Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 27

Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020  Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick hefur skrifað undir samning við Tindastól og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Tomsick hefur leikið á Íslandi síðustu tvö tímabil; fyrst með Þór Þorlákshöfn og síðan Stjörnunni. Leikmaðurinn er uppalinn í Bandaríkj- unum en hann er einnig með króatískt vegabréf. Tomsick skoraði 20,1 stig að meðaltali í leik í vetur og gaf auk þess 5,1 stoðsendingu og tók 3 fráköst. Hefur hann verið á meðal bestu leik- manna landsins undanfarin tvö ár.  Belgíski knattspyrnumaðurinn Marouane Fellaini, sem áður lék m.a. með Manchester United, var útskrif- aður af sjúkrahúsi í Kína í gær eftir að hafa verið þar í þrjár vikur í kjölfar þess að hafa smitast af kórónuveir- unni.  Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic íhugi nú alvarlega að ljúka ferli sínum sem leikmaður með Hammarby í Stokkhólmi, þar sem hann yrði samherji Arons Jóhanns- sonar. Zlatan gerðist fyrr í vetur með- eigandi í Hammarby og hefur hann æft með liðinu undanfarið til að halda sér í formi. Er hann samningsbundinn AC Mílan.  Athafnakonan Amanda Staveley er langt komin með kaup sín á enska úr- valsdeildarfélaginu Newcastle af Mike Ashley. Ashley hefur verið eigandi fé- lagsins síðustu 13 ár, við litla hrifningu stuðningsmanna þess. Er kaupverðið um 310 milljónir punda.  Þýski knattspyrnumarkvörðurinn Loris Karius er vongóður um að fá framtíðarsamning hjá Besiktas í Tyrk- landi, þar sem hann hefur verið í láni frá Liverpool í tvö ár, og ætlar að freista þess að fá forráðamenn Liver- pool til að leyfa sér að fara frá félaginu án greiðslu.  Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur tilkynnt að Halldór Karl Þórsson muni þjálfa meistaraflokk karla og kvenna hjá félaginu. Þá verður hann einnig yfirþjálfari yngri flokka. Halldór hefur þjálfað meistaraflokk kvenna undan- farin tvö ár og þá var hann aðstoðar- þjálfari Fals Harðarsonar hjá meist- araflokki karla á þessari leiktíð, en Falur hefur yfirgefið félagið. Fjölnir mun leika í efstu deild kvenna á næstu leiktíð, þar sem liðið var í efsta sæti þegar tímabilinu var aflýst, og fer upp um deild á kostnað Grindavíkur. Karla- liðið leikur hins vegar í 1. deild á næstu leiktíð, þar sem það féll úr efstu deild.  Enska knattspyrnufélagið Everton ætlar sér að selja landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson þegar fé- lagaskiptaglugginn verður opnaður. Liverpool Echo greinir frá því að Ever- ton sé tilbúið að selja Gylfa fyrir 20 milljónir punda. Miðilinn telur að áhrif kórónuveiru- faraldursins muni hafa áhrif á sölu- verð Gylfa og því sé líklegt að Everton biðji ekki um hærri upphæð fyrir leikmanninn sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu. Eitt ogannað HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Handknattleikskonan Steinunn Björnsdóttir varð á dögunum deildarmeistari í fyrsta sinn á ferl- inum með uppeldisliði sínu Fram. Framarar voru með fimm stiga for- skot á toppi úrvalsdeildarinnar, Olís- deildarinnar, þegar ákveðið var að blása tímabilið af vegna kórónuveiru- faraldursins sem nú herjar á heims- byggðina. Steinunn, sem er 29 ára gömul, hefur verið fyrirliði Fram undanfarin ár en hún hóf meistaraflokksferil sinn árið 2009 og á að baki rúmlega 300 leiki fyrir félagið. Framkonur hafa verið nánast óstöðvandi á tíma- bilinu, en liðið varð bikarmeistari í byrjun mars eftir stórsigur gegn KA/ Þór í úrslitum í Laugardalshöll. Rétt ákvörðun Liðið stefndi því hraðbyri að fyrstu þrennu sinni þegar ákveðið var að blása tímabilið af, en liðið hefur aldrei unnið þrefalt áður. Framkonur unnu hins vegar tvöfalt tímabilið 2018 en þá mistókst liðinu að verða deildar- meistari. Þá unnu Framkonur átta sinnum tvöfalt, Íslandsmótið og bik- arkeppnina, á árunum 1978 til ársins 1990 en þá var ekki um úrslitakeppni að ræða og