Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
7. apríl 1968
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik vinnur sinn
fyrsta sigur á
Dönum frá upp-
hafi, í áttundu
tilraun, 15:10, í
vináttulandsleik
í troðfullri Laug-
ardalshöll. Jón
Hjaltalín Magn-
ússon skorar 5 mörk og Geir
Hallsteinsson 4 og Þorsteinn
Björnsson á stórleik í mark-
inu. „Ungu mennirnir færðu
Íslandi fyrsta sigur yfir
Dönum,“ skrifar Atli Stein-
arsson í Morgunblaðið og vís-
ar til breytinga sem gerðar
voru á liðinu frá tapleik deg-
inum áður.
7. apríl 1990
„Félögin hafa rætt saman en
það hefur ekkert verið talað
við mig. Það þarf mjög gott til-
boð til að ég íhugi að breyta
enn einu sinni til,“ segir Guð-
mundur Torfason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, við
Morgunblaðið eftir að Daily
Express skýrir frá því að Bri-
an Clough, knattspyrnustjóri
Nottingham Forest, vilji
kaupa hann af St. Mirren í
Skotlandi fyrir eina milljón
punda, eða 100 milljónir
króna.
7. apríl 2000
„Við breyttum um stefnu í
leiknum og skiptum úr varn-
arham í árás-
arham. Þetta
var mjög erf-
iður leikur,
sérstaklega
þegar við vor-
um komnar
fjórum mörk-
um undir,“ segir Ingibjörg
Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, við
Morgunblaðið eftir að liðið
verður Íslandsmeistari kvenna
í handknattleik í fyrsta skipti
með því að sigra Gróttu/KR
19:17 í þriðja úrslitaleik lið-
anna í Vestmannaeyjum.
7. apríl 2005
„Þetta er alltaf jafn gaman og
það eru auðvitað sigrarnir
sem halda
manni gang-
andi,“ segir
Anna María
Sveinsdóttir
við Morgun-
blaðið eftir sig-
ur Keflavíkur
á Grindavík, 70:57, í þriðja úr-
slitaleiknum um Íslandsmeist-
aratitil kvenna í körfubolta.
Þar með vinnur Anna sinn 37.
titil á ferlinum en hún var
jafnframt heiðruð fyrir að
hafa spilað 500 leiki fyrir
Keflavíkurliðið.
7. apríl 2012
Ísland tryggir sér rétt í hand-
knattleikskeppni karla á
þriðju Ólympíuleikunum í röð
með því að sigra Japan, 41:30,
í öðrum leik sínum í undan-
keppninni í Króatíu. Róbert
Gunnarsson skorar 9 mörk,
Guðjón Valur Sigurðsson og
Ólafur Stefánsson 7 mörk
hvor.
7. apríl 2013
Ísland er komið í lokakeppni
EM karla í handknattleik 2014
með því að sigra Slóveníu,
35:34, í undankeppni Evr-
ópumóts karla í handknattleik
í Laugardalshöll, í fjórða
leiknum af sex í riðlakeppn-
inni. Alexander Petersson
skorar sigurmarkið í lokin en
Guðjón Valur Sigurðsson ger-
ir 13 mörk í leiknum.
Á ÞESSUM DEGI
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Lífið í Svíþjóð er ansi sérstakt þessa
dagana að sögn Glódísar Perlu
Viggósdóttur, landsliðskonu Íslands
í knattspyrnu og leikmanns Svíþjóð-
armeistara Rosengård. Glódís býr í
Malmö í Suður-Svíþjóð en alls eru
7.206 staðfest kórónuveirusmit í
landinu og þar af eru 477 látnir.
Glódís á von á því að veiran muni
að lokum berast til Malmö en annars
hefur heimsfaraldurinn haft lítil sem
engin áhrif á íslenska varnar-
manninn sem varð Svíþjóðarmeistari
með Rosengård á síðustu leiktíð.
„Þetta er rosalega skrítið allt sam-
an hérna í Svíþjóð,“ sagði Glódís í
samtali við Morgunblaðið í gær. „Það
er eins og við búum á einhverri ann-
arri plánetu hérna og reglurnar hér,
miðað við annars staðar í heiminum í
það minnsta, eru litlar sem engar.
Við áttum sem dæmi að spila æfinga-
leik um síðustu helgi en honum var
frestað á síðustu stundu.“
Róleg yfir ástandinu
Í Svíþjóð er samkomubann sem
miðast við fimmtíu manns eða fleiri
vegna kórónuveirunnar og því hefur
Glódís getað æft með liðsfélögum
sínum undanfarnar vikur, ólíkt öðr-
um liðum í Noregi og Danmörku sem
dæmi.
