Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  93. tölublað  108. árgangur  ANNA LEGGUR SKÓNA Á HILLUNA ŠKODA SUPERB PRÓFAÐUR GUÐMUNDUR ANDRI SENDIR FRÁ SÉR SÓLÓPLÖTU BÍLAR 8 SÍÐUR ANGURVÆRT 28HANDBOLTI 26 Nú er hún Snorrabúð stekkur, orti listaskáld- ið um fallandi frægð Þingvalla og víst er margt þar nú með breyttum brag frá því sem var. Venjulega er iðandi líf á svæðinu og ferðamenn í þúsundatali þar daglega. Einn ferðalangur stóð á Hakinu í gær og virti fyrir sér ágætt útsýnið þar á annars regnvotum vordegi. Þjónustumiðstöð og gestastofa á Þingvöllum hafa verið lokuð síðan samkomu- bann gekk í gildi, en verða opnuð 4. maí næst- komandi og er þess þá vænst að ferða- mönnum fari aftur að bregða fyrir. Morgunblaðið/Eggert Ferðamaður í rigningu á Hakinu á Þingvöllum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna gerbreyttrar stöðu í atvinnu- lífinu skoða fulltrúar launþega leiðir til að gera fyrirtækjum kleift að hækka laun þrátt fyrir mikið fall í eftirspurn vegna faraldursins. Samkvæmt lífskjarasamningun- um hækka laun í fjórum lotum. Hægt verður að endurskoða samn- ingana í september næstkomandi. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir óraun- hæft að hækka laun næstu áramót. Leiðir til meira atvinnuleysis „Það segir sig sjálft að launa- hækkun ofan í þessar hamfarir er eins og að hella olíu á eld. Hún væri til þess fallin að auka atvinnuleysi og hægja enn frekar á viðspyrnu at- vinnulífsins,“ segir Halldór. Hækkunin var hluti af lífskjara- samningunum. Önnur hækkun af fjórum verður greidd næstu mán- aðamót. Sú þriðja er áformuð um næstu áramót. Með því hafa almenn laun hækkað um tæp 51 þúsund og taxtalaun um 65 þúsund síðan samn- ingarnir tóku gildi í apríl í fyrra. Niðursveifla var þá hafin í íslensku efnahagslífi sem hefur dýpkað enn frekar vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir félagið ekki munu afsala sér launahækkunum heldur reyna að ná þríhliða samningi milli stjórn- valda, atvinnulífsins og verkalýðs- hreyfingarinnar svo þær geti gengið eftir. M.a. megi skoða að lækka tryggingagjald tímabundið. Þá þurfi samningsaðilar að sammælast um að halda aftur af verðlagshækkunum. Vilja verja samningana Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ákveðið uppgjör fram undan þegar endurskoðunarákvæði samninganna virkjast í september. „Ég hef hins vegar unnið út frá því að lífskjara- samningarnir haldi og að samnings- aðilar reyni að róa öllum árum að því að svo verði,“ segir Drífa. Launahækkanir eins og að hella olíu á eld  SA telja þær óraunhæfar  Rætt um mótvægisaðgerðir MRætt um mótvægisaðgerðir … »12 Morgunblaðið/Golli Áskorun Laun hækka nú í niður- sveiflu og sögulegu atvinnuleysi.  Hugmyndir eru uppi um ammon- íaksframleiðslu við væntanlega stórskipahöfn í Finnafirði á Norð- austurlandi. Samhliða þróun á verksmiðjum til að framleiða vetni, súrefni og ammoníak er unnið að könnun á möguleikum þess að framleiða raforku til þessara nota í vindorkuverum. Sex hugsanlegir staðir fyrir vindorkuver sem fram- leitt gætu 640 megavött hafa verið tilkynntir til mats í rammaáætlun. Ammoníakið yrði flutt með tank- skipum á markað þar sem þörf er á grænu eldsneyti á skip. Veðjað er á að ammoníak verði framtíðar- eldsHneyti fyrir skipaflota heims- ins. Súrefnið sem til fellur verður notað í fiskeldi á landi. »6 AFP Flutningar Veðjað er á að ammoníak verði eldsneyti fyrir skipaflota heimsins. Ammoníak verði framleitt í Finnafirði „Það er bókstaflega verið að borga fólki fyrir að afhenda ekki olíu,“ segir Gylfi Magnússon, viðskipta- fræðingur og dósent við Háskóla Ís- lands, um sögulegt verðhrun banda- rískrar hráolíu í gær. Í viðtali við mbl.is sagði Gylfi að engin fordæmi væru fyrir slíkri stöðu á olíumarkaði. Verð á bandarískri hráolíu, West Texas Intermediate, sem afhenda á í næsta mánuði var í frjálsu falli í gær. Tunna af hráolíu kostaði aðeins 0,01 dollara um klukkan 18 síðdegis en aðeins nokkrum mínútum síðar var verðið komið í -11,42 dollara og í gærkvöldi var verðið komið niður í -37,45 dollara. Þetta merkir að fram- leiðendur þurfa að greiða fyrir að af- henda olíu, sem hefur ekki gerst frá því að hráolíuverð var fyrst skráð á NYMEX-hrávörumarkaðnum í New York árið 1983. Sökum kórónuveirufaraldursins er birgðastaða olíu víða að fyllast og eftirspurnin lítil sem engin. Ekki er um að ræða Brent-olíu sem notuð er á evrópskum mörk- uðum. Sögulegt verðhrun hráolíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.