Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Það vill iðulega
gleymast – eða þá að
því er virðist er sleppt í
umfjölluninni – að
Evrópa er meira en
Evrópusambandið
(ESB). Í álfunni Evr-
ópu telja Sameinuðu
þjóðirnar að séu 44
ríki, en sú „Evrópa“,
sem ESB nær til, telur
ekki nema 27.
Upphaf ESB
Kímið að „Evrópu“
ESBs varð til árið 1949
í Evrópuráðinu og síð-
ar í Stál- og kolasambandinu (SK)
árið 1957, sem sex ríki, Belgía,
Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Hol-
land og Vestur-Þýskaland stóðu að.
SK var á yfirborðinu stofnað til þess
að hafa stjórn á stál- og kolaiðn-
aðinum hjá þeim þjóðum, sem mynd-
uðu það, vegna þess að talið var að
með því að stýra þessum þáttum
mætti koma í veg fyrir nýtingu
þeirra til hergagnaframleiðslu og
hervæðingar og að þannig yrði unnt
að stuðla að friði í álfunni. Raunar
var þó strax í upphafi víðtækari hug-
mynd að baki þó að hún færi ekki
hátt í umræðunni lengi framan af.
Hún sneri að myndun Bandaríkja
Evrópu í anda Bandaríkja Norður-
Ameríku og átti uppruna lengra aft-
ur í sögunni.
ESB
Er tímar liðu stækkaði það, sem
upphaflega var KS, með inntöku
ríkja í sambandið og lokastigið nú
um stundir er ESB, sem talið er
formlega komið til sögunnar árin
1992-1993 með Maastricht-sátt-
málanum (MS). Í stað MS kom svo
Lissabon-sáttmálinn (LS) árið 2009,
sem er í raun stjórnarskrá ESB. Í
honum kemur fram með ljósum
hætti það markmið, sem hljótt var
um lengi framan af, eða það að koma
á einni yfirstjórn yfir öllum þeim
ríkjum, sem mynda ESB, þar sem
sjálfstæði þeirra yrði sem næst að
öllu lagt fyrir róða.
Reyndar hefur alla tíð verið unnið
ötullega að því að skerða þetta sjálf-
stæði og það gert undir yfirskini
samræmingar með ýmsum reglu-
gerðum og sáttmálum, sem binda
hendur stjórnvalda hina einstöku
ríkja – og jafnvel ríkja utan ESB,
sem hafa undirgengist
föst tengsl við sam-
bandið og þar með það
að lúta boðum þess. Á
meðal þessara ríkja er
Ísland og má í því efni
minnast þriðja orku-
pakkans, sem deilur
stóðu um fyrir skömmu,
en mun fleira mæti
nefna.
Vaxandi óánægja
Alla tíð hafa verið
uppi efasemdir um ESB
og forvera þess. Þær
fóru ekki hátt árum
saman, enda kom upp
nokkurs konar pólitísk-
ur rétttrúnaður innan
þess, sem laut að því að ekki mætti
gagnrýna það og sem kvað alla gagn-
rýni niður að hætti rétttrúnaðar-
sinna allra tíma – það er að segja
með hnýfilyrðum, uppnefnum og
óhróðri en ekki rökum. Efasemd-
irnar hurfu þó ekki, heldur efldust
þær ekki síst eftir tilkomu LS, enda
má segja að þá hafi hið ólýðræðislega
stjórnarfar ESBs opinberast einna
ljósast. Sáttmálann átti að fá sam-
þykktan í þjóðaratkvæðagreiðslu
innan meðlimaríkjanna árið 2008.
Frakkar og Hollendingar höfnuðu
honum og einnig Írar, en þeir voru
látnir kjósa aftur og samþykktu
hann þá. Síðan LS sett á án þess að
leitað væri samþykkis þegnanna.
Hin vaxandi óánægja almennings
með ESB kemur ekki hvað síst fram
í síauknu fylgi stjórnmálaflokka, sem
hafa uppi gagnrýni á sambandið.