„Eins og staðan er í dag er mestur
fjöldi smitaðra í Stokkhólmi og veir-
an hefur látið lítið fyrir sér fara á
Skáni. Ástandið hérna er þess vegna
bara nokkuð eðlilegt miðað við
Stokkhólm en sérfræðingar spá því
að veiran verði farin að minna á sig
hérna eftir tvær til þrjár vikur. Ég
hef þess vegna ekki fundið fyrir nein-
um breytingum þannig séð, annað en
að maður þvær hendurnar meira og
passar betur upp á sig. Sjálf er ég
nokkuð róleg yfir þessu öllu saman
líkt og liðsfélagar mínir. Það eru al-
gjör forréttindi að geta ennþá æft á
hverjum degi en það er líka hægt að
setja dæmið upp þannig að við séum
að auka mikið á smithættu með því
að vera æfa. Við treystum því bara að
sérfræðingarnir taki réttar ákvarð-
anir.“
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni
átti að hefjast um síðustu helgi en
henni var frestað fram í maí fyrst um
sinn. Nú hefur hins vegar verið tekin
ákvörðun um að deildin muni ekki
hefjast fyrr en í lok júní í fyrsta lagi
og hafa liðin því háttað sínum und-
irbúningi á mismunandi hátt.
„Fyrst þegar deildakeppninni var
frestað átti upphaflega að hefja leik
að nýju í lok maí. Því var frestað
fram í miðjan júní og nú er búið að
fresta þessu fram í lok júní. Þessi
plön um það hvenær eigi að hefja leik
að nýju virðast breytast á vikufresti
og því er í raun ómögulegt að segja
hvenær deildin muni hefjast. Sænska
knattspyrnusambandið kom svo með
þá tillögu að við myndum spila allan
bikarinn áður en deildin byrjar sem
mér finnst galin pæling. Það mun
ekkert lið taka keppnina alvarlega
með þannig fyrirkomulagi og mín
skoðun er sú að það eigi bara að
slaufa bikarkeppninni alveg.“
Högg fyrir eldri leikmenn
Í vikunni tilkynnti Knattspyrnu-
samband Evrópu, UEFA, að loka-
keppni EM kvenna, sem fara átti
fram á Englandi sumarið 2021, yrði
frestað til sumarsins 2022. Var þetta
meðal annars gert þar sem bæði EM
karla og Ólympíuleikarnir í Tókýó
voru færðir til sumarsins 2021 vegna
kórónuveirunnar.
„Ég hef verið aðeins tvístígandi
með þessa ákvörðun UEFA því mað-
ur bæði skilur hana og ekki. Ég átta
mig á því að það þurfti að fresta loka-
móti karlanna en ef þessu hefði hins
vegar verið öfugt farið og okkar mót
átt að fara fram í sumar en lokamót
karlanna næsta sumar hefði mótinu
hjá körlunum aldrei verið frestað um
eitt ár og það er leiðinlegt. Ég veit
það fyrir fyrir víst að það voru marg-
ir leikmenn í eldri kantinum sem ætl-
uðu á sér EM 2021. Planið þeirra var
svo að leggja landsliðsskóna á hilluna
eftir EM og það er því mikið högg
fyrir þá að mótinu hafi veri frestað. “
Óvíst er hvenær íslenska kvenna-
landsliðið mætir Slóvakíu og Ung-
verjalandi í undankeppni EM en báð-
um leikjunum, sem áttu að fara fram
í apríl, hefur verið frestað um
óákveðinn tíma. Glódís viðurkennir
að það sé erfitt að einbeita sér að fót-
boltanum á meðan ástandið í heim-
inum er eins og það er í dag.
„Hugarfarið er aðeins öðruvísi
núna og maður hefur svona áttað sig
á því undanfarnar vikur að það er
margt í þessu lífi sem er stærra og
mikilvægara en fótbolti. Maður sætt-
ir sig þess vegna miklu frekar við alla
þessa óvissu sem er í gangi í kringum
landsliðið sem dæmi. Það gæti verið
langt í næsta verkefni með landslið-
inu sem er vissulega leiðinlegt en um
leið og leikplanið kemur frá UEFA
mun maður stilla sig inn á það mjög
fljótt og ég hef litlar áhyggjur af
því.“
Lífið eins og
á annarri plán-
etu í Svíþjóð
Glódís Perla Viggósdóttir æfir af
fullum krafti með Rosengård í Malmö
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afrekskona Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í áttunda sæti í kjöri Sam-
taka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2019.