möguleiki á þreföldum sigri því ekki til staðar. „Auðvitað var þessi ákvörðun um að aflýsa tímabilinu gríðarlega svekkjandi en á sama tíma skilur maður hana fullkomlega,“ sagði Steinunn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Satt best að segja átti maður von á því að mótinu yrði aflýst. Miðað við það sem er að gerast í heiminum og hvernig yfirvöld hafa tekið á því kom í raun ekkert annað til greina en að slaufa mótinu. Á sama tíma hélt maður líka alltaf í smá von um að það yrði bara spilað í sumar þar sem öll plön eru hvort sem er farin út um gluggann. Með tilliti til aðstæðna er lítið um plön hjá fólki í sumar og því hefði kannski verið hægt að spila einhverja leiki á þeim tíma. Á móti kemur samt að fólk hefði líklegast ekki mætt á leikina og reynt að halda sig frá öllum fjölda- samkomum þannig að þetta var erfið ákvörðun að taka en rétt ákvörðun að mínu mati.“ Meistari í fyrsta sinn Framkonur hefðu getað tryggt sér deildarmeistaratitilinn 13. mars síðastliðinn með sigri gegn Stjörn- unni í Framhúsi í 20. umferð deildar- keppninnar. Leiknum var hins vegar frestað vegna kórónuveirunnar en Steinunn ítrekar að þótt Framliðinu hafi verið dæmdur sigur í deildinni í vetur hafi liðið átt bikarinn full- komlega skilinn. „Svona var bara staðan og maður verður að bera virðingu fyrir þessari niðurstöðu enda ekki annað hægt. Á sama tíma er þetta líka sárt þar sem við vorum að eiga besta tímabil okkar í mjög langan tíma. Framliðið í vetur hefur verið eitt best spilandi kvenna- lið landsins í langan tíma og það var því leiðinlegt að geta ekki landað deildarmeistaratitlinum á formlegan hátt. Handbolti er hins vegar bara handbolti og það er meira í húfi núna. Að verða deildarmeistarar á þenn- an hátt var vissulega skrítin tilfinn- ing en á sama tíma fannst mér við eiga sigurinn fullkomlega skilinn. Við vissum að við værum að fara að vinna þennan deildarmeistaratitil og önnur lið vissu það líka. Það er þess vegna mikilvægt að við séum allar stoltar af árangri okkar í vetur því eins og ég horfi á þetta unnum við þennan titil, og við unnum fyrir honum líka, þótt mótið hafi ekki klárast.“ Sigurvegarar tímabilsins Flestir höfðu spáð Framkonum Ís- landsmeistaratitlinum í vor og var liðið á góðri leið með að vinna þrefalt í ár eftir sigur í deildinni og bikar- keppninni. Steinunn viðurkennir að það hafi verið eitt af markmiðum liðs- ins fyrir tímabilið en ítrekar að leik- menn liðsins séu nú þegar byrjaði að hugsa til næstu leiktíðar. „Við vorum klárlega byrjaðar að hugsa fram á vorið og hvað við hefð- um getað afrekað. Við erum hins veg- ar ríkjandi bikar- og deildar- meistarar og komum því út úr þessu tímabili sem sannir sigurvegarar þótt okkur hafi ekki tekist að landa stærsta titlinum. Við lögðum gríðar- lega mikið á okkur fyrir tímabilið og stemningin og andinn í liðinu hefur verið frábær í allan vetur. Við vorum rétt að byrja þegar við urðum bikar- meistarar og ég er stolt af öllum í kringum liðið og félagið eftir þetta tímabil og lít alls ekki svo á að það hafi farið í súginn. Núna tekur bara undirbúningur fyrir næsta tímabil við og við erum allar staðráðnar í að gera jafn vel og á þessari leiktíð. Ég finn fyrir miklum eldmóð í hópnum fyrir næsta tímabili og það að önnur lið í deildinni hafi verið að styrkja sig mikið hefur í raun bara eflt okkur til þess að gera enn betur í Safamýrinni. Við vorum særð- ar eftir síðasta tímabil og þetta tíma- bil fer eins og það fer þannig að við verðum stórhættulegar næsta vet- ur.