Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Mercedes Benz G350 9/2014. Diesel. Ekinn 100 þús km. Hlaðinn búnaði og stórglæsilegur. Brún Designio leður innrétting. 2 gangar af felgum sumar og vetrar. Verð 14.900 þús. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald og allskonar verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Sökum samkomubanns vegna COVID-19 þá verður ársfundur VIRK Starfsendur hæfingarsjóðs haldinn með rafrænu sniði þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.00-14.00. Dagskrá Starfsemi VIRK Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur liðins árs kynntur og til samþykktar. 3. Tilkynning um skipan stjórnar. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Önnur mál. Ársfundurinn er öllum opinn og verður streymt á vefsíðu VIRK en meðlimir fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt. Skrá skal þátttöku á virk.is Ársfundur VIRK Félagsstarf eldri borgara Grafarvogskirkja Eldriborgarastarf fellur niður þriðjudaginn 7. apríl vegna samkomubanns. Seltjarnarnes Það eru áfram sömu skilaboð. Allt félags og tómstundastarf liggur niðri. Hvetjum alla til hreyfa sig eftir getu, passa upp á næringu og vökva. Þeir sem eiga hreyfispjöldin góðu ættu að finna þar æfingar við hæfi. Öllum er velkomið að samband við okkur í gegnum fb. síðuna eldri borgarar á seltjarnarnesi með spurningar eða ábendingar. Einnig er velkomið að hringja i síma 8939800. mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Elsa Björns-dóttir fæddist 6. júlí 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold 25. mars 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Hildi- mundarson verk- stjóri, f. 2.5. 1906, d. 29.9. 1983, og El- ísabet Magnús- dóttir húsmóðir, f. 21.4. 1912, d. 18.10. 1984. Systk- ini hennar eru Kristín, f. 24.10. 1931, d. 5.4. 2018, Guðrún, f. 8.7. 1934, d. 26.3. 2009, Hildimund- ur, f. 15.1. 1938, d. 13.1. 2010, og Viðar, f. 7.8. 1943. Elsa giftist 29.12. 1956 Jóhanni Ingimar Hannessyni, f. 17.4. 1933, d. 17.1. 2015. Börn Elsu og Jó- hanns eru: 1) Sigrún Jóna, f. 14.10. 1956, gift Þorsteini Gunn- arssyni, f. 28.7. 1954. Börn þeirra eru: a) Jóhann Ingi, f. barn: Natalía Ósk, f. 1.12. 2006. Elsa fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp, hún byrjaði snemma á vinnumarkaðinum. Um tvítugt vann hún í mötu- neyti hjá verktökum á Kefla- víkurflugvelli, þar kynntist hún sínum lífsförunaut. Þau byrjuðu búskap í Vogum og keyptu fljót- lega lítið 60 fm hús sem var nefnt Hof. Þegar börnin voru komin á legg fór hún að vinna í fisk- vinnu, aðallega hjá Vogum hf., seinna hóf hún störf hjá varnar- liðinu, við ræstingar, og endaði starsferilinn í Sæbýli sæeyrna- eldi. Elsa var félagi og tók þátt í kvenfélaginu Fjólu og var svo gerð að heiðursfélaga. Elsa og Jóhann fluttu árið 2006 í Garðabæ. Jóhann fór á hjúkrunarheimili 2010 og and- aðist á Ísafold 2015. Elsa fluttist á Ísafold haustið 2017 og andaðist þar. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu fer útförin fram í kyrrþey frá Garðakirkju í dag. 10.7. 1980, maki Dagný Thelma, f. 5.8. 1983. Þeirra börn: Óliver Ottó og Kamilla Jana, f. 10.11. 2008, Diljá Maren, f. 7.6. 2010, og Andrea Elín, f. 22.7. 2019. b) Guðný Ottesen, f. 13.7. 1983, sam- býlismaður Jónas Valur Jónasson. Hennar synir: Styrmir Þeyr, f. 8.6. 2010, og Tandri Steinn, f. 5.11. 2012. 2) Hannes Lárus, f. 8.10. 1959, giftur Jóhönnu Björgvinsdóttur, f. 1.5. 1960. Börn þeirra eru: a) Arnbjörg Elsa, f. 18.8. 1977, gift Guðbergi Reynissyni, f. 17.11. 1971. Þeirra börn: Róbert Andri, f. 13.5. 2001, Elva Sif, f. 4.1. 2004, Sunna Dís, f. 4.7. 2010, og Birta María, f. 27.4. 2014, b) Jóhann Ingimar, f. 19.4. 