Þeir hafa gagnrýnt íþyngjandi og
viðamikið regluverk sambandsins,
sem runnið er að miklu mestu undan
rifjum ókjörinna embættismanna og
hefur þrúgandi áhrif á fjölda sviða
atvinnulífs og gerða almennings.
Einnig hefur gagnrýnin beinst að
sjálfum stjórnarháttum og uppbygg-
ingu ESB, sem ýmsir telja ekki
meira en svo lýðræðislega, þó að
fylgjendur sambandsins telji sig vera
í framvarðarsveit lýðræðisins. Sumir
hafa jafnvel gengið svo langt, að líkja
ESB við hið rússneska sovét, þar
sem til dæmis var kosið til sýndar-
þings, og telja, að hið sama sé uppi í
tilfelli Evrópuþingsins, enda sé það
lítið annað en stimpilstofnun.
Sá blær andúðar, sem uppi hefur
verið í garð ESB, hefur á síðustu vik-
um og mánuðum stig af stigi verið að
sækja í sig veðrið. Einkum hefur það
gerst í allra síðustu tíð eftir tilkomu
COVID-19-plágunnar. Stoðir sam-
bandsins virðast vera teknar að
bresta. Hin háa hugsjón – ein af
meginstoðum ESB – frjáls för
manna um álfuna heyrir í það
minnsta um sinn sögunni til. Ríki
loka sig af. Uppi eru háværar raddir
um getuleysi og ónýti sambandsins í
því að bregðast við plágunni. Ítalir
leituðu aðstoðar betur megandi ríkja
í norðanverðri álfunni, en komu að
mestu að lokuðum dyrum og svo er
að yfir 60% Ítala telja sig ekki hafa
gagn af verunni í ESB. Í sunnan-
verðri álfunni gnæfir yfir gífurleg
kreppa vega þeirra áhrifa sem plág-
an hefur og mun hafa en lítill vilji
virðist vera til samstöðu. Fyrir var
klofningur innan ESB, til dæmis
vegna innflytjendamála. Útganga
Breta úr ESB jók í og nú bætist
plágan við sem eykur enn á sundr-
ungu og þá kreppu sem ESB hefur
verið og er í.
Hvað bíður?
Ýmsir spekingar telja sig jafnvel
sjá endalok ESB fyrir. Að minnsta
kosti það að miklar sviptingar séu
langlíklegastar og þá miklar breyt-
ingar innan sambandsins. Framtíðin
leiðir í ljós hvað verður.
ESB mun án efa reyna að halda
sér og sinni stefnu við lýði. Óneit-
anlega er það þó svo að flest hnígur
að því að menn verði að íhuga stefnu
sína og gerðir allt frá grunni og að
ESB verði ekki það sama og fyrr
þegar þeirri óáran sem nú gengur yf-
ir það og heiminn allan linnir.
Framtíð „Evrópu“
Eftir Hauk
Ágústsson
Haukur Ágústsson
»Hvað bíður
„Evrópu“
ESBs.
Höfundur er fv. kennari.
Ríkisstjórnin hefur
gert hrapalleg mistök í
efnahagsstjórnun og
við höfum tapað fjórum
vikum vegna þess. Mis-
tökin eru fólgin í:
að gera ráð fyrir að
fyrirtæki landsins
vilji fjármagna sig í
ósjálfbærri stöðu í
viðskiptabankakerf-
inu til að forðast
yfirvofandi greiðslu- eða gjald-
þrot.
framkvæmd á niðurgreiðslu
launa.
að nota ekki núverandi [núll]
raunvexti til að létta á rekstri
heimila og fyrirtækja.
að gefa sér það að efnahagsvanda-
málið sé til nokkurra vikna eða
mánaða en ekki til lengri tíma, svo
sem eins til tveggja ára eða út árið
2021.
að kalla ekki á helstu óháðu efna-
hagssérfræðinga landsins til ráð-
gjafar.
að gefa ekki þjóðinni leiðsögn um
efnahagslegar afleiðingar COVID.
Vegna COVID-faraldursins munu
gjaldeyristekjur líklega lækka um
250 ma. á þessu ári og því miður aðra
250 ma. árið 2021 [nettótölur]. Þetta
mun hafa þær afleiðingar að ganga
þurfi á gjaldeyrisvarasjóðinn en
hann ætti að duga þar sem annar
kostnaður er innlendur. Atvinnu-
lausir og þeir sem eru á 75% regl-
unni stefna í að fara yfir 50.000
manns. Þá má reikna með að þjóð-
artekjur minnki um 20% á yfirstand-
andi ári og 10% á því næsta. Þessar
byrðar leggjast á ríkissjóð til að
byrja með, þjóðin mun borga þetta
síðar. Þótt COVID sé heimsfaraldur
sem allar okkar viðskiptaþjóðir eru
líka að lenda í ættum við Íslendingar
að geta leyst okkar eigin vanda hér
heima sjálfir.
Ríkisstjórn Íslands, sem ákvað að
loka samgöngum til og frá landinu og
flestum fyrirtækjum landsins, borgi
allan kostnað almennings við þessar
aðgerðir að minnsta kosti þangað til
vorið 2021, gefinn verði þriggja mán-
aða fyrirvari á að stuðningi sé hætt.
Þá taki fyrirtæki ábyrgð á rekstri
sínum vonandi með gott ferða-
mannasumar 2021.
Vextir eru nú lágir
og rétt væri að fjár-
magna allan kostnað
ríkissjóðs vegna CO-
VID-faraldursins núna
með láni úr Seðlabank-
anum. Rétt væri að
endurfjármagna öll nú-
verandi húsnæðislán,
fyrirtækjalán og
bankalán almennings;
lengja þau um tvö ár,
engar afborganir þessi
tvö ár og með lánin
tryggð með ríkisábyrgð til að
tryggja sem lægstu vexti. Lán sem
veitt verða eftir að faraldrinum lýkur
verði á venjulegum forsendum.
Í stað núverandi niðurgreiðslu
launa í formi 75% starfs [minnkað
starfshlutfall], eins og búið er að
semja um við aðila atvinnumark-
aðarins, verði niðurgreiðsla til fyr-
irtækja 100% til að þau viðhaldi
ráðningarsambandinu, starfsmenn
mæti ekki til vinnu. Laun verði
niðurgreidd 50% til þeirra fyrirtækja
sem hafa séð tekjur 20% lægri en
rekstrarkostnaður og þar sem at-
vinnurekendur vilja að starfsmenn
mæti til vinnu. Atvinnuleysisbætur
verði hækkaðar um 100 þúsund á
mánuði meðan á COVID stendur og
einyrkjum og sjálfstætt starfandi
leyft að skrá sig [allir fá að skrá sig
sem eru ekki á launum annars stað-
ar]. Gert verði ráð fyrir því að enginn
sem er á atvinnuleysisskrá fái vinnu
meðan á COVID stendur. Ríkis-
starfsmenn haldi sínum núverandi
launum.
Ekki er hægt að ætlast til að
bankakerfið sjái um að fjármagna
fyrirtæki sem eru eða verða
greiðslu- eða gjaldþrota. Rétt væri
að öll COVID-lán til fyrirtækja væru
gerð í banka sem ríkið setti upp ein-
göngu í því skyni og Seðlabankinn
héldi á. Viðskiptabankarnir gætu
verið verktakar í þessari vinnu. Ekki
væri gerður neinn greinarmunur á
„lífvænlegum og ekki lífvænlegum
fyrirtækjum“. Ríkið taki á sig líklega
um 1.000.000 ma. á þessum tíma en
það fleytir íslensku samfélagi í gegn-
um þennan ólgusjó. Við viljum koma
standandi niður á okkar eigin fótum
sem þjóð þegar þessum COVID-tíma
lýkur.
Til að efla utanumhald um efna-
hagsmál í stjórnarráðinu væri rétt
að skipa formlega sérfræðinefnd
eins og gert var í Noregi í síðustu
viku, t.d. skipuð sex íslenskum hag-
fræðingum sem eru ekki hags-
munatengdir.
Fulltrúar sérfræðinefndar og
Seðlabanka haldi vikulega blaða-
mannafundi í sjónvarpi þar sem þeir
sitji fyrir svörum á sama hátt og
þríeykið gerir í dag. Sama geri pólit-
ísk forysta ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin hafi samráð við
stjórnarandstöðuna með þessar að-
gerðir. Að lært verði af mistökum í
fjármálum heimila og fyrirtækja eins
og gerðist í kjölfar bankahrunsins
2008. Komið verði í veg fyrir að vext-
ir hækki eins og þá, komið verði í veg
fyrir að bankar leysi til sín fyrirtæki
og selji svo aftur og að lán til heimila
verði færð til 110% af virði þeirra.
Sporin hræða.
Næstu mánaðamót og þau sem á
eftir koma geta orðið mjög grimm í
efnahagslegu tilliti. Koma þarf í veg
fyrir að fyrirtæki og heimili verði
tekjulaus. Gera má ráð fyrir
óánægju og óróa sem magnast á
næstu vikum og mánuðum í þjóð-
félaginu.
Útganga úr COVID
Gert er ráð fyrir í þessari umfjöll-
un að í byrjun 2021 verði að minnsta
kosti komin lyf sem slái mjög á ein-
kenni COVID í veikindum og með-
ferð á sjúkrahúsum og geri álag á
heilbrigðiskerfið ásættanlegt. Að
bóluefni sé þá að minnsta kosti í aug-
sýn.
Ráðherrar tóku að sér það verk-
efni að stjórna landinu, þeir þurfa að
tala meira við þjóðina. Þjóðin mun
kalla þá til ábyrgðar, ekki seinna en í
kosningum á næsta ári.
Það er ekki ásættanlegt að ríkis-
stjórnin klúðri þessu verkefni, þetta
er miklu verra efnahagslega en 2008.
Pólitísk mistök
í efnahagsstjórnun
Eftir Holberg
Másson
»Ríkisstjórnin hefur
gert hrapalleg mis-
tök í efnahagsstjórnun
og við höfum tapað fjór-
um vikum vegna þess.
Holberg Másson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
holberg.masson@softverk.is
Í endalausri ótíð,
brælum og gæftaleysi
(á gamlan mælikvarða)
nú í vetur hef ég stund-
um hugsað til þeirra
sem stunduðu á vetrar-
vertíð sjóróðra frá
Loftsstöðum, Tunguósi
og Baugsstöðum suður
í Flóa. Allt árabátar.
Páll Guðmundsson á
Baugsstöðum segir
(Bókaflokkurinn Suðri 1970): „það
var ekki fyrir neinn undirmálsmann
að vera formaður á þessum brim-
sundum. Það þurfti stundum snilli til
að skjótast milli skers og báru.“
Fá sjóslys urðu hér frá söndunum
gegnum aldirnar og þótti það til
merkis um klóka og útsjónarsama
formenn (skipstjóra). En afli var oft
drjúgur, stutt á miðin.
Lýsingar Einars Guðnasonar,
starfandi skipstjóra (Jón á Hofi
ÁR), á fiskgengd nú á þessum slóð-
um virðast sambærilegar við þessi
gullaldarár. Til eru sögur um 24 skip
sem reru samtímis frá Loftsstöðum.
Þar stóð útgerð 30-40 ár í mestum
blóma. Flest skipin voru smíðuð á
þessum árum. Það hefur verið líf og
fjör, þá jafnvel 150-200 karlmenn við
róðra á þessum slóð-
um á sama tíma. Flest
voru skipin „áttróin
með níu manna
áhöfn“.
Er frægt máltæki
upprunnið í Gaulverja-
bæjarhreppi (nú Flóa-
hrepp). Páll segir frá
þekktum förumönnum
sem voru á ferð á
hverjum vetri. Einn af
þeim var Bréfa-Runki,
Skaftfellingur fæddur
1830. Fór víða og m.a. með bréf og
önnur skilaboð milli verstöðva.
„Internet“ þeirra tíma til að fá
fréttir. „Vomurnar voru verstar,“
segir Páll, sbr. sögnin að vomast yf-
ir einhverju. Hér getur orðið stór-
brim í besta veðri (líkt og við þekkj-
um Bæhreppingar), sundin fyrir
opnu hafi og jafnvel landlegur af
þeim sökum svo dögum skipti. Við
þannig aðstæður birtist Runki eitt
sinn. Var strax spurður fiskifrétta
af sjómönnum í landi.
„Þeir fiska sem róa,“ svaraði
hann um hæl. Lúmskt skot á karl-
ana að róa ekki. Var það haft fyrir
máltæki síðan, sagði Páll. En afli á
land varð samt oft ágætur. Kom sér
þá vel að stutt var á miðin og mest
komust kappsamir menn fimm sinn-
um á sjó sama daginn! Þrjú til fjög-
ur skipti algengt.
Nú á tímum COVID-pestar sem
skekur heiminn er merkilegt að Páll
minnist á „inflúensuvertíðina 1894“.
Þá voru ógæftir og brælur „fram
um marzlok“. Þá „kom inflúensan
sem lagði flesta í rúmið. Lítið sem
ekkert hægt að róa fyrir mannleysi“
(loksins þegar gaf). Þessi flensa var
skæð um allt land og lýsingar á ein-
kennum pestarinnar í annálum virð-
ast ótrúlega líkar og í dag. Börnin
sluppu að mestu en fólk í eldri kant-
inum varð veikast. Þessi vetur virð-
ist nánast „kopí peist“ núverandi
ástands 2020.
Árið 1895, seint í mars, komust
Þykkbæingar ekki til baka í land.
„Brimaði snögglega“ og lending
ómöguleg. Freistuðu þeir þess að
fara vestur yfir Þjórsárós; tvö stór
skip, 30 menn alls, yngsti 15 ára og
elsti 80 ára. Komu að Loftsstaða-
sundi undir kvöld. Ekki var skárra í
sjóinn þar. Eldur var kveiktur á
Loftsstaðahóli. Vissu þeir þá að tek-
ið hafði verið eftir þeim. Enn var
stórbrim næsta morgun, en skipin
tvö sáust fyrir utan. Gísli Jónsson á
Eystri-Loftsstöðum og Jón sonur
hans freistuðu þess þá að róa út til
þeirra. Þeir sögðust ekki geta skipað
neinum að koma með, svo illt var út-
lit. En allir buðust til og gátu þeir
valið úr þeirra öflugustu mönnum
með árina. Biðu lengi eftir sjólagi og
Jón stýrði. Komust loks út fyrir
brimgarð í hvissandi ölduróti. „Þeir
náðu mönnunum og röðuðu þeim
endilöngum niður í skipið eins og
fiskur væri „ Komust þeir í land. Var
þá mál manna að aldrei hefði verið
farið um Loftsstaðasund í öðru eins
brimi. Enn herti vind og sjó. Sást
ekkert eftir af bátum þeirra daginn
eftir.
Páll segir að eftir 1900 hafi fisk-
gengd farið að minnka, sérstaklega
ýsan. Ástæðan m.a. sú að bresku
togararnir voru komnir alveg hér
upp undir fjöru og toguðu þar á
bestu miðunum. Eftir þetta fækkaði
skipum mjög, en útræði hélt áfram
fyrripart síðustu aldar í minna mæli.
Ótíð, brælur, baráttan við Ægi og pestir
Eftir Valdimar
Guðjónsson
»Nú á tímum COVID-
pestar sem skekur
heiminn er merkilegt að
Páll minnist á „inflú-
ensuvertíðina 1894“; þá
voru ógæftir og brælur
„fram um marzlok“.
Valdimar Guðjónsson
Höfundur er kúabóndi á bænum
Gaulverjabæ.
gaulverji1@outlook.com