Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
✝ VilhjálmurÞórarinn Vil-
hjálmsson fæddist
í Reykjavík 29.
nóvember 1940.
Hann lést á Land-
spítalan-um 30.
mars 2020.
Foreldrar Vil-
hjálms voru þau
Vilhjálmur Jón
Þórarinsson, kynd-
ari og vörubif-
reiðastjóri, f. 11.9. 1897, d.
22.4. 1970, og Guðlaug Jóns-
dóttir húsfreyja, f. 17.9. 1901,
d. 1.3. 1981. Alsystkin hans
eru: Hörður, f. 5. 9. 1929, d. 16
1. 1997, Grétar Þórarinn, f. 7.5.
1932, d. 10.11. 1999, Brynj-
ólfur, f. 25.1. 1934, d. 10.8.
2010, Ingi Einar, f. 30.7. 1936,
d. 14.2. 2009, og eftirlifandi
systirin Marta Vilhjálmsdóttir,
f. 6.7. 1942. Samfeðra voru
Magnús, f. 13.8. 1918, d. 22.4.
1986, og Kristinn, f. 2.8. 1928,
d. 1.3. 1958.
Fyrrverandi eiginkona Vil-
hjálms var Kristín G. Lár-
maki Helgi Valgeirsson, börn:
Magnús, Valgeir Theódór og
Jóhann Steinar. Sigríður
Sveinbjörnsdóttir, f. 31.8. 1952,
var gift Aðalgeiri Olgeirssyni,
d. 6.4. 2006. Börn: Þóra Ragn-
heiður, Ollý Sveinbjörg, Hjalti
Már og Elvar Hrafn. Kim Bri-
git Sorning, f. 16.12. 1961,
maki Guðmundur Baldursson.
Börn: Magnús Joachim, Gunn-
ar Jón, d. 1.4. 2001, Valdís
Klara og Guðmundur Karl.
Vilhjálmur bjó fyrstu ár ævi
sinnar í miðbæ Reykjavíkur og
stundaði nám í Austurbæjar-
skóla en seinni árin bjó hann í
Kópavogi. Alveg frá fyrstu tíð
hafði Vilhjálmur mikinn áhuga
á bílum, öðrum farartækjum
og akstri og tók hann bæði
mótorhjólapróf, bílpróf og
meirapróf.
Hann starfaði lengst af sem
vörubifreiðastjóri bæði hjá
Þrótti, Malbikunarstöðinni
Höfða og Steypustöðinni en
einnig starfaði hann sem véla-
maður á fraktskipum hjá Eim-
sip og sigldi víða um heiminn.
Vilhjálmur verður kistulagð-
ur og kvaddur í dag, 15. apríl
2020, en í ljósi aðstæðna verða
aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir.
Minningarathöfn um Vil-
hjálm verður auglýst síðar.
usdóttir, húsmóðir
og verslunarkona,
f. 19.9. 1943, d. 8.1.
2020. Börn þeirra
eru: Lára G., f.
29.1. 1961, maki
Pálmi Aðalbjörns-
son. Börn: Linda
Kristín, Hildur,
Agnar, d. 2018,
Ester Rut og Eva
María. Vilhjálmur
Þór, f. 24.7. 1963,
maki Elsa Kristín Helgadóttir.
Börn: Vilhjálmur Þorri, Krist-
ófer og Sindri Snær. Hjördís, f.
17.10. 1965, maki Anton Sig-
urðsson. Börn: Fannar og Vikt-
or.
Seinni eiginkona Vilhjálms
var Magnúsína Sigurðardóttir,
ávallt kölluð Bía, verslunar- og
þjónustukona, f. 19.12. 1929, d.
25.9. 2016. Magnúsína eign-
aðist fjórar dætur, þær eru:
Anna Fríða Ottósdóttir, f. 25.8.
1946, d. 17.2. 2009, maki Vil-
hjálmur Ingvarsson, börn: Ottó
Valur, Valdís og Ingvar. Klara
Sveinbjörnsdóttir, f. 15.7. 1951,
Elsku pabbi minn, nú hefur
þú kvatt lífið hér og sameinast
elsku Bíu þinni sem lést árið
2016. Þú fæddist í 101 Reykja-
vík árið 1940 og bjóst þar
fyrstu 30 árin þín. Ég er elst
þriggja barna þinna og man
nokkuð vel eftir fyrstu átta ár-
unum á Brekkó með þér og
mömmu. Þið giftuð ykkur árið
1963 sama ár og Þór fæddist,
Hjördís fæddist svo 1965. Leið-
ir ykkar mömmu skildi um
haustið 1968 og fluttum við
systkinin með mömmu í Foss-
voginn.