1988. Hans Elsku mamma, þér mun ég aldrei gleyma! Mamma, þú kenndir mér svo margt, allt frá bakstri yfir í kross- saum og að mála með pensli (búin að mála með spýtu í nokkur ár). Mamma gerði allt klárt fyrir mat- seldina og ég sat hjá pottunum, klukkan hálftólf var kveikt undir, kartöflunar og ýsan tilbúin hálf- tíma síðar. Þessi kunnátta kom sér vel seinna þegar ég gerðist kokkur á sjó. Mamma kom heim í hádeginu, hlýddi mér yfir Ís- landssöguna, saumaði aðeins út í rennibrautina og heklaði potta- leppa í staðinn fyrir þá sem ég var búinn að brenna. Eftir vinnu hrærði hún í nokkr- ar jólakökur. Þorskflök voru hökkuð í bollur og síðan bland- aðist ilmur af bakstri og steiktum fiskibollum, allt gert með annarri hendi. Það þurfti alltaf að vera eitt- hvað til með kaffinu, hnoðuð terta með sultu á milli, brúnkaka í hringformi, kanilsnúðar og brún- terta með brúnu kremi og kók- osmjöli ofan á og svo mætti lengi telja. Það var stundum spennandi að koma heim og finna hvaða ilm- ur var í lofti. Var það bökunarilm- ur, kleinuilmur eða Ajax-lykt? Allar mottur úr húsinu úti á stétt og allt opið út. Mamma var fagurkeri, vildi alltaf hafa fínt í kringum sig, og sást það á heimilinu, alltaf verið að taka eitthvað í gegn og þvo og strauja, mamma straujaði allt, meira að segja viskustykkin og allar tuskur. Mamma sat aldrei auðum höndum, eftir hana liggja ótal prjónaðar flíkur, þar á meðal allir barnasokkarnir sem allir í ættinni og fleiri fengu þegar þeir eignuð- ust börn, bleikir fyrir stúlkur og bláir fyrir drengi. Útsaumaðar myndir voru úti um allt hús. Hún prjónaði sokka og vett- linga held ég í allar jólagjafir fyrir barnabörnin meðan heilsan leyfði. Það var það fyrsta sem maður tók eftir áþreifanlega að heilsunni væri að hraka þegar hún kunni ekki að prjóna hæl eða þumal. Og pönnukökurnar voru farnar að klikka, þá kenndi hún hveitinu um eða eldavélinni. Mamma var mikil saumakona, það var keypt Pfaff-saumavél á fyrstu búskaparárunum og mamma fór á námskeið til að kunna vel á vélina, oft sofnaði maður við saumavélarniðinn á kvöldin. Þegar mamma og pabbi fóru að ferðast til útlanda snemma á átt- unda áratugnum var alltaf spenn- andi að sjá hvað kom upp úr tösk- unum, hún hafði yndi af því að versla og ekki var verra að hafa pabba í að prútta, og ef maður spurði „á hvern er þetta?“ svaraði hún: „Það veit ég ekkert um, þetta var svo billegt,“ og svo kom: „Getur einhver notað þetta?“ Svo þegar barnabörnin komu í heiminn var enn meiri ástæða til að kaupa föt, leikföng og glingur til að gleðja þau. Eftir að mamma og pabbi fluttu í Garðabæ í þægilega íbúð með góðu útsýni og stutt í alla þjónustu, þá missti pabbi sjónina og þá reyndi á mömmu að keyra það sem þurfti og hugsa enn meira um pabba. Fljótlega eftir fráfall pabba fór heilsan að bila hjá henni og var svo komið að hún gat ekki búið ein í sinni íbúð, þá fluttist hún á hjúkrunarheimilið Ísafold þar sem hún átti rólegt ævikvöld. Minningin lifir um góða konu. Hannes. Amma mín var mjög flott og glæsileg kona. Amma var alltaf svo smart klædd, hún átti líka fal- lega skartgripi og að kíkja í skart- gripaskrínið hennar og máta var spennandi fyrir litlar stelpur. Amma klæddi sig í fallega liti og bleikur og rauður voru hennar lit- ir. Fallegar slæður þótti henni vera fallegir fylgihlutir. Hún var alltaf með bleikt naglalakk og varalit og notaði varalitinn sinn þar til hann kláraðist og þá notaði hún sérstakan varalitabursta til að ná örugglega öllum litnum úr. Það var ótrúlega gaman að kíkja í skúffur og skápa og skoða „fjár- sjóðinn“ sem amma átti. Amma saumaði mikið og prjónaði líka og voru litlir ungbarnasokkar henn- ar verk. Allir sem hún þekkti fengu litla sokka, bleika eða bláa. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá fékk ég að sjálfsögðu alla þá liti sem ég óskaði eftir. Amma kom oftar en ekki með nýjustu tískuna frá útlöndum. Sagði: „Þetta er móðins í dag“! Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa og húsið þeirra var alltaf opið og alltaf eitthvað gott að fá. Ný- bökuð jólakaka, nýsteiktar klein- ur, pönnukökur í tonnavís, brún- tertur og randalínur. Ísinn var ekki heldur langt undan. Ég var ótrúlega mikil afa- og ömmu- stelpa, enda ólst ég upp við það að vera mikið í kringum þau. Það má segja að amma og afi hafi verið mínir aðrir foreldrar, ég tel mig heppna að hafa átt svona góða ömmu og afa og það er mér svo kært. Þegar ég horfi til baka sé ég í dag hvað við amma erum líkar að mörgu leyti, við báðar erum með auga fyrir fallegum hlutum og viljum hafa hreint í kringum okk- ur. Það var mjög erfitt að fylgjast með hvað dró af ömmu smátt og smátt eftir að afi dó í janúar 2015. Við tók að passa vel upp á hana og heimsækja hana reglulega. Ömmu þótti gaman að fá okkur og börnin mín í heimsókn til sín. Allt- af var dúkað upp og sótt eitthvað í skápana eða ísskápinn til að bera fram. Alveg sama þó að maður hefði beðið hana um að hafa ekki fyrir sér þá hafði hún alltaf áhyggjur af því að maður væri svangur. „Viltu ekki fá þér eitt- hvað?