Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 32
www.fodur.is • fodur@fodur.is • 570 9800 60 ÁRA 1940-2020 Yfir 200 vörur á afmælistilboði Allt að25% afsláttur á völdum vörum 8. apríl - 8. maí Frí heimsending FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 30.000 KR. EÐA MEIRA Í GEGNUM VEFVERSLUN Póstnúmer 101-371 og 800-881 WWW.FODUR.IS Allt fyrirsauðburðinn áwww.fodur.is VILTU VINNA 15.000 KR. GJAFABRÉF? Skráðu þig á póstlistann. Drögum úr skráningum vikulega. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, sem kallar sig Megas, á 75 ára afmæli í dag og af því tilefni kemur út vegleg safnplata með lögum af tæplega 50 ára ferli hans. Ber hún titilinn Syngdu eitthvað gamalt! og kem- ur út á þremur vínylplötum og tveimur geisladiskum. Meðal laga á plötunni eru „Heilræðavísur“, „Björg“, „Ef þú smælar framan í heiminn“, „Reykjavíkurnætur“, „Lóa Lóa“, „Paradísarfuglinn“, „Tvær stjörnur“, „Spáðu í mig“, „Vertu mér samferða inn í blómalandið amma“ og „Ég á mig sjálf“. Safnplata á 75 ára afmæli Megasar ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. KR-ingar voru besta lið vetrarins í karlafótboltanum og Íslandsmeistararnir mæta greinilega sterkir til leiks, loks þegar Íslandsmótið getur hafist í sumar. Þeir unnu tólf af fjórtán mótsleikjum sínum í vetur. Valsmenn og Blikar koma næstir á eftir Vesturbæingum en í dag fer Morgunblaðið yfir þau sex lið sem stóðu sig best á tímabilinu frá nóvember og fram í mars. »27 Íslandsmeistararnir voru með besta liðið í vetur ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Módelsmiðurinn Karl Fr. Ragnarsson, húsasmíðameistari í Vík í Mýrdal, lauk á dögunum við að smíða og ganga frá nákvæmri eftirlíkingu af franska spít- alaskipinu Sankti Páli, sem strandaði tvisvar við Ísland, fyrst við klettana skammt frá þar sem Skuggahverfið er nú í Reykjavík 1897 og síðan á Kot- eyjarfjöru, um 60 km frá Vík, 4. apríl 1899. Fyrir nokkrum árum var húsið Suðurvík, sem Halldór Jónsson byggði um aldamótin 1900, selt í Vík og því breytt í veitingastað. Ragnar Ketils- son, faðir Karls, var lengi heimilis- fastur þar og síðan bústjóri á búinu til fjölda ára. Fjölskylda Karls bjó þar einnig um tíma. Karl segir að fyrir um fjórum árum hafi stoðir undan gólfinu verið fjar- lægðar og þegar hann hafi skoðað þær hafi hann séð að þær væru úr eik og greinilega úr skipi. Sankti Páll og allt sem var í skipinu var selt á uppboði eftir seinna strandið og segir Karl að Halldór hafi keypt skipið og flutt það nánast allt til Víkur. „Ég fór að kynna mér sögu hússins og tel að skipið hafi að hluta til verið notað í kjallara þess,“ segir hann. Með aðstoð Alberts Eiríks- sonar komst hann í samband við Frakkann Serge Lambart, sem smíð- aði eftirlíkingu af Sankti Páli fyrir nokkrum árum og gaf hana safninu Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði, og fékk teikningu af skipinu. Hann segir að í heimildaleitinni hafi hann rekist á kunnuglega dagsetningu, 4.4. 1899, daginn sem skipið strandaði. „Þetta er fæðingardagur föður míns,“ segir hann. „Saga hússins og tenging mín við það er ástæða þess að ég byrj- aði á módelinu þegar um 120 ár voru liðin frá strandinu.“ Byrjaði ellefu ára Karl segist hafa dundað sér við módelsmíði frá barnæsku. „Þegar ég var 11 ára smíðaði ég botnvörpung í skólanum og síðan hefur eitt leitt af öðru. Nú er ég hættur að vinna og þá get ég einbeitt mér að módelunum.“ Hann bætir við að nauðsynlegt sé að leggja höfuðið í bleyti við líkanagerð- ina, sem sé mikil nákvæmnisvinna. „Þetta er fínt djobb fyrir gamlingja, hið besta áhugamál.“ En böggull fylgi skammrifi. „Þetta tekur langan tíma og því er maður orðinn svolítið leiður í verklok. Þess vegna er gott að vera með fleiri en eitt verk í takinu hverju sinni.“ Hann hefur smíðað nokkra bíla, flugvélar og skip. Þar á meðal líkan af hollenska skipinu Het Wapen, gull- skipinu svonefnda, sem strandaði á Skeiðarársandi 1667 og ekki hefur fundist tangur né tetur af síðan þrátt fyrir mikla leit. „Ég er um sex mánuði að gera svona skip með þéttri vinnu en ég var mun lengur með gullskipið enda er það stærra,“ segir listamaðurinn. Næsta nágrenni hefur verið upp- spretta hugmynda hjá Karli og til dæmis gerði hann líkan af belgíska flutningsskipinu Persier, sem strand- aði á Dynskógafjöru skammt austan við Hjörleifshöfða 1941, en í því voru meðal annars 100 ósamsettir vöru- bílar. „Núna er ég að vinna við að gera líkan af Dodge-vörubíl árgerð 1940, sem Kaupfélag Skaftfellinga eignaðist á sínum tíma og var í Persier þegar skipið strandaði.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Listamaður Karl Ragnarsson með eftirlíkingu sína af franska spítalaskipinu Sankti Páli. Skip með mikla sögu  Smíðaði eftirlíkingu af franska spítalaskipinu Sankti Páli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.