Þú stundaðir akstur lengst af
þó með hléi sem þú fórst til
sjós á fraktskip sem annar
vélamaður. Það var æði oft fiðr-
ingur í maga mínum hvað ég
fengi í gjöf sérstaklega þegar
þú varst að koma frá Banda-
ríkjunum, þú keyptir oftast vín-
ilplötur með öllum sem voru þá
á toppnum, Janis Joplin, Deep
Purple, Uriah Heep og Bítl-
unum svo eitthvað sé nefnt, ó
mæ, hvað það var spennandi að
fá þessar geggjuðu plötur.
Þú kynnist Bíu þinni árið
1978 ég man glampann í aug-
unum á þér yfir dömunni sem
þú eyddir svo næstu 40 árum
með.
Þið bjugguð í Ljósheimum og
síðan fram til kveðjustundar í
Kópavoginum. Árið sem elsku
Bía veiktist kynntumst við má
segja upp á nýtt við sárar að-
stæður að líkna ástinni þinni,
fyrst heima, síðan á líknardeild-
inni. Þar sýndir þú svo sann-
arlega ást þína og væntum-
þykju til hennar þó að þú hefðir
ekki mörg orð um ástina yfir
höfuð. Þú misstir mikið þegar
Bía kvaddi eftir æðrulausa bar-
áttu við krabbamein. Bía var
ekki bara eiginkonan þín heldur
besta vinkona. Lífið hjá þér
varð þögult og heilsan fór að
gefa sig hjá þér. Má segja að
þér hafi þótt það eiginlega búið
á köflum.
Í mars 2017 bauðstu mér til
La Palma, einnar fegurstu eyju
sem ég hef komið til. Þar
dvöldum við á fjögurra stjörnu
hóteli með allri þjónustu inni-
falinni, mat, drykk og skemmt-
un.
Garðurinn, sem var eins og í
ævintýri, var byggður í brekk-
um frá hóteli niður að kletta-
strönd. Íslendingar með okkur
voru fljótir að sjá það skemmti-
lega við þig og safnaðist hópur
fólks ætíð þar sem þú varst.
Heilsan þín í túrnum var mis-
góð, þrekið stundum lítið, enda
kom það í ljós nokkrum vikum
eftir heimkomu þegar þú fékkst
hjartstopp á heilsugæslunni í
Kópavogi. Þá varst þú staddur
á réttum stað. Þú náðir þér
þokkalega.
Á þessum þremur árum átt-
um við í nokkuð góðum sam-
skiptum, þó ekki árekstra- og
sáraukalausum. En mér og
okkur tókst að komast yfir
þann tíma og ná sáttum sem er
mér mjög dýrmætt og er þakk-
arvert.
Elsku pabbi, mér fannst þú
stundum mjög erfiður og nei-
kvæður sem var svo særandi,
ástæða sennilega að þú naust
lífsins ekki mjög vel eftir að
ástin þín kvaddi. Síðustu vik-
urnar heyrðumst við oftar nán-
ast á hverjum degi og svo með
daglegu innliti síðustu vikuna á
heimili þínu í Vogatungunni.
Það dró mjög hratt af þér
eftir greiningu á krabbameini í
febrúar, meinið tók rödd þína
sem var þér afar þungbært að
geta ekki talað, aðeins hvíslað.
Þú dvaldir í viku á LSH
krabbameinsdeild á tímum CO-
VId-19 sem ekki var hægt að
heimsækja þig, við fengum þó
þrjú systkinin að eiga síðasta
daginn með þér og vera hjá þér
þar til yfir lauk.
Hvíl í friði, elsku pabbi, viltu
knúsa Agnar minn frá mér.
Elska þig, þín dóttir
Lára.
Málið er
að þiggja kærleikann,
meðtaka hann
af þakklæti
og lifa honum.
Með því að finna honum farveg,
koma honum áfram
svo fleiri fái notið hans.
Kærleikurinn er tær,
hann er heill,
honum fylgir sannleikur
og frelsi,
umhyggja og umburðarlyndi,
von og traust,
ábyrgð og agi.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Nú kveð ég þig í hinsta sinn,
pabbi minn. Ég veit að þú gerð-
ir þitt besta. Allar góðar minn-
ingar geymi ég í hjarta mínu.
