í Bræðratungukirkju í Biskupstungum sama dag. Minningarathöfn verður haldin síðar. 8. febrúar 1969. Framhaldsnám stundaði Páll er- lendis, fyrst í Evr- ópurétti og við- skiptarétti við Europea Instituut hjá Universitet van Amsterdam 1969- 1970 (diplóma 1970), nám í félaga- rétti við Freie Uni- versität í Vestur- Berlín vetrarmisserið 1971- 1972 og nám í fjármunarétti, einkum félagarétti, við Lund- arháskóla og Kaupmannahafn- arháskóla 1977-1978. Páll varð héraðsdómslög- maður 15. júlí 1969. Á löng-um starfsferli vann hann á lög- mannsstofu, var fulltrúi hjá rík- isskattstjóra, á bókasöfnum, fulltrúi hjá yfirborgarfóget- anum í Reykjavík, stundaði út- gáfu- og ritstörf og rak lög- mannsstofu, var framkvæmda- stjóri Félags menntaskólakenn- ara og stundakennari við Há- skóla Íslands. Hann gaf út tímaritið Bókaorminn og síðan tímaritið Skjöld. Meðal rita hans má nefna bækur um sam- Tekið hefur verið eftir því að ýmsir af bestu listamönnum þjóða hafa fæðst eða dvalist á stöðum þar sem landslag er óvenjufallegt. Svo er og á fæðingarstað Páls Skúlasonar, Bræðratungu í Bisk- upstungum. Páll var að vísu ekki listamaður í hefðbundnum skiln- ingi en listrænar taugar hans komu m.a. fram í starfi hans sem formaður Dansk-íslenska félags- ins. Páll stundaði mjög margþætt nám og störf innanlands sem utan. Var sérstaklega athyglisvert að fylgjast með því hvernig útgáfa hans á tímaritum var til þess fallin að auka innsýn manna í ólíkar fræðigreinar, svo og menningu. Síðustu ár ævi sinnar bjó Páll einn á Prestastíg 9 í Grafarholti og hrósaði hann nágrönnum sínum mjög. Megi fleiri njóta slíkra ná- granna á efri árum. Það er á við fegursta landslag. Jón Ögmundur Þormóðsson. „Falls er von af fornu tré“. Þessi orð Búa Andríðssonar í Kjalnesingasögu rifjast upp fyrir mér nú, við fráfall föðurbróður míns. Ég las einmitt nýlega þessa sögu með 13 ára dóttur minni. Þau eiga líka vel við Pál Skúlason en hann sagði mér fyrir nokkru að hann ætti von á þessu „svona hvað úr hverju“. Þessi kjarnyrta setn- ing einkennir um margt æðruleysi hans alla tíð. Palli var stórmerki- legur maður, flókinn persónuleiki sem fór ekki með fleipur. Hann var fyrst og fremst gæslumaður menningar og sögu þessa lands og útgáfa menningartímaritsins Bókaormsins og seinna Skjaldar mun halda nafni hans á lofti. Framkoma Palla var lágstemmd, hógvær og umfram allt kurteisleg enda þessi mildi honum í blóð bor- in. Ritstörfin léðu honum rödd sem honum fannst annars svo erf- itt að nota bæði í fjölmenni sem og minni selskap. Afburðagáfur Palla voru auðsæjar löngu áður en hefð- bundin skólaganga hófst. Hann hafði á hraðbergi sögur og kveð- skap á unga aldri þannig að undr- um sætti. Oft var þó talað um það að barnið væri „inn í sig“ og ekki breyttist það þegar hann óx úr grasi. Þetta heitir auðvitað í dag „að vera einhvers staðar á rófinu“. Lífið var ekki þrautalaust fyrir þennan makalausa mann og galt hann þar sér sjálfur þyngstu höggin. Næstum sjúkleg hlé- drægni leiddi hann á ótrygga vegu með Bakkusi. Þannig beit hann í sig kjark og gekk þessa villigötu lengur og oftar en flestir vildu. Hann var blindur á bresti sína fram á efsta dag, lifði í afneitun um að þetta væri vandamál og hvarflaði aldrei að honum að taka á málinu. Við þetta gat hann orðið veisluglaður og sat gjarnan eftir í veislulok, þá enn þurfandi. Þessi breytni varð ekki til þess að bæta úr illra tefldri skák. Engu tauti varð við hann komið enda var hann einskis manns taglhnýtingur eða trússberi. Sagði réttilega að feigðin mundi koma að sér hvar sem hann væri staddur. Alloft stytti þó upp og þá var skemmti- legt