“ sagði hún alltaf. Það virt- ist gleðja hana þegar maður þáði eitthvað þannig að maður sagði sjaldan „nei“. Einnig var hún boð- in og búin að passa fyrir mig ef ég þurfti á því að halda. Elsku amma mín, það dró fljótt af þér þessa seinustu daga og var erfitt að koma dag frá degi og sjá muninn á þér. Eins erfitt og það var þá er ég svo þakkát að hafa fengið að halda í höndina á þér alveg fram á síðasta andardrátt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þig sem ömmu, þakklát fyrir minningarn- ar og allt það sem ég bý að í dag. Pabbi hefur staðið sig eins og klettur að passa upp á foreldra sína í gegnum tíðina og nú eru hjónin í Hofi sameinuð. Það er gott að vita af góðum vernd- arenglum sem vaka yfir okkur. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þín Elsa „litla“. Núna eru hjónin frá Hofi sam- einuð á ný. Amma, við elskum þig. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Jóhann Ingimar Hannesson, Natalía Ósk Jóhannsdóttir. Manni getur ekki orðið annað en hlýtt í hjartanu við að minnast Elsu Björnsdóttur. Elsa frænka var einstök kona, lítil og hnellin með brosviprur og blik í augum. Hún var bæði hlý og hörð í senn, lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum en var um leið einstaklega raungóð og stóð með sínu fólki. Hún var sérlega uppfinningasöm við að halda sér í formi og lagði mikið upp úr að vera fín og vel tilhöfð. Eins var það henni mikið kappsmál að allir sem hana sóttu heim væru vel mettir og sama hvað maður boð- aði komu sína með stuttum fyrir- vara þá beið hlaðborð við komuna. Nú eru hjónin á Hofi bæði horfin þessum heimi. Við mæðgur vorum tengdar Elsu og Jóa mjög nánum böndum, sem bæði helg- ast af fjölskyldutengslum og ein- stökum vinatengslum. Þau hafa í gegnum tíðina reynst okkur af- skaplega vel enda hófum við veg- ferð okkar saman á heimili þeirra sem hefur æ síðan staðið okkur opið og notalegra heimili er vand- fundið. Við viljum þakka Elsu og Jóa fyrir einstaka góðvild í okkar garð og trausta vináttu og send- um Sigrúnu, Hannesi og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðríður Sigurðardóttir og Birna Sveinsdóttir. Nú er komið að kveðjustund- inni, það er samt svo óraunveru- legt að þú sért ekki með okkur lengur og við getum ekki lagt leið okkar til þín á Ísafold. Við viljum trúa því að Jói þinn hafi tekið á móti þér inn í sumar- landið. Í gegnum árin hefur alltaf ver- ið einlæg vinátta og traust á milli okkar sem aldrei hefur borið skugga á. Í huganum hrannast upp minn- ingarnar frá því við byrjuðum að búa í Vogunum og öll árin þar og eins hérna í Garðabænum í seinni ár. Minning þín mun lifa með okk- ur allt til enda. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kæra Sigrún og Hannes, við vottum ykkur, börnum ykkar og öðrum aðstandendum innilega samúð. Sigurður og Guðrún (Siggi og Rúna). Elsa Björnsdóttir Það má segja að í dag eru sérkenni- legir tímar. Ég sit hér við eldhúsborð- ið og kveð elskulegan móður- bróður minn Gunnar Ólafsson sem nú er jarðsettur í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga minning um hlýjan og hlát- urmildan mann. Gunnar frændi var að mínu mati alltaf mesti töffarinn. Mér fannst hann alveg eins og John Travolta þegar Grease kom út; svart hár greitt aftur örugglega með slatta af brilljantíni og leðurjakki. Gunnar keyrði líka flottasta Gunnar Ólafsson ✝ Gunnar Ólafs-son fæddist 12. desember 1940. Hann lést 8. mars 2020. Útför Gunnars fór fram 27. mars 2020. vörubílinn og ein af mínum fyrstu minn- ingum er ég að keyra vörubílinn í fanginu á honum, örugglega ekki meira en fjögurra eða fimm ára. Alltaf þegar ég hitti Gunnar tók hann innilega á móti mér og spurði svo spjör- unum úr um hvað væri að frétta og einlægur áhugi hans á mér og minni fjölskyldu skein í gegn. Við fjölskyldan öll þökkum ljúfar stundir og sendum ætt- ingjum hugheilar samúðar- kveðjur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Soffía Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.