Þinn sonur
Þór.
Það er sérstök upplifun að
hafa leitt pabba minn inn í ei-
lífðina. Sjá hann og heyra taka
sinn allra síðasta andardrátt,
finna hann kólna og átta sig á
að hann er dáinn, vona að það
sé ekki rétt og að annar and-
ardráttur komi, kalla á hjálp en
fá það svo staðfest að hann hafi
kvatt.
Pabbi var almennt heilsu-
hraustur og vann fulla vinnu
fram yfir sjötugt og í afleys-
ingum síðustu starfsárin. Þegar
seinni kona hans og stjúpa mín
Bía, kvaddi 2016, fór heilsu
hans að hraka. Hann var með
lungnasjúkdóm og fékk hjarta-
stopp 2017 en jafnaði sig
þokkalega á því og fékk síðar
gangráð. Hann var svo greind-
ur með krabbamein í lungum
og nýra 29. febrúar sl. og eftir
það fór að draga hratt úr kröft-
um hans. Lungnabólga varð
þess valdandi að hann var flutt-
ur á LSH og dvaldi hann þar í
viku og illa gekk að vinna bug á
henni. Enginn mátti heimsækja
hann vegna heimsóknarbanns.
Ástand hans versnaði snögg-
lega og var þá systur minni,
bróður og mér, leyft að fara til
hans. Klukkan 02.55 aðfaranótt
30. mars kvaddi hann og ég
hélt fast í höndina á honum og
kleip og sú hugsun skaust í
gegnum huga minn að ég gengi
með honum upp til himins á
meðan ég sagði við hann í hug-
anum:
„Pabbi minn, þú þarft ekki
að vera hræddur, þetta verður
allt í lagi, Bía bíður eftir þér og
tekur á móti þér, Lára er hér
líka og ég held í höndina á þér.“
Og svo bara hætti hann að
anda, líkt og hann hefði beðið
eftir að ég leiddi hann upp. Það
tekur í hjartað að kveðja að ei-
lífu og ég hef grátið um leið og
ég hef hugsað með þakklæti
fyrir fullt af góðum minningum.
Þið mamma skilduð þegar ég
var þriggja ára og það var mér
erfitt, mér fannst þú alltaf vera
akkerið mitt og halda vernd-
arhendi yfir mér. Að fá að fara
með þér um borð í stóru frakt-
skipin, sem þú sigldir með um
öll heimsins höf, eins og pabbi
hennar Línu Langsokks. Þegar
þú komst með amerískt kóka
kóla í dós og nammi handa mér
og allskonar hluti frá Ameríku,
styttu af Empire State, penna-
veski merkt Boston, þangað
sem þig langaði til að hafa mig
með í siglingu til en aldrei varð.
Þökk sé nokkrum sopum af
þeim undradrykk þá hresstist
þú í smá tíma og nóg til þess að
við systkin fengum svo dýr-
mæta samverustund með þér
síðasta daginn þinn.
Mér verður hugsað til stíf-
bónuðu vörubílana þinna og
allra túranna með þér í þeim.
Minninguna þegar þú hélst á
sonum mínum í fyrsta sinn
uppi á fæðingardeild, hvað þú
ljómaðir af stolti og gleði,
hnusaðir strax í litla hárið
þeirra, sem var þín leið að
segja: „Ég elska ykkur.“ Það
sama gerðir þú alltaf við mig í
æsku og ég fann þannig og
vissi að þú elskaðir mig. Oft
leið mér samt illa að hafa ekki
orðið við bón þinni til mín um
að skíra þá í höfuðið á þér, þó
að vissulega eigi þeir falleg
nöfn. Ég man öll skiptin í
gegnum árin sem við fjöl-
skyldan komum til ykkar Bíu í
dýrindis mat og oft fórum við
svo og völdum mynd saman í
Snælands vídeó. Það var oft
snúið því þú varst búinn að sjá
þær flestar enda varstu mikill
áhugamaður um góðar bíó-
myndir alla tíð. Að ógleymdum
öllum bíóferðunum í æsku
minni þar sem þú bauðst okk-
ur svo oft og popp og kók með.