að vera með frænda mínum sem var áberandi sjálfstæður í skoðunum, frumlegur, áræðinn og djúphugull. Hann fyrirleit alla tíð yfirborðsmennsku, var fljótur að átta sig á því hvort tíma sínum væri vel varið hverju sinni í sam- skiptum við aðra og lét ekki smá- muni ónáða sig hvunndags. Hann gat verið hamhleypa til verka þannig að blekið spýttist úr penn- anum og út á gólf þegar mest gekk á. Orðræðan var hnitmiðuð, oft vangaveltur um súbstans og van- ítas og að greina þar á milli. Hann hafði gjarnan þá skoðun sem vant- aði hverju sinni og vann aldrei til auðs eða sérstaks álits. Vel skrif- aður texti og góð frásögn voru honum dýrmætari en fullur mælir silfurs. Hann var maður hins knappa forms textans þar sem hvert orð var atvik. Hann var um leið hinn strangi og jafnvel refs- andi yfirlesari sem maður gat svo sannarlega lært nokkuð af. Hann kunni að gleðjast og samgleðjast, auk þess að vera óspar á hrósið ef slíkt var verðskuldað. Líf og dauði vega salt og nú er minn elskulegi frændi dáinn og fær sína hinstu hvílu í Bræðra- tungukirkjugarði. Hann á alla mína virðingu og veri hann ávallt Guði falinn. Skúli Gunnlaugsson. Páll Skúlason, lögfræðingur og ritstjóri, er allur. Ég kynntist honum fyrst upp úr 1980; sem góðvini Bergs Vig- fússonar kennara í Hafnarfirði, en sá var giftur inn í mína Líndals- ætt. Var Páli sérlega hlýtt til þeirrar fjölskyldu. Seinna þekkti ég hann sem rit- stjóra Skjaldar, í stóra kaffi- spjallshópnum við Austurvöll. Svo hélt hann erindi hjá mér í Vináttu- félagi Íslands og Kanada um Ís- lending þar vestra, sem og um danska félagið sitt, sem og um tímaritið sitt Skjöld. En hann kom víða við í slíkum málum svo sem sjá má í Æviskrám samtíðar- manna. Síðast efldust kynni okkar til muna er kona hans heitin varði síðustu mánuðum sínum á elli- heimilinu Grund, á deildinni þar sem ég starfa. (Var það þá raunar mál sumra samstarfssystra minna þar, að við líktumst hvor öðrum mjög í útliti og fasi og kaffispjalls- viðmóti, enda staðfastir miðstétt- ar-menningarmenn!) Var hann og jafnan sérlega hlýlegur, kankvís og einlægur í viðmóti. Hann varð tryggur kaupandi ljóðabóka minna undir lokin, og varð einnig tíðrætt um menning- arlífið sem og ættmenni mín gegn- um tíðina, sem svo mörg hafa nú kvatt. Það verður okkur kunningjum hans óafturkræfur skaði að hafa misst okkar einstaka Pál Skúla- son, og það talsvert fyrir aldur fram! Tryggvi V. Líndal. Það muna hann margir spor- léttan á strætum borgarinnar, í ljósbrúnum rykfrakka með skjala- tösku. Í henni var Skjöldur hans tilbúinn til prentunar, fágætur fjársjóður viðtala og þjóðlegs fróð- leiks. Páll var einn af þeim mönn- um sem hefðu getað sest inn á hvaða kaffihús sem var í heiminum og dregist fljótt að miðborði fasta- gesta. Virðulegt yfirbragðið bar með sér góðvild og svo kunni hann samræðulist á sinn fágaða hátt, þar sem hann fiktaði aðeins í hvítu yfirskegginu með feimnislegum hætti. Það var líkt og að vera staddur á góðri leiksýningu að sitja aðalfund Útgáfufélagsins Sleipnis, sem gaf út Skjöld, mál- gagn Páls Skúlasonar. Þar var margt óvæntra dagskrárliða og ummæla sem einungis er hægt að finna í úrvalsritum heimsins. Ég er þakklátur fyrir samfylgdina með Páli hin síðustu ár. Það voru góð og gefandi kynni. Þegar El- ísabet Guttormsdóttir, ömmusyst- ir mín, kvaddi jarðvistina fyrir tveimur árum þvarr lífsvilji Páls, slíkir sálufélagar og samstarfs- menn höfðu þau verið. Þau bættu hvort annað upp eins og góð hjón gera, og gátu vart hvort án annars verið. Saman áttu þau yndisreit í Hestlandi við bakka Hvítár þar sem þau ásamt Páli Guttormssyni gróðursettu