“ Innstillt á landsleikina Eins og staðan er í dag leikur ís- lenska kvennalandsliðið við Tyrkland í undankeppni EM 2020, heima og ytra, í byrjun júní en nákvæm dag- setning fyrir leikina hefur ekki verið ákveðin. Steinunn á ekki von á því að þessir leikir fari fram en æfir þó eins og hún sé að spila mikilvægan lands- leik í júní. „Ég hef æft vel og reglulega í þess- ari pásu og æfingalega séð er maður bara í mjög góðum gír. Eins og stað- an er í dag finnst manni ólíklegt að leikirnir gegn Tyrkjum verði í júní. Það er hins vegar mikilvægt að mað- ur sé innstilltur á það að vera að fara að spila þessa leiki. Það er því mik- ilvægt að halda sér í formi og hafa eitthvað til að stefna að enda er langt í næsta tímabil byrji. Við í landsliðinu þurfum að standa saman núna og halda okkur í eins góðu standi og mögulegt er,“ bætti Steinunn við í samtali við Morgunblaðið. Stórhættulegar næsta vetur  Steinunn Björnsdóttir og samherjar í Fram misstu af möguleikanum á fyrstu þrennunni þegar tímabilinu var hætt  Stolt af félaginu og tímabilinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bestar Steinunn Björnsdóttir fagnaði vel eftir sigur í bikarkeppninni, en Fram vann 21 af 22 leikjum sínum í deild og bikar á tímabilinu. Landsliðskonan Þórey Anna Ás- geirsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknatt- leiksdeild Vals. Kemur hún til fé- lagsins frá Stjörnunni, þar sem hún hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Þórey skoraði 62 mörk í tólf leikj- um í Olísdeildinni á leiktíðinni og var einn allra besti leikmaður Stjörnunnar, sem var í þriðja sæti þegar tímabilið var blásið af í síð- ustu viku. Þórey varð Íslandsmeist- ari með Gróttu árið 2016 og hefur spilað 23 landsleiki. Hefur hún einnig leikið með FH hér á landi. Þórey Anna samdi við Val Morgunblaðið/Eggert Valskona Þórey Anna Ásgeirs- dóttir er gengin í raðir Vals. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í franska félaginu París SG voru í gær úrskurðaðir franskir meistarar í handknattleik karla árið 2020 þeg- ar ákveðið var að binda enda á tíma- bilið þar í landi. Átján umferðir höfðu verið leikn- ar af 26 en PSG er með sex stiga for- skot á Nantes á toppnum og hefur unnið 17 leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum. Guðjón Valur hefur með þessu orðið meistari í fjórum löndum á ferlinum en hann hefur áður unnið meistaratitlana á Spáni (Barcelona 2015 og 2016), í Þýskalandi (Kiel 2013 og 2014, RN Löwen 2017) og Danmörku (AG 2012), samtals sjö meistaratitla í fjórum sterkustu deildum heims. Líklegt er að Guðjón Valur hafi þegar leikið sinn síðasta leik fyrir PSG en eins árs samningur sem hann gerði við félagið á síðasta ári rennur út í sumar. Hann verður 41 árs í ágúst. Um leið eru Geir Guðmundsson og félagar hans í Cesson-Rennes komnir upp í 1. deild, efstu deild- ina, en þeir voru úrskurðaðir sig- urvegarar í B- deildinni eftir að hafa verið með tveggja stiga for- skot þegar átta umferðir voru eftir. Liðum í 1. deild er fjölgað úr fjórtán í sextán fyrir næsta tímabil, ekkert lið fellur en Cesson Rennes og Limoges bætast við. Lið Tremblay og Créteil sleppa fyrir horn og halda sætum sínum meðal þeirra bestu en þau voru illa stödd í fallsætum 1. deildarinnar. Endanleg ákvörðun með frönsku kvennadeildirnar liggur ekki fyrir. Þó hefur þegar verið ákveðið að ekk- ert lið falli úr efstu deild og tvö lið bætist við. Bourg-De-Péage, lið Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur, og Toulon, lið Mariam Eradze, eru þar með örugg með að halda sætum sínum en bæði voru í fallhættu. Guðjón Valur Sigurðsson Guðjón Valur meistari í fjórða landinu Óvíst er að hægt verði að ljúka um- spilinu fyrir EM karla í knattspyrnu á þessu ári en lokakeppninni var frest- að til sumarsins 2021. Ísland á þar eft- ir að mæta Rúmeníu og síðan mögu- lega Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um sæti á EM. Kanadamaðurinn Victor Montagliani, stjórnarmaður í FIFA, sagði við bandaríska fjölmiðla í gær að í forgangi væri að klára deildakeppnir. Vegna þess og ferða- takmarkana sem ættu eftir að vera í gildi lengi enn væri ólíklegt að lands- leikir færu fram fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs. Engir fleiri lands- leikir á árinu? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EM Íslenska landsliðið þarf að bíða lengi enn eftir umspilinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.