Með miklum hlýhug hugsa ég
til þess þegar þið Bía komuð
og heimsóttuð okkur til Sví-
þjóðar 1990. Eitt af mörgu
sem við gerðum saman var að
þið buðuð okkur Eyjó, pabba
sona minna, á jólahlaðborð og
dansleik á eftir. Þú bauðst
mér í dans og ég klunnaleg í
spori og sagðir: „Þetta er nú
bara eins og að dansa við
kústskaft.“ Svo dansaðir þú
við Bíu þína og hún á pinna-
hælum, flaug um gólfið með
þér eins og ekkert væri, enda
dönsuðuð þið mikið í gegnum
árin. Ég mun sakna óteljandi
heimsókna þinna og símtala
sem hófust alltaf á: „Hæ, er
eitthvað nýtt eða títt?“
Ég elska þig og á eftir að
sakna þín og mun varðveita
minningu þína og heiður og
passa Elvis Presley-klukkuna
sem þú vildir að ég fengi að
eiga. Enda hann einn af þínum
uppáhalds og þú hefur alltaf
minnt mig á hann, myndarlegur
töffari og hálf amerískur á
margan hátt. Bía heldur áfram
að dekra við þig, dedúast og
snurfusa, og ég kem svo í mat
til ykkar þegar minn tími kem-
ur.
Bless pabbi minn, þín
Hjördís (Hjödda).
Þá er hann tengdapabbi
minn farinn yfir móðuna
miklu. Fyrsta minning mín um
Villa var þegar hann kom með
möl í bílaplanið við heimili mitt
árið 1983 og ekki vissi ég þá að
síðar yrði dóttir hans, sem ég
kynntist hér í húsinu árinu áð-
ur, konan mín og hann tengda-
pabbi minn. Það má segja að
hann hafi lagt traustan grunn
að lífi og framtíð okkar
Hjöddu minnar, með þessari
möl, því hér búum við enn.
Þetta þótti mér skondið að
rifja upp við hann, þegar ég
svo kynntist honum árið 2012.
Það var ávallt gott að heim-
sækja hann og einnig áður á
meðan Bía lifði. Alltaf rólegur
í viðmóti og fasi og mjög ræð-
inn. Við ræddum oft um bíla,
þekking hans var góð og sér-
staklega á amerískum bílum
og áhugi hans á þeim leyndi
sér ekki, enda átt nokkra góða
sjálfur í gegnum árin.
Marga af þeim fjölmörgu
kostum sem dóttir þín á; hrein-
skilni hennar, sannleikur og
heiðarleiki, hefur hún augljós-
lega erft frá þér og það var ég
fljótur að sjá eftir kynni mín
við þig. Og nú þegar ég læt
hugann reika á páskadags-
morgni, fékk ég þennan máls-
hátt í páskaeggi frá henni: „Af
hreinu bergi kemur hreint
vatn,“ og það er alveg rétt og
passar vel við. Bæði segið þið
hlutina eins og þeir eru og um-
búðalaust.
Mér þótti þú aldrei vera
neitt gamall, hvorki í fram-
komu, hugsun né í tali og laus
við alla sýndarmennsku og yf-
irlæti, kostir sem þið bæði hafið
og ég met mikils og virði og er
þakklátur fyrir.
Kveð þig með söknuði, þinn
tengdasonur,
Anton.
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG ÞÓRUNN HERVARSDÓTTIR,
Hraunbæ 111, Reykjavík,
lést laugardaginn 11. apríl.
Vegna ástandsins í samfélaginu
fer útförin fram í kyrrþey.
Leifur Ásgrímsson
Rúnar Garðarsson Rochell Garðarsson
Linda Hildur Leifsdóttir Óskar Sigvaldason
ömmubörn og langömmubörn
Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Birkigrund 63,
lést á Hrafnistu við Sléttuveg aðfaranótt
mánudagsins 13. apríl.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey, en minningarathöfn verður
haldin síðar.
Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir
Guðrún Hrönn Jónsdóttir
Birna S. Jónsdóttir
barnabarnabörn
Ragnheiður Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi,
bróðir og vinur,
ÞORSTEINN PÉTURSSON
tryggingasölumaður,
er látinn. Kistulagning með nánustu
aðstandendum fór fram miðvikudaginn
8. apríl. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður útför auglýst síðar.
Þökkum hlýhug og góðar kveðjur.
Aðstandendur
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu
hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur
um birtingu á minningargreinum.
Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim
sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð
og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum
hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að
birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er
gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í
kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið
að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar-
greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins.
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting minningargreina