trjáplöntur og létu sig dreyma um höll sumarlandsins. Sú höll bíður betri tíma með nýjum fyrirheitum. Eftir standa Skildirn- ir þeirra, blikandi í vorsólinni. Halldór Friðrik Þorsteinsson. Páll Skúlason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og fóstursystir, SVANHILDUR KJARTANS, Brunnum 13, Patreksfirði, lést laugardaginn 4. apríl á Landspítalanum eftir skammvinn veikindi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalbjörn Þ. Jónsson Anna Torfadóttir Jóhann H. Jónsson Evlalía S. Kristjánsdóttir Daníel H. Jónsson Soffía S. Jónsdóttir Karólína G. Jónsdóttir Halldór Gunnarsson Bergþór G. Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Guðrún Jensdóttir Halldór Steingrímsson Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, faðir, afi og vinur, JÓHANN TRAUSTASON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 31. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir Sigrún Stella Jóhannsdóttir Þórunn Helga Jóhannsdóttir Runólfur Trausti Jóhannsson Daníel Helgi Jóhannsson Eiginmaður minn og bróðir okkar, SÉRA EINAR GUÐNI JÓNSSON frá Kálfafellsstað í Suðursveit, lést á Landspítalanum, Landakoti, laugardaginn 4. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar Sigrún G. Björnsdóttir Helga J. Jónsdóttir Pétur Jónsson Elskulegir foreldrar okkar, amma og afi, langamma og langafi, hjónin JÓNINNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR og REYNIR MAR GUÐMUNDSSON Hveragerði, létust á Landspítalanum 23. mars og 2. apríl. Aðstandendur langar að þakka starfsfólki Landspítalans óeigingjarnt starf við umönnun þeirra. Jarðsett verður í kyrrþey. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Pétur Reynisson Áslaug Einarsdóttir Jón Vilberg Reynisson Guðný Ísaksdóttir Þröstur Reynisson barnabörn, barnabarnabörn og Bella Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SÆMUNDSDÓTTIR, Löngulínu 12 , Garðabæ, lést á heimili sínu föstudaginn 3. apríl. Ástbjörn Egilsson Sædís Pálsdóttir Arnar F. Sigurþórsson Gerður Pálsdóttir Hafþór Júlíusson Agla Ástbjörnsdóttir Haraldur Örn Jónsson Marta María Ástbjörnsdóttir Þórður Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR HALLDÓR SVERRISSON, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 5. apríl. Útför fer fram í kyrrþey. Stafsfólki Landspítals eru færðar þakkir fyrir einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Fyrir hönd aðstandenda, ættingja og vina María Sigurðardóttir Sverrir Gunnarsson Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir Okkar ástkæra, LINDA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 5. apríl. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki heimahjúkrunar í Reykjavík og LSH fyrir alúð og umönnun. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey en minningarathöfn verður auglýst síðar. Sigrún Baldvinsdóttir Sigurður Arnórsson Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir Arnór Heiðar Sigurðsson Helga Hreiðarsdóttir Haraldur Björn Sigurðsson Þorbjörg Þ. Snorradóttir Guðrún Helga Sigurðardóttir Gróa, Salvör, Ágústa Rós, Eldrún Lilja og Björn Askur Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, - minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit Ívar Örn Hlynsson ✝ Ívar ÖrnHlynsson fædd- ist 2. október 1990. Hann lést í Reykja- vík 11. mars 2020. Útför Ívars Arnar fór fram 24. mars 2020. svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauða- djúpar sprungur. .5Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjóns.) Þín frænka, og móðursystrar dóttir, Karen Lind Þrastar- dóttir og sonur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.