Enska knattspyrnufélagið Liverpool
tilkynnti í gær að það væri hætt við
að nýta sér ríkisaðstoð breskra
stjórnvalda til að greiða 80 prósent
launa almennra starfsmanna sinna
vegna kórónuveirunnar. Í opnu
bréfi til stuðningsfólks félagsins var
það beðið afsökunar á illa ígrund-
aðri ákvörðun sem tekin hefði verið
í síðustu viku. Forráðamenn félags-
ins ætluðu að nýta sér aðstoðina til
að greiða um 200 manns úr starfsliði
sínu laun. Liverpool hafði fengið á
sig gríðarlega gagnrýni úr öllum
áttum.
Drógu fyrri
ákvörðun til baka
AFP
Breyting Liverpool skipti um skoð-
un og baðst afsökunar.
Aleksander Ceferin, forseti Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA, er
tilbúinn að láta spila fyrir luktum
dyrum í bæði Meistaradeildinni og
Evrópudeildinni til að ljúka leiktíð-
inni. Þá greinir forsetinn frá því að
ef ákveðið verður að aflýsa deild-
arkeppnum, án þess að klára tíma-
bilið, eigi löndin það á hættu að
missa keppnisrétt í Evrópu. „Eins
og staðan er í dag vitum við lítið.
Við þurfum í raun bara að bíða og
sjá hvernig þessi heimsfaraldur
þróast á næstu vikum,“ sagði for-
setinn m.a. við Sky.
Stórleikir fyrir
luktum dyrum?
AFP
Forseti UEFA Aleksander Ceferin
tók við embætti árið 2016.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þór Akureyri og Grótta leika í efstu
deild karla og FH í efstu deild
kvenna á næsta keppnistímabili.
Þetta varð ljóst í gær þegar stjórn
Handknattleikssambands Íslands
tók þá ákvörðun að aflýsa frekari
keppni á Íslandsmótinu 2020 vegna
kórónuveirunnar og þeirra að-
stæðna sem upp eru komnar vegna
hennar. HK og Fjölnir falla úr úr-
valsdeild karla og Afturelding úr
úrvalsdeild kvenna en það lá fyrir
áður en keppni var hætt. Staðan í
deildunum verður látin standa og
því er Fram deildarmeistari í Olís-
deild kvenna og Valur deildar-
meistari í karlaflokki.
Mikil fundahöld voru í hand-
knattleikshreyfingunni í gæ en fyr-
ir utan stjórnarfund hjá HSÍ var
einnig haldinn fundur með for-
mönnum aðildarfélaganna.
„Við teiknuðum þetta upp á alla
vegu og skoðuðum ýmsar útfærslur
en þetta er niðurstaðan. Í raun var
ekki eftir neinu að bíða og félögin
vilja fá svör til að vita hvort þau
eigi að halda liðum og starfsemi
gangandi. Þegar samkomubannið
var fært til 4. maí var orðið líklegt
að þetta yrði niðurstaðan.
Haldinn var stjórnarfundur í há-
deginu og þar ræddum við út-
færslur en það var alger einhugur í
stjórninni að fara þessa leið. For-
mannafundur var haldinn seinni
partinn og þar voru aðeins skiptar
skoðanir en flest félögin vildu aðal-
lega fá lokasvar fyrr en seinna,“
sagði Guðmundur B. Ólafsson, for-
maður HSÍ, í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi en einnig er að
finna viðtal við hann á mbl.is.
Eitt lið hefur þó ekki lokið
keppni á þessu tímabili en það er
karlalið Vals sem er komið í 8-liða
úrslit í Áskorendakeppni Evrópu.
Til stendur að leika í júní sam-
kvæmt viðmiði Handknattleiks-
sambands Evrópu. Enn er þó nokk-
ur óvissa um hvort sú áætlun stenst
enda leikur veiran ýmsar þjóðir
grátt í álfunni um þessar mundir.
Þar af leiðandi er erfitt að geta sér
til um framvinduna.
Morgunblaðið/Eggert
Biðstaða Valsmenn eru ekki komnir í sumarfrí og gætu leikið í júní.
Þór, Grótta og FH fara
upp í